sunnudagur, ágúst 29, 2004

Komin sunnudagur...

...ég sit í herberginu mínu fína, reyndar ekki ennþá búin að taka uppúr töskunni en það tekur svo stutta stund að því er vert að fresta smá lengur! Helgin var bara notaleg og róleg. Get ekki hugsað mér að vera í 2nd í þynnku þegar ég fer í þetta ferðalag með skólanum á morgun. Þetta verða 4 dagar og æ fleiri segja mér að búa mig undir mi-hikla vinnu þarna. Erum við að tala um Auswitch hérna eller hvad? Ji, en svo er nú svaka partý á föstudaginn. Ég lifi bara á því á meðan.

Í gær fór ég að hitta hana Petru mínu (sem er búin að vera hérna í DK í mörg ár, en svo þegar ég flyt þá er hún bara búin að ákveða að fara heim á klakann á ný) En já best að nýta tímann sem hún er hér og hitta sem mest. Við ætluðum í gær að taka H&M á hærra plan og strauja vel og vandlega kortin okkar. En nei, þegar við komum var bara verið að loka. Kl.14 á laugardögum hérna... Já já. En við fundum Fötex sem var opin og ég keypti þennan glæsilega laptop bakpoka, "sva gasalega fænt í skólenn..." Kvöldið fór svo bara í MTV og nammiát (já sko megrunin miðast við 1.sept) með Petru, gasalega kósí!

Í dag er ég svo búin að vera að taka hverja beautytreatmentina á eftir annari; háreyðingarkem, rakstur, maski, brúnkukrem og svo á ég eftir að skella kannski smá lit á augnabrúnirnar og hárin. Fyrst ég er orðin miss feitabolla er í lagi að hafa smáatriðin á hreinu!

En já nú er ég hætt, hver nennir að lesa svona langt blogg???

ps. gleymdi að segja ykkur að það er eplatré í garðinum mínum...

Engin ummæli: