mánudagur, október 11, 2004

Stúlkan er mætt til íslands.

Ég var að koma af frumsýningu leikritisins ÚLFHAMSSAGA og finnst það jafnvel vera eitt flottasta leikrit sem ég hef séð. Mæli með því að allir sjái þetta.Kenning mín um að sjálfstæðu leikhúsin og litlu sviðin eru einfaldlega alltaf betri en verksmiðjurnar á stóru sviðunum er alltaf að sanna sig betur...

...þau eru svona beint frá hjartanu.

Og svona beint frá mínu hjarta:
ég á frábæra vini og það er búið að vera gaman að koma og hitta alla sl daga. Hápunktur helgarinnar var að elda þynnkubrunch með Erni Eldjárn sem ég var með á rejúnioni, en við höfum eigi hisst í 9 mánuði. Á boðstolnum var: egg, bacon, pylsur, ristað brauð og malt&appelsín og kryddkaka í desert. Vei

Annað sem ég hef gert síðan ég kom heim:

-spila friendsspilið í gó-hóðum félagsskap (Svanhvít, Ragnar, Petra, Kata og Kjartan)
-talað sjálfa mig í svefn
-látið svanhvíti klippa lokkana mína
-farið í lit&plokk
-drekka mikið rauðvín og borða OSTa með því
-drukkið 3 stór glös af ÞRO-HoSKA og sagt söguna af þessum ljúfa drykk og söguna af spýtunni
-setið með 2 vinkonum mínum, sem ég hef ekki setið með í mörg ár saman, og blaðrað í marga klukkutíma
-labbað í MIKILLI rigningu og langað til að valhoppa af hamingju
-gert mér grein fyrir því hvað það er Ó hvílíkt frelsi að komast yfir mann sem ég hélt að myndi alltaf halda þéttu taki um hjartað mitt. Búið. Finito! Veih
-hitt PerluKlúbbinn og had the time of my life, so I never felt like this before...
-horft á svínasúpuna með majBritt
-talað við 2 af yngri bræðrum mínum í símann, sá elsti sagði mér að hann er með eitt stk. sms frá Juliu nokkurri Styles í símanum sínum!
-lesið Moggann, DV og Fréttablaðið
-komist að því að Ölstofan er eiginlega bara leiðinlegur staður


Og já svo margt margt fleira.

ámorgun taka við banka,sýslumanns og íbúðarlánasjóðsheimsóknir. Ég get hreinlega EKKI beðið.

MeiraSeinna

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæææ
takk fyrir síðast. Alltaf gaman í perluhitting.. hvernig svosem hann er ! Njóttu tímans á Íslandi.. og hey!!!... ,,ÞÚ MANST...að tjékka á mér í vinnu fyrir þig þar sem ég hef frekar lítið að gera.." :)
Kveðja, Jóhanna

herborg sagði...

Verður celebrity í jólaboðinu í ár;) hehe

Dilja sagði...

já jóhanna ég hef samband:)

herborg: hvah meinaru hehehe?

herborg sagði...

Ja, ef frændi minn er að fá sms frá Juliu.........það getur að sjálfsögðu ekki verið neitt vinnutengt!!

Dilja sagði...

ég var auðvitað svo upptekin af sjálfri mér að ég áttaði mig ekki á þessu commenti hahahahhah
en já ég held að hún Julia eigi eftir að standi sig vel í "dýra, steina, jurta...."
hún var allavega með kjaft í 10 things i hate about you ha!

herborg sagði...

hehehhehe............
the toenail og who??? you people are crazy!! hehehe

herborg sagði...

hehehhehe............
the toenail og who??? you people are crazy!! hehehe