miðvikudagur, desember 08, 2004

þá er mamma komin í árósina. ó hvað það er ljúft, nema að hún var svo þreytt eftir flugið og lestina að hún er bara sofnuð kellingin (eftir að hafa sagt mér að hún væri búin að sauma út og prjóna undanfarið, já svona laumast aldurinn bara aftan að manni hahah) og klukkan er 21.00

við röltum um hverfið mitt í kvöld, þeas miðbæinn. svo keyptum við ullarsokka með glimmeri í, fórum á indónesískan stað og átum á okkur gat og fórum svo heim í kertaljós og ullarsokka.

Í skólanum heldur maður alltaf að það sé e-r lægð fyrir handan hornið, en svo virðist víst ekki vera. Eftir að hafa skilað markaðsverkefninu sl föstudag héldum við flest að nú væri bara trúnó og eveluationspjall þangað til að jólafríið byrjaði. eee NEI, því nú er júlefrúkóst á föstudaginn og í KaosPilot eru ekki haldin eðlileg partý. Nú er okkur skipað í nefndir, allir samt í fleiri en einni nefnd, eða einni nefnd og einu clani/sekte. Þemað er semsagt svona clan eða sekte, því við erum smá þannig hérna í KP.

Andrúmsloftið verður í svona Eyes Wide Shut, Harry Potter, drauga, trúarbragða, kastala-gír. VEi! Haldið í hálfgerðum kastala í þokkabót. Súlur og hátt til lofts og svo verða kerti útum allt.

Ég er í entertainment nefndinni og það var víst ekki valið randomlí. Hrós? Já, þar sem ég ætla að hlæja JingleBells fyrir framan allan skólann. En það er bara uppfylling! Og ógeðslega fyndið!
Svo ætlum við að hafa svona humanhljóð, kannski vælandi börn, á klósettinu. Fórna fólki uppá sviði á krossinum. Allir verða í skykkjum og með hvítar grímur. Refsingar í formi rasskells frá skólastjóranum í spot on "refsingarhorninu". Hafa celló leikara og kyndla þegar fólk gengur inn á rauðum dregli. Og margt fleira. Við höfum 1,5 dag til að skipuleggja og framkvæma þetta.
Restin af skólanum veit ekkert ennþá þannig að uuuussshhh!

Ég ætti allavega að kunna að halda partý eftir þetta nám mitt.

2 ummæli:

benony sagði...

Já, þetta er pottþétt svona dulið hrós að þú sért í entertainment nefndinni. Svona dulin hrós eru oft best. Mundu að skrá þetta niður í hrósbókina ;)

Nafnlaus sagði...

vóó hóó spennó kvøld..

Verdur hópkynnlíf eins og í anda eyes wide shut? ;)

hehe!!

matthildur