Fyrir akkúrat ári síðan var ég stödd í hvítum (veit ekki tegund) bíl ásamt Hörpu, Bjarka og Guðrúnu Elvu (jú og Sölva Frey) á leið niður strönd Californiu. Bjarki bílstjóri í peysu í bandarísku fánalitunum og við stúlkurnar með kúrekahatta. Já allt var 100% roadtripstyle. Og rosa gaman. Enduðum svo í ríkisbubbalífi og með því í Las Vegas.
Trúi ekki að það sé komið eitt ár síðan, 365 dagar síðan!
Væri meira en til í að vera að upplifa þetta núna...
En já, spennandi tímar framundan. Lokaverkefnið mitt fer að fá á sig betri mynd á næstu vikum. Hlakka við að takast á við það. Afmælið mitt er eftir viku. Páskarnir líka. Öll páskaegg í afmælisgjöf eru afþökkuð, sendið þau til mæðrastyrksnefndar.
Svo eru atvinnutilboðin að detta á borð. Allt saman mjög spennandi, en ennþá á leyndóstigi. Nú já hver vill ekki ráða ferskan KaosPilot? KaosPilot sem er einmitt í nýútgefnu Mannlífi í grein sem heitir "Dætur Íslands". Bara stutt og laggott. Gleymdi samt að koma því að að ég væri Rokklingur af lífi og sál.
Góða nótt hunangshrossin mín, góða nótt
þriðjudagur, mars 27, 2007
Nýjar myndir á Flickr
Hérna eru e-ar myndir teknar í mars. Bráðum fæ ég nýja myndavél, þá verður allt vitlaust.
Kíkið á þetta.
Þessa dagana er mig að finna í True North (þó ekki á trúnó) Ég starfa hér sem vörður, og fæ að klæðast búningi sem styður það starf. Huggulegt. Þess má geta að skjöldurinn er örugglega 10 kg.
Bæjó
Kíkið á þetta.
Þessa dagana er mig að finna í True North (þó ekki á trúnó) Ég starfa hér sem vörður, og fæ að klæðast búningi sem styður það starf. Huggulegt. Þess má geta að skjöldurinn er örugglega 10 kg.
Bæjó
föstudagur, mars 23, 2007
VÍKINGUR VÍFILSSON
Má ég kynna ykkur fyrir honum Víkingi!!!
Hann kom í þennan hressa dúllu heim okkar kl. nítján mínutur í fimm um nótt þann 19.mars. Átti að koma þann 8.mars, en ákvað að kúra aðeins lengur í maganum hjá mömmu sinni. Sat víst í svo notalegri stellingu. Uppáhaldsstellingin núna er samt froskastelling á maganum/bringunni á foreldrum sínum. Svo er hann líka með eitt stykki tönn í neðra. Það er gáfumannamerki, segja gáfaðir menn mér. Og ég efast ekki um að hann verði gáfaður, og kannski frægur.
Hann var 16 merkur og 52 cm, alveg eins og ég (sko þegar ég fæddist). Í gær þegar ég fór að hitta hann í fyrsta skipti þá var hann svo hress og með augun opin öllum stundum. Ég gerði ekki annað en að kolfalla fyrir honum.
Velkominn í heiminn Víkingur! (ps. ég óskaði þess að þetta yrði nafnið hans, titraði úr gleði þegar ég fékk að heyra að hann honum hafi verið gefið það nafn... veih!)
miðvikudagur, mars 21, 2007
Tók blogger svo langan tíma að opna "new post" gluggann að ég man ekki hvað ég ætlaði að blogga um. Rámar ekki einu sinni í það.
Annars er ég með síþreytu á háu-hærra-hæst stigi, og það er ekkert dúllulegt við það. Byrjuð að drekka kaffi daglega til að vinna þessu baráttu við sybbið. E-ð varð að koma inn fyrir bakkus.
Skrýtið hvað líkaminn er eins og þrjóskur unglingur sem gerir allt til að pirra mig og valda mér vonbrigðum. Í fyrsta sinn í langan tíma sef ég rétt, borða ég rétt, tek ég vítamín, drekk ekki áfengi (ok jú reyki), fer í jóga og er góð við mig og mína...þá er minn bara konstant þreyttur.
Annað hvort er ég preggó, eða með of lágan blóðsykur. Líst betur á seinni möguleikann. ...já eða kannski kemur hann frekar til greina.
Næsta færsla verður tileinkuð Maríu Rún Bjarnadóttur og Vífli manni hennar. Ég bíð eftir mynd til að hafa hana fullkomna.
Annars er ég með síþreytu á háu-hærra-hæst stigi, og það er ekkert dúllulegt við það. Byrjuð að drekka kaffi daglega til að vinna þessu baráttu við sybbið. E-ð varð að koma inn fyrir bakkus.
Skrýtið hvað líkaminn er eins og þrjóskur unglingur sem gerir allt til að pirra mig og valda mér vonbrigðum. Í fyrsta sinn í langan tíma sef ég rétt, borða ég rétt, tek ég vítamín, drekk ekki áfengi (ok jú reyki), fer í jóga og er góð við mig og mína...þá er minn bara konstant þreyttur.
Annað hvort er ég preggó, eða með of lágan blóðsykur. Líst betur á seinni möguleikann. ...já eða kannski kemur hann frekar til greina.
Næsta færsla verður tileinkuð Maríu Rún Bjarnadóttur og Vífli manni hennar. Ég bíð eftir mynd til að hafa hana fullkomna.
þriðjudagur, mars 20, 2007
Afhverju
er aðalatriðið í flokkspólítík að klekkja á hvort öðru? Afhverju eyða ráðherrar, alþingismenn, nefndarfólk osfr meiri tíma í að leggja áherslur á rökleysur og rangtúlkanir? Mikið rosalega finnst mér það mikil tímaeyðsla.
Stuðningsmenn flokka bíða svo eftir mistökum annara flokka og nota það óspart í pólitískum rökræðum.
Vá hvað mér finnst pólítík TÍKarleg. Erum við ekki öll manneskjur sem viljum landi og þjóð það allra besta? Eða er ég eindfaldlega svona naive? skil ekki að "svona er þetta nú einfaldlega, og hefur alltaf verið" ?
Ekki tapa gleðinni góða fólk, og hvað þá hugsjóninni.
Stuðningsmenn flokka bíða svo eftir mistökum annara flokka og nota það óspart í pólitískum rökræðum.
Vá hvað mér finnst pólítík TÍKarleg. Erum við ekki öll manneskjur sem viljum landi og þjóð það allra besta? Eða er ég eindfaldlega svona naive? skil ekki að "svona er þetta nú einfaldlega, og hefur alltaf verið" ?
Ekki tapa gleðinni góða fólk, og hvað þá hugsjóninni.
laugardagur, mars 17, 2007
Koss á kinn
Hef stundum velt því fyrir mér þetta með kossareglurnar. Fólk sem maður heilsar með brosandi "hæ!" eða "góðan daginn" á virkum dögum, kemur og kyssir mann og faðmar á barnum um helgar. Undantekningarlaust.
Annars finnst mér fólk kyssast almennt meira nú á dögum, svona við heilsu- eða kveðjustund. Ég kyssi td alltaf foreldra mína og fjölskyldu þegar ég hitti þau og kveð, sem og bestu vini mína.
Svo er ég líka í einu stykki Team 11 sem faðmast hressilega við nánast öll tækifæri. En þar er samt eitt frávik eftir þjóð. Því Norðmenn kyssa mann ekki á vangann. Þeir bara faðma. Því hef ég stundum átt í þeim nokkrum hallærislegum augnablikunum með norsku krökkunum. Því ég smelli einum snöggum en þau bara faðma og knúsa. En flestir Svíar og Danir smella nú yfirleitt einum með.
Fór annars allsgáð á þrjá skemmtistaði í gær og var til að ganga 5. Það var mjög gaman. Ég tók eftir því að vinsælt þykir að standa fyrir framan mann og brosa án þess að segja neitt. Standa og kannski dilla sér aðeins. Og bara brosa. Er þetta við-reyn?
Stefni aftur á galeiðuna í kvöld.
Úti er þykk þykk snjókoma. Hérna inni er ég með kertaljós, Ellý Vilhjálms á fóninum og nýbúin að borða risa-morgunmat. Nammi namm. Toppmóment. Djöfull kann ég að njóta þessa blessaða lífs. Ó já! Get ekki sagt annað ó nei ó sei...
fimmtudagur, mars 15, 2007
Svo gaman að segja frá því
...að ég er akkúrat núna klædd í eins átfitt (sama merki) og hún Mel B á þessari mynd. Mínus bumba og svartar krullur, að þá erum við Mel svona prettímöts ðe seim. Já fannst ég alveg knúúúIiin til að blogga um þessa ótrúlegu tilviljun. Ha.
....eða er kannski bara ekki mikið í fréttum af mér? Jú kannski að ég dreymdi í nótt að langamma mín hún Don Nanna og Jude Law væru orðin bestu vinir.
Blessuð undirmeðvitundin óskar sér á meðan ég ligg hreyfingarlaus uppí rúmi. Svo eitt er víst.
Það styttist óðum í afmælið mitt. Hef ekki verið stödd á Íslandi á þeim merkisdegi síðan 2003, eða þegar ég varð 24. Svo ég er að hugsa um að halda uppá 25, 26, 27 og 28 ára afmælið saman. Eru ekki allir í stuði fyrir það?
Megum heldur ekki gleyma því að það telst til kraftaverks að ég hafi komist í gegnum 27 ára aldurinn án þess að deyja. Ég var og er jú alltaf rokkstjarna síðan úr Rokklingunum.
Jæja, nú skal ég hefa þennan dag fyrir alvöru. Núna.
þriðjudagur, mars 13, 2007
Vítamínakona
Ég er orðin svona vítamínakona. Hef áhuga á vítamínum og finnst pínu gaman að taka vítamín. Og kaupa vítamín. Í versluninni Maður Lifandi er heill veggur af dollum og litlum kössum með vítamínum. Ég fæ e-ð kikk útúr því að skoða þetta og síðan velja eina til tvær vörur og kaupa mér. Svona svipuð tilfinning og þegar ég kaupi mér tímarit eða snyrtivörur. Fæ hreinilega e-ð útúr þessu. Ekki veit ég hvort þetta er lærð hegðun eða hreinilega kvenmannsnáttúran að tala hér. Sama er mér. Vá rímar.
Sit núna á Súfistanum að lesa og reyna að vera dugleg. Afhverju líður tíminn svona hratt? Hví er lífið ó svo bratt? Hey rímaði aftur. Hhahah djóúk. Held að ég breytist í svona skáld þegar ég sit í kringum bækur og menningarlegt fólk.
Hafið það gott og gefið tott. Það er í týzgcu!
Sit núna á Súfistanum að lesa og reyna að vera dugleg. Afhverju líður tíminn svona hratt? Hví er lífið ó svo bratt? Hey rímaði aftur. Hhahah djóúk. Held að ég breytist í svona skáld þegar ég sit í kringum bækur og menningarlegt fólk.
Hafið það gott og gefið tott. Það er í týzgcu!
laugardagur, mars 10, 2007
Kveðjur úr nýja lífinu
Í mörg ár hóf ég nýtt líf á mánudögum. Í nýja lífinu vaknaði maður á réttum tíma, borðaði rétta fæðu, hreyfði sig rétt, svaf rétt, drakk rétt (þeas ekki áfengi bara vatn og te) og svo fleira og framveigis rétt. Nýja lífið mitt byrjaði semsagt alla mánudaga og tók svo stökk breytingum einhversstaðar á miðvikudögum og fimmtudögum. Þá fór ég í annan gír á ný og gerði ekkert rétt. Já já, þetta var svona mikill og skemmtilegur hringur, vítahringur kannski.
Síðan í byrjun febrúar hef ég reyndar verið í nýja lífinu samfellt. Sem er ósköp ljúft. Ég brosi þó stundum útí annað af sjálfri mér. Td. í morgun (laugardagsmorgun) var ég búin að setja í vél, moppa gólfið og var að útbúa hollan og nærandi morgunverð þegar bjöllur hallgrímskirkju slóu inn 9 slög. Þeir sem mig þekkja vita að þetta er brosleg staðreynd.
Talandi um morgunverð að þá vil ég deila með ykkur upphaldsmínu þessa dagana:
2 dl Léttsúrmjólk
hnefafyllir af frosnum mangóbitum
vænn bútur af engifer
...mixað saman (í mínu tilfelli) með töfrasprota. Þetta er er gott betra best!
Í morgun brosti osturinn á brauðinu svo getnaðarlega til mín að ég festi hann á mynd. Skar síðan pac-man munstur í gúrkusneiðarnar.
Eru það ekki litlu hlutirnir í lífinu sem skipta megin máli?
Eftir morgunmat á að fara aftur uppí rúm, með blöðin og hlusta á Ninu Simone (verndara Njallans)....alveg eins og ég er að gera núna. ...mmmm.
Síðan í byrjun febrúar hef ég reyndar verið í nýja lífinu samfellt. Sem er ósköp ljúft. Ég brosi þó stundum útí annað af sjálfri mér. Td. í morgun (laugardagsmorgun) var ég búin að setja í vél, moppa gólfið og var að útbúa hollan og nærandi morgunverð þegar bjöllur hallgrímskirkju slóu inn 9 slög. Þeir sem mig þekkja vita að þetta er brosleg staðreynd.
Talandi um morgunverð að þá vil ég deila með ykkur upphaldsmínu þessa dagana:
2 dl Léttsúrmjólk
hnefafyllir af frosnum mangóbitum
vænn bútur af engifer
...mixað saman (í mínu tilfelli) með töfrasprota. Þetta er er gott betra best!
Í morgun brosti osturinn á brauðinu svo getnaðarlega til mín að ég festi hann á mynd. Skar síðan pac-man munstur í gúrkusneiðarnar.
Eru það ekki litlu hlutirnir í lífinu sem skipta megin máli?
Eftir morgunmat á að fara aftur uppí rúm, með blöðin og hlusta á Ninu Simone (verndara Njallans)....alveg eins og ég er að gera núna. ...mmmm.
föstudagur, mars 09, 2007
Ég lofaði
fleiri myndum. Ég tók nokkrar myndir í gær og setti inn áðan. Þær má finna hérna.
Þetta var góður dagur, ég gleymdi samt að taka myndir af kvöldinu. En því eyddi ég, eins og öllum deginum eiginlega, með Frímanni, í kertaljósum, tei og ávaxtadesert. Og trúnó.
Núna er föstudagur, mér er svo óglatt og skíthrædd við að vera að fá þessa gubbupest sem er að ganga. Harðneita því. Eða kannski er ég með þessa óléttu sem virðist líka vera að ganga á háu stigi. Ég þekki 7 sem eiga von á haustbörnum! What am I missing out on? eeeh...Sex?
Á morgun ætla ég að sjá ÍsMerica, sem er óvissuferð og öðruvísi leikhúsuppsetning. Hlakka til. Langar líka að sjá söngleikinn Leg.
Annars er helgin samasem óplönuð og komi þeir sem vilja hitta mig endilega með uppástungur! Er til í hvað sem er.
En nú heldur skólalestur áfram. Grein um Dynamic Project Leadership e. Bjarne Stark (mentorinn minn)
Bæjó
Þetta var góður dagur, ég gleymdi samt að taka myndir af kvöldinu. En því eyddi ég, eins og öllum deginum eiginlega, með Frímanni, í kertaljósum, tei og ávaxtadesert. Og trúnó.
Núna er föstudagur, mér er svo óglatt og skíthrædd við að vera að fá þessa gubbupest sem er að ganga. Harðneita því. Eða kannski er ég með þessa óléttu sem virðist líka vera að ganga á háu stigi. Ég þekki 7 sem eiga von á haustbörnum! What am I missing out on? eeeh...Sex?
Á morgun ætla ég að sjá ÍsMerica, sem er óvissuferð og öðruvísi leikhúsuppsetning. Hlakka til. Langar líka að sjá söngleikinn Leg.
Annars er helgin samasem óplönuð og komi þeir sem vilja hitta mig endilega með uppástungur! Er til í hvað sem er.
En nú heldur skólalestur áfram. Grein um Dynamic Project Leadership e. Bjarne Stark (mentorinn minn)
Bæjó
miðvikudagur, mars 07, 2007
Myndir par exelans
Ég tók mig til og splæsti Flickr account Pro á mig og mína myndavélastefnu. En nú ætla ég að taka myndir í tíma og ótíma og setja þær á Flickrsíðuna mína, sem er endalaus stór héðan í frá.
Þið megið henda töggum í mig eða sparka í rassinn minn ef ég set ekki amk eina nýja mynd inná dag.
Á morgun ætla ég að mynda einn dag í mínu lífi og set svo inn annað kvöld.
Eruð þið tilbúin dúllurnar mínar?
HÉRNA eru svo nýjar (og gamlar) myndir. Allt komið í skipulag...og ekkert lát verður á því.
Nýjustu fréttir af Njálsgötu-liðinu (mér) eru þær að ég fékk nýtt sjónvarp áðan. Mamma gaf mér 21" sjónvarp með innbyggðum DVD spilara. Svo grand hún Mamma. Svo fékk ég Digital Ísland (mínus stöðvar). Afi ætlar að kaupa ristavél í fríhöfninni á Kanarí. Svo hér er allt að fyllast af tækjum. Töfrasprotanum líður mjög vel hér líka.
Jæja ég ætla að horfa á Íþróttarkvöld á RÚV.
Eða ekki.
Bæjó
Þið megið henda töggum í mig eða sparka í rassinn minn ef ég set ekki amk eina nýja mynd inná dag.
Á morgun ætla ég að mynda einn dag í mínu lífi og set svo inn annað kvöld.
Eruð þið tilbúin dúllurnar mínar?
HÉRNA eru svo nýjar (og gamlar) myndir. Allt komið í skipulag...og ekkert lát verður á því.
Nýjustu fréttir af Njálsgötu-liðinu (mér) eru þær að ég fékk nýtt sjónvarp áðan. Mamma gaf mér 21" sjónvarp með innbyggðum DVD spilara. Svo grand hún Mamma. Svo fékk ég Digital Ísland (mínus stöðvar). Afi ætlar að kaupa ristavél í fríhöfninni á Kanarí. Svo hér er allt að fyllast af tækjum. Töfrasprotanum líður mjög vel hér líka.
Jæja ég ætla að horfa á Íþróttarkvöld á RÚV.
Eða ekki.
Bæjó
mánudagur, mars 05, 2007
Mr. Bojangels & me
Þann 30.ágúst 2003 gekk ég út úr íbúðinni minni á Njálsgötunni. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki. Ég stóð í forstofunni með töskurnar, horfði yfir dúlluna og grét í faðminum á Dóra. Daginn eftir flaug ég út til Hollands og síðan þá hef ég búið á 15 stöðum í fjórum löndum. 15 staðir þá mínus nokkur hótel, mótel og gististaðir hingað og þangað. Jahhérna!
Núna er ég komin aftur heim á Njálsgötuna. Búin að loka hringnum. Tæpur fjagra ára hringur semsagt. Mikið er ég fegin að hafa minnkað Hollandshluta hringsins og farið til Árósa, sem spinnaði SanFrancisco inní leiðina. Alveg hreint æðislegur tími ó já ó já.
Það hefur verið óskaplega gaman að taka uppúr kössunum og raða og skipuleggja síðast liðnu daga, fullnæging skipulagsfíkilsins (sem ég get stundum verið). Minningarnar detta inn og tónlist sem ég hlustaði á þegar ég bjó hérna síðast er á repeat. Svolítið fyndið.
Ég verð bara að fá að segja þetta; Vá hvað ég er hamingjusöm!! Já já já komin heim!!! Hér er glatt á hjalla og hér ég dvelja vil...
Svo vil ég benda á þessa útsendingu hér. Eva María tók sunnudagsviðtal við hana Höllu mína í gær. Tilfinningaveran og ofsastolta vinkonan Diljá felldi nokkur tár við áhorfið. Já já.
Núna er ég komin aftur heim á Njálsgötuna. Búin að loka hringnum. Tæpur fjagra ára hringur semsagt. Mikið er ég fegin að hafa minnkað Hollandshluta hringsins og farið til Árósa, sem spinnaði SanFrancisco inní leiðina. Alveg hreint æðislegur tími ó já ó já.
Það hefur verið óskaplega gaman að taka uppúr kössunum og raða og skipuleggja síðast liðnu daga, fullnæging skipulagsfíkilsins (sem ég get stundum verið). Minningarnar detta inn og tónlist sem ég hlustaði á þegar ég bjó hérna síðast er á repeat. Svolítið fyndið.
Ég verð bara að fá að segja þetta; Vá hvað ég er hamingjusöm!! Já já já komin heim!!! Hér er glatt á hjalla og hér ég dvelja vil...
Svo vil ég benda á þessa útsendingu hér. Eva María tók sunnudagsviðtal við hana Höllu mína í gær. Tilfinningaveran og ofsastolta vinkonan Diljá felldi nokkur tár við áhorfið. Já já.