sú helgi sem síðast leið var steikt.
Veit ekki hvort mér fannst hún fyndin. Jú kannski visjúallí-lega séð þá var hún það.
Það er alveg fyndið að hugsa til þess þegar svanhvít stórslasaði sig á glervasa heima hjá sér, klædd sem DollyParton og Harpa hjúkraði henni, klædd sem PatchAdams. Fullt hús af fólki, ringlureið og ég gekk um gólf í taugaáfalli að reyna að díla við þá staðreynd að ég einfaldlega bregst ekki rétt og skynsamlega við átakalegum atburðum.
Svanhvít upp á spítala, lögð inn, fór í aðgerð, enda 3 sinar sem fóru í tvennt. Hennar hinnsta ósk fyrir spítalaferð var að partýið myndi halda áfram. Hún var svo ákveðinn þegar hún sagði þetta, þar sem hún sat í fjólubláum náttkjól og handklæði vafið um sköflunginn bundið inn í ljósblátt bindi, máluð eins og gleðikona, AÐ við hlýddum! Nóttin var villt...
Enginn hefur séð annað eins; sumir í sleik við bestu vini sína, aðrir í sleik við fólk á "bannlista", ennaðrir að taka CLO-HOSURE a la Rachel Green við gamlar ástir, einhverjir að vakna í stigagöngum árla morguns, jú eða vaknandi við hliðina á fyrrverandi kærustum vinkvenna sinna og vita ekkert hvað varð til þess að enda þar. Svona mætti lengi telja... Því hér stikla ég á stóru
Í dag er þriðjudagur og ég held að ég sé búin að jafna mig eftir þetta hahahhah. Hún Svanhvít mín er rúmföst í gifsi og verður það næstu 6 vikurnar. í tilefni þess legg ég til að við höldum mínutu þögn kl.12 á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20.10.
Þetta er Diljá Ámundadóttir sem talar frá Hressó, Iceland Airwaves er í fullum undirbúningi...Ég lofa góður þrátt fyrir hvirfilbyl á eyjunni sem kennd er við Ís og eld
1 ummæli:
Hæ sæta !
Takk fyrir helgina.. ég skemmti mér nú bara vel við að vinna fyrir þig á Airwaves ;) Gangi þér vel í skólanum og bið að heilsa henni Sillu..
kv. jóhanna.
Skrifa ummæli