þriðjudagur, september 07, 2004

Vissuð þið að Árósar er upprunalega nafnið á Aarhus?

Jæja, nú er skólinn byrjaður af alvöru og heilinn á mér er komin með sprungur af þekkingu eftir einungis 2 daga. Mér sýnist á þessu öllu saman að það sé frekar hefd en undantekning að dagarnir hér í KaosPilotskólanum eigi eftir að koma manni á óvart og ögra manni hressilega. Ég á pottþétt eftir að koma með skemmtilegar skólasögur hér á fréttasnepli mínum í vetur...

En núna verður það víst djammsaga fyrst...

Á föstudaginn sáu krakkarnir í team 10 (en það er 2.ár, allt þarf að vera öðruvísi hér;) um daginn og voru við látin mæta í dómkirkjuturninn niðrí bæ í njósnaraátfitti með vopn og mútur. Enda var þemað slíkar myndir. Útfrá því hófst svo æsispennandi RATleikur út um allan bæ. Við þurftum meðal annars að fara á:
-listasafnið að mála "Ópið" á striga og selja það ókunnugum á 20 mín
-í "eyes wide shut" íbúð og múta fólkinu þar (sem var með svona grímur) til að leysa út annað fólk
-fá kókoskúlu í bakaríi sem innihélt vísbendingu
ofl
ofl

Leikurinn endaði svo þegar við þurftum að hoppa ofan af þakinu í skólanum (í bandi samt) og vá hvað það var mikið kikk! Þetta var nokkurskonar vígsla og hugrekkispróf inní skólann. Um kvöldið var ég svo látin mæta eitthvert útí bæ með rauða rós og þaðan var ég leidd með blindfold um allan bæ, þar til að mér var hent inní e-ð völundarhús. Ég þurfti að fara á milli herbergja og láta niðurlægja mig (skellihljæandi samt) og látin gefa fingraför og fleira. En í síðasta herberginu var Lygapróf.

Þar var ég spurð að...jú þó nokkuð... grófum spurningum og svo látin dansa. Þegar ég kom niður eftir lygaprófið sá ég að ég var í skólanum og allir í salnum höfðu fylgst með lygaprófinu sem var bara varpað live á vegginn þar. Allir höfðu lent í því sama svo það var mikið hlegið. Eftir þetta hófst svo heljarinnar partý með kampavínsgosbrunni og fu-hullum busum!! hahahha...

Ég var með munnræpu a la ég og beið eftir að það kveiknaði í kjaftinum á mér, dansaði eins og vitleysingur og endaði svo í hjólataxa með kebab og ókunnugum strák sem var bara að rúnta með biketaxi um bæinn og skutlaði mér ókeypis heim....ekki það að ég búi langt í burtu hehehhe. But yeah, thats me...drunk!

Jæja meira seinna....

Engin ummæli: