fimmtudagur, mars 27, 2008

Would you rather be an autopilot or a Kaos Pilot?

Umsóknir fyrir Team 15 í KaosPilot í Árósum eru komnar á netið/youtube.

Hérna er hægt að sjá eitthvað af þeim

Þetta eru 1,5 mín löng video. Kíkið á þetta. Ég fæ alveg fiðring í magann við að horfa á þetta. Langar bara aðra rússibanaferð í gegnum KP-heim.

Hérna er ég einmitt fyrir og eftir KaosPilot. Obboðslega hugguleg ikke sant?


ICELAND AIRWAVES BEST Í HEIMI


Daily Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi. Þar er Iceland Airwaves í góðum hópi virðulegra viðbrurða á borð við Fuji Rocks í Japan, Benecassim á Spáni og The Big Day Out í Ástralíu sem Björk lék á í janúar.

Belgíska festivalið Pukkelpop toppar listan yfir bestu hátíðir heims, Iceland Airwaves tekur #6 sætið - þarf að láta í minni pokan fyrir nokkrum eldri og stærri viðburðum, en ef við miðum við stærð (svo ekki sé talað um íslensku höfðatöluna) er þessi nyrsta tónlistarhátíð heims á toppnum.

Að öllu gríni slepptu þá eru aðstandendur Iceland Airwaves ánægðir með að vera í góðum hópi bestu tónlistarhátíða heim.

Iceland Airwaves 2008 fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 15.-19. október. Tilkynnt verður um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár á næstu vikum samhliða því sem miðasala hefst á alþjóðavettvangi.

Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg.

miðvikudagur, mars 19, 2008

Eftirminnilegast í Texas

Ég skellti mér ásamt elskulegum kollegum mínum til Austin, Texas í sl viku. Þetta var obboðslega gaman! Ég stikla á stóru og tilnefni eftirminnilegustu hlutina, eftir katagóríum:

Eftirminnilegastu tónleikarnir:
-Luke Temple í mjög fallegri kirkju.
-FM Belfast & Rrreykjavík!! á Maggy Mae´s Rooftop
-Bon Iver á Maggy Mae´s Rooftop
Tjékkið að á þessu

Eftirminnilegustu manneskjurnar:
-Lola Lushious, Kevin maðurinn hennar og Ruth kærasta þeirra. Say no more.
-Soon to be Halle Berry. Halle er að fara að giftast Mr.Berry. Þau eru að hugleiða nöfnin: Blue, Straw and Cran fyrir börnin sín í framtíðinni.
-Allir sætu húðflúruðu strákarnir, obbósí!

Eftirminnilegasti maturinn:
-Tjipps og kesó
-Stay Awake koffíntöflurnar. Ómissandi á SXSW
-Lunch í Whole Foods. Valkvíði valkvíðanna. Allt girnilegt þar á bæ!

Eftirminnilegasta partýið:
-Red-Bull partýið, en þarf varð maður að vera með Red-Bull gervitattoo á sér til að komast inn.
Tveir lögregluþjónar lýstu vasaljósi á okkur til að ganga úr skugga að við værum tattoo-veraðar. Inni var 2ja hæða glerhús, rútu lounge, risa stórt svið og allt flæðandi í Red-Bull (heh með smá vodka út í kannski)
-Partýið á Children´s museum. Lestar keyrðu um í loftinu, fólk að kela inn í litlum húsum, risaeðlur, völundarhús og litríkir veggir. Mjög gaman, en samt e-ð soldið rangt við að djamma í þessu umhverfi.
-Levi´s partýið á Fort. Innan dyra var Levi´s völundarhús, dimmt og gallabuxna- og Ray Ban herbergi. Úti var live músik og þægilegir pallar í skugga til að fá sér bjór og hlusta á rokkið.

Já þetta var rosa hressandi vika. En núna er ég kapút.
Mikið ferðalag, margar flugvélar, lítill svefn, mikið af fólki, í ameríku er allt mikið!

Mjög góðir dagar framundan. Alltaf nóg um að vera í la vie de Diljá. Elsgedda.

föstudagur, mars 07, 2008

Postcards from Brussels

Hæ hæ, er í Brussel. Hótelið sem ég er á er ekkert spes miðað við það sem ég hef verið að venjast sl skipti sem ég hef verið á hóteli. En mér finnst samt mjög fyndið að þegar ég er niðrí lobby-i þá er alltaf síminn til mín. Ótrúleg tilviljun að fólk sé akkúrat að hringja í lobby-ið til að tjékka á mér (hver gerir það?) og þá er ég akkúrat að labba í gegn. Mjög fyndið.

Ég og Egill tjékkuðum okkur inn í gær, hendum dótinu inná herbergi og rukum út á vöfflustand og fengum okkur eina vöfflufullnægingu í beinni. Nammi.

Núna var ég að vakna, nokkrir timburmenn en þeir fara að fara, og er að horfa á franskan sjónvarpsmarkað.

Bæjó

mánudagur, mars 03, 2008

Í kringum heiminn á 30 dögum. Næstum því.

Ég var að fatta að það er akkúrat eitt ár síðan ég flutti aftur heim á Njálsgötuna. Mikið óskaplega er tíminn fljótur að líða. Alltaf jafn ljúft að koma heim til sín.

Nú fer að líða að næstu ferð til erlendis. Ferð númer 2 til Brussel er handan við hornið. Stoppa svo á Íslandi í sólarhring áður en ég fer til Texas. Ferðataskan hefur ekki farið uppá háaloft síðan sl mánuðinn, tekur því ekki. Var að tala við Kamillu en hún að sjálfsögðu búin að kortleggja fataval mitt fyrir SXSW dagana. Ekki erfitt að pakka þegar e-r sem er hinum megin á hnettinum er búin að leggja línurnar um hvað skal með í ferðina. Svo náum við einum sjopping degi áður en prógrammið byrjar líka. Perfekt! Mér skilst að maður sé ekki maður með mönnum í Austin nema með tatoo sé. Best að redda sér einu svæsnu gervitattoo!

Ég ætla að taka fullt af myndum, hef ekki tekið myndir í nokkra mánuði. Þetterekkihægt!