föstudagur, ágúst 30, 2002

........................SUZIE SEXDOLL.....................

ég tók próf sem sagði mér hvað ég myndi heita ef ég væri pornostar /. klámmyndadrottning! Mér finnst þetta geeeðveikt nafn. Uppáhaldsklámmyndaleikkonan mín er Traci Lords, hún er ógeðslega flott! Sko ég hef bara séð hana í Cry Baby samt. Hef í rauninni ekkert séð klámmynd oft, einu sinni með Svönsu og co og þá voru 16 ára hnátur að totta hest. Æ Æ Æ það var sorgelgt....

Já fyrst að við erum að tala um pornó og svona...þá var ég að koma úr búningamátun fyrir söngvakeppnina í kvöld. við ætlum sko að taka "þímsong" from CHEERS og ætlum að hafa svona barborð og stóla og borð á sviðinu. Ég ætla að standa við barinn í pels og hvítum hálhæluðum skóm með vængi í hárinu (kauf eins og það heitir á hollensku). Ætla bara að láta bera lítið á mér þangað til uppúr þurru ætla ég að FLASSA salinn og vera með gervibrjóst dauðans...vheepaaaa!!! vá hvað er alveg að fíla þetta plan!!!!!!!! ég stundum verið að deyja úr athyglissýki haahhaahah
vúúúú

...djö er ég búin að vera löt að blogga í vikunni. Ég biðst bara velvirðingar á því...ég veit þið eruð þarna: búin að grenja yfir þessu, er það ekki?
En allavega þetta er bara búið að vera góð vika í allastaði! Mér líður svo vel...mér finnst eins og það sé rjómi í æðum mínum. Góðar fréttir sem ég nenni ekki að blogga strax um...En það er það besta hingað til!!!

Það er föstudagur og í kvöld er ég að fara að djamma með RÚV...það heitir víst SKRÚV (söngvakeppni RúV)..e-ð karaokeflipp í gangi og hálft tonn að bjór...FRÍTT! Ég hef aldrei djammað með þessu liði, en ef heyrt að það sé alltaf svæsið! Fólk er að hrynja í það og vakna um allt hús í fyrramálið...vona að ég verði ekki ein af þeim:/ nei nei. En ég hlakka til...gammmannaððsssuuhhh!

Svo er útborgun að nálgast..ég held samt að alle minne penge fari í skuldir...æ æ! Sjáum hvað setur!
Ok, ég er samt búin að gera lista yfir það sem ég ætla að kaupa mér um mánaðarmótin:

-peningaveski (hitt fór í köbenráninu)
-lyklakippu (týndi tösku á menningarnótt)
-hversdagshliðartösku (allar orðnar svo sjúskapar sem ég á)
-ljóst naglalakk (var í menningarnæturtýnitöskunni)
-eitt námskeið í Kramhúsinu (mig langar samt á ALLT þarna) getur e-r hjálpað mér að velja..endilega skrifið i kommentakerfið mitt...það notar það enginn
-háreyðingarkrem (já! segjir sig sjálft)
-litun og plokkun...er að spá samt í að fara í það í dag og setja það á visa (djö...afhverju er Sigrún farin á Bifröst, hún gerir þetta svo flott)

Jáhh! Þá er það komið....

fimmtudagur, ágúst 29, 2002ég er búin að ákveða að styrkja málefni sem mér finnst skipta máli....Þetta er eitt að því sem mér finnst ekki fá noga athygli hér á landi. Ég hef tekið eftir því að fólk í kringum mig er EKKERT að hugsa um hættuna af óvörðu kynlífi, þ.e.a.s. þegar að kemur að HIV smiti:/. Það er talið að hér á Íslandi séu hátt uppí 200 manns smitaðir af HIV veirunni án þess að vita af því.
Endilega kíkjið á síðuna...og fræðist!

mánudagur, ágúst 26, 2002

jæja...helgin er liðin

þetta var svaka helgi og ég skemmti mér mjög vel!

FÖS:
saran er farin hún fór á laugardaginn, og þess vegna var svaka partý hjá henni. Vá ég held að þetta sé troðnasta partý sem ég hef farið í lengi, fólk útum allt. Ég og Sara tókum auðvitað dansinn. Þetta er dans sem Stefán Hallur samdi...hva ´95 eða e-ð og við erum búnar að bæta við og dansa hann við öll tilefni s.l. ár! Flestir af Loftkastalastrákunum eru komnir með ógeð af okkur en núna á föstudaginn fenguð við nýtt krád...og þeir voru alveg að fíla okkur! vhíííí
Við fórum svo á Kaupfélagið, sem ég var ekkert að fíla...jú alveg fínt að ná svona herbergi og spjalla en tónlistin var ekkert spes... Því næst fórum við að dansa á 22 sem var gaman....sumir hösluðu!
Fannst frekar leiðinlegt að þurfa að kveðja Söru bara svona sveitt og útlifuð fyrir utan 22...en já svo er þetta:) Svo var lítið eftir-gett2geðer hjá mér...eða meira svona ættarmót. Þar voru komin saman: vinur minn, systir hans, bróðir hans, frændi hans og mágkona...og svo ég:)

LAU
Var komin áður en ég vaknaði liggur við í mjólkurbúðina á ný...var að gera litla bró greiða:/ svo fór dagurinn bara í almennt chill, fór með Sigrúnu og Maju á Brennsluna og svo heim að leggja mig. Var ekki að meika að fara að djamma aftur um kvöldið. Fór svo í heimsókn til Dóra og var þar langt frameftir kvöldi...samt sko alltaf á leiðinni heim að halda kveðjupartý fyrir Sigrúnu. Þegar ég loksins kom heim voru nokkrir komnir eehuhhh:)
Ég og Harpa þurftum að pína vínið í okkur og heldum að við yrðum komnar heim fyrir 3 að sökum þynnku....NEi NEI....þetta breyttist svo aldeilis. Við heldum stuðinu uppi....gjörsamlega! Kíktum á Sólon og 22. Músikin á 22 var mun betri en á föstudaginn. Ég var komin í það mikið stuð að ég var orðin ein eftir á djamminu að djamma með Svan sem seldi mér Njallann og vinum hans. Eitt var atvik flott þegar ung og bromild stúlka kom til mín kyssti mig djúpum kossi er kenndur er við Frakkland og svo fór hún! wheeepaaa...ég hélt að guttarnir þarna í kring myndu missa andlitin...gamanaaaasssuuuhhh!!
Kvöldið endaði svo í tedrykkju út á svölum með útsýni yfir Þingholtin.... jáhá

SuNN:
....almenn þynnka með öllu tilheyrandi: pizza á eldsmiðjunni, ná í kortið sem ég týndi daginn áður, video...dott yfir videoi, þynnki, sturta, eitt stykki gott símtal með manneskju sem ég veit ekki hvar ég væri án...án gríns. Svo var yndislegt um kvöldið. Ég, Ragnar og Kata fengum okkur asíkst take-away og horfðum á video....svo kenndum við Kötu að blogga....já hún er semsagt komin með síðu! Það er síða sem allir ættu að lesa...Kata er ein af þessu orðheppnu í lífinu!

föstudagur, ágúst 23, 2002

ég gelymdi símanum mínum heima í dag....sem þýðir að ég eigi eftir að vera símalaus til svona 20.30....og mér er alveg sama! Ég sem ósjaldan verið kölluð Diljá GSM Ámundadóttir eða Diljá SMS Ámundadóttir hef komist að því síðustu vikur að ég er ekkert að fíla þessi fyrirbæri eins mikið og ég gerði áður. Er m.a.s. að skipuleggja GSM-lausa viku...bara prófa og sjá hvernig það er. hmm?
T.G.I.F.....
...jább það er föstudagur! HElgin lofar góðu. Ég ætlaði að vísu að vera róleg en núna er búið að panta mann bæði kvöldin á djamm! Þar sem þetta eru kveðjudjömm má maður nú ekki klikka.

En gærkvöldið var yndislegt. Leynifélagið mitt kom heim og ég er alveg endurnærð eftir að hafa hitt þær. Við erum með frábær plön fyrir veturinn sem eiga eftir að gera mig að enn betri manneskju:) Vá hvað ég hlakka til! vheepaaa!!!!!!

Ég er alveg að fíla þetta kommenta kerfi...endilega verið dugleg að bæta e-u við hjá mér:)

fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Ég er komin með tjáningakerfi fyrir ykkur lesendur góðir...svona ef þið viljið bæta e-u við hjá mér eða bara koma e-u til skila hér á síðunni!
SHOUT OUT stendur hér fyrir neðan og ef þið klikkið á það getið þið fyllt út skilaboð! Það væri gaman að þið sem ekki eruð að fíla gestabókina góðu að skrifa e-ð þarna!!!

já og ef e-r kann að breyta nafninu á þessu (shout out er ekki að gera sig...og stækka letrið og svona fiff) endilega let me know!!!!
Góðan daginn...

...perlukvöldið gekk vel; ég upplifði mig í ekta "saumó" allan tímann. Það var talað um grindarbotnsvöðva, þvottaefni, bodylotion, Val í Buttercup, líkamsrækt og...hvað það er geðveikt mikið turn-off þegar gæjar ýta hausnum á manni niður og vilja tott! hmmm...semsagt ekta stelpukvöld þar sem við sátum og hökkuðum í okkur heitt í ofni, nachos, nammi og ísblóm...án þess að hafa samviskubit vhííííí!!!!

Hún María Rún (sem er ein af okkur perlunum) er byrjuð að blogga hér.Vá hvað ég hlakka til að fylgjast með henni. Svo ætlar hún að koma á þriðjudaginn til mín og afþýða ískápinn líka...ha María? En okei, ef hún kilkkar getur þá e-r gefið mér leiðbeiningar um hvernig á að afþýða...?? Sko við erum að tala um að það er ferna af jarðaberjasúrmjólk frosin inní klaka inní ískápnum...hmmm:/

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

TESTATÍMI ENN EINU SINNI!!!!Who's Your 80s Movie Icon Alter-Ego? Find out @ She's CraftyAre you a ho? Find out @ She's Crafty


Who's Your Inner Music Industry Diva? Find out @ She's Crafty

iiii, ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu! "miglangaðiapveramadonnanebblega"


Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty

hahahahhahaha, hey ég hef oft tekið sex and the city próf en þetta er í fyrst skiptið sem ég er ekki Carrie!!!...og núna er ég Samantha!!! vhííííí það var laglegt Diljá!
...ég fór svo RÉTTU megin fram úr rúminu í dag...það gerist ekkert allt of oft, vanalega á ég mjög erfitt með að vakna. Svanhvít gisti hjá mér og þótt að hún ætti frí kom hún samt með mér á fætur. Ég er einmitt líka ein af þeim sem nenni ekkert að tala á morgnana en í morgun var bara geðveikt stúð hjá okkur vinkonunum. Við settum góða músík á, fundum til strandarföt (því hún er að fara til Ítalíu á morgun) og vorum bara e-ð að dúlla okkur. Þessi morgun gerði það að verkum að ég er búin að vera brosandi í allan dag. Eftir vinnu ætlum við Svansa svo að gera soldið sem á eftir að koma ÖLLUM MJÖG MIKIÐ Á ÓVART!!!! kemur í ljós...hmmm!

Svo eru líka skemmtileg kvöld farmundan:
-Í kvöld koma perlurnar mínar (bestustu vinkonur mínar úr Kvennó) í heimsókn. Svoleiðis saumaklúbbskvöld klikka aaaaldrei. Maður er alveg endurnærður eftir svona kvöld; bæði mjög ákveðnar umræður í gangi um allt og ekkert...en samt skilja svo mikið eftir því við erum allar mjög ákveðnar týpur með sterkar skoðanir...svo er líka hlegið þangað til það kemu piss i bussurnar :D

-Annað kvöld kemur leynifélagið mitt í heimsókn. Vá hvað ég hlakka til...Við höfum ekki hittst svo lengi og svo eru ýmis plön í gangi sem ég hlakka svo til að gera...

-Á föstudaginn er svo kveðjupartý hjá Sörunni minni sem ku flytja til Danskelands. Það verður eflaust stemmning...ætla samt að sjá til með djús og djamm. Það er líka alltaf gaman að fara á spontant djamm bara! Er það ekki?
þoli ekki þessa teljaratjongtjong-gellu...hún er geðveikt flott, og að mínu mati er ég með flottasta teljarann í bloggheimi, en stundum er eins og hún sé sofandi eða e-ð. Hún gleymir bara að telja í 1-2 daga....ég lýsi hér með yfir óánægju minni með OKcounter...þótt þeir séu flottir!

þriðjudagur, ágúst 20, 2002

muniði þegar ég sagði um daginn að ég vissi ekkert hvað ég væri að fara að gera...og að mér væri samt alveg sama?

allavega þetta er allt að púslast saman:) sko:
ég verð hér á rúv út ágúst í því sem ég er að gera núna, svo er ég að fara að vinna í barnamynd sem verður tekin upp fyrstu vikuna í sept, svo strax daginn eftir að tökum líkur að fara á æfingar á nýju leikriti í Borgarleikhúsinu sem verður frumsýnt 21.sept., svo er Iceland Airwves í okt, þá er um að gera að grúppíast aðeins með Fat boy slim og svona, svo daginn eftir Airwaves byrja tökur á áramótaskaupinu sem ég er mjög líkalega komin með vinnu í sem skrifta...Vantar kannski e-a vinnu fyrir jólin...veist þú um e-ð?
HJÚKKETT...svo er líka kastljósið á sýnum stað alla virka daga! En ég er nú að minnka við mig þar, við verðum tvær sem skiptumst á....
Já já sko þetta reddast alltaf! Ég er ósköp fegin bara....
MENNINGARNÓTT....

var alveg æææææði pææææði! ég djammaði frá e-ð 19-9 um morguninn og það var ógeðslega gaman allan tímann!
ég og ragnar fórum fyrst og fengum okkur dinner á Súfistanum, svo fórum við yfir á vegamót og fengum okkur hvítvín þangað komur Sigga og Valdís (tipsy) og þar sátum við og kjöftuðum leyndó og svoleis skemmtilegt! Svo loks heldum við útí menninguna. Við ákvaðum að vera ekkert að flýta okkur á milli atriða; bara njóta þess að stoppa þar sem stemmning gafst til! Ég held að Nikkuballið hafi svo sannarslega verið best. Við tókum Skottís og Polka og bara allan skalann held ég...ekkert smá mikið stúð!

Annars fórum við í rímnarappið sem var flopp og svo fórum við á karaoke á Húsi málarans og svo á línudans á torginu (en við sáum ekki neitt, þannig að við ákvaðum að vera bara sjálf með dans atriði við mikinn fögnuð viðstaddra) Um kl.23 hafði heldur betur bæst í hópinn og hafði ég mig mikið við að halda hópinn á leið á flugeldasýninguna...lét alla leiðast eins og í leikskóla. Fyndið hvað fólk hlýðir oft þegar það er komið í glas! hmmm!

Eftir svo sem fína flugeldasýningu með tilheyrandi váááá aaahhh vóóóó....fórum við á Vídalín þar sem sveittustu DJ-ar bæjarins voru að spila...eða þeir Gullfoss og Geysir! Til að gera langa sögu stutta þá dönsuðum við í 6 tíma, svitann lak á veggjum staðarins (ég er ekki að grínast...rakinn var þokknokkurn...allir orðinr rennandi blautir uppá stólum, borðum, pöllum í sýnum eigin heimi, sumir búnir að hösla aðrir ekki...ég man ekki allt: man að ég átti mikinn þátt í lagavali hjá G&G (hvað er það alltaf hreint...?) man að ég endaði í 6 manna vangadansi við We are the world....þvílík stemmning...þvílík hamingja!!! Það sem gladdi mitt hjarta mest er hvað hún Saran mín skemmti sér vel...endilega lesið lýsingar hennar:)

En klukkan var 6 þegar við gengum út í morguninn..ennþá var fólk í stuði ég var e-ð að reyna plögga reiðtúr...var sko að þyggja 2 ára gamalt boð frá DJ Gullfoss...vottever! Við enduðum nokkur í mjög svo súr eftirpartýi á Lindargötu, meikuðum það ekki og fórum nokkur heim til mín í pizzupöntun og rugl...

RÓMEÓ-- JÚLÍA (ég sofnaði svo við eitt fallegasta lagið mitt og "fallegu" Hallgrímskirkjuklukkurnar rétt fyrir hádegi með fallegt fólk umvafið í kringum mig;)

mánudagur, ágúst 19, 2002þetta er ég megaskvísa

föstudagur, ágúst 16, 2002goooood!!!!!!!!!!
sara var að hringja í mig...hún er að fara að flytja til útlanda eftir VIKU....hún komst inní læknisfræði í Danmörku!!!!
ég titra öll af gleði og e-i kvíðatilfinningu...(mun sakna hennar)
EN ÞETTA ER SVO FRÁBÆRT...ENDA ER HÚN SARA MÍN METNAÐARFYLLSTA OG ÞOLINMÓÐARTA MANNESKJA SEM ÉG ÞEKKJI

Til hamingju elsku vinkona....
MENNINGARNÓTT

ok, það sem mig langar að sjá þetta árið:

-19.00 Íslenski dansflokkurinn í Landsbankanum

-19.00 Karaokekeppni á Húsi Málarans...ætti ég kannski að skrá mig? Hmmm? ég var nú alveg að meika það á Samsbar í Köben!

-19.30 Rímnamín í M&M

-20.00 Kvæðamannafélagið og ásamt færustu röppurum okkar undir stjórn Hilmar Arnar

-20.30 Nikkuball á taflinu

-20.30 Rithöfundar lesa úr bókum sínum á Súfistanum

-22.23 Barakarbrenna hjá Vinnstofu Tedda....fór í fyrra...þetta var me-ð mjööög spes minnir mig:)

-23.00 Flugeldar!!!!

-alla nóttina....DJAMM!!! ég ætla á Vídalín og dansa mig sveitta við lög ungafólksins í boði Gullfoss&Geysis!!! vheepaaa...ég hef ALDREI skemmt mér illa á dansleik hjá þeim!

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Hún Maj-Britt vinkona er að fara til Prag í næstu viku. Eins og gefur að skilja er hún búin að fylgjast sveitt með flóðafréttum þaðan og hafa áhyggjur miklar. Hún var á tímabili ekki viss um hvort hún nennti því eins og hún orðaði það sjálf: " þetta er eins og ef e-r útlendingur ætlaði að koma í frí til Reykjavíkur og þyrfti svo bara að hanga uppí Breiðholti allan tímann"Vhooo hooo: Mall trip to Hólagarður!!! Sight-seen um bakka-ghetto er nú alltaf vinsælt attrakksjon! Og svo í lok dags er alltaf gaman að mæta á pöbbinn í Gerðubergi og djúsa þar með Fellalkahólistunum.....

Mér fannst þetta mjög góð myndlíking hjá henni Mæju minni...

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Djö...eru dvergar að koma sterkt inn núna.ekkert smá gaman fyrir þá að verða svona hæp í heiminum! en svona fyrst að við erum að tala um dverga þá er soldið skemmtilegt að segja frá því að við erum 4 vinkonurnar sem vitum EKKERT hvað við erum að fara að gera í vetur! 'Eg, Arnhildur, Svanhvít og Kolla erum bara með future blanco! Eg verð nú bara að segja það að ég hef nokk gaman af þessu á sinn hátt! En auðvitað er maður alveg að leita og hafa plön B og C og sona (eins og ég sagði áðan er Þykkvabær calling) En það er ekkert staðfest!

Ert þú með hugmynd?


uuuhuuu núna er orðið svo stutt í að Sigrúnin mín fari uppá Bifröst í háskólann. Mikið er ég nú stolt af henni! En ég mun auðvitað sakna hennar heil óskööööp! Sem betur fer á maður nú eftir að fá hana við og við í bæjinn og eiga kvolití tæm með hanni:) Hún sagði nú við mig í gær að hún ætlaði að búa hjá mér í bænum...sjáum til með það...það er nú löngu frægt hér í bæ að hún Sigrún er frægasta einkadóttir fyrr eða síðar!...svo er Tinna líka að yfirgefa okkur. Hún ætlar nú alla leið til draumaborg flestra: Barcelona. Ég er líka hellings stolt af henni...en trúi því samt ekki ennþá að hún sé að fara eftir....vhhaaaa 6 DAGA!!! vá guð það er minna en vika! Við HÁS systur ætlum að kveðja hana á morgun. Borða saman og gera e-ð aktivití!...eða bara hafa það kósí! Ég mun sakna þín elsku Tinna mín....sakna þín svo mikið að tár leka niður vanga mína er ég rita þessi orð!Það er að verða svo gaman hérna á RÚV, það eru allir að koma úr sumardvala og það er kominn þessi erill sem fylgir sjónvarpsstöð. Mér finnst þetta svo gaman...Jú jú það var svosem alveg kósý hérna í sumar í rólegheitunum....en ég er í stúði fyrir þetta núna. Svo er ég atvinnulaus í september og er að reyna troða mér í e-r verkefni hérna...þetta gengur nú svona bærilega. Annars var ég að spá í að fara bara útá land að vinna í kartöflubúgarðinum Þykkvabæ í september ef allt bregst...svört laun og svona..wheephaa!!!
Smá getraun í tilefni miðvikudagsins....
vísbending 1

ég hef sungið lag sem inniheldur: "sagðist hata alla poppara, ég hélt´ann væri að gera grín"

Hver er ég?

þriðjudagur, ágúst 13, 2002þetta erum vð vinkonurnar; ég(mið) , harpa(hægri) og arnheiður(vinstri)...þessi mynd var tekin í partýi hjá Arnheiði og Júlla núna í sumar.


Enn hefur enginn skrifað í gestabókina mína:( ég er frekar döpur yfir því! Ef þið takið próf hér á síðunni minni þá er alltaf hægt að líma niðrustöðuna inní gestabókina (ég veit nebbla að harpa tekur öll prófin hér á næturvöktum sko...kannski gera það etv. fleiri) Þá þarf bara að copy-a litla textann og paste-a í bókina....OK??
En er e-r með hugmynd að nýrri könnun? Ég er svo dofin þessa dagana nebbla...

Ég og Sigrún erum að fara í bíó í kvöld. Ætlum á nýustu stelpu myndina: The sweetest thing...ég er akkúrat í stuði fyrir svoleiðis núna...e-ð til að kæta litlu Diljá við:)
smá prófa session í gangi.....þið verðið bara að fyrirgefa:)

Which Trainspotting Character Are You?


discover what candy you are @ stvlive.comWhich Kirsten Dunst Are You?


GreenYou are a very calm and contemplative person. Others are drawn to your peaceful, nurturing nature.
Find out your color at Stvlive.com!


Are you Addicted to the Internet?

36%


Newbie (21% - 40%)
You've started to learn that there is more to the internet than AOL. You've recovered from that email virus that wiped your hard drive and are thinking of getting DSL. You still tend to forward too many jokes and inspirational thoughts via email to your entire address book.
The Are you Addicted to the Internet? Quiz at Stvlive.com!

eru MSN vinsældirnar að dala....? Vanalega eru um 10 online á þesum tíma sem ég þekkji...en núna eru 3!!! Hvar eruð þið góða fólk...ég sakna ykkar...kom bakk plís æ em eskíng jú!!!

Svo er ég ýkt svöng! Hvað á ég að fá mér í hádegismat?
jæja núna fer menningarnótt að nálgast....ég er ekki komin með neitt plan en er alveg afskaplega forvitin um hvað þið ætlið að gera....endilega segjið mér það HÉR
Jæja núna er komin þriðjudagur og hann er ALLTAF betri en mánudagur. Ég var voða voða lítil í mér í gær en núna er allt að verða bjartara yfir mér. Það er nú gott:) Samt það eru ýmis mál sem mig langar að ráðast í og vinna úr...stefni á það núna! En e-n veginn er stundum svo auðvelt að stinga þeim undir kodda og brosa útí lífið. En svona gengur þetta ekki til lengdar...

Er ég að verða of persónuleg á þessu bloggi mínu?

mánudagur, ágúst 12, 2002....vá hvað gay-pride er frábær dagur.

ég var líka stoltur aðstandandi samkynhneigðra þar sem ég þekkji mikið af slíku stuðfólki. Kollan<a href="http://www.kollster.blogspot.com"> mín var líka ein af skipuleggendunum og búin að eyða sl. mánuðum í að gera þetta sem glæsilegast. Það gerði mig líka svo stolta:) En fyrst og fremst var maður bara í rífandi stuði ég söng og dansaði á Ingolfstorginu sem er þokkalega búin að sprengja utan af sér þennan dag!

Eftir stuðið í bænum var svo haldið á Njallann og haldið þetta groovy party þar sem fólkið streymdi inn eftir því sem leið á kvöldið. Veigar er kenndar eru við Bakkus voru "sötraðar" og ekki var langt í sólheimabros hjá Diljá. Það nýjasta hjá mér núna er að fara fyrst úr partýinu og skilja bara e-ð lið eftir heima...hmmm? En allavega svo var haldið á Kaffibarinn og ég man svona "glimps" þaðan en ég man að það var gaman og ég hitti fullt af fólki. En svo var haldið á 22 þar sem mér var meinaður aðgangur....frekar leim! En hann Halli minn sem er örugglega yndislegasti strákur sem ég þekkji tók mig að sér og kom mér heim á Njallann og við tjúttuðum þar í e-n tíma...eða þangað til hann fór að ná í alla á 22. Þá sat ég allt í einu eftir heima EIN, en var ekki að fíal það þannig að ég bara hljóp aftur niðrí bæ og mátti þá alltí einu fara frítt á 22. Frekar cool þar sem það kostaði 1000 kall inn. Þar voru allir í sveittum dans og við skemmtum okkur vel og vorum með síðustu út. Svo var eftirpartý á Njallanum og tjúttað til að ganga níu....ég vakanði svo klukkan 13 í öllum fötunum...hmmm? frekar tæp týpa:(

Gærdagurinn var helvíti á jörðu! Ég kastaði öllum upp sem niður fór og var með hausverk sem aðeins djöfullinn sjálfur getur hafa skapað. Þetta var hræðilegt og ég er enn með þynnkuleifar í dag! Líður semsagt ekki vel og langar heim að sofa...en ég á 6 tíma eftir:(

föstudagur, ágúst 09, 2002

Stjörnuspáin mín í dag er flott:
Ástin blómstrar og þér hefur sjaldan liðið eins vel og nú.
Vá það er naumast...ég er að vísu ekki ástfangin af neinum núna. En mér líður vel, ég er í góðu jafnvægi.Kannski af því að ég losaði um svo mikið og áttaði mig á svo mörgu í Köben.

Það er samt eitt leiðinlegt sem gerðist áðan. Ég fékk innheimtuseðil sem var með - (mínus) fyrir framan upphæðina...upphæðin var 137.000. Svo hringdi ég niðrí skatt og þá var þetta rétt, ég ætti semsagt þennan pening. En NEI ég skuldaði mikið mikið miera og þetta gekk uppí. Jáhh svona er þetta nú. En það var gaman að eiga marga marga peninga þar til ég komst að hinu sanna!

Helgin lítur vel út:
Núna á eftir kemur hann Óskar lille bró (8 ára) og ætlar að fá að sjá heim sjónvarpsins og taka þátt í útsendingu Kastljóssins með mér. Hann er svaka spenntur...og ég líka. Svo ætlum við heim til mín að horfa á video og borða góðan mat og leika í Nintendo (ég vil samt bara fara í gamla Mario Bros...sem er ekki í 3-vídd hmmm) Svo gistir hann, vhííí. Hann er búinn að bíða eftir þessu síðan ég flutti inn.

Á morgun er svo GAY PRIDE! Shit hvað ég er spennt. Þetta var svo ógeðslega skemmtilegt í fyrra...Og á morgun er jafnframt árshátið HÁS-systra...við ætlum í gönguna, svo að borða saman og svo bara á FEITT HEVVÍ Í Í djamm! vhíííí
Vona að það verði gaman.....jú það verður það!

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

jæja þá er ég komin hiem....

...ég er svo leið yfir því að vera komin heim, því þetta var yndisleg ferð. Ég varð ástfangin af Köben....mér leið svo vel þarna. Leið svo vel að gera ekki neitt í eina viku en samt svo mikið. Það er alveg nauðsynlegt fyrir svona manneskju eins og mig að komast í svona umhverfi. Umhverfi sem enginn er að flýta sér og ég gerði nákvæmlega það sem mig langaði að gera. Bara hanga og dóla mér e-ð.Ég hreinlega sveif í gengum þessa viku:) Ef ég ætti nóg af pening hefði ég bara verið áfram út mánuðinn... Einnig fór stór hluti ferðarinnar í TRÚNÓ; en ég og Petra þurtum e-ð voða mikið að tjá okkur og opna okkur. Það var æði...en núna sakna ég hennar svo mikið að ég gæti væl t:_(


En það er líka gaman að vera komin heim og segja vinum mínum hvað það var gaman og sýna þeim það sem ég keypti.

Æ Köben mín kæra Köben...ég sakna þín mest!

föstudagur, ágúst 02, 2002

sma frettir fra Køben.....
sit a Netkaffi....thad var verid ad stela veskinu minu!!!!!! ekki gott...10.000 kall i thvi og oll kortin min....EN FOKK ITT!!!
eg bara millifæri...eda er ad reyna thad, bunadarbankakerfid er i hassi. En thad hlytur ad reddasst! Vid ætlum bara ad fa okkur bjor og gelyma sorgum minum og djamma feitt i kvold! Svo er thad Svithjod a morgun og bara gaman gaman! H&M er buid ad bjoda mig velkomna og mer leist vel og a eftir ad heimsækja thau aftur!!! ahhahahahha!
Jæja hafid thad gott....alla vega geri eg thad thratt fyrir veskjastuldin!
bæ i bili lømbin min