mánudagur, október 30, 2006

Í djupum dal

Ég ákvað að skýra þessa færslu eftir nýju plötu Regínu Ósk, hef verið að velta því fyrir mér afhverju þessi stúlka skýrir plötuafkvæmið sitt slíku nafni. Hef ekki fengið svar né skýringu.
Í djúpum dal... ég er í djúpum dal verkefna, sósjal stefnumóta, hversdags erinda og markmiða sem hvunndagshetjur taka sér fyrir hendur. Á Íslandi er ég alltaf að hlaupa á milli staða og horna. Það er nú ekkert nýtt. Ég nýt mín vel í því sem ég er að gera en ég veit vel að framtíð mín má alls ekki líta svona út. Hlaupandi, utanvið mig, alltaf í símanum, alltaf sein. Nei takk.

Haustþing Framtíðarlandsins var glæsilegt. Ég hef mikla trú á þessu félagi, hugarfar þeirra er svo heillandi. Það var góð reynsla að vinna með þeim í undirbúningi þingsins, þetta er svo merkilegur hópur. Allir svo klárir og skemmtilegir. Mikill karftur. Nk. laugardag fer ég með þau uppí Borgarfjörð og leiði vinnuferli fyrir þau. Það er svona "process". Og ég "process facilitator". Þessi önn er "process" önnin mín, svo skila ég inn skýrslu um miðjan nóv og fer svo í munnlegt próf (kynning og vörn).

Já tíminn er dýrmætur, skil ekki afhverju ég er stanslaust að eyða honum hérna á þessum vef, á netinu. Best að fara að lesa, og skipuleggja og skrifa mail, skrifa hugleiðingar, gera samning og margt margt fleira. Gaman gaman! Allir velkomnir í heimsókn uppá Skólavörðustíg; nú bý ég þar og vinn þar! Ásamt Kamillu darling! VIð óskum stanslaust eftir innblástri og ferskum andvara í okkar návist.

Ps. Smá gáta í lokin; Hvaða hressi óreiðustjórnandi verður íbúi í risíbúð að Njálsgötu 16 frá og með febrúar 2007?

miðvikudagur, október 25, 2006

...í morgun fór ég til Jógu

í morgun gerðist e-ð...kannski best lýst í laginu;

"Joga"
e. Björk

all the accidents that happen
follow the dot
coinsidense makes sense
only with you
you don't have to speak
i feel
emotional landscapes
they puzzle me

then the riddle gets solved and you push me up to this:

...state of emergency...
...how beatuiful to be!...
...state of emergency...
...is where i want to be...

all that no-one sees
you see
what's inside of me
every nerve that hurts you heal
deep inside of me
you don't have to speak - i feel
emotional landscapes
they puzzle me
confuse

then the riddle gets solved and you push me up to this:

...state of emergency...
...how beatuiful to be!...
...state of emergency...
...is where i want to be...

...state of emergency...

...state of emergency...

mánudagur, október 16, 2006

My name is Diljá and I am a SumoHolic

Svona eyddi ég laugardagskvöldinu, eða í faðmi kærastans míns. Það var ekki leiðinlegt, enda sést það nú skýrt hversu ástfangin við kærustuparið erum.

Gleðilega hátíð


Þá er það hafið á ný. Október er greinilega alltaf eins hjá mér. Ég í jólaskapi og ég upptekin í eina viku að vinna við Airwaves hátíðina. Þetta eru tveir fastir hlekkir í mínu lífi, mínu ári. Ekkert nema gott að segja um það. Er formlega í haustfríi frá skólanum núna líka. Get samviskulaust unnið hjá Örlygi og þénað smá pjéning og skemmtun. Alltaf jafn gaman!

Og ekki má gleyma því að ég er mætt á klakann, búin að taka helgina með stæl. Þegar maður er markviss...þá gerir maður það sem maður ætlar sér. Reyndar þurfti ég að sleppa einu dagskrárlið út, en ég vona að ég geti bætt það upp fljótlega. Ikke sant Perlur?

Jæja, núna er sunnudagskvöld. Ég ætla að fara að detta út og hvíla mig fyrir hekktikk viku.
Bæjó

þriðjudagur, október 10, 2006

mánudagur, október 09, 2006

KaosPilot, á diskinn minn

KaosPilot skólinn varð 15 ára sl. föstudag. Það voru hátíðarhöld frá 9 um morguninn fram á rauða nótt. Frá 9-13 var athöfn í Aarhus Theater. Fráfarandi skólastjóri skólans, Uffe Elbæk, hélt 1.5 klt ræðu. Ræðan innihélt 8 sögur sem allar lýstu eftirminnilegum atvikum í sögu skólans og sögu hans sem skólastjóra. Það besta við Uffe er að hann er glæsilegur sögumaður og hélt hann athygli nokkur hundruð manns allan tímann. Næst síðasta sagan var um fund hans við Vigdísi Finnbogadóttur sem átti sér stað haustið 2005. Hann fór mögnuðum orðum um frú Vigdísi sem og Ísland. Ég hélt varla tárunum aftur af stolti. Reyndar voru augun mín vot af væmni alla þessa 4 klukkutíma í Aarhus Theater. Já þetta er soddan költ sem við erum í ahhaha. Yndislegt költ alveg hreint. Trúi ekki að þessu fer senn að ljúka.

Bekkurinn er fullur af tilfinningum þessa dagana. Við erum öll svo meðvituð um að þetta séu okkar síðustu stundir saman. Og að þetta komi aldrei aftur, ekki í þessari mynd eins og hún er í dag og hefur verið sl. 2 ár.
Við erum sífellt að rifja upp og tala um það sem við eigum eftir að sakna. Og það eru nú alveg ótrúlegustu hlutir sem poppa upp á yfirborðið. En allt á það sameiginlegt að vera hluti af þessu öllu, þessum skóla, KaosPilot.

Ég á aldrei eftir að geta útskýrt fyrir ykkur "hinum" nákvæmlega hvað gerðist og hvað og hvernig ég lærði. Það er kannski það stórkostlegasta við þetta allt saman. Algjörlega óáþreifanlegt. En ég get sagt ykkur það að ég er mjög stolt af því að hafa farið þennan veg. Ég held að þetta fari mínum persónuleika mjög vel, svona óhefðbundið og klikkað nám.
Þessi pistill átti nú bara að fara nokkrum orðum um veisluhöldin sl. föstudag. En svona áhrif höfðu þau á mig, og þá kannski er þeim best líst í lofræðu með ögn af væmni.

Ég er byrjuð að pakka, fór með 25kg af uppsöfnuðu dóti í póst í dag. Og þá eftir að hafa hennt heilmiklu. Það ekki í fyrsta skiptið á sl.3 árum. Flakklífernið er ekki aaaalveg búið enn. Alveg nokkrir mánuðir eftir ennþá. En maður er orðin pró, og byrjaður að stokka niður og sortera tímanlega. Svo er bara keypt sér meir; ég haga mér eins og ég sé í dagsverslunarferð hérna, næstum því daglega. Ekki normalt?

Sé ykkur heima um helgina!

þriðjudagur, október 03, 2006

Dill & Mill...


...went up the hill and said to Bill: "Hey we heard that Phil was throwin a grill?" Bill said: "No Phil doesn´t have the skill to stay there still"
Svo mér er spurn?
Fyrst Phil er búin að beila á grillinu; hver ætlar að koma að djamma með sætustu stelpum sunnan heiða á meðan við erum á Íslandi? Við mætum fimm mínutum í föstudaginn þréttánda. En ekki hvað?
Boð (og bönn jafnvel) eru vel þökkuð í kommentakerfið hérna að neðan, eða á diljaamundadottir@gmail.com

Greetings from Dill&Mill
(teymið sem lætur deigann aldrei síga...)

sunnudagur, október 01, 2006

Heimspekilegar vangaveltur stúlku með flensu, snemma a sunnudagskvöldi

Ég er búin að vera velta þessu svolítið fyrir mér, lífinu og mannlífinu. Ekki kynlífinu samt. Ég hef hugsað mér að geyma það þangað til eftir giftingu. En það er eitt sem kom mér á óvart um daginn. Hvurslags galli hjá Guði er það að láta okkur mannfólkið alltaf detta út í 6-10 tíma af sólarhring. Kannski ekki galli en e-r vöntun á útsjónarsemi. Heimurinn bíður uppá svo margt og við gætum kannski komið meiru í verk ef við værum bara vakandi verur á vegum Guðanna. Það fer tildæmis nokkuð aðeins of mikill tími í það hjá mér að vera með eftirsjá. Eða ekki eftirsjá, en svona samviskubit um að hafa ekki gert nóg. Og svo plana ég líka afskaplega mikið, er góð í því. En svo finnst mér líka voða gott að gera bara það sem mig langar hverju sinni og njóta þess augnabliks. Að Grípa Augnablikið er eitt af mínum fallegustu áhugamálum. Ég einbeiti mér oft að því.
Ég er mjög sátt við þetta líf mitt. (reyndar ekki hvað ég er feit)
En bara það að vita að ég get gert allt það sem ég vil (jæja næstum því allt) veitir manni smá frelsi. Ég vildi óska þess að ég hefði nokkra súperkrafta.
Kraftur nr.1 Að geta smellt fingri og verið komin til Íslands.
Kraftur nr.2 Getað læknað yndislega manneskju sem liggur inná spítala.
Kraftur nr.3 (ok var ekki alveg komin með hann en 3 is the magic number) ok flogið eins og fuglinn.

Það að eiga stúdentsár í útlöndum er ómetanlegt og ég mæli með því við fyrir alla sem ég þekki. Skrýtið að þetta sé kannski mitt síðasta ár. Og þess má geta að þessi færsla er skrifuð í móki hita og horstíflu. Það kannski hefur eitthvað með það að gera að þetta virkar bull. En ef vel er að gáð er þetta nú ekki svo galið...eða hvað?