1.desember og Aidsdagurinn í dag!
Ég borga sjálfri mér svo út af námslánunum, síðustu krónurnar. Eftir að hafa greitt allt þá á ég 5000kr til að lifa út dýrasta mánuð ársins. Þetta finnst mér spennandi:)
Núna er miðvikudagur og á föstudaginn kynnum við verkefnið okkar fyrir kúnnunum okkar. Og skila þeim hugmyndaskýrslunni okkar, sem er orðin rosalega flott. Svo voru gerða tvær sjónvarpsauglýsingar og lógó. Allt rosa flott og stemmningin er rosaleg!
Kata súkkulaði kemur seinnipartinn í dag og verður hjá mér í tæpa viku. Hún lendir á góðri KaosPilot djammhelgi. Það verður djammað tvöfalt eftir þessa törn. Svo er jólaÅrhus í góðum fíling og við tæklum líklegast Strikið. Þegar Kata fer kemur mamma skvísa og þá verður gaman og huggulegt. Svo eftir 2 vikur verð ég á Kastrup á leið heim, heim í heiðardalinn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli