föstudagur, júní 11, 2004

Mikið er sólin skemmtilegur leikfélagi! Síðastliðnir tveir dagar eru búnir að vera meira en skemmtilegir, sérstaklega sá fyrri. En þá vöknuðum við Aragötugyðjur á hádegi og thrykktum í einn eða fimm kokteila.Auðvtiað! (við erum posh og í fríi) Fórum svo í pæjuleg sumarföt og fengum okkur Heineken á Austurvelli og hóuðum í grillveislu. Auðvitað!(við erum íslendingar í sumarfíling) Eftir það stauluðust gyðjurnar með 3m langa spýtu um neðri helming miðbæjarins. Auðvitað! (við erum á fylleríi, alltaf gaman að "flippa" smá, vera smá prakkari) Meiri dítels fáið þið kæru lesendur ei, ég bara hef það ekki í mér.... En eitt skal ég segja ykkur; Ég hef sjaldan verið jafn OFT nærri því að pissa í bussurnar af hlátri á einum degi. (já smá spes þessi setning hehehhe)

Jæja núna er komin föstudagur, eða flöskudagur eins og flippaða fólkið segir. Í kvöld ætla ég að leggjast í að byrja á 10.seríu Friendsþáttana (veit ekki hvort þið þekkið þá) en þetta eru ótrúlega hressandi þættir um 6 vini sem búa á Manhattan. Vel á minnst; Manhattan. Ég er ekki frá því að ég sé bara að skella mér til borg stóra eplisins í sumar. Meira seinna.

Að gefnu tilefni vil ég líka óska henni Svanhvíti vinkonu minni til hamingju með að hafa loks sigrað bóklega prófið í akstri.

Já svo gleymdi ég að auglýsa eftir djammi annað kvöld. Ok!! Hver bíður betur???

Engin ummæli: