fimmtudagur, desember 30, 2004

Jólin 2004... í stafrófsröð

AÐFANGADAGUR: fyrsta og eina skiptið sem ég verð þunn á aðfangadag. Ömurlegt.
BJÓR: nóg af honum. Allt of mikið af honum eiginlega.
COOL-IÐ: Týndi því á laugaveginum, en fann það aftur á Vegamótum daginn eftir.
DILJÁ: Ámundadóttir er jólabarn og líður vel á jólunum, feit og pattaraleg.
EFTIRPARTÝ: Engin pizza samt. Bara Vodka.
FIMM FYLLERÍ: síðan ég komm til íslands þann 15 desember, plús eitt lítið.
GSM-SÍMAR: Hvenær kemur ástralska þjónustan til íslands. Þessi sem bíður uppá að loka fyrir númer eitt og eitt kvöld.
HJARTSLÁTTUR: Vaknaði við aukinn hjarslátt á Jólanótt, reykta kjötið alveg að pumpa í blóðinu.
ÍSLAND: er alveg magnað land! Vá hvað er alltaf gaman hérna.
JARÐSKJÁLFTINN: í Asíu. Hvað get ég gert? Æ Æ Æ, þetta er agalegt
KARÓKÍ: mig langar svooo í SingStar! Hver vill hafa SingStarPartý?
LESSA: eitt less á ári er fínt!
MATUR: ómægód hvað ég er búin að borða mikið; svínabóg, hangikjöt, kalkún, hamborgarahrygg, sósur, karteflur, grænar baunir, rauðkál og ís og MALT OG APPELSÍN.
NÓTT: það er nótt núna, ég er byrjuð að lifa á nóttunni og sef á daginn. Afhverju gerist þetta alltaf í jólafríum??
ÓFÆRT: rosa snjór og ég á nýja jeppanum hennar mömmu með fermingarhanskana.
PAKKAR: Fékk ó svo mikið. Harðan disk,tölvuhátalara, föt, bækur, baðslopp, náttbussur, leðurhanska, pjéning, eldhúsklukku, armband, engil, augnskugga, geisladisk....ofl.
RAVISONTRAVIS: veit ekkert hvað ég að skrifa hér...obb obb!
SMS&SÍMTÖL: stundum veit ég ekki hvenær ég á að stoppa!
TILHLÖKKUN: að fara í Brúðkaup á Nýársdag hjá ÖnnuSiggu og Sibba!
ÚTBELGD: af mat, en samt heldur maður áfram.
VEL KÆST SKATA: árleg skata með BáruJárnsMellunni og fjölsk. hennar.
X-HÖSL: ekki hitt neinn slíkan. Gott, mjög gott!
YNDISLEG: jól. Þetta voru yndisleg jól. Gott að slaka á með fjölskyldunni líka.
ZUKKJÓL: djamm annan hvern dag, samt engin almennileg helgi.
ÞORLÁKSMESSULEIKURINN: Svansa 18 stig, Ég 9 stig, María: RÚSTAÐI OKKUR!!!
ÆLA: ég gubbaði í nótt:(
ÖLSTOFAN: hvað ætli ég sé búin að eyða miklu þar?

þriðjudagur, desember 21, 2004

Fyrir 20 árum leiddi pabbi mig upp túnið hjá Landsspítalanum Hringbraut. Ég var mjög spennt því ég var að fara að sjá mitt fyrsta systkyni, bróðir þeas. Spurði og spurði. En þar sem ég er yfirleitt mjög upptekin af sjálfri mér spurði ég auðvitað líka hvort hann nýfæddi bróðir minn hafi ekki örugglega keypt handa mér jólagjöf. "Jú jú", svaraði pabbi, hann sagði að það fyrsta sem bróðir minn hefði kjökrað væri "Ken, Ken" Ég alveg hoppaði hæð mína því Ken hennar Barbie var einmitt efstur á óskalistanum þessi jólin. Ég man hvað ég var djöfull ánægð með þennan bróðir minn. Trúði þessu líka í nokkur ár að hann hefði sagt pabba að hann vildi gefa mér Ken.

Enn í dag er ég svona djöfull ánægð með þennan litla bróður minn sem í dag gekk inní glaðan flokk fólks sem má fara sjálft í Ríkið.

Til hamingju Öddi minn aka "Gaurinn sem hangir alltaf með fjölskyldu minni". Ég er ánægð með að við, ásamt hinum Ámundsbörnum, höfum deilt uppeldi sem einkennist af svörtum húmor, stríðni og lygum (sbr. að nýfædd börn kunni að tala).

sunnudagur, desember 19, 2004

Er nuddabað með kertaljósum rómó eða væmið?

...við vinkonurnar erum búin að skeggræða þessa vangaveltu sem tröllreið okkur um helgina. Ásamt öðrum:
--Hvað er rómantík? Er hún tík?
--Er væmið slæmt eða bara sætt?
--Er ekki stórkostlegur munur á hösli og date-i?

Skýrsla:
Á föstudaginn tjékkuðu ég og harpa okkur inn á BegguHótel, með flugfreyjutöskur troðnar af djammgöllum og málningardóti. Markmið sett fyrir helgina. Hár lituð og rökuð. Brúnkukrem, ilmvatn. 4 ógeðslega sætar vinkonur í frían bjór í teiti hjá skóla sem kennir karlmönnum í meirihluta. Markmið slegin fyrir miðnætti. Leiðir skiljast. Og allir hafa gaman að. En þið sem hérna lesið fáið ekki að vita neitt.

Uppúr hádegi á laugardegi er rejúníon á Begguhóteli. Ilmur af smábökubakstri í lofti. Tommaborgari. Lúr og fullt af símtölum. Klukkan sex kemur sturtu og meiköb turn aftur. 2 vinkonur saman í sturtu, svo mikil er nándin. Jólaglögg í mömmu-vinnu. Rándýr kvöldverður á Galileó. Vegamót, Ölstofan, Celtic, Vegamót, Ölstofan og 22. Fullt af sms-um og símtölum. Enn meiri breezer og fisherman friend skot. Já maður er sko vinur fiskimannsins! Eða var það rafvirki? hmmm ekki viss. Ekki alveg viss.

Sunnudagurinn var þokukenndur. Já mikil var þreytan eftir stífa helgi. Egg og bacon og malt og appelsín hressti samt stúlkuna við.Tjékkað sig út á Begguhóteli. Jólatré keypt með mömmu. Við í eins peysum í blómaval. Tréið skreytt, þemað gull í ár. Endaði helgina í piparmyntu te-i hjá The Johnsons. Og já það bregst sko ALDREI!

Takk fyrir mig!

fimmtudagur, desember 16, 2004

Komin heim í heiðardalinn:)
Allfaf jafn gott að koma heim. Ó svo kalt hérna í Reykjavík í dag. En þá er bara um að gera að klæða sig vel!
Ég er á leiðinni í sund.

Meira seinna

mánudagur, desember 13, 2004

Þá er mamma farinn til höfuðborgarinnar. Við áttum frábæra helgi saman, verlsuðum, átum og kíktum á Ólaf Elíasson. Svo sá hún auðvitað skólann. Var alveg með í heitum umræðum í nokkra tíma. Fékk þetta beint í æð bara.

Júlefrúkostinn var alveg frábær. Best fannst mér þó þegar allur skólinn stóð fyrir utan húsið sem partýið var haldið í og ég kom út í kyrtli, með kyndil og grímu og var í þann mund að fara halda ræðu uppá smá palli fyrir þau. Þá fór brunabjallan í gang og allt blikkaði í bláum ljósum slökkviliðsbílana. Út komu sterkir menn með yfirvaraskegg og uniform og skömmuðu okkur fyrir að hafa eld út um allt, bæði úti og inni. Huggulegt.
En bráðum linka ég á vidjóið sem við tókum upp. Þetta var magnað!

Núna er 1,5 skóladagur eftir. Eftir tvo sólarhringa sit ég um borð í vél til Íslands. Ekki slæmt! Ekki slæmt!

Ég er að leita að íbúð/herbergi frá og með 1.feb. Og skrifaði á alla í skólanum. Meilin renna inn og hvert öðru flottara. Sko húsnæðin. Samt smá dýrt. En alltaf á maður að muna eftir því að ÞETTA REDDAST!!! Trust the FUCKING PROCES!

sunnudagur, desember 12, 2004

Góðan daginn Ásdís og gleðilegan þriðja í aðventu.

föstudagur, desember 10, 2004

út í hvaða rugl er ég komin þegar strákurinn sem ég var skotin í fyrir nokkru síðan tilkynnir mér að mamma mín sé heit? eða hot? hrós eða bara kentucky fried siitjúesjón?

en nú er föstudagur og jólaandinn svífur yfir okkur KaosPilotunum, við erum að syngja Last Christmas hérna í kór á meðan við erum að undirbúa Julefrukost. Ég þarf að semja velkomsræðuna sem ég held á palli með kyndil í skykkju. Spurning um að bæta bara latínu inní þetta.

Gáti amús igítúr, júvenes sum skúlus! eða bara hlæja Jingle Bells? hahhah

Mamma er að fila Árósina, og við ætlum að versla jólagjafir um helgina. Versta er bara að ég veit ekki hvað ég á að gefa neinum og er bara búin að kaupa fullt handa mér sl daga. Og peningurinn er að verða búin....obb obb!

Útí hvaða rugl er ég komin þegar strákurinn sem ég var skotin í fyrir nokkru síðan las það sem ég skrifaði hér að ofan???

Munið bara að thank god it´s them instead of you!!

miðvikudagur, desember 08, 2004

þá er mamma komin í árósina. ó hvað það er ljúft, nema að hún var svo þreytt eftir flugið og lestina að hún er bara sofnuð kellingin (eftir að hafa sagt mér að hún væri búin að sauma út og prjóna undanfarið, já svona laumast aldurinn bara aftan að manni hahah) og klukkan er 21.00

við röltum um hverfið mitt í kvöld, þeas miðbæinn. svo keyptum við ullarsokka með glimmeri í, fórum á indónesískan stað og átum á okkur gat og fórum svo heim í kertaljós og ullarsokka.

Í skólanum heldur maður alltaf að það sé e-r lægð fyrir handan hornið, en svo virðist víst ekki vera. Eftir að hafa skilað markaðsverkefninu sl föstudag héldum við flest að nú væri bara trúnó og eveluationspjall þangað til að jólafríið byrjaði. eee NEI, því nú er júlefrúkóst á föstudaginn og í KaosPilot eru ekki haldin eðlileg partý. Nú er okkur skipað í nefndir, allir samt í fleiri en einni nefnd, eða einni nefnd og einu clani/sekte. Þemað er semsagt svona clan eða sekte, því við erum smá þannig hérna í KP.

Andrúmsloftið verður í svona Eyes Wide Shut, Harry Potter, drauga, trúarbragða, kastala-gír. VEi! Haldið í hálfgerðum kastala í þokkabót. Súlur og hátt til lofts og svo verða kerti útum allt.

Ég er í entertainment nefndinni og það var víst ekki valið randomlí. Hrós? Já, þar sem ég ætla að hlæja JingleBells fyrir framan allan skólann. En það er bara uppfylling! Og ógeðslega fyndið!
Svo ætlum við að hafa svona humanhljóð, kannski vælandi börn, á klósettinu. Fórna fólki uppá sviði á krossinum. Allir verða í skykkjum og með hvítar grímur. Refsingar í formi rasskells frá skólastjóranum í spot on "refsingarhorninu". Hafa celló leikara og kyndla þegar fólk gengur inn á rauðum dregli. Og margt fleira. Við höfum 1,5 dag til að skipuleggja og framkvæma þetta.
Restin af skólanum veit ekkert ennþá þannig að uuuussshhh!

Ég ætti allavega að kunna að halda partý eftir þetta nám mitt.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Mikið óskaplega er nú gott að vera stundum svona væmin og meyr eins og í gær.
Eitthvað er stúlkan lengra frá þessu skapi í dag enda lifir hún svo fjölbreyttu lífi að skapið prófar líka allt. Ekki það að ég sé e-ð pirruð. Bara ekki væmin. Meira svona töff! Hipp!

Á morgun kemur mamma til danaveldisins og ég hlakka rúmlega mikið til. Nú er ég búin að kaupa svo mikið handa sjálfri mér að ég get loksins byrjað á jólagjöfunum. Það er árleg regla. Góð regla? Já..

Hef gert samning við Maj-Britti, Tinnu og Hörpu. En hér verður ekki birt hvernig samningur það er...

er farin í ræktina með Mathilde minni. Svo SATC kvöld með Martine og Kristínu. Hvenær á ég að skrifa jólakortin? Eiga ekki e-ir eftir að melda sig?? Þú kommentar adressu og ástæðu fyrir kortasendingu til þín... þá færðu kort fyrir jól!

mánudagur, desember 06, 2004

..og nú varð hún væmin

Síðast liðnu daga hef ég aftur og aftur verið minnt á það hversu rétt það var að skipta um land og skóla. Fyrir ári síðan var ég í Hollandi og vissi að þetta var ekkert fyrir mig. Ég reyndi að líta á björtum augum á það sem ég hafði en innst inni vissi ég að ég var ekki á réttum stað. Það var svo margt sem ég óskaði mér, svo margt sem ég vildi að væri öðruvísi en það var á þessum tímapunkti.

Núna 365 dögum síðar hef ég fengið þessar óskir uppfylltar og ég þakka fyrir það á hverjum degi. Þessi magnaði skóli í bakgarðinum á Mejlgötunni í Árósum hefur bæði gefið mér svo margt og kennt mér svo mikið. Bæði um heiminn þarna úti og um sjálfa mig. Hann hefur gefið mér 34 nýja vini sem ég hef lært svo mikið af. Þeir taka mér eins og ég er og virða mig mig fyrir hvað ég get og geri.

Í dag tók ég niður grímu sem ég hef haft það svo gott bakvið (eða þannig) og er óhrædd að sýna hver ég virkilega er...án þess að hafa áhyggjur að e-r líti niður á mig eða taki mér öðruvísi en ég vil láta taka mér. Ég get verið ég sjálf og sýnt hvað í mér býr og verið stolt af því sem ég hef að gefa, vegna þess ég geri það vel. Svo er líka svo gaman að koma með vini sína í hópinn því öllum er tekið vel, og rúmlega það.

Síðan á fimmtudaginn höfum við öll sem eitt sýnt hvað í okkur býr og hvað við getum mikið. Það er magnað. Og þetta heldur bara áfram. Svo var ó svo gaman að fá Kötu hingað um helgina. Við skemmtum okkur svo vel bæði tvær einar þunnar í búðunum og svo fullar í hópi krakkanna í skólanum.

Ég vissi að þetta yrði frábært hérna í Árósum. En aldrei svona...svona MAGNAÐ!!!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Eins og flestir vita þá finnst mér jólin æðisleg og allt sem þeim fylgja. Mér er alveg sama þótt ég sé að deyja úr neytenda-ism og þetta sé komið útí öfgar að byrja í nóvember jafnvel október. Mér finnst jólalög skemmtileg og þau láta mér líða vel. Í ár verður líklegast eitt sem verður ögn meira spilað en í fyrra... það er sko með KOMBAKK!

Baind Aid 2004, kemur tröllríðandi inní jólasenuna þessa dagana og er að gera allt vitlaust, allavega hjá DJ X-mas at the KaosPilots...sem ku vera ég.

En halló! Hver samdi þennan texta???
there wont be any snow in africa this christmas time.... nei!! ég trúi þér ekki!!! úff
do they know its christmastime at all?.... nei og þeim er svo andskotans sama!
thank god it´s THEM instead of you!.... já that´s the spirit.

mér finnst að ég eigi frekar að hlæja Jingle Bells og þannig söfnum við pjéning. Hlátur er bara hlátur og alltaf jákvæður. EKki svona vonlaus texti eins og í Band Aid.

á morgun er það svo stóra kynningin og svo eru það prakteúllí bara julen, allavega verður e-ð ósköp ljúft prógram hérna í skólanum þangað til að fríið byrjar.

Sem minnir mig á það:
Á JuleFrukost er þemað "eyes wide shut"..... Halló í hverju á ég að vera????
Hugmyndir hér að neðan!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Bjarki Snædal er staddur í París í Dísænskól, ekóle de design kannski? Og hann ákvað að taka eina yndislega vinkonu sína til fyrirmyndar og byrja að hripa niður gjörðir sínar og hugsanir á svokallaða vefsíðu.....
Langar að benda á ritstuldinn hjá henni Hallsteini Patreki (Hetjan hún Halla í linkunum) kærastanum mínum. Þar er margt sexy um að vera! Eiginlega æsist ég mest upp við tilhugsununa að láta Giljagaur nöðga mér á meðan hann slefar á mig rjómaís. En svona er ég nú klikkuð, enda er hún HAlla það líka. Eða allavega segir hann Teddi pal það! Halla á meira við svona geðræn vandamál að stríða. Kannski er ég bara komin með svona mikla vöðvabólgu að það leiðir uppí haus og gerir mig KenTUCkyFried!

ps. í febrúar 2006 flyt ég til Kúbu í 3-4 mánuði með skólanum. Verð að vera búin að læra spænsku, ha? si si
1.desember og Aidsdagurinn í dag!
Ég borga sjálfri mér svo út af námslánunum, síðustu krónurnar. Eftir að hafa greitt allt þá á ég 5000kr til að lifa út dýrasta mánuð ársins. Þetta finnst mér spennandi:)

Núna er miðvikudagur og á föstudaginn kynnum við verkefnið okkar fyrir kúnnunum okkar. Og skila þeim hugmyndaskýrslunni okkar, sem er orðin rosalega flott. Svo voru gerða tvær sjónvarpsauglýsingar og lógó. Allt rosa flott og stemmningin er rosaleg!

Kata súkkulaði kemur seinnipartinn í dag og verður hjá mér í tæpa viku. Hún lendir á góðri KaosPilot djammhelgi. Það verður djammað tvöfalt eftir þessa törn. Svo er jólaÅrhus í góðum fíling og við tæklum líklegast Strikið. Þegar Kata fer kemur mamma skvísa og þá verður gaman og huggulegt. Svo eftir 2 vikur verð ég á Kastrup á leið heim, heim í heiðardalinn!

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Ég er ekki kynmóðir þín
elsku sonur minn
Kynmóðir þín er dáin
og líka kynpabbi þinn
kynpabbi þinn
kynpabbi þiiiin

Þetta lag er tileinkað Hlédísi.
Hlédís setti á þig link

Mæli með því að fólk kíki á þetta ef það er einmanna á síðsumarkvöldum
eða bara taki stuðmannadansinn...

laugardagur, nóvember 27, 2004

Núna er komin laugadagur og þessi vika endar í dag.
Ég held að skemmtilegustu atvik vikunar hafi verið:

-þegar ég söng íslenska afmælissönginn HÁstöfum og lúftgítar fyrir framan bekkinn minn
-þegar ég fór 5 sinnum í ræktina og er það 5 sinnum oftar en sl. 16 vikur
-þegar ég heyrði að Katasúkkulaði væri að koma í vikuheimsókn til mín í næstu viku
-þegar ég labbaði strikið undir stjörnubjörtum (ljósaseríu)himni
-þegar ég söng upphátt með mr&ms Lennon "So this is Christmas" á leiðinni í skólann
-þegar ég fattaði hvað ég er búin að læra mikið í skólanum sl. 3 mánuði
-þegar ég talaði við MajBritti á MSN
-þegar ég drakk hráa eggjahvítu
-þegar ég sendi Ragnari pornógrafíska mynd af mér og min venn Thomas
-þegar ég fór í nuddtæki í ræktinni á milli tveggja eldriborgara og leyfði spikinu að "shake-it, shakeshake-it"
-þegar ég hló jinglebells fyrir hópinn minn
-þegar ég fékk þá brilliant hugmynd um að breyta salnum í skólanum í fólboltavöll fyrir kynninguna okkar
-þegar ég las A4 langan texta á dönsku og þýddi hann um leið yfir á ensku meðan ég las...upphátt
-þegar ég fékk email frá Biffa sem ég hef ekki séð í 4 ár
-þegar ég las grein á mbl.is um frænda minn
-þegar ég talaði við 2 af 3 bræðrum á MSN
-þegar ég fann buxur sem grenntu mig
-þegar ég vaknaði það snemma að ég náði elda hafragraut og mæta á undan öllum í skólann
-þegar við Matta vorum einar í bíósal; Matta með brjóstin út og ég sofandi á öxlinni hennar

Já skemmtileg vika!

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Markaðsverkefnið heldur áfram og það styttist í að þessu ljúki. Fyrir þá sem ekki vita er ég (og minn elskulegi hópur) að sjá um að gera markaðsáætlun og hressandi hugmyndir fyrir stuðningshóp fótboltafélags Árósa. Þetta er bara rétt í startholum hjá umsjónarmönnum og þess vegna vorum við hjá KaosPilot látin sjá til þess að hvern og einn íbúi árósaborgar viti að þetta sé að byrja. Hópurinn heitir 12.maðurinn eins og í svo mörgum löndum (það eru 11 leikmenn í fótboltaliði og góður stuðningshópur er á við einn leikmann).

Hingað til hef ég farið mér til fræðsluauknings og ánægju á 1 fótboltaleik og 1 handboltaleik. Á morgun fer ég svo á körfuboltaleik. Á morgun ætlum við líka að taka upp 1stk auglýsingu og líka vera tilbúin með allt "written material" (hvað hef ég heyrt þetta oft í dag??? úff) En það er gaman og okkur gengur vel. Misvel samt. Suma daga er allt að springa úr orku aðra horfum við bara útí loftið og þykjumst vera bíssí í tölvunum okkar, en vitum að allir eru bara að hanga á netinu. Soldið sætur sá þögli samningur...

En núna á að keyra þetta á fullt. Við Martine ákváðum að fara heim til mín að vinna þar sem hún er veik og nú síður súpa stútfull af grænmeti frammí eldhúsi. ummmmm
Best að halda áfram að gera eitthvað, hvort það sem er að elda eða vinna.

Hlakka til í næstu viku þegar þetta er búið. Er alveg að fá nóg..,.
Svo er líka svo stutt í jólin og það er ekki slæmt!!

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Helgin 19-21. Nóvember 2004 geymir allskonar skemmtileg og ljúf atvik:

-ég fór og keypti mér kort í ræktina sem er hérna á næsta horni
-fór í ræktina
-eldaði og borðaði og drakk hvítvín með Möttu
-fór með Mattheu og Matthildi í KP-partý á RarBar
-Uffe skólastjóri kom í partýið og tilkynnti í ræðu sinni að KP hafi fengið fjárveitingu til að halda skólastarfinu áfram í árósum. Útlitið hefur verið svart undanfarið...
-þannig að fréttin fékk okkur KaosPilotana til að springa úr gleði: öskur, hopp og faðmlög!
-svo var haldið í eftirpartý til Emils í Team10 í rosa flottri íbúð, þar sem sumir dönsuðu, aðrir spiluðu á bongótrommur, hinir í fúússboll, einhverjir söfnuðu í bjórsjóð og keyptu 5 kassa af bjór og allir döðruðu.
-á næsta horni var PAN, gaybar of Århus..við þangað
-þar ætlaði að spyrja ákveðinn vin minn að gefnu tilefni að þeirri brennandi örlagaspurningu: "Ertu Hommi?". Eftir að hafa manað mig uppí það, gekk ég til hans...og fann hann ælandi við barinn. Spurningunni er að gefnu tilefni enn ósvarað.
-laugardagurinn þunni: horfði á Edduna sem mamma mín besta og yndislega hafði sent mér ásamt Idol og kastljós extra.
-gubbaði ég í glas afþví að meðleigandi minn var að stússast á baðinu og ég þorði ekki að sýna henni að ég væri að gubba
-Mattan mín kom svo færandi hendi fyrir þynnkustúlkuna og við borðuðum og kúrðum okkur
-svo kom Martine og sagði okkur KP slúður. Afhverju fer allt svona fram hjá mér???
-svo héldum við 3 í kuldanum í bíó og sáum guðdómlegu Bridget Jones. Ég elskana.
-sofnað yfir Love Actually. Ég elskana.

Núna:
er sunnudagsmorgun og engin vakandi nema þú og ég, sólin skín, en það er ó svo kalt. Ég ætla að vaska upp og fara svo í skólann að vinna. Enn einn brainstroming-urinn kannski? hehe

Í kvöld:
íslenskt Idols með M & M.
Já það hefur ekki farið fram hjá neinum að ég, Diljá Ámundadóttir, er komin í jólaskap og mér finnst það æði.
Innan skamms fer ég á jólakvöld og þar ætla ég mér að skrifa jólakort til fallega fólksins...

...þeas þeirra sem skrá sig hér í kommentakerfið:

Nafn
Heimilsfang

og afhverju það á skilið að fá jólakort frá fyrrverandi barnastjörnunni sem ég er?

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

já er komin aftur heim í árósina mína og það er runnið af mér, að vísu bara svona um 12 í dag. þá var ég orðin þunn og sofnuð í lestinni á leiðinni heim og þá kom e-r kona sem sagðist hafa pantað sætið og ég þurfti að flytja mig og allt mitt hafurtask eitthvert annað. Svo kunni kellingin ,sem selur rándýrar og vondar samlokur á vagni, ekki ensku þegar ég var að versla af henni.
Þá fannst mér ekkert fyndið lengur.

En hins vegar ef ég hugsa um dagana í Malmö þá brosi ég blítt og skell eftil vill örlítið uppúr. Jú mikið óskaplega var nú gaman hjá okkur, en eitthvað minna unnið en áætlað var samt. Á 4 dögum unnum við af viti í svona 5 tíma. Samt er ég nú komin með rosalegt handrit af sjónvarpsauglýsingu. En við eigum eftir að taka hana upp, finna fólk til að leika í og klippa. Allt fyrir föstudaginn í næstu viku. Já sem KaosPilot stúlka ætla ég bara að vera bjartsýn, enda veit ég að allt er hægt og best er bara að skella sér í dæmið. újee...

Jæja núna er það MTV awards @ Matthilda´s place! Hún er ekki búin í arabísku fyrr en 20.50 en útsendingin byrjar 20.00. Þannig að ég verð bara ein þangað til hahahha. Alveg addicted...

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Kannist þið ekki við þessa tilfinningu þegar maður má ekki hlægja en þarf þá einmitt mest að hlæja og flissar útaf öllu. Eða já þegar maður er ennþá eitthvað íðí síðan kvöldið áður og lætur allt flakka og skellihlær af sjálfum sér. Djókarnir hreinlega leka úr manni.

Já þá ætti maður kannski ekki að vera á e-u módern bókasafni í Malmö að reyna að vinna risa markaðsverkefni ha?

Já og hey, við gistum í einhverri hjólabrettahöll. Svona með römpum og svona. Í gær þegar það var búið að loka hækkuðum við músikina í botn fengum okkur bjór og renndum okkur á hjólabrettum og skautum. Eftir það bara bjór og vín og drykkjuleikir og ritskoðaðar umræður.

Núna er ég með bak og axlarverk (segir maður axlarverk?) eftir e-a uppblásna dýnu sem ég fékk úthlutaða með Martine og ef önnur okkar hreyfði sig þá fór allt á svambl (vissuð þið að svamp á sænsku þýðir sveppur á íslensku? hérna fyrir framan mig á bibliotek Malmö er sko "Norstedts Stora Svampbok) Svo er hann min venn Thomas dauður hérna fram á borðið. Hvað eigum við að gera við hann? ha?

Sko hann og Corinne fóru aðeins út eftir geimið í gær og fengu sér McDonalds og þá læstist hurðin óvart inná ganginn sem við sváfum í höllinni og þau voru ekki með síma. Þannig að þau þurftu bara að sofa á ganginum í kaffiteríunni. Fyrst stútuðu þau heilli gin flösku. Svo um 6 vaknaði Måns og fann þau sofandi við hurðina.

Þetta er ekki í lægi!!! ha! Og við í vinnuferð...

mánudagur, nóvember 15, 2004

þá er maður bara farin til útlanda:)

er að fara með hópnum, sem ég er að gera verkefni með, til Malmö í 4 daga að vinna.

vi ses

föstudagur, nóvember 12, 2004

Í gær:
3ja rétta matarboð hjá Matthildi og Sturlu. Mmmmmmm svooo gott og svo hugglegt og smart! ValaMatt skaust upp á yfirborðið við inngöngu. Stúlkurnar fjórar náðu að stúta hva heilum 5 eða 6 flöskum og því fleiri sem við drukkum var erfiðara að fá orðið. Ég Matta og Arndís enduðum vel hressar í bænum á írskum pöbb á trúnó.

Í dag:
Búin að tannbursta mig 4 sinnum til að ná ullarteppinu úr munninum mínum.
Búin að drekka 1l. af kirsjuberjasafa með fullt fullt af klökum og borða tyrkneskt brauð
Sá mig ekki fært um að mæta þunn á norskan fyrirlestur. Mikið hangs og dúllerí í dag semsagt. Huggulegt? Æ já...

Núna:
Á leiðinni út úr dyrunum í surprise afmæli. Ennþá með bláar varir síðan í rauðvínsmaraþoninu í gær. En það er klassi yfir því...?

Á morgun:
Til Kóngsins Köbenhán að mála allt rautt með frábæru fólki!!!!!!!!!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Dagurinn dag byrjaði með því að ég steig sveittan stríðsdans með nokkrum skólafélugum mínum, og var klukkan þá ekki slegin 10. Við vorum í svokölluðum "KroppensTime". Stundum finnst mér þessi skóli doldið fyndinn. Í síðustu viku vorum við að leira með bundið fyrir augun td. En já, allt hefur þetta sinn tilgang og ég læri og læri e-ð nýtt á hverjum degi.

Áðan labbaði ég heim í skammdegismyrkri og grenjandi rigningu með David Gray syngja "This years Loving" í eyrunum. Rigining svona eins og í videoinu. Allir skunduðu hratt fram hjá, en ég bara lallaði þetta í rólegheitum, fannst þetta e-ð svo yndælt.

Kom svo heim, tók allt til og klæddi mig í ný föt því hin voru blaut. Er núna klædd í voða fínt pils og bol og háhæluðum skóm. Það hljóma jólalög úr tölvunni minn og allt í kertum. Ég fór að ímynda mér áðan ef það væri aðfangadagskvöld og ég væri bara hérna ein. Guð hvað það væri skrýtið!

En þetta kvöld lofar góðu; Matta og Arndís eru að koma í mat og rautt. Svo ef við nennum förum við kannski á bíó seinna í kvöld. Á morgun byrjar svo brjáluð vinnutörn þangað til í byrjun des. En ég ætla samt að gefa mér tíma um helgina og skella mér til Kóngsins að hitta Bjarka la Paris og Kollu sem verða þar um helgina. Svo verða nú Héðinn, Matta og Arndís líka á staðnum. Ekki slæmt framundan semsagt:)

Eru ekki allir í stuði?

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Þegar við mamma bjuggum í Hollandi hérna um árið voru bréfaskriftir okkar helsta samskiptaleið við ísland. Meira að segja vorum við ekki með síma fyrstu tvö árin mín þarna (ég var 4 og hún var 8 ár). Í dag er ég í námi hérna í Danmörku (eins og alþjóð veit nú) og nú dag er ég með:

-síma og fæ 3-5 símtöl frá íslandi á viku, þar er fólk að nota heimsfrelsi og geta því samtölin varað frá 2 mín og 2 tíma
-gsm síma og fæ reglulega sms skilaboð
-e-mail og þá getur maður auðveldlega sent línu(r) og tjáð sig um hitt og þetta. ég stjórna einnig þjónustufulltrúa mínum í KB banka vikulega með allskonar skipunum í gengum email
-msn og er það örugglega það sem ég nota mest, ég heyri á hverjum degi í hópi vinkvenna minna og fæ nýjustu fréttir beint í æð
-blogg og uppfæri velvaldar fréttir af sjálfri mér fyrir vini, vandamann og bara gamla rokklingaaðdáendur, einnig les ég síður hjá vinum og fleirum og held mér við efnið í lífi þeirra
-myndasíðu og digitalvél og set ég svona aðrahverja viku myndir inn af lífi mínu, þess vegna er hægt að taka mynd af sér (ef maður er rosa sætuogsessý) og senda e-um um leið
-windows media player og quick player og get ég því horft á fréttir í beinni útsendingu og hlustað íslenskt útvarp (jafnast ekkert á við Gerði B Bjarklind á morgnana) núna er ég að horfa á 70 mínutur líka td.
-iTunes og niðurhalforrit og ef mig langar að heyra e-t tiltekið lag, þá bara finn ég það og bíð í örfáar mínutur og þá er það komið inní tölvuna mína
-netbanka og þar borga ég reikninga og millifæri ofl
-skype og þar tala ég ókeypis í gegnum netið við þá sem skráðir eru á skype á sama tíma (fljótlega fæ ég mér kannski webcam)


Allir saman nú: tíminn líður hratt á gervihnattaöld!

mánudagur, nóvember 08, 2004

HELGARSKÝRSLA
ÞEMA: íslenskHelgi (sub-þemu: jól og discó)

FÖS:
fór heim til Hröbbu og Viktors í strætó (váh ég er alltaf að verða vanari hérna í Árósum) og þar voru ásamt gestgjöfum; Matta, Héðinn, Íris, Rakel og Bjarki, og það var verið að drekka jólabjórINN. Við náðum nú ekki að taka þátt í 20.59 dæminu, en þá var verið að gefa bjór niðrí bæ. Við erum íslendingar og komum okkur ekki niðrí bæ fyrr en að ganga eitt. Sátum á pöbb sem við líktum við Amsterdam heima. Fórum svo á Fredagsbar hjá Arkitekarskólanum. Alltaf jafn sveitt en alltaf jafn gaman...

LAU:
Farið í bæinn að redda sér galla fyrir DISCOKVÖLD Hröbbu og Viktors. Og svo uppá stöð að ná í Söruna mína sem kom frá óðinsvéum. Fagnaðarfundir! Ég sýndi henni skólann og bæinn og svo fórum við heim að hafa okkur til fyrir partýið. Örkuðum svo í strætó, ég með bleika hálsfest(ístaðinn fyrir ennisband sko) á hausnum, túperað hár og sara með BLÁAN augnskugga og hliðartagl. Ég var e-ð stressuð að rata ekki og arkaði því fram og aftur í strætó til sjá hvar við værum. Hvah; hvaara smá svona tískusýning fyrir liðuð!
Stuttu eftir komuna í teitið þurftum við sem seint komum að taka út okkar refsingu fyrir það. Leikritið "Bleikhetta vill vera JanetJackson" frumflutt. Héðinn lék Justin/úlfinn og ég Bleikhettu/Janet. Og þið vitið hvaða atriði þau 2 eru nú fræg fyrir! Ég er ekki frá því að við vorum betri ef e-ð er....SayNoMore:)
Svo byrjaði villt og sýrt partý! Við tókum allan pakkann á þetta, alla leið! Hringdans, ormurinn, hr og frú Discó voru kosin, stuðmannadansinn, trúnó, gajol skot(og nú má fisherman fara að passa sig), flashdans, og FULLT af íslenksri tónlist og allir sungu með af lífs og sálarkröftum...

SUN:
Ég og Sara sváfum vel út og fengum okkur svo brunch. Láum svo uppí rúmi og horfðum á Love Actually og vældum og hlóum til skiptis. Vælið var meira svona rómóvæl.
Um kvöldið fór ég svo út að borða með Sillu, Guðnýu og Ástríði á rosa sætan kínverskan stað. Allar í hamingjukasti hvað helgin okkar hefði verið góð. Ákváðum að halda bráðum jólaföndurskvöld. Ég get ekki beðið...föstudagur, nóvember 05, 2004

1) ever had a song written about you? voru bláu augun mín ekki örugglega um mig?

2) what song makes you cry? nr.1 með Sigurrós á () og EverybodyHurts með Rem
3) what song makes you happy? MintCar með TheCure

4)
height - 1.65
hair color – 4,5 frá Lorial
eye color - blágrængrá
piercings - nei
tattoos - nibb
what are you wearing? – svartar kvartbuxur,rauðum sokkabuxum og svörtum bol, rosa smart (allt úr H&M)
what song are you listening to? – TinyDancer með Elton John
what taste is in your mouth? - MarlboroLights og RisaTópas
whats the weather like? – bara ekkert, en samt svona "aðkomavetur"veður
how are you? –spennt
get motion sickness? – jámm þegar ég labba inná spítala
have a bad habit? – jáh
get along with your parents? – jahá
like to drive? – allt í lagi, en oft er bara best að sitja frammí og tala og dagdreyma og hlusta á músik
boyfriend – nei
girlfriend – já fullt
children? – nei nei nie
had a hard time getting over somone? –Jáááááá
been hurt? – Já, æ það var svo vont
your greatest regret? – að hlusta ekki á Hörpu á annan í jólum ´99
your cd player has in it right now? – iTunes
if you were a crayon what color would you be? - kannski rauður
what makes you happy? – góður húmor, frábært fólk og MIKILL HLÁTUR!!!
whats the next cd you're gonna get? – núna er ég e-ð svo mikið í svona dánlódi, en ég held að ég ætli að fá mér Mugson eða HotChip
seven things in your room? – tölvan,lampar,11 pör af skóm,vatnsflaska,bodybutter frá Bodyshop,umslag með bíllykli í sem á að vera farið í póst
seven things to do before you die... – ferðast til allra landa sem ég tel vera merkileg, eignast börn, verða mjó, gifta mig, fullt af prakkarastrikum, læra 4-5 tungumál í viðbót, meikaðahh
top seven things you say the most... –OK, vááá, glætan, fuckYou, ú jee, aha, hey

do you...
smoke? - já
do drugs? - neií
pray? - æ ég er alltaf að reyna að byrja
have a job? – nei, ég er nemandi
attend church? – nei, bara til að skoða
have you ever....
been in love? - já
had a medical emergency? - já
had surgery? - já, fékk rör í eyrun þegar ég var 5 ára
swam in the dark? - já því á íslandi er svo mikið skammdegi en samt útilaugar sem eru upphitaðar
been to a bonfire? - já
got drunk? - mmm já ég held það...
ran away from home? - nei
played strip poker? - nei
gotten beat up? - nibb
beaten someone up? - nei
been onstage? - jáá
pulled and all nighter? - jáhhh!!! ú je
been on radio or tv? - já, bæði, ég er svo fæg
been in a mosh pit? - hvað er það?
do you have any gay or lesbian friends? - já því miður
describe your first kiss – undir kastalanum á njálsgöturóló í KISSKISSOGÚTAF, með Óla (10 ára)
wallet - svart, þangað til ég týni því
coffee –nei ég drekk bara jurtate, heilsufríkið sjálft
shoes – langar í nýja
cologne – contradiction frá cK

in the last 24 hours you have...
cried - nei
bought anything - í matinn
gotten sick - illt í maganum
sang - já
been kissed - nibb
felt stupid - já
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - já
missed someone - já alltaf, sakna alltaf e-s
hugged someone – já, svo mikill hippaskóli
"Chestnuts roasting on an open fire
Jack Frost nippin at your nose..."

Jólabjórinn kemur í kvöld...

Hérna í Danmörku gefur jólasveinninn þægu krökkunum bjór


fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Í dag:

-er ég búin að borða tópas, íslenskt tröllatópast þeas
-horfði ég á friends í hádeginu, horfa á friends eftir skóla
-er ég búin að vera mjög afkastamikil með vinnuhópnum mínum
-er ég búin að standa á höndum, tvisvar
-eru 2 dagar síðan ég var næstum því lennt á spítala vegna verkja í mallanum mínum
-eru líka tveir dagar síðan ég og Matta hentum tveim orðabókum ofan í tösku svo við gætum sagt bottlangi, gallblaðra og eggjastokkar á skadestuen
-pirraði ég mig á BUSH
-er dagur í viku sem ég hef tvisvar sinnum "farið á völlinn", og það gerir þessa viku júník í mínu ósportí lífi
-er einn dagur þangað til TuborgJólabjórinn kemur í bæinn
-eru akkúrat 4 vikur þangað til að stóra markaðsetningarverkefnið sem ég er að vinna í á að vera tilbúið
-orðið hissa á TótaBorgarstjóra
-er ég í jólaskapi og langar í malt og appelsín og piparkökur
-byrjaði ég í megrun
- hef ég ákveðið að fara til Hollands fljótlega, ná í dótið mitt þar
-var ég mjög hreinskilin við ákveðna aðila
-bý ég í Århus og er nemandi við KaosPilotSkólann...

og fílaðahhh!!!

mánudagur, nóvember 01, 2004

Eins og mér finnst æðilegt hérna í Danmörku að þá er einn ROSALEGUR galli hérna:

vatnið hérna er hræðilega vont!!!
Eins og það sé búið að standa í 5 daga í lokaðri flösku eða eitthvað!

ég er búin að finna eitt ráð, ég set alltaf smá sítrónusafa útí, þá er það ágætt.

sunnudagur, október 31, 2004

það lítur allt út fyrir það að ég verði ekki tengdadóttir Guðs
ég hef greinilega eitthvað misskilið

strákar eru strákar og verða strákar, hugsa með syðri parti sínum og elta ljóshærðar stúlkur sem hafa meiri kynlöngun en við hinar og gera allt til að fá þá sem þær vilja...

....og ég sem fór meira að segja á fótboltaleik í grenjandi rigningu með frelsara oss til að fá fleiri fiðrildi í mallann
en núna: sunnudagur, bloggfyllerí, haframjöl með kakó, kertaljós og spennumynd í sjónvarpinu, svo hefur nýja tölvan sofið uppí sl nætur, ekki slæmur rekkjunautur nútímakonunnar...

föstudagur, október 29, 2004


segðu þig, segðu mig...

Dylan komin í meðferð eftir að hafa óverdósað á heróíni, Brandon mætir fyrir rétt, Andrea sængar hjá svörtum manni, Kelly á við átröskunarvandamál að stríða, Jim og Cindy Walsh klæða hvort annað úr og byrja að kela á stofugólfinu, en Valerie labbar inná þau, Donna deitar fátækan trúbador, David tekur kynlíf uppá vidjó með kærustunni sinni en týnir spólunni, hún finnst hjá pabba Donnu, drMartin, Donna er ömurleg drukkin, Brenda er horfin, já og Steve er bara Steve.
Já vika 44, 2004, í endursýningum á 90210 á TV3.


Halló! Er það ég sem þú leitar að??

en já varðandi myndir mínar hérna að neðan (sem engin hefur kommentað á btw!!) þá vantar suma á myndirnar.
Hérna eru nokkrir

sem ég hef verið að að hanga með hérna í höfuðborg Jótlands. Jótlands, eina hluta Danmörku sem tengdur er meginlandinu. ahhhaah!


ú jee, dansandi á háaloftinu!

Myndir nr 1


Myndir 2Getraun:
hver er það sem syngur þessar rennandi línur sem ég hef þýtt svona vel yfir á ástkæra, ylhýra??

miðvikudagur, október 27, 2004

Var að setja inn nýjar myndir

KaosLífOgDjamm and Ísland í october nr 1


KaosLífOgDjamm and Ísland í october nr 2Njótið vel

PS. af gefnu tilefni er enska rituð undir myndirnar þar sem ég á nú svo international vini;)

þriðjudagur, október 26, 2004

Komin aftur til Danmörku, það var ljúft að mæta litlu KaosPilotfjölskyldunni minni í morgun og vera knúsuð í klessu af meðlimum hennar. Einnig var það ánægjulegt að fá að vita að þessi vika yrði róleg og skemmtileg, enn betra var að fá að fara 2 tímum fyrr heim úr skólanum. Henti mér uppí rúm, þar er ég núna að horfa á hinn klassíska þátt BeverlyHills 90210.
Þýðir klassíkst ekki annars: "eitthvað sem eldist ekki illa"?? hmmm

Airwaves vikan á Íslandi var ó svo frábær. Mér líður soldið núna eins og ég hafi stigið inní annan heim í nokkra daga. Svona Airwavesheim. Vann frá morgni til kvölds 6 daga í röð. Svo er ég með "postdepression" núna, svona tómleika tilfinning. Þetta var líka agjör B-O-B-A! segi ég of skrifa... Aldrei hef ég verið eins stolt af því að taka þátt í þessari hátíð og akkúrat núna. Allt gekk svo vel og ég áttaði mig bara á hvað þetta er magnaður viðburður fyrir íslenska menningu. Já ég gæti lofsamað Iceland Airwaves út í eitt þessa stundina. Er e-ð hátt uppi með þetta núna. Kannski ekki eins hátt uppi og um kl.3 á aðfaranótt sunnudags þegar GuSgUs stigu á svið og tóku hálftíma langa útgáfu af flottasta laginu.

DadaarradaADDdardardarah Dararadadaraaa...

Meira seinna

ps.hvar er jesú? stimplar sig bara ekkert inn fyrsta daginn minn í skólanum.... obbobb

þriðjudagur, október 19, 2004

sú helgi sem síðast leið var steikt.
Veit ekki hvort mér fannst hún fyndin. Jú kannski visjúallí-lega séð þá var hún það.
Það er alveg fyndið að hugsa til þess þegar svanhvít stórslasaði sig á glervasa heima hjá sér, klædd sem DollyParton og Harpa hjúkraði henni, klædd sem PatchAdams. Fullt hús af fólki, ringlureið og ég gekk um gólf í taugaáfalli að reyna að díla við þá staðreynd að ég einfaldlega bregst ekki rétt og skynsamlega við átakalegum atburðum.
Svanhvít upp á spítala, lögð inn, fór í aðgerð, enda 3 sinar sem fóru í tvennt. Hennar hinnsta ósk fyrir spítalaferð var að partýið myndi halda áfram. Hún var svo ákveðinn þegar hún sagði þetta, þar sem hún sat í fjólubláum náttkjól og handklæði vafið um sköflunginn bundið inn í ljósblátt bindi, máluð eins og gleðikona, AÐ við hlýddum! Nóttin var villt...

Enginn hefur séð annað eins; sumir í sleik við bestu vini sína, aðrir í sleik við fólk á "bannlista", ennaðrir að taka CLO-HOSURE a la Rachel Green við gamlar ástir, einhverjir að vakna í stigagöngum árla morguns, jú eða vaknandi við hliðina á fyrrverandi kærustum vinkvenna sinna og vita ekkert hvað varð til þess að enda þar. Svona mætti lengi telja... Því hér stikla ég á stóru

Í dag er þriðjudagur og ég held að ég sé búin að jafna mig eftir þetta hahahhah. Hún Svanhvít mín er rúmföst í gifsi og verður það næstu 6 vikurnar. í tilefni þess legg ég til að við höldum mínutu þögn kl.12 á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20.10.

Þetta er Diljá Ámundadóttir sem talar frá Hressó, Iceland Airwaves er í fullum undirbúningi...Ég lofa góður þrátt fyrir hvirfilbyl á eyjunni sem kennd er við Ís og eld

föstudagur, október 15, 2004

Þetta tímabil sem ég er að ganga í gegnum núna er svona tímabil sem ég á eftir að hugsa til baka til í niðursveiflu í framtíðinni og hugsa hvað ég sakna þess að vera á þessum stað í lífinu. DJÖFull er ógeðslega gaman að vera til og djöfull er gott að minna sig á það alla daga.
Allt það sem ég óskaði mér fyrir ári síðan er að rætast!

Óskir eru til að rætast og prinsipp eru til að brjóta...

Tíminn á íslandi er hálfnaður og í nú fer alvaran að taka við(ekki það að það sé ekki alvara lífsins að sitja blidfullur kl 6 í morgunverðarhlaðborði með lögfræðinemum á HótelSögu). Næsta vika fer í IcelandAirwaves og ég held að það verði rosa gaman. Í kvöld er partý hjá SvönsuogRagnari. Þemað er HollywoodStjörnur! Hvað á ég að gera? Ég hef uþb 9 tíma til að redda mér hugmynd og búning..... HJÁLP!

þriðjudagur, október 12, 2004

Á Íslandi gerist allt hratt.
Á uþb 2 tímum í gær náði ég að: selja tölvuna mína, fara í bankann fá lán(og redda öllum möguleigum banka málum) og kaupa aðra!
Lánið bara lagt inn á mig og ég uppí Apple og fékk meira að segja iPod með í kaupbæti.
Kvöldið fór svo í að setja allt í gang og þar sem maccar eru svo MIKLU MIKLU betri og auðveldari þá var þetta eins og barnaleikur. Ég er komin inní þessa religion, apple trú. Skil ekki afhverju fólk er með þessa ljótu hlunka lengur.

En já lífið er grátt í reykjavík, við mamma sitjum hér með kerti og te. Hún að lesa blöðin, ég blogga. Ekta haustmorgunn.
Mamma ætlar að koma til mín útí byrjun deseber Kaupa jólagjafirnar saman og svo getur hún séð hinn magnaða KaosPilot skóla minn. Stúlkan er spennt, ég get ekki sagt annað.

Amen

mánudagur, október 11, 2004

Stúlkan er mætt til íslands.

Ég var að koma af frumsýningu leikritisins ÚLFHAMSSAGA og finnst það jafnvel vera eitt flottasta leikrit sem ég hef séð. Mæli með því að allir sjái þetta.Kenning mín um að sjálfstæðu leikhúsin og litlu sviðin eru einfaldlega alltaf betri en verksmiðjurnar á stóru sviðunum er alltaf að sanna sig betur...

...þau eru svona beint frá hjartanu.

Og svona beint frá mínu hjarta:
ég á frábæra vini og það er búið að vera gaman að koma og hitta alla sl daga. Hápunktur helgarinnar var að elda þynnkubrunch með Erni Eldjárn sem ég var með á rejúnioni, en við höfum eigi hisst í 9 mánuði. Á boðstolnum var: egg, bacon, pylsur, ristað brauð og malt&appelsín og kryddkaka í desert. Vei

Annað sem ég hef gert síðan ég kom heim:

-spila friendsspilið í gó-hóðum félagsskap (Svanhvít, Ragnar, Petra, Kata og Kjartan)
-talað sjálfa mig í svefn
-látið svanhvíti klippa lokkana mína
-farið í lit&plokk
-drekka mikið rauðvín og borða OSTa með því
-drukkið 3 stór glös af ÞRO-HoSKA og sagt söguna af þessum ljúfa drykk og söguna af spýtunni
-setið með 2 vinkonum mínum, sem ég hef ekki setið með í mörg ár saman, og blaðrað í marga klukkutíma
-labbað í MIKILLI rigningu og langað til að valhoppa af hamingju
-gert mér grein fyrir því hvað það er Ó hvílíkt frelsi að komast yfir mann sem ég hélt að myndi alltaf halda þéttu taki um hjartað mitt. Búið. Finito! Veih
-hitt PerluKlúbbinn og had the time of my life, so I never felt like this before...
-horft á svínasúpuna með majBritt
-talað við 2 af yngri bræðrum mínum í símann, sá elsti sagði mér að hann er með eitt stk. sms frá Juliu nokkurri Styles í símanum sínum!
-lesið Moggann, DV og Fréttablaðið
-komist að því að Ölstofan er eiginlega bara leiðinlegur staður


Og já svo margt margt fleira.

ámorgun taka við banka,sýslumanns og íbúðarlánasjóðsheimsóknir. Ég get hreinlega EKKI beðið.

MeiraSeinna

föstudagur, október 08, 2004

Eftir huggulega lestarferd med honum Jesu minum i gaer lenti eg i kongsinsKøben og eyddi kvoldinu hja lesbiskuTurtildufunum Kollu&Lilju. Otrulega ljuft kvold thar sem stulkan var med munnraepu mikla og at RitterSport i grid og erg. Svo thurrkudu lespiurnar tarin eftir atakanlega kvedjustund vid Frelsara oss. Ekkert lif med JEsu naestu 2 vikurnar...

...EN naestu 2 vikurnar fara i gledi og vinnu a eyjunni okkar tharna i Nordri, og ekkert jafnast a ad vera thar enda o svo skemmtilegt folk sem bidur min og skemmtileg vinna lika!

Vid Kolla(sem er afskaplega skemmtilega og saet ung stulka) gerdum heidarlega tilraun i verslunarleidangur a Strikinu adan en thar sem hann rignir mikid a okkur herna i Koben hendumst vid frekar a milli kaffihusa og nu erum vid a netkaffi, enda netfiklar miklir. Ja vid kunnum sko ad theygja saman vid Kolla hahahha:)

Island: 6 timar! sjaumst

miðvikudagur, október 06, 2004

Thad er komin october og eg er komin i mitt arlega october jolaskap. Thad er gaman ad vera i jolaskapi og mer leidist folk sem er alltaf ad eyda tima i ad aesa sig yfir ollu og engu um ad jolin seu alltaf fyrr og fyrr og ferdinni. Mer lidur vel i jolaskapi og tha aetla eg heldur ekkert ad reyna draga ur thvi thegar eg fer i thad. Eins og eg fai einhvern arlegan skammt og tha verdi eg i minna studi rett fyrir jol. Nei nei. Vid Rolf Arne tøkum daglega eitt og eitt jolalag og unum okkur vel.

Adalstressid i OSTaverkefninu er buid og allt gekk vel. Eins mer gekk um tima afskaplega illa ad koma einhverju i verk og fannst eg omøguleg og aetti ekki heima i thessum skola og allt i theim dur (ja eg vissi ad thetta kaemi og nu er thad buid ad koma fyrir einu sinni) Stóra fólkið frá OSTfyrirtækinu kom og þeim leist best á hugmyndir mínar. Veih! Koma so! Veih!

En núna er þetta allt að verða búið. Annað kvöld fer ég til Köben til að hitta Kollu og frú. Svo bara mitt ástkæra ylhýra Frón. Soldið fyndnar móttökur sem ég fengið á MSN í gær og i dag þegar ég tala um að ég se að fara heim."nú afhverju fara heim? þú búin að vera stutt úti!" Enginn skilur í því og finnst það mjög skrýtið, þar sem ég kom bara út fyrir 6 vikum síðan. Eins og það sé regla að mega ekki koma heim þegar maður býr i útlöndum fyrir utan jól og sumar...

mánudagur, október 04, 2004

klukkan er orðin ellefu og ég er hérna í skólanum, eigum allavega svona 4 tíma eftir.
...er búin að vera í hláturkasti nokkrum sinnum, langa til að grenja nokkrum sinnum, langa til að lemja hópinn minn nokkrum sinnum, búin að faðma hina og þessa nokkrum sinnum...
í dag!

við eigum svo mikið eftir
ein var að fara því vinur hennar dó
ég skil ekki neitt
jú heyrðu það var að koma brilliant hugmynd

....jú þetta er allt að koma hjá okkur!

kem heim eftir 4-5 daga! veih

laugardagur, október 02, 2004

Í kvöld er partý, KaosPilot partý. Núna var það komið að okkur, TEAM 11, að halda fyrir hina. Við viljum að sjálfsögðu sýna hvað við erum þakklát fyrir móttökurnar í september og líka hvað í okkur býr. Þannig allt verður að reyna að toppa ha? Er það ekki?

ARE YOU READY TO RUMBLE?? er þemað og það verður restling hringur í miðjunni. En restin af skólanum veit það ekki, ekki ENN! Allt er surprice. Við erum með 2 RISASTÓRA sumóglímukappabúninga, þar er maður svo feitur að maður getur ekki staðið upp sjálfur ef maður dettur. Ég var að prófa þetta í dag og strákarnir hentu mér alltaf aftur og aftur í gólfið.
Við verðum með dómara og stigavörð og svo KLAPPSTÝRUR, en þar verð eg fremst í faraflokki. Svona whitetrash klappstýrur. Yeah! Svo verður keppni á milli liða (team=bekkja=árganga).

Eftir þetta verður bara sveitt sveitt partý og karaíókí á efri hæðinni. Stúlkan er að sjálfsögðu búin að athuga hvort karíókí græurnar virki ekki... Tók nokkra smelli fyrir krakkana á meðan við vorum að gera allt klárt niðurfrá.

Nú sit ég með háralitinn í hárinu, með tárin í augunum út af ammoníakinu. Svo er ég með þetta í fögru lokkunum...?
Martine býr hjá mér þessa dagana og við erum spenntar fyrir kvöldinu, hún trúði mér fyrir því í nótt að "orðið á götunni" væri "diljá + jesús"
Maður spyr sig? Hvað með prinsippin? þEtta er bara spurning um prinsipp!!!

föstudagur, október 01, 2004

úúúúú bara komin fyrsti!
best að byrja að eyða pjéning. Tók mér frí í fyrramálið bara til þess eins að geta eytt pjéning. En svo tekur við vinna í OSTaprojectinu frá morgni til kvölds (og eitt stykki KP partý inná milli) alveg þangað til ég kem heim. Svo skemmtilega vill til að ég loksins tók upp úr ferðatöskunni hérna fyrir nokkrum dögum (flutti 28 ágúst eehum) þannig að það verður gaman að pakka hérna e-a nóttina ofan í hana aftur.

Stúlkan aka Patrekur var svo menningarleg(ur) í kvöld að hún/hann sótti leikhús með öðrum menningarlegum vinum sínum. Verkið heitir "madame le sade" og er sýnt í rússneska leiklistarskólanum Gitis Scandinavia, sem er hér í borg. Eftir það fór hið óaðskiljanlega tríó DiljaMattaogFrímann á kaffi engil. En það er þá í 3ja skiptið á 2ur sólarhringum sem við látum sjá okkur þar.

Var að koma heim núna og borðaði hálfan pakka af rúsínum (hversu fitandi vs. grennandi eru þær annars?).

jæj fegurðnarblundurinn kallar, ég verð að vera sæt þegar ég fer að eyða pening á morgun, stofna bankareikning og margt fleira.
Góða nótt
DILJÁ VÆMIN ÁMUNDADÓTTIR AÐ SPJALLA VIÐ PATREK SEM ER STADDUR Í BERLÍN Á MSN

Say cheese!!! says: (01:16:47)
   ég og strákurinn sem lítur út eins jesú stálumst uppá þakið í skólanum í dag að taka myndir (AF MÉR) og svo strauk hann svona hárið frá andlitinu því toppurinn fauk alltaf í augun
Smitud af speisi says: (01:17:17)
   ógó sætt
Say cheese!!! says: (01:17:19)
   e-ð sætt við þetta augnablik
Smitud af speisi says: (01:17:22)
   ertu skotin?
Say cheese!!! says: (01:17:24)
   nei
Say cheese!!! says: (01:17:39)
   en jú mjög mikið í þessu augnabliki
Say cheese!!! says: (01:17:47)
   það var e-ð magnað við þetta
Smitud af speisi says: (01:17:52)
   já, ég skil það
Smitud af speisi says: (01:17:55)
   ég elska svona móment
Say cheese!!! says: (01:18:10)
   fyrst að brjóstast út og upp á þak í leyfisleysi
Smitud af speisi says: (01:18:13)
   það er svo langt síðan ég hef átt svona sætt móment, þar sem mar finnur alla heimsins hlýju
Say cheese!!! says: (01:18:17)
   og svo bara skein sólin svo flott
Say cheese!!! says: (01:18:29)
   og hann e-ð að stilla mér upp
Say cheese!!! says: (01:18:40)
   og fór hann og leit í myndavélina
Say cheese!!! says: (01:18:56)
   kom svo aftur og strauk hárið frá og horfði í augun mín
Smitud af speisi says: (01:19:03)
   mmm

miðvikudagur, september 29, 2004

Eftir að hafa setið í allt kvöld og lesið um OSTa á heimasíðum og bæklingum þá langar mig núna að hoppa uppí rúm og horfa á e-ð gott í sjónvarpinu. Neeeii... það er ekki í boði hér! Er með 4 stöðvar og á
nr. 1 er hanbolti,
nr.2 þýskt e-ð, svona svarthvítt þýskt eitthvað
nr. 3 gráhærður maður með þykkar augabrúnir í jakkafötum að tala dönsku
nr.4 tveir danskir menn út í skógi og tala um náttúru sýnist mér
Og svo virðist hin þungstíga stúlka sem ég leigi með vera með e-ð í maganum e-ð, því þetta er orðið spes hvað hún hleypur oft yfir á klósettið

Ég ætti kannski að bjóða henni OST! Jú því ég veit nefnilega svo mikið um OST, OST framleiddan í Noregi og OST framleiddan á Íslandi aðallega. Fyrsta verkefni sem við vinnum fyrir alvöru kúnna er hafið. Þetta er fyrirtækið Synnöve Finden í Noregi, og bara svo ég fái að skrifa orðið OSTur einu sinni enn, að þá er þetta OSTafyrritæki í Osló.
Já gæti virðst vera óspennandi, en vill svo skemmtilega til að þetta er bara ákaflega skemmtilegt. Hópurinn minn sér um að koma með hugmyndir að nýjum OSTahugmyndum og markaðsetningu þeirra.
Ég er að hugsa um að hætta hér áður en ég set ykkur of mikið inní e-a OSTaframleiðslu út í heimi...

Og hvað eru mörg OST í því??

þriðjudagur, september 28, 2004


Örfréttir af KaosStúlkunni


Ég komst að því í lok skóladagsins að ég lá meira og minna allan tímann í gólfinu í dag. Við vorum að læra um allskyns brainstorming aðferðir og sköpunargeleði eða kreativiteit eins og það heitir hérna fyrir sunnan. Og einhvern veginn var ég alltaf komin í gólfið að skrifa á stóran pappír allskyns hugmyndir og teikna þær. Svokallaðar MiNDmaPs, eins og þær eru kallaðar hérna hjá okkur í bransanum;) heheh

Í gær smakkaði ég besta TELATTE sem ég hef fengið. Reyndar það líka mitt fyrsta teLATTE en ég veit samt strax að ekkert á eftir að toppa þetta. Hún Silla mín Kaffibarþjónn á heiðurinn af þessum einstaka drykk.

Eftir eina og hálfa viku verð ég heima á Íslandi, enn betra á Aragötunni...

Á laugardaginn fór ég á bar sem var með FRÍBAR í hálftíma. Á hálftíma sá ég líka svona um 50 edrú einstaklinga verða pissuhaugablind. Hvað er málið með að panta Long Island IceTea þótt allt sé ókeypis?

Í næstu viku ætlum ég og skólabróðir minn að búa til hið svo kallaða "FUNNY-TASK-BOX. í því verða fyndnar skipanir sem fólk getur dregið í lok dags og framkvæmt síðan daginn eftir, án þess að tilkynna það að gjörðir þeirra séu ástæða FUNNY TASK BOX áður en það byrjar. Hafiðþið ekki farið í svona partý?
Já alltaf verið að bæta andann í skólanum:) ALltaf gaman aðleika ser smá.

Eitt af móttóum skólans er: DICIPLINED LIKE SOLDIERS, PLAY LIKE CHILDREN...

Núna er ég að bíða eftir að hún be-hesta vinkona min hún Matta hringi. Við ætlum út i dinner og kósíkvöld. Kannski Frimann kíki með:)

Meira seinnasunnudagur, september 26, 2004

og hérna koma myndirnar af mér og mínu og mínum hérna í Danalandinu...

Danskarmyndir


Bekkurinn minn

laugardagur, september 25, 2004

"já þetta er voða skemmtilegt hvernig þú hefur valið þennan græna lit. Svona eplagrænn er svo róandi og gefandi. Hahh, elskan mín hvað þetta er fínt"!!
...sagði Vala Matt um síðuna mína.

EN ég ætlaði aðeins sð kíkja út í saklaust Bingó með bekkjarfélugum í gær. Þetta var haldið á einhverjum white trash bar niðrí bæ og sveitt stemmning svo fór hringinn. Ekki var hægt að spila Bingó eins alvarlega og í Vinabæ vegna mikillar ölvunar og svita þarna inni.
Klukkan var ekki slegin ellefu þegar ég stóð uppá stól að dansa við Gardenparty þeirra Mezzoforte. Öskraði: "ja det er islensk, det er islensk"! Voða stolt sko. Norsararnir voru nefnilega búin að fá La de Swinge la de Rock n Roll tvisvar og ég var komin í svona þjóðarstolts fíling. Á þessum punkti gerði ég mér líka grein fyrir að ég væri búin að tapa. Tapa fyrir djamm og öl guðinum.

Kvöldið varð lengra en ég ætlaði mér og einnig mjög skemmtilegt. Tel það líka vera áríðandi að kynnast bænum betur. Vita hvaða staðir henta mér og hverjir ekki.

Ég minni a myndaalbúið nýja!


föstudagur, september 24, 2004

Loksins er ég búin að koma öllum myndunum frá í sumar hingað inná netið.
Mikil vinna, mikið verk

En núna er ég farin í Bingó

Hérna eru sumarmyndirnar, vesskú!

Ef eg ætti að gefa þessu kvöldi nafn þá myndi ég velja nafnið:

"samskiptakvöld" (langar að hafa þetta skáletrað en það er ekki hægt á mac)

Ég er búin að vera með munnræpu síðan ég sveif heim á bleiku skýi úr skólanum í dag. Suma daga þarf ég einfaldlega að tala meira en aðra. Á MSN talaði ég við Siggu (um kúk, bara), Guðnýu Jónu, Höllu(töluðum um kúk í gær), Önnu Siggu, Söru (töluðum við um kúk sara?) og úlfham eða Denna eiginmann. Í símann talaði ég fyrst við fyrrnefndan Ödda bróður minn, en ég held samt að honum þyki voða vænt um mig, svo kom pabbi í símann (við hann talaði ég eiginlega bara um kúk já og skólann minn). Þar á eftir var það la-hangt símtal við Hörpu (kúkur kom aðeins við sögu) og núna rétt undir það síðasta talaði ég við mömmu (enginn kúkur enda stutt símtal).

Ég veit ekki hvað er að gerast en það er aldeilis áberandi að það ríkir mikil kúkamenning hjá mér og mínum! Er þetta e-ð sem er athugarvert eða er það einfaldlegt skref framávið þegar fólk treystir sér til að ræða um þessar (nánast) daglegu venjur okkar í góðu tómi? Það er ekki hér með sagt að við séum að ræða um kúkinn sem slíkan. Bara okkar reynslur af kúkaferðum.
Ég er nefnilega í mikilli krísu þessa dagana, ég þarf oft að kúka í skólanum en þori ekki. Þið vitið öll afhverju...
Halla kom með ýmis ráð í gær. Td sturta niður áður en staðið er upp, þá nær lyktin ekki að dreifa sér. Já. Æ er hálfómöguleg yfir þessu.

Hérna áður fyrr fundum við Kolla það út að það væri tákn um betri vináttu þegar fólk geti þagað saman og því líður vel með það. Spurning um að bæta umræðum um kúk við (án þess að engin fari í kerfi) við þessa pælingu. Enda er hún ekki tæmandi þar sem allir eru misjafnir.
Langaði bara að varpa ljósi á þessar umræður sem hafa verið mjög ríkjandi undanfarna daga í mínu lífi. Ekki veit ég afhverju.

fimmtudagur, september 23, 2004

Núna er ég loksins skráð sem íbúi í Danmörku. Komin með lækni, hann valdi eg af löngum lista. Hún heitir Helle og er fædd 1955. Og er hérna í næstu götu. Hlakka til að hitta hana. Ég hef ekki átt heimilslækni í 10 ár. Vona að hún tali ensku líka. Í næstu viku fæ ég svo dönsku kennitöluna mína og þá opnast landið fyrir mér. Með CPR númerinu get ég opnað bankareikning, farið á tungumálanámskeið, leigt vidjóspólur og keypt afsláttarkort í lestarnar.
Ödda bróður mínum (20) finnst eldri systir sín(ég, 25) nákvæmlega ekkert töff. Ef þið hafið lesið kommentið sem hann skrifaði við síðustu færslu að þá liggur þetta augum uppi að ég er að fá falleinkunn hjá honum. hahahhahah
Hvað á ég að gera? Á maður ekki að vera fyrirmynd? ég er í molum....þriðjudagur, september 21, 2004

Mikið leiðist mér það að vera nýbúin að kaupa mér sígarettupakka og gleyma honum um leið á kaffihúsi. Núna var ég að klára að borða og langar í eina slíka. Mér finnst kokkahæfni mín hafa lagast mjög mikið eftir að ég kom til Danmerkur. Var núna að borða sinnepslagaðan kjúkling og hrísgrjón og maís og ferskt spínat og gúrku. Mjög gott! Mikið er ég myndarleg:)
Svo er ávaxtaoggrænmetissala í skólanum. Ég kaupi 2kg af ávöxtum og 2kg af grænmeti á aðeins 40kr. Gjöf en ekki sala! Fæ mix in a box á þriðjudögum. Þetta eykur líka ávaxta-át mitt. Sem er sniðugt því það er grennandi...

Já í kvöld er mjög svo merkilegt kvöld. Því ég er að fara í bíó í fyrsta skipti hérna í Århus-inni minni. Við Guðný læknisgella ætlum að skella okkur. Svo reyna að ná í rassgatið á Möttu og Ásdísi (sem eru sko be-hestu vinkonu mínar) eftir bíó þar sem þær ætla að vera á kaffihúsi hér í 8000. Finnst ykkur ekki gaman þegar ég tala svona lókal hérna á blogginu mínu?

Já svona er nú töff að vera erlendis sko!

Annars væri ég til í að pósta emailskriftum milli mín og foreldra minna (í sitthvorulagi samt, þau eru skilin) sem eru í gangi þessa dagana. Ég öskra úr hlátri í hvert skipti. En þau eru of absúrt og það gæti sært kúl mitt, þannig að ég sleppi því núna!


mánudagur, september 20, 2004

Það rignir á okkur hérna í Árósum í dag, Grátt yfir öllu og vindur sem feykir laufunum. Ekta mánudagur og ég í öðrum í þynnku eins og ég kýs að kalla það. Vá hvað það var mikið átak að mæta í skólann í morgun. Líka vegna þess að allir voru glottandi til mín. Þetta var svakalegt partý á laugardaginn. Trúi varla að ég hafi verið í íbúð. Hún var svo stór og svo troðin. Fólk út um allt. Svo var bar og DJ búr. Svo voru stærstu svalir sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var ég aðallega. Alla vega svo lengi sem ég man allt. Eftir að ég fer í glimps fór ég víst á kostum; var að stríða DJ-unum, hélt sko að honum finndist jafn fyndið og mér að ýta í plöturnar sem voru á snúningi. Hélt að ég gæti haldið á 8 glösum og 2 bjórflöskum. Það var ekki mikið eftir í glösunum þegar ég kom með drykkina handa fólkinu. Skrýtið...
Ofl....

Strembin í vika í skólanum framundan. Mikið um það að gefa af sér og tjá sig. God hvað þreytir mann, samt svo gefandi. Ég á eftir að sofna kl.20 öll kvöld.

bla bla bla bla

ég veit ekkert hvað ég er að blaðra hérna, skrifa meira seinna:)

föstudagur, september 17, 2004

Hádegismatur í boði skólans í dag:

Kampavín og ferkst ávaxtasalat!

Erum að halda upp á að fyrsta projectið okkar er búið. Finito!

Skál! faðmlög, kossar...
Af Mb.isl í dag

Talinn hafa hnuplað dráttarspilinu
"Hálfþrítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í dag fyrir að hnupla dráttarspili fyrir jeppa í Bolungarvík og gera tilraun til að selja það."

....eðlilega. Enda miklu verra en að stela dráttarspili en að nauðga stúlku í dauðadái myndi ég segja!

fimmtudagur, september 16, 2004

Jæja ég er þá búin að ná þessu

50 halv tres
60 tres
70 halv fjers
80 fjers
90 halv fems
100 hundred

Mikið óskaplega er þetta ólókískt.
Núna er klukkan 23 og ég var að koma úr skólanum, þangað mætti ég kl 9 í morgun. 14 tímar. En það var fínt, markmiðum var náð allavega. Stofan er enn í rúst, ég held að hún sé í meiri rúst núna. Því núna eru líka bjórflöskur á víð og dreif. Jáh, e-ð svo erlendis að sötra bjór í skólanum. Svo danskt? En það var fínt að æfa kynninguna smá tipsy. Gefur svona meira í þetta.

Á morgun er svo föstudagur. Ég ætla ekki að vera full. En ég ætla að hitta íslensku KaosPilotana (og etv fleiri ísl víkinga) á Aros sem er nýopnað listasafn Árósaborgar. Kjæmpe findt!
E-hen! á laugardaginn er svo stórt KP partý og þá verður tekið á því!! 4play hjá Rolf Arne&Martine, og líka þynnkupartý á sunnudaginn.

Amen

miðvikudagur, september 15, 2004

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri einhver nefnd þarna úti sem finnur nöfn fyrir fellibyli. Eða hvaða system væri notað fyrir þetta fyrirbæri.

Af mér er ekki mikið meira að frétta en það að ég er mætt aftur í skólann og mikið er það gott. Fannst ég vera missa af svo miklu. Og það var satt. Allt búið að vera á fullu hér. Núna sit ég í skólastofunni okkar og hún er á HAUS. Flott músikk í botn og allir á iði, syngjandi dansandi og föndrandi. Hér er verið að vinna hópavinnu mikla; heimildamynd (minn hópur), ávaxtasala, kaffigjöf á lestastöðinni í morgunsárið í sérhönnuðum Kaospilotkaffimálum (fylgir fullt af föndri) ofl ofl. Allt gert í þeim tilgangi að kynnast skólanum, kynna skólann og gera eitthvað gott fyrir borgara Århus. Við byrjum að fókusa á Lókal....á 3 ári verðum við komin Global.

Hvar enda ég?

mánudagur, september 13, 2004

Jæja það hlaut að koma að mér. Nú geng ég ekki heil til skógar. Bara lasin stúlka sem vaknaði í morgun. Kemur mér nú ekki mikið á óvart þar sem þetta er búið að vera að ganga í bekknum. Ég held að þetta sé e-ð sem fylgir þessu nýja álagi. Hver dagur er búin að taka svo á, vera svo mikil upplifun. Eða kannski varð mér bara svolítið kalt í gær í Tívolíinu í Köben. Það má kannski rétt svo taka fram að ég fór 7 sinnum í turninn. Hver þar kynlíf ef maður kemst í turninn? Maður spyr sig...

Jæja þrátt fyrir veikindi (og klassíkina Dynasty sem er á skjánum) ætla ég nú samt að reyna nota daginn til að læra meira og meira, meira í dag en í gær. Mér finnst ótrúlegt hvað ég náð að læra mikið á einungis einni viku. Hugarfar mitt og skoðanir breytast frá degi til dags. Ný orð hafa skotið sér rótum í orðaforða minn...og komast fá önnur að.

alltílæskíttíþigbleees

laugardagur, september 11, 2004

LaugArDagskvÖld og

ég komin uppí rúm kl 23. Er búin að vera þar samt meira og minna í dag og borga til baka með höfuðverk og leti allt það sem ég drakk í gærkveldi. EN það var svo gott, bara liggja og dotta og lesa og vera í tölvunni...Bara slappa af. Það er stundum svo gott. Fór svo með Martine og Rolf Arne út að borða á veitingastað sem önnur bekkjarsystir okkar vinnur á. Sátum úti við hitara og töluðum bara um það sem við ætluðum ekki að tala um.....

...skólann. En það er bara svo mikið að gerast í hausnum á manni eftir þessa viku að við komust ekki hjá því að þurfa að analysera það.

En svo var ákveðið að fara bara snemma í háttinn og taka daginn snemma á morgun. Fá okkur morgunmat og keyra til Kaupmannahafnar og eyða deginum í Tívolí tívolí lí lí lí. Hreinsa hugann með öskrum og hlátri í rússíbönum og þess háttar. Ég hlakka ó svo mikið til.

Góða nótt börn og aðrir minna þroskaðir menn...
alltaf þegar ég er full eins og núna, þá tek ég alltaf laptopinn minn og sofna með tónlistina frá honum, núna er ég að hlusta á Björk syngja um að hún sé á top of the world, lagi carpenters. ég hitti einmitt smið í kvöld. hann var rosa stoltur af þvi. ég sagði honum bara að ég væri stolt af því að vera mætt á "fredagsbar" í fyrsrta skipti á ævinni. Hann spurði: veistu hvað fredag þýðir?? hmm

ok en allavega þá er lag úr ameilie að spila núna...

muniði þegar allir fóru að syngja saman í rútunni í kvikmyndinni Almost Famous?
....slowly

hold me closer tiny dancer....down the headlights on the highway!vá hvað er gaman að vera til. ó hvað ég er ánægð að ég breytti leiknum, ég breytti um land og skóla og fólk. besta sem ég hef gertps. ég veit það á að vera EINfalt i

föstudagur, september 10, 2004Nýjasta æðið í dag....Endilega tjékkið á þessu!

fimmtudagur, september 09, 2004

Kaos Day and Night
....ævisaga Diljá Ámundaóttur (kemur út fyrir jólin 2004)

Langir dagar að baki og kvöld ætla ég að vera heima og gera það sem ég er búin að setja á hold sl. daga. Þetta byrjar ekki rólega, skólaárið, eins og í fyrra. Nei ég gæti bætt 10 tímum við sólarhringinn og samt haft nóg að gera. Bæði fyrir skólann og í félagslífinu. Félagslífið í kringum þennan skóla er endalaust. Á hverjum degi fær maður boð um hitt og þetta og svo er ýmislegt sem við eigum að gera á vegum skólans...samt félagslíf.

Á þriðjudaginn fengum við pening til að gera e-ð kúltiverað og fórum við flest á tónleika. Æði! Þau gefa okkur vasapening til að vera sósjal. Enda er það með eindæmum miklvægt fyrir mannveruna að vera sósjal og súpa af guðsveigum. Í gær var svo Team 9 með e-ð prógram, þau voru að kynna e-ð verkefni fyrir okkur. Að sjálfsögðu var rautt og hvítt með því. Eitt að því sem þau kynntu fyrir okkur var Skype. Internetsími. (dánlódið á www.skype.com) Ég endaði á að hringja tipsy í mömmu uppí skóla með 10 manns horfandi á mig og herma eftir íslenskunni.

Helgin er óplönuð en nóg af plönum. Aarhus er yndisleg, hún gefur mér einmitt það sem ég sakna við Reykjavík; hitta hina og þessa á förnum vegi. Ég fer ekki útúr húsi án þess að hitta kunnulegt andlit. Flestir eru "Óreiðuflugmenn" en eins og niðurstaða heimildarannsókna okkar um KPskólann (verkefni vikunnar) sagði var það að þetta er ein stór fjölskylda.
En Petra kemur hingað á morgun og planið er að kaupa flíkur og vonandi kemur hún með mér og öðrum "flugmönnum" á pöbbarölt. Maður spyr sig!

Jæja, þvotturinn bíður eftir að vera brotin saman. Loksins gat ég þvegið. Búið að taka mig 2 vikur að átta mig á systeminu í þvottahúsinu hérna. Neyðarástand ríkti hér á heimili mínu fyrir nokkrum dögum vega þess, í nærfataskúffunni þá.... En stúlkan fór bara í H&M og kauptaði sér nærföt fyrir 500dkr. Já maður kann sko að redda sér;)

þriðjudagur, september 07, 2004

Vissuð þið að Árósar er upprunalega nafnið á Aarhus?

Jæja, nú er skólinn byrjaður af alvöru og heilinn á mér er komin með sprungur af þekkingu eftir einungis 2 daga. Mér sýnist á þessu öllu saman að það sé frekar hefd en undantekning að dagarnir hér í KaosPilotskólanum eigi eftir að koma manni á óvart og ögra manni hressilega. Ég á pottþétt eftir að koma með skemmtilegar skólasögur hér á fréttasnepli mínum í vetur...

En núna verður það víst djammsaga fyrst...

Á föstudaginn sáu krakkarnir í team 10 (en það er 2.ár, allt þarf að vera öðruvísi hér;) um daginn og voru við látin mæta í dómkirkjuturninn niðrí bæ í njósnaraátfitti með vopn og mútur. Enda var þemað slíkar myndir. Útfrá því hófst svo æsispennandi RATleikur út um allan bæ. Við þurftum meðal annars að fara á:
-listasafnið að mála "Ópið" á striga og selja það ókunnugum á 20 mín
-í "eyes wide shut" íbúð og múta fólkinu þar (sem var með svona grímur) til að leysa út annað fólk
-fá kókoskúlu í bakaríi sem innihélt vísbendingu
ofl
ofl

Leikurinn endaði svo þegar við þurftum að hoppa ofan af þakinu í skólanum (í bandi samt) og vá hvað það var mikið kikk! Þetta var nokkurskonar vígsla og hugrekkispróf inní skólann. Um kvöldið var ég svo látin mæta eitthvert útí bæ með rauða rós og þaðan var ég leidd með blindfold um allan bæ, þar til að mér var hent inní e-ð völundarhús. Ég þurfti að fara á milli herbergja og láta niðurlægja mig (skellihljæandi samt) og látin gefa fingraför og fleira. En í síðasta herberginu var Lygapróf.

Þar var ég spurð að...jú þó nokkuð... grófum spurningum og svo látin dansa. Þegar ég kom niður eftir lygaprófið sá ég að ég var í skólanum og allir í salnum höfðu fylgst með lygaprófinu sem var bara varpað live á vegginn þar. Allir höfðu lent í því sama svo það var mikið hlegið. Eftir þetta hófst svo heljarinnar partý með kampavínsgosbrunni og fu-hullum busum!! hahahha...

Ég var með munnræpu a la ég og beið eftir að það kveiknaði í kjaftinum á mér, dansaði eins og vitleysingur og endaði svo í hjólataxa með kebab og ókunnugum strák sem var bara að rúnta með biketaxi um bæinn og skutlaði mér ókeypis heim....ekki það að ég búi langt í burtu hehehhe. But yeah, thats me...drunk!

Jæja meira seinna....

laugardagur, september 04, 2004

The sun is up and I´m so happy I could scream, and there is nowhere else in the world I rather be!!!!

ó það er svo gaman! dagurinn í gær var einn sá skemmtilegasti sem ég upplifað á minni 25 ára ævi! var að vakna núna í þynnku eftir partý og æltla skella mér til Söru í Odense.

Saga gærdagsins kemur fljótt....

fimmtudagur, september 02, 2004

Skal man pratte norsk eller snakke dansk??

Já maður spyr sig. Ég er ekki frá því að ég sé nærri því orðin altalandi á norsku og dönsku eftir 4 daga ferð með bekkjarsystkinum mínum til NorðurJótlands.
Nei heyrðu, nú ég er bara að ýkja!
En það á eftir að koma fljótt. Því þótt ég búi í Danmörku núna þá er ég samt í bekk þar sem norskan er ríkjandi tungumál. Meira um það seinna. En ferðalagið að var frábært í allastaði. Brjálað prógram, frábært fólk, fallegur staður, þvílík orka og svo var öllu slúttað í kampavíni og humar í nótt og á hvítu ströndina á vesturströndinni í morgun. Ég tek með mér von um frábær 3 ár í fararteskinu eftir þetta allt saman! Þetta verður rússíbanaferð frá A-Ö. Ég á eftir að hringja nokkrum sinnum grenjandi heim til mömmu og pabba og segja þeim að ég sé hætt og á leiðinni heim. hahahahha! En já...Mestmegnis verður þetta bara magnað.

Á morgun er svo e-ð meira. Ég á allavega að mæta svartklædd, með svört sólgleraugu, vopn, og 3 freistingar(nammi, peninga og þessháttar) í skólann. Alltaf verið að leika sér hérna! Annað kvöld er svo part-ei með öllum skólanum. Ó hvað það á eftir að verða skrautlegt, ég er undir allt búin í KaosPiloterne skólanum:)

Set fljótlega inn myndir svo. Um helgina. Ps. ég er ekki ennþá búin að kaupa mér neitt í H&M, svik. Pæling?

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Komin sunnudagur...

...ég sit í herberginu mínu fína, reyndar ekki ennþá búin að taka uppúr töskunni en það tekur svo stutta stund að því er vert að fresta smá lengur! Helgin var bara notaleg og róleg. Get ekki hugsað mér að vera í 2nd í þynnku þegar ég fer í þetta ferðalag með skólanum á morgun. Þetta verða 4 dagar og æ fleiri segja mér að búa mig undir mi-hikla vinnu þarna. Erum við að tala um Auswitch hérna eller hvad? Ji, en svo er nú svaka partý á föstudaginn. Ég lifi bara á því á meðan.

Í gær fór ég að hitta hana Petru mínu (sem er búin að vera hérna í DK í mörg ár, en svo þegar ég flyt þá er hún bara búin að ákveða að fara heim á klakann á ný) En já best að nýta tímann sem hún er hér og hitta sem mest. Við ætluðum í gær að taka H&M á hærra plan og strauja vel og vandlega kortin okkar. En nei, þegar við komum var bara verið að loka. Kl.14 á laugardögum hérna... Já já. En við fundum Fötex sem var opin og ég keypti þennan glæsilega laptop bakpoka, "sva gasalega fænt í skólenn..." Kvöldið fór svo bara í MTV og nammiát (já sko megrunin miðast við 1.sept) með Petru, gasalega kósí!

Í dag er ég svo búin að vera að taka hverja beautytreatmentina á eftir annari; háreyðingarkem, rakstur, maski, brúnkukrem og svo á ég eftir að skella kannski smá lit á augnabrúnirnar og hárin. Fyrst ég er orðin miss feitabolla er í lagi að hafa smáatriðin á hreinu!

En já nú er ég hætt, hver nennir að lesa svona langt blogg???

ps. gleymdi að segja ykkur að það er eplatré í garðinum mínum...

föstudagur, ágúst 27, 2004

Vá þá er ég bara komin til Árósaborgar!!

Eftir langa en mjög skemmtilega ferð (þökk sé Valdísu Odenselæknanema) kom ég hingað inná herbergið mitt um klukkan 1 í nótt. Þá var ég búin að rúnta með vafasömum leigubílstjóra um miðbæinn, fyrst til að ná í lyklana mína og svo held ég nú að hann hafi verið að fara extra langa hringi til að fá meira borgað. Ég þurfti að drösla öllum töskunum uppá efstu hæð og herbergið mitt gæti ekki verið lengra inní húsið. En svo þegar ég opnaði hríslaðist ánægjan um mig!!! Þetta er meiriháttar herbergi, alveg að mínu skapi. Stúlkan sem framleigir mér virðist vita hvað hentar mér:) Hér er nóg af lömpum og seríum og smá undir súð og allt bara sætt og stílhreint....OG HREINT! Í hollandi bjó ég í indverskum kofa miðað við þetta! Hreint út sagt vá vá vá!!! og vei vei vei!

Svo í morgun fór ég út að stússast og mér til mikillar gleði var það sem ég leitaði að bara beint fyrir framan nefið á mér þegar ég kom út. Innan 50m radíus er líka: sushibar, yogacentrum, fitness og jazzballetskóli, tungumálaskólinn minn og fullt af sætum orientalbúðum og sætustu kaffihúsunum.

Skólinn er 5mín í göngu héðan og akkúrat í gengum sæta gamla miðbæinn. Þangað fór ég áðan og móttökurnar voru faðmlög og kossar. Ekkert smá huggulegt lið. Og allir virðast þekkja mann, hvort sem það er starfsfólk eða nemendur. Ég komst svo að því afhverju það var. Uppá vegg í móttökunni hangir risa stórt plakat með polaroid myndum af mér og mínum bekk.

Jæja ég er að hugsa um að fara í H&M núna, Matas og Fötex og kaupa hitt og þetta inn. Vantar ýmislegt. Svo er Arhus Festuge að byrja og ég á leið á tónleika niðrí bæ með "skólasystkinum". Mjög sátt við þetta allt saman

Meira seinna frá La KaosPilot madchen

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Eftir 48 klukkutíma verð ég í Danmörku. Í Aarhus. Mér finnst það allt í einu svo skrýtið. Og eftir viku verður bara skólinn byrjaður sem ég er búin að dreyma um síðan í janúar. Mér finnst það allt í einu svo skrýtið. Það væri nú gaman ef allir draumar manns myndu rætast. En þá þyrfti maður líka að þurfa að óska sér alveg eins heitt og ég gerði með þennan skóla.

Oh veit sko alveg hvað ég myndi óska mér ef ég ætti eina ósk.... Ef hún myndi rætast yrði ég hamingjusamasta stúlka í öllum heiminum.

Kemur í ljós

mánudagur, ágúst 23, 2004

Babbarrraíí

Hér er ég mætt á ný, blogger alltaf kósý. Já og nú er ég ögn frægari en þegar ég skrfaði síðast. Jú stúlkan var bara alvega að flippa á menningarnótt að taka gjörning á hverju götuhorni klædd í appelsínugult átfitt. Gekk eins í sögu og mér heilsast vel þrátt fyrir harðsperrur en það er bara alveg í lagi. Nú veit ég að ég var sko að hreyfa mig:)

Er orðin algjör fitubolla eftir sumarið en gæti ekki verið meira sama þar sem að fyrsti dagur septembermánaðar markar stór og merkileg skil hvað át og hreyfingu varðar. Nú eiga þau að fjúka og þeirra verður sko ekkert saknað.

Talandi um söknuð. Já nú fer að líða að því að fara að sakna minna heittelskuðu á ný. Jú eftir 3 sólarhringa verð ég komin til Danaveldis. Já sumarið er að enda og nú fer ég að byrja í hinum margumtalaða KAOS PILOTS skóla í Aarhus. Spennan magnast, spenna í formi tilhlökkunar og kvíða. Því auðvitað fylgir alltaf smá kvíði svona nýju skrefi...Er það ekki? jee

Núna er kveðjuprógramið í hámarki, plön frá morgni til kvölds. Rosa ljúft.

Jæja pennahliðin á mér er í verkfalli a t m. Ég er að hugsa um að láta þetta duga í bili...

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Fór í brúðkaup um helgina. Brúðurin var eins og Liv Tyler í LOTR, nema Agnes er sko með ljóst hár. Og við dönsuðum "einn dans við mig mig mig mig" oft og líka við írska slagara. Mikið er annars gaman í brúðkaupum. Mér finnst að ég eigi að vera oftar boðin í slíkar veislur. Frítt áfengi og gleðin eiga vel við mig. Við Anna söfnuðum trúnóum og reyndum að k***a en gátum ekki læst. Svo var farið í bæinn og í partý og svo aftur í bæinn. Já mikið að gerast! Snilldarkvöld þrátt fyrir að ég þekki vanþroskaða aumingja og kaldrifjaða fávita sem settu smá svip á sólarhringinn. En þá koma líka traustir vinir sem geta gert kraftaverk og bjarga deginum með því að leigja 20 þætti af Sex and the City og drekka eplasafa í klaka með röri. Enda svo helgina í faðmi perla og mönsi hjá Strúnu í jólatréablokkinni.

í kvöld fór ég svo á deit með eina manninum sem fær mig til að brosa. Það var farið í dinner, súfistann og svo í bíó. Fullkomið kvöld. Enda er maðurinn pabbi minn:)

Á morgun ætla ég svo í Debenhams með ömmu að kaupa brjósthaldara. Þær þarna í Debenhams mæla mann sko... Ekki slæmt.

Nóg af öppdeiti í bili

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

E-a hluta vegna líður mér núna eins og ég sé sú eina sem siti inni í sólinni og sumarylnum. Sé sú eina sem þurfi bara vera inni að vinna... Finnst eins og allir séu á Austurvelli, kaffihúsum, Nauthólsvík eða heimagörðum. S.O.S kall til ykkar sem eruð í sömu sporum, við erum sálufjééélagaaar!!!!

En já mikið að gera framundan.
Núna eru einungis 2 vikur þangað til ég flýg suður yfir haf. Það er allt að smella saman hjá mér og þá getur maður farið að njóta þess að hlakka bara til! Svo þarf maður að taka gott kveðjuprógram. Hitta alla, borða, djamma, drekka kaffi, brúðkaup, menningast, leika mér, fara í sund, eða BINGÓ... þangað ætla ég í kvöld. Nánar tiltekið í Vinbæ. Ég er svo erlendis að ég gef bara skít í sólina og haga mér eins og hún sé alltaf! (eeeuhummm stemmir voða mikið við sos kallið hjérna að ofan, ja?)

Æ mér finnst ó svo gaman að vera til núna og er rosalega sátt við þetta sumar.

Sumarið 2004! Svona var það já! jú jú ó já já

mánudagur, ágúst 09, 2004

Víðsvegar í Asíu hópast ungir sem aldnir í Karíókíí hvaða tíma dags og hvaða daga vikunnar.
Við hérna á Íslandinu gerum okkur sko ekki að svona miklu fífli hahh!!! Við leigjum ekkert e-ð herbergi og fáum okkur te og syngjum.....ALVEG EDRÚ!! Við Íslendingar gerum sko bara svona þegar við erum tipsy og erum að flippa soldið með da homiez.

En við stelpurnar í HÁS vinahópnum víkkuðum nú samt út sjóndeildarhringinn um helgina og urðum víðsýnni kva áhugamál annara menningarheima varðar. Við vorum sko heima í SingStar í marga klukkutíma, alveg edrú. Bara svona á sunnudagskvöldi. Lifðum okkur mikið inní þetta og gáfum allt í þetta. Einstöku sinnum brosti kumpánlega ég útí annað og hugsaði með mér "Hversu oft hef ég hlegið og hneykslast á liðinu í Asíu sem gerir þetta bara eftir skóla eða vinnu...."

Nú langar mig bara heim í SingStar!


fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Smá vangavelta frá miðasölustúlkunni

Er mögulegt að verða skotin í strák sem maður hefur aldrei séð og hefur talað við í símann í 5 mín????
Mín bara roðnaði og daðraði...

Hlakka svo til að sjá hann þegar hann kemur að ná í miðana sína.
Hann sagði alveg "Við sjáumst þá"....

Er ég geðveik???
Örfréttir af mér, Diljá Ámundadóttur!

-Diljá Ámundadóttir fór bókstaflega að væla fyrir framan mann og annan niðrí Tollhúsi/Skatt í gær. En til að gera langa sögu stutta endaði þetta í Happy End (alveg eins og sumaróperan)

-Diljá Ámundadóttir naut þess að vera heima í bænum um Verlsunarmannahelgina og skemmti sér vel á djamminu sem og að leika sér í Grasagarðinum sem og að slappa af með mömmu og símanum sínum og fleiri

-Diljá Ámundadóttir er þessa dagana að lesa ævisögu Lindu Pé....Say no more!

-Diljá Ámundadóttir er að fara til Danaveldis eftir uþb 3 vikur

-Diljá Ámundadóttir er að fara að taka þátt í Menningarnótt og hlakkar til

-Diljá Ámundadóttir ætlar að fara í stelpumatarboð hjá Maj-Britt sinni á föstudagskvöld

-Diljá Ámundadóttir ætlar að koma út úr skápnum nk laugardag

-Diljá Ámundadóttir er á leiðinni í sturtu núna á meðan hún hitar te. Makes sence

Er komið haust??

föstudagur, júlí 30, 2004

Eins og rigning og rok er nú eitthvað deprimerandi og leiðinlegt... að þá veit ég ekkert betra en þetta veður þegar ég er lasin eins og núna og þarf að vera inni. Mér finnst þetta æði. Bara fá mér te og heit rúnstykki og lesa blöðin, hlusta á útvarpsleikrit á Rás 1 og gera krossgátur og horfa á video...mmmm

En svo er þetta nú verslunnarmannahelgin. Ætla nú bara að vera hérna heima í Reykjavík og njóta þess. Er boðið í furðufatapartý hjá Strúnu og Ingu Dóru. Þangað mæti ég að sjálfsögðu í nýkeyptum brúðarkjól mínum og verður María mín partner(a) in style. Og svo ætlum við þaðan á Innipúkann að vera menningarartífartí í Iðnó. Kannski ég fái bónorð. Hehh rosa tilvljun! Gætum bara stokkið útí Dómkirkju...ég og maðurinn minn:)

En já meira var það ekki mínir kæru lesendur

En hver er Johnny? Já mér er spurn....

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Þökk sé henni frábæru Herborgu er ég komin með ris-herbergi á kollegie i hjarta miðborgar Aarhus! Það er svo mikill léttir að vera komin með húsnæði. Var nefnilega búin að heyra sögur um að fólk hafi lent í tjaldi fyrstu dagana sína í þessari dásamlegu háskólaborg, svo mikil er biðin eftir húsnæði. En já! Núna þarf ég að fara að redda pjéééning til að borga blessuð skólagjöldin og fá námslánin mín. Nóg sem bíður mín.... Og svo ég gleymi nú ekki að minnast á elsku íbúðina mína (með ekka) og öll hennar húsdýr. Mikil og stór ákvörðun sem bíður mín varðandi hana. úff nóg að gera þangað til ég fer út.
Skólasystir mín tilvonandi var einmitt að bjóða mér að vera með í uppákomu á sjálfri menningarnótt. Að sjálfsögðu sló ég til og hlakka til að heyra hvað kemur út úr því:)
Svo lítur allt út fyrir að ég ætli að skella mér á hann LOU REED fyrst að ég er ennþá hérna á íslandinu mínu þessa helgi!

 

mánudagur, júlí 26, 2004

mér leiðist mánudagar, finnst stundum eins og að það gerist bara eitthvað merkilegt um helgar og á mánudögum er lengst í helgarnar. Annars er líkami minn akkúrat öfugt við ofvirkt núna þessa dagana, þannig að hvíldin er best. Sama hvaða dag hún er!
Þessi helgi sem var að klárast varð betri en ég hélt áður en hún byrjaði. Hitti svo sætan strák sem lætur mig brosa smá núna. Ekkert í gangi samt. Bara gaman að eiga góðan vin. Er það ekki?
Annars á ég ekkert smá mikið af góðum vinum. Ég held að ég eigi svona 20 og eitthvað GÓÐA vini. Stundum horfi ég á þá eða hlusta á þá og hugsa með mér hvort ég hafi hannað viðkomandi eða samið eitthvað handrit um hvað kemur út úr þeim. Öll viðbrögð finnst mér best, allar sögur finnst mér fyndnar eða góðar. Ég hef greinilega lifað í lukku en ekki í krukku hvað vini varðar skoh! Ja?
 
Um helgina talaði ég mjög mikla dönsku. Snakke du dansk? Ja... Eller hvad?
Núna er ég ein í Austurbæ, Hárið er í fríi en ég er samt látin vera hérna og sjá um dæmið.
 
Jæja ég er hætt núna
 
ps. veit einhver hverig er best að þýða orðið "nenna" á ensku? Fyrir utan "I don´t bother to..."

laugardagur, júlí 24, 2004

Já núna er klukkan korter yfir þrjú á föstudagskvöldi og ég sit hérna heima hjá mömmu að horfa á ruglaða Granna á Stöð 2. Kom heim fyrir hálftíma og síminn hefur ekki stoppað síðan, ekki hringdi hann þegar ég sat á öldurhúsi áðan. Tilviljun? Týpískt.
Sá Hárið áðan og það er skemmtilegt. Leiðinlegt að þetta var hakkað í sig í blöðunum. Átti það ekki skilið og ég fann að orðin sem ég las komu upp og settu svip á áhorf mitt.
Eftir það fór ég í Karaookee partý með "SingStar" græunni nýju. Ég og Jökull tókum Elvis og fengum tæp 7000 stig og ég fékk titilinn Rising Star. Ég myndi segja að þetta væri allt Rokklingaferlinum að þakka. En varð spurn hvort ég ætti þá ekki að vera Falling Star? Eða var þetta rising kombakk?


Á morgun ætla ég í SPA með Maj Britt og svo vinna.

Var ekki gott að fá svona detail update frá mér?? já ok takk takk

Góða nótt
Mér var að berast bréf frá 10 ára bróður mínum sem er staddur í New York eftir að hafa verið 3 vikur í Los Angeles. Ég varð að setja þetta hérna. Þess má geta að hann er 10 ára, en eitthvað held ég stundum að hann haldi að hann sé 17....

"hye Frank

hae frank(ma eg kalla thig frankplease) vid erum alveg fin herna i new york og bara gaman nuna erum vid ad horfa a beavis and butt-head Marathon er ekki alllt gott ad fretta annas oddi er nuna med einhverjum amris(pakistanarugl)og vid tyndum ferda toskunni okkar en hun er fundinn annars i gaer lobbudum vid i 7 tima uff en eg keypti mer diska med AC *DC og KIZZ og eg er daudur hahaha bara grin (gamall homma brandari)eg aetla ad kaupa handa ther gjof hvad viltu thad var ansi mikil rigning i dag og thrumur ps.WARNING SKRIFA MER AFTUR A MORGUN PLZ


kv.
Frank JR.HEHE (oskar mest elskadasti brodirinn) Lov Ya"

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Blogg 628!
(hey þegar ég byrjaði að vinna í Kastljósinu þá var líka þáttur 628, dí hvernig man ég svona by the way?? svo þegar ég hætti var komin þáttur þúsund og eitthvað....)

ok allavega, ég var að skoða linkana hérna til hægri og sá þá að 8 eða 9 linkar eru ósannir. Ég er búin að staðsetja fólk voða mikið en akkúrat núna er engin á þessum stöðum sínum. En ég ætla ekki að breyta þessu því í haust verður allt standsett á ný. Og þá get ég líka kannski verið linkuð "KaosPilot í Aarhus" hjá öðru fólki..... ú jeeee!
Ég sá á síðunni minn áðan að ég er búin að blogga 626 sinnum síðan ég byrjaði að blogga, semsagt 627 með þessu bloggi! Vá það er soldið fyndið að hugsa til þess að ég sé búin að setjast 627 sinnum fyrir framan tölvuna til þess að segja heiminum í óspurðum fréttum frá því hvað ég er að gera eða hugsa. Alla vega svona það sem mér finnst koma best út fyrir mig. Maður skrifar nefnilega ekki það sem er of persónulegt eða hallærislegt. Það skaðar ímyndina... Eða hvað?
Annars held ég að ég sé leiðinlegri en fyrir svona 1,5 ári. Þá voru heimsóknir hingað á síðuna mína 100 fleiri en núna. Heimsóknum hefur sem sagt fækkað um 100 á dag! Hvað er það?
Hverjir eru hérna ennþá? (endilega látið mig vita hérna í kommentakerfið) Hverir gáfust upp á mér???

Æ mér er alveg sama

ps. annars segi ég allt gott í fréttum og fékk bréf frá skólanum mínum í dag. Æ ég hlakka svo til. Þetta verður rosa gaman...

laugardagur, júlí 17, 2004

Núna er 16.júlí og ef maður segir að sumarið byrji 1.júní og endi 31 ágúst, þá er sumarið víst meira en hálfnað!!! Smá sjokk, ég veit mínir kæru lesendur! En já, sólin skín allavega og segja fróðir menn að hún ætli bara að vera ríkjandi í veðraheimi næstu daga. Loksins fær fólkið sem skipuleggur allskonar svona í laugardagsmiðborg eitthvað fyrir sinn snúð, allavega munu við Aragötudrottningar gera okkur glaðan dag í miðbænum, æ þið vitið kolaportið og útsölur og vesturbæjarlaug og svona laugardags eitthvað. Svo höldum við í ratleik og húsvermi hjá Patrek nr.5!
Ég og María vinnum alltaf, er það ekki??

Jæja ég ætla að fara að lita á mér hárið. Svo í Byko kannski.
En svo á mánudag er ég komin með með vinnu sko. Hárið í Austurbæ er æst í Diljáina. Já fréttu víst að ég geti sungið svona vel eftir Rokklingareynsluna og dansað eftir jazzballett árin hjá Sóleyju og leikið eftir Grænjaxla ´97...

...og vildu þess vegna fá mig í miðasöluna hahahaahha. Og kannski eitthvað fleira stúss:) Gaman!

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Hérna á borðinu fyrir framan mig stendur kassinn með háralitnum, Lorial 4,5, en ég er bara eins og hvalreki hérna í sófanum og horfi bara á hann. Næst þegar ég rúlla á klósettið á ég eftir að sjá martröðina: rótina sem vex um 0,5cm á dag! Það er svona eins og rótin gefi frá sér bjarma, því allavegana sé ég ekkert nema hana þegar ég lít í spegil.

Annars er ég bara í góðum fíling, komin í bæinn til að vera eftir frábæra útálandsferð. Var að fatta að ég fer brjáðum að fara að fara aftur héðan af þessari elskulegu eyju okkar. Mér líður smá eins og það sé að fara að byrja nýr kafli í mínu lífi (vona að ég verði búin að lita á mér hárið áður en ég kem til Aarhus btw) og ég hlakka svo til. Ég held að maður eigi sko að trúa svona innri tilfinningum, allavega segir Alkemistinn það!

Jæja, margt að gerast í lífi mínu sem er svo leiðinlegt að ég ætla ekki að setja hérna á prent. En vinnumál eru bara á uppleið held ég og svo er ég komin með Kollu í vinnu sem "drengja-á-bendara". Þó hún sé ekki í mínu liði þá er hún með ágætis skynjara fyrir mig. Ekki það að ég samþykki þá strax. Til dæmis ussaði ég og sveijaði einu sinni þegar hún benti mér á einn.... Áður en ég vissi af var ég búin að vera ástfangin af honum í hva....3, 4 ár!!!!! obb obb obb

Jæja þetta er orðið of djúpt...

Bless í bili
Þetta er Diljá sem talar frá Ljósvallagötunni og það er snóker í sjónvarpinu!

ps. Amma mín er 68 ára í dag! veihh!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Ég sit núna inní vinnuherbergi á bóndabæ í Hrútafirði. Borðaði steiktan fisk í raspi með skrældum karteflum og kokkteilsósu í kvöldmat. Og núna rétt í þessu vorum við að klára kvöldkaffi sem var hjónabandssæla og brúnkaka. Elín Hirst les kvöldfréttirnar fyrir bóndann og bóndakonuna. Á morgun fer ég á hestbak og svo í sundlaugina á Hvammstanga. Á hinn fer ég á snjósleða á Snæfellsjökli. Á laugardaginn sl. var ég í Vestmannaeyjum að fagna Gosloka- hátíð í Skvísusundi. Árni Johnsen söng um ó hana Maríu og um það að hann vissi að hann kæmi heim í kvöld til hennar. Í gær sá ég hann Strokk gjósa 5 sinnum fyrir hann Geysi sem er í verkfalli og gekk um á Þingvöllum og borðaði humar á Stokkseyri.

Já ég hef sjaldan upplifað Ísland, mitt frábæra ylhýra ó svo fallega Ísland, jafnmikið og núna þessa vikuna. Ástæðan?
ég er með útlending í heimsókn... Jannke tjélling unar sér vel á Fróni og tekur fleiri myndir en nokkur Japani. Hún hlær að vísu að innfæddum þegar þeir í sveittum ham segja henni stoltir að KOKKTEILSóSAN sé íslensk uppfinning.

...hvað get ég sagt. Við erum fokkings stolt af landinu okkar...og meðhþví líka ´skan!

ps. halla bít ðis, nú ertu að gera e-ð af viti í vinnunni!!! prófaðu að reikna út hvað þú færð mikið borgað fyrir að hafa þvag og saurlát á mánuði...já hah eða bara ári. Fli-hippað!!!

þriðjudagur, júní 29, 2004

Guð minn góður það hefði verðið skemmtilegt ef hann BOB SAGET, hinn óendanlegi fyndi stjórnandi AMERICA´S FUNNIEST HOME VIDEÓS hefði verið með myndavélina á mér og mínum vinum um helgina. Við hefðum pottþétt fengið 10.000$ verðlaunin...og kannski bara hin 2 líka!

Við hefðum sent inn atriðið:
...þar sem við harpa ákváðum að hressa uppá eldhúspartý í innflutningsteiti þar sem við vorum staddar. Eftir að hafa staðið þar í mínutu eða svo kemur maður hlaupandi og gubbar rauðri bollu yfir allt. Jess þetta er orðið EKTA PARTÝ!!!
...þar sem konan í pinnahælunum sem voru hannaðir til að drepa steig ofan á Hörpu og fótbraut hana. Og þegar ég kom til að bjarga henni, steig hún á mig líka.
...þegar herramaður bjó um fótinn á Hörpu úr Reykjavík Grapevine pappírsslaufum.
...þegar ég lenti á séns á 22 útaf því að DJ-inn var svo leiðinlegur
...þegar stúlka sem ég þekki sem virðulega eiginkonu, breyttist í lespíu og swinger og nánast strippara á dansgólfinu á 22
...þegar mér og mínu fólki var ekki helypt inn í morgunmat á Hótel Sögu
...þegar ég lá á miðjunni á STÆRSTA HRINGTORGI ÍSLANDS og lenti á séns með strák sem ég var bálskotin í fyrir.....halló!!! 11 ÁRUM!!!!!!! sjitt hvað það er týpskst.

Já helgin var hressandi. Næsta helgi verður það Ísland mitt farsæla Frón þema! Þá er hún Janniz mín mætt og ég ætla að þykjast vera voða klár og sýna henni landið...og landann!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Núna er ég búin að vera dökkhærð í bráðum og næstum því 2 ár, byrjaði ljósbrún og núna er það svar-brún-rauð-fjólublátt. Og þannig er það búið að vera í rúmt ár. Þetta er litur númer 4.5 frá Lorial, askapleeaah góður, haaah!
Á sínum tíma var þetta mikil breyting, fyrir sjálfa mig (aðallega) og líka fólk í kringum mig. Því ég hafði jú alltaf, sko aaahalltaf, verið eins; ljóshærð með sítt hár.

Þó tæp 2 ár séu nú liðin frá þessum viðburði "Diljá goes brown" þá er eins og ég sé endalaust ljóshærð í hugum marga. Ekki svo að skilja að fólki finnist brúna ljótt, einmitt ekki, þetta fer mér betur. En enn í dag er fólk sem hefur séð mig ma-harg oft (fjölskyldan, vinnufélagar ofl flokkar í umhverfi mínu) svona brúnhærða (4.5 frá Lorial) að taka andköf þegar það sér mig "já þú ert orðin svona rosa dökkhærð" "vá varstu að dekkja meira?" "fer þér rosa vel þessi litur, nýtt?"

Já hvað segið þið annars?
Allir forsetaframbjóðendur bara með úklendskar thjjéelllingar, hah!!!

mánudagur, júní 21, 2004

Sól í borginni...

í dag sat ég á austurvelli frá 13-18 og núna er ég brunnin og komin með nokkrar freknur í safnið. Mér finnst freknur æðislegar. Já þetta var rosalegt veður. Svo hitti ég 5 krakka sem eru í KaosPilot skólanum mínum í Aarhus. Eitt er alveg einkennandi fyrir skólafélaga mína, kvenmenn sem karlmenn. Það eru allir svo sætir, og svona flottar týpur. Ætli sé valið inn eftir því eitthvað?...... ok þá vitum við það;) eeehummm

En núna eru allir vinir mínir á kaffihúsi að sleikja síðustu geislana yfir einum köldum. En ég er að passa. Bíddu á hverju var ég þegar ég samþykkti það? Mér leiðist, það er bara fótbolti og garðyrkjuprógram í sjónvarpinu. hmmm
En þann 1.júlí kemur Janneke vinkona mín í heimsókn frá Hollandi. Ekki slæmt! Ætli ég fari loksins hringinn??? Allavega ætla ég að sjá landið mitt ísland.

Dúkkulísa mælir með:

-kílómarkaði Spúútnikk í Kolaportinu. Það virðist bara aldrei vera komið uppí kíló.
-að vera veislustjóri í skemmtilegustu veislu ársins....."að takist eins og stefnt var að."
-að djamma með vinkonu sinni sem maður hefur ekki djammað með síðan 2000
-sumrinu 2004, sérstaklega þegar maður er bara í fríi
-eggjabrauði með sírópi. Hljómar ekki vel, smakkast eins og himnaríki
-10 seríu Friends
-dönsku. maður er bara nokkuð góður, þetta er allt að koma!

Dúkkulísa mælir ekki með:

-að vera veikur
-að djamma með fyrrv. ástmönnum sínum til kl.8 á morgnana
-sól þegar maður er með hausverk
-5 ára barni í frekjukasti
-að tíminn líður svona hratt
-að djamma í nýjum skóm, né opnum skóm
-að djamma á opnum skóm á 22

fimmtudagur, júní 17, 2004

HÆ HÓ JIBBÍ JEI OG JIBBÍ Í JEIH! ÞAÐ ER KOMIN 17.JÚNÍ

laugardagur, júní 12, 2004

Ég veit ekkert sætara en að fylgjast með börnum leika sér og sérstaklega þegar þau eru búin að gleyma stað og stund. Hún Oddlaug vinkona mín er einmitt hérna fyrir framan mig í svona trans. Talar við sjálfa sig og talar fyrir dúkkurnar sínar. Voða kurteis og háfleyg. Mikið að gera hjá henni. Við og við speglar hún sig líka. Setur upp svipi og jafnvel dansar smá ef það er skemmtilegt lag sem ómar hérna hjá okkur. Vildi að þið sæuð það sem ég sé núna.

Hún Oddlaug er einmitt að verða 5 ára eftir 3 daga. Ég trúi því varla. Mér finnst svo stutt síðan ég fékk smsið um að móðir hennar væri búin að missa vatnið. Svo stutt síðan hún var splunkuný í fanginu mínu. Alveg eins og geimvera.
En já svona er ísland í dag.

ps. ég bætti við tenglum í gær

pps. ég er að halda partý í kvöld ásamt þokkagyðjunni Maríu á Aragötu. Vona að þetta verði GOTT djamm, damn gott djamm!

föstudagur, júní 11, 2004

Mikið er sólin skemmtilegur leikfélagi! Síðastliðnir tveir dagar eru búnir að vera meira en skemmtilegir, sérstaklega sá fyrri. En þá vöknuðum við Aragötugyðjur á hádegi og thrykktum í einn eða fimm kokteila.Auðvtiað! (við erum posh og í fríi) Fórum svo í pæjuleg sumarföt og fengum okkur Heineken á Austurvelli og hóuðum í grillveislu. Auðvitað!(við erum íslendingar í sumarfíling) Eftir það stauluðust gyðjurnar með 3m langa spýtu um neðri helming miðbæjarins. Auðvitað! (við erum á fylleríi, alltaf gaman að "flippa" smá, vera smá prakkari) Meiri dítels fáið þið kæru lesendur ei, ég bara hef það ekki í mér.... En eitt skal ég segja ykkur; Ég hef sjaldan verið jafn OFT nærri því að pissa í bussurnar af hlátri á einum degi. (já smá spes þessi setning hehehhe)

Jæja núna er komin föstudagur, eða flöskudagur eins og flippaða fólkið segir. Í kvöld ætla ég að leggjast í að byrja á 10.seríu Friendsþáttana (veit ekki hvort þið þekkið þá) en þetta eru ótrúlega hressandi þættir um 6 vini sem búa á Manhattan. Vel á minnst; Manhattan. Ég er ekki frá því að ég sé bara að skella mér til borg stóra eplisins í sumar. Meira seinna.

Að gefnu tilefni vil ég líka óska henni Svanhvíti vinkonu minni til hamingju með að hafa loks sigrað bóklega prófið í akstri.

Já svo gleymdi ég að auglýsa eftir djammi annað kvöld. Ok!! Hver bíður betur???

þriðjudagur, júní 08, 2004

Datt inní eitthver blogg hjá krökkum sem búa í Danmörkinni. Ég er svo spennt. Mig langar helst að flytja núna, í dag!
Ég held að næstu 3 ár verði meirháttar:)

En fyrst ætla ég að ganga Esjuna mína ó svo kæru....

mánudagur, júní 07, 2004

Ég ákvað vegna nokkura ástæðna að flytja heim til fjölskyldunnar minnar í nokkra daga. Ætlaði að vísu að gera það fyrir helgi en þar sem það var svo gaman hjá mér um helgina þá ákvað ég bara að koma í dag. Verandi hálfslöpp og smá lítil í mér sá ég fyrir mér eðalkvöld með fjölskyldunni. Borða hollan og góðan mat a la Þóra, taka trúnó með Pabba og leysa gátuna um lífið, hlusta á bræður mína segja fyndnar sögur og liggja dottandi í makindum uppí sófa yfir sjónvarpinu.

Já Nei, hér er ég. Foreldrarnir fóru á Stokkseyri, einn bróðir í Króatíu, einn í bíó og sá yngsti fékk að halda náttfatapartý út í garði í nýja tjaldinu sem ég gaf honum í afmælisgjöf! Þannig að hér er ég, ein södd eftir Dominos pizzur, búin að borða 8 chokótoff, það er fótbolti í sjónvarpinu og 5 stykki 10 ára strákar með festival út í garði og hlaupa inn og út á 3 mín fresti.

Er eitthver lykt af biturleika? Mega 5 stk. 10 ára drengir vera einir heima? Mig langar í kærasta btw.

Ok ble