mánudagur, febrúar 26, 2007

Heimspekilegar vangaveltur rétt fyrir svefninn...

Eitt kvöld í síðustu viku fann ég Oddlaugu mína (7 (að verða 8!) ára gamla) uppí rúmi að rembast við að sofna. Ég settist aðeins hjá henni til að kjafta smá og hún kvaðst e-ð eiga erfitt með að festa svefn. Hún hafði nefnilega verið að gera svo rosalega uppgvötun.
"Diljá ég er alveg búin að fatta afhverju 4 + 4 eru 8"!!!
"Sko því við lærðum í dag að 5 + 3 væru 8, en ef fimman gefur þristinum einn af sínum, þá eru þeir báðir orðnir fjórir...og þess vegna er 4 +4 samasem 8!!"

Hver man ekki eftir svona stórkostlegum uppgövtunum?

föstudagur, febrúar 23, 2007

Léttgreiðslur. Raðgreiðslur.

Eins og ég hef sagt frá áður er ég flutt heim til Íslands (já ég veit að ég var alltaf hérna samt). Og er því að koma mér fyrir, líkamlega jafnt og andlega. Neyslukapphlaupið kemur hratt aftan að mér og það nýjasta hjá mér er að skoða og dást að dýrum hlutum....sem ég get keypt á léttgreiðslum! Ég þefa uppi léttgreiðsluvörur og tilboð. Hef aldrei verið mikið fyrir neitt slíkt. En núna er kemst ekkert annað að, enda hugurinn og hjartað í fullri vinnu við að innrétta Njálsgötuna uppá nýtt.
Hvernig enda ég, Íslendingurinn Diljá? Guð hjálpi mér.

Ps. Þrátt fyrir að vera aðdáandi Guðs orða, eins og sjá má hérna á þessu bloggi, að þá næ ég alltaf, alltaf að ruglast þegar ég fer með Faðir vor(þetta finnst mér svo líka mjög ljót beyging á Faðir vor).
Alltaf gott að játa syndir sínar.

2 blogg á einum morgni. Ha Sigga? Svona gerist þegar tutorinn manns bara hringir ekki og stendur ekki við sitt loforð. Ég er farin í bað og svo á hugarflugsfund með Vísindaráði Íslands á Loftleiðum.

Jóga og Karíus og Baktus

Byrjaði í Jóga í gær. Var yngst í hópnum en jafnframt feitust. Þessar kellur voru allar svo fit and slim. Bíðiði bara. En það var huggulegt að byrja aftur í Jóga. Sérstaklega í Kramhúsinu. Getur ekki orðið meira authentic en Kramhúsið. Var þar fyrir 4-5 árum í jóga, stundum kom Ragnar líka. Mættum kl.7.30 og eftir á fórum við í fancy hótel morgunmat. Ragnar bara svo þú vitir; það var prumpað í gær! Ég hló með þér inní mér. Dátt yet bælt!

Og fyrst að ég er að ganga niður memory lane. Að þá var mér hugsað til öskudagsins þegar ég var 11 ára. Þá klæddum við Arnhildur okkur upp sem Karíus og Baktus. Settum á okkur bumbu, túperuðum hárið og spreyjuðum (ein með svart, hin með dökk appelsínurautt) og svo tannlökkuðum við tennurnar með svörtu og gulu. Það gerði "touchið".
Svo gengum við í búðir í miðbænum og sungum lagið þeirra bræðra, með leikrænum tilþrifum og allt. Í minningunni fengum við yfirleitt lófatak og hrós fyrir að hafa verið sniðugusta atriðið þann daginn.
Jáá lengi lifir maður á fornri frægð... Ef maður bara vill;)

En fyrir ykkur sem hafið áhuga að þá hef ég ekki borðað sykur í rúmar tvær vikur né hvítt kolvetni. Veih!

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Obbósííí

Ég ætlaði að blogga hérna daglega, en svo gleymi ég því alltaf. Ekki hægt með mig ha? gamla seig lætur samt í sér heyra í dag. Hef nákvæmlega ekkert merkilegt að segja. Lifi frekar rólegu lífi sem er bara yndislegt, og ólíkt því sem ég er vön hjá sjálfri mér er ég er stödd á Íslandi. Þá er (var) ég yfirleitt hlaupandi á milli staða og eirðarlaus. Þó ég ég sé róleg núna þá kem ég nú nánast öllu sem ég vil og ætla mér í verk. Útskriftarverkefnið mitt gengur vel, ég hef óskaplega gaman að því sem ég er að gera, fæ góða umsögn frá "tutorinum" mínum og er bjartsýn. Í kvöld verð ég með brainstorming workshop fyrir nokkra útvalda og ég hlakka til að sjá hvað kemur útúr því.

Í gær fór ég með Sölva mínum á sundnámskeið, eða ungbarnasund. Þetta er án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert lengi. Sölvi er svo metnaðarfullur og svipbrigðin leyna því svo sannarlega ekki. Annars var hann hálf syfjaður litli kútur, hann hefði alveg verið til í að taka sér smá blund bara ofan í. Haha. En nei þetta er víst ekki barnaland.is. Kíkið hingað
til að kíkja á litlastóra strákinn.

Svo fór ég líka í bíó með Siggu að sjá Notes on Scandal, sem er mjög sérstök mynd og alveg ótrúlega vel leikin. Við Sigga sáum líka Babel í sl viku og líkaði vel. Þó löng sé er hún skemmtilega uppbyggð og heldur manni allan tímann. Enn á ég þó eftir að sjá nokkrar myndir af þessu mikla úrvali sem bíóhúsin bjóða uppá þessa dagana. Mig langar líka soldið í leikhús, en ég verð svo oft fyrir vonbrigðum þar.

Ég er ennþá að venjast því að vera formlega flutt heim til Íslands. En geri þó ýmislegt sem staðfesta það, eins og tildæmis fá mér bókasafnskírteini og skrá mig á námskeið og ráðstefnur. Ég byrja í jóga og kvennaleikfimi í Kramhúsinu á morgun. Get ekki beðið. E-ð huggulegt við hugmyndina um að fara í leikfimi í Kramhúsinu.
Hins vegar veit ég ekkert hvenær ég get flutt heim til mín á Njálsgötuna. Snökt.
Þetta eru án efa vonbrigði ársins, enda voru tilhlökkunin og þörfin nánast ónáttúruleg.

Jæja, ég þarf víst að hanna og undirbúa eitt stykki brainstorm.

Bæjó

laugardagur, febrúar 17, 2007

Ég er að fara á stefnumót

við kærastann minn hann Sölva Frey. Hann þurfti samt aðeins að seinka stefnumótinu þar sem að það gerðist smá "slys". Og afleiðingarnar eru þær að minn maður þarf að skipta um al-dress...og mamma hans líka skilst mér. Já það er stuð að vera 5 mánaða.
En svona í tilefni dags heilags patreks sem var sl. miðvikudag langar mig að skella inn nokkrum dúllíkrúttímyndum af mér og Sölva.


Ótrúlegt hvað við myndumst vel! I think we´re on to something here...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Töfrasprotinn og módelbransinn


Töfrasprotinn minn ber nafn með réttu. Hann töfrar sko fram ótrúlegustu rétti og meðlæti og morgunmálsverði og bara töfrar í stað þess að blanda! Og það á örskotsstundu. Ég er með þetta nýja rafmagnsheimilstæki mitt á heilanum. Enda hugsa ég í lausnum ekki vandamálum! Fyrir mér er hann ein stór lausn, í ljósi þess að ég þarf að borða uþb 1kg af grænmeti á dag.
Við Svanhvít erum að hugsa um að fara að selja inn í kvöldmat. Lostætin sem hér eru á borðum eru ekki á hvaða bæ sem er. Einnig stuðlar sprotinn að því að ástríðan við matseld skilar sér í bragðinu.

Americas Next Top Model er annað sem hefur haldið mér upptekinni síðustu daga. Þá fann ég 7. seríu á netinu og gleypti hana í mig á einu bretti. Þar fylgist ég með nokkrum dúllum þróast og þroskast sem fyrirsætur. Nú kvóta ég Tyru okkar chubbyköbb Banks; "Modeling is the hardest industry there is" Ó já, gæti ekki verið meira sammála. Og því tók ég fram töfrasprotann minn og sýndi það sem ég hef lært hjá Banks og co. Hér að ofan er einstaklega góður afrakstur á sameiningu tveggja ástríðna í lífi mínu í feb ´07.

Gjörðiðissvoveeeel (sagt með stellu í orlofi rödd)

mánudagur, febrúar 12, 2007

I love you

Eftir tvo daga er Valentínusardagurinn. Og ég sit hér og skelf úr biturð því ég á engan kærasta sem myndi þá ausa yfir mig fallegum gjöfum og kossum. Ég myndi helst vilja svona rauða fjöldframleidda púða, með bróderuðu I love you á, svo vil ég blóm auðvitað. Einnig sé ég fyrir mér út að borða, kertaljós, rauðvín og væmnar samræður. Því það og ekkert annað er rómantík ekki satt?
Ég myndi heldur ekki slá hendinni á móti nýjustu afurð Regínu Ósk, Í djúpum dal, en hingað til hefur enginn séð ástæðu til að færa mér hann. Þrátt fyrir mörg hint í allar áttir.
Ég er viss um að líf mitt væri einfaldlega betra ef ég ætti kærasta. Helst e-n frægan auðvitað.

úúúÚÚ ég er svo kaldhæðin. Alveg rosaleg ha!
Annars er ég nú sögð sú væmnasta, kannski ekki bara svona mainstream væmin. Eða hvað segið þið stelpur?

Hérna er stutt video af KaosPilot vinum mínum, Jo og Thorhild sem eru að ákveða hvert skal halda í brúðkaupsferð. En þau ætla að gifta sig í ágúst. Það er ekki að spyrja að því að sköpunargleðin er e-sstaðar út fyrir kassann góða;)

Næstu daga ætla ég að vera duglegri að blogga um ekki neitt, það er svo gaman. Hérna áður fyrr bloggaði ég nokkrum sinnum á dag ef ég man rétt. Taka sjálfa mig til fyrirmyndar. Það er gaman að blogga. Já og svo verð ég að fara nota myndivélina mína aftur. Ekkert er skemmtilegra en að setja nokkrar myndir við færslurnar sínar. Ha... æ já þetta líf ó já þetta líf.

bæjó

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ísland best í heimi?

Ég sit hér við skrifborð sem snýr að glugga. Ég er á 3.hæð í húsi á Bergþórugötu og útsýnið er já hvað skal ég segja; .... íslenskt! Bárujárnsþök, snjór, örfá nakin tré, heiðskýr febrúar morgunbirta, svo kemur Faxaflóinn, sjórinn er fagur blár. Svo er ég í beinu augnasambandi við Esjuna. Eftir sólarhring verð ég líklegast þarna nálægt toppnum, eða jafnvel bara uppá toppi Esjunnar.

Eins gott að ég tók tvöfaldan lýsisskammt í morgun!
Er e-ð að mér ef ég segi að mér þykir lýsi alls ekkert vont. Það er e-r æskuminning þarna. Vantar samt helst súrmjólk með. Þá poppar e-r tilfinning upp.

Hvað er annars títt af landi eld og íss?
Framtíðarlandið mun ekki bjóða sig fram. Ég á ennþá bágt með að skilja dómstóla og spyr: Er til manneskja á Íslandi sem er fullkomlega sátt við þá?
Ég tek ofan hattinn fyrir fjölmiðlum þessa dagana. Mikilvæg málefni að komast uppá yfirborðið sem annars hefðu verið í tabú-horninu áfram. Það er bara orðið svo troðið þar, e-ð verður að komast í spott-ljósið.

Já ég er lennt, komin til að vera. Flutt heim til Íslands.
Fríkað.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Misskilningur

Er að hlusta á Gullöldina, nei Gullbylgjuna. Og heyrði þá "Bíddu pabbi"-lagið á ensku! Bíddu samdi Villi okkar Vill þetta ekki? Mér er óneitanlega brugðið...

Já er komin heim, heim til Íslands. Þessi menningarsjokk fara nú að verða vanabindandi, ha? Það er svona þegar maður er búin að flækjast um heiminn. Þá verður maður svona pró, eða advanced.

Rétt upp hönd sem vill koma í brainstorming workshop til mín á næstu vikum. Þáttaka í lokaverkefni mínu er ómetanleg. Launin eru boð í útskriftina mína og kannski eintak af vörunni sem er útkoma verkefnis míns. Góð pródúkt það skal ég segja ykkur.
Meira seinna. Svo smart að vera diskrít.

laugardagur, febrúar 03, 2007

The end is near

Síðasti skóladagurinn í gær=
mikið grátið, gott að gráta, kampavín, tónlist, grátið, faðmað, sögur sagðar, hver skilur þetta? team 11 ég sakna ykkar strax!, indverskur matur, copra bjór, engifer kokteilar, slúður, frír bjór í skólanum, blár tússpenni, við 2 eftir á trúnó og allur skólinn í rúst...
Mér líður svo illa inní mér, vil ekki að þetta sé búið. Þetta kemur aldrei aftur, og ég sakna þess strax. En ég er svo ánægð að eiga þetta, 3 ár af minni ævi í KaosPilot. Merkilegt, ó svo merkilegt og gaman. Eitt það besta sem ég hef gert við líf mitt.
Jæja ég er hætt....

Kem heim á morgun