laugardagur, júlí 24, 2004

Já núna er klukkan korter yfir þrjú á föstudagskvöldi og ég sit hérna heima hjá mömmu að horfa á ruglaða Granna á Stöð 2. Kom heim fyrir hálftíma og síminn hefur ekki stoppað síðan, ekki hringdi hann þegar ég sat á öldurhúsi áðan. Tilviljun? Týpískt.
Sá Hárið áðan og það er skemmtilegt. Leiðinlegt að þetta var hakkað í sig í blöðunum. Átti það ekki skilið og ég fann að orðin sem ég las komu upp og settu svip á áhorf mitt.
Eftir það fór ég í Karaookee partý með "SingStar" græunni nýju. Ég og Jökull tókum Elvis og fengum tæp 7000 stig og ég fékk titilinn Rising Star. Ég myndi segja að þetta væri allt Rokklingaferlinum að þakka. En varð spurn hvort ég ætti þá ekki að vera Falling Star? Eða var þetta rising kombakk?


Á morgun ætla ég í SPA með Maj Britt og svo vinna.

Var ekki gott að fá svona detail update frá mér?? já ok takk takk

Góða nótt

Engin ummæli: