Ég ákvað vegna nokkura ástæðna að flytja heim til fjölskyldunnar minnar í nokkra daga. Ætlaði að vísu að gera það fyrir helgi en þar sem það var svo gaman hjá mér um helgina þá ákvað ég bara að koma í dag. Verandi hálfslöpp og smá lítil í mér sá ég fyrir mér eðalkvöld með fjölskyldunni. Borða hollan og góðan mat a la Þóra, taka trúnó með Pabba og leysa gátuna um lífið, hlusta á bræður mína segja fyndnar sögur og liggja dottandi í makindum uppí sófa yfir sjónvarpinu.
Já Nei, hér er ég. Foreldrarnir fóru á Stokkseyri, einn bróðir í Króatíu, einn í bíó og sá yngsti fékk að halda náttfatapartý út í garði í nýja tjaldinu sem ég gaf honum í afmælisgjöf! Þannig að hér er ég, ein södd eftir Dominos pizzur, búin að borða 8 chokótoff, það er fótbolti í sjónvarpinu og 5 stykki 10 ára strákar með festival út í garði og hlaupa inn og út á 3 mín fresti.
Er eitthver lykt af biturleika? Mega 5 stk. 10 ára drengir vera einir heima? Mig langar í kærasta btw.
Ok ble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli