fimmtudagur, mars 30, 2006

Checklist

bílaleigubíll--tjékk
bílstjóri í ógeðslegri driverpeysu & með shades--tjékk
route map of california -- tjékk
passaporta -- tjékk
tannbursti -- tjékk
gullkjóll fyrir casino viðveru og apperíanz -- tjékk
myndavél og vidjókamera -- tjékk
on the road músikk -- tjékk

Vantar e-ð...?

kannski lenda í manndrápi, binda skyrtuna upp yfir hámittisgallabuxum, taka brad pitt upp í etc etc og svo keyra framan af kletti í GrandCanyon

Veit ekki... en við erum lögð af stað til Los Angeles..borg englanna baby!
Myndir koma fljótt!!

þriðjudagur, mars 28, 2006

Í dag er einn af þessum dögum sem allt gengur upp

Allt er svo æðislegt að ég syng og tísti úr hressleika.

Í fyrsta lagi er ég að fara uppá flugvöll eftir smá stund að ná í hörpu, bjarka og guðrúnu elvu og ætla að taka með videocameruna og ná þessu á teip!

Svo í morgun fékk ég meil frá "yfirmanni" mínum sem innihélt (sko mailið ekki hann maðurinn) mjög spennandi tilboð um framtíðina og framabrautina. Og hann hennti nokkrum velvöldum hrósum með, og af þeim fær maður víst aldrei nóg!

Ég er búin að reyna að versla 4 flugmiða í gegnum netið sl daga og ekkert gengið upp. Ég var orðin svo pirruð og vonsvikin að ég hefði getað grenjað. En svo reyndi ég í dag...og viti menn. Þetta rann í gegn! Jeij!

Ég fór á mikilvægan fund áðan sem viðkemur verkefninu okkar. Við fórum 2 úr hópnum á fundinn og rúlluðum honum upp. Ég er ekki frá því að kennslan sé alltaf að skila sér meir og meir, maður sér það víst best í akksjón ekki satt?

Æ já lífið leikur við jors trúlí í dag! Ég vona að þið þarna úti sem lesið þetta blogg mitt (en kommentið nánast never ever hah!) hafið það líka gott verever jú ar!

bæjó

mánudagur, mars 27, 2006


Getur e-r sagt mér hvað er eiginlega að gerast hjá hjónunum Krónu og Dollara? Bara allt í rugli?
Dollarinn er komin uppí 74 krónur!

Asskotashvessjeneriddah...

Já og fröken fimmtug lifir ennþá góðu lífi. Var alla helgina í PaloAlto í slökun. Adda frænka sló um 16 manna matarboði í gærkvöldi og það er með ólíkindum hvað þetta lið er hresst. Eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað. Staupandi ekta rússkenskt heimalagað piparvodka. Hápunkturinn var þó þegar allir voru komnir með hatta af frænku og dansandi kónga. Annar hápunktur var þegar ég var komin á trúnó með 77 ára gamalli frænku minni. Ómetanlegt! (myndir fljótlega)

núna telur það ekki meira en 20 tíma þangað til ríkisbubbaliðið frá íslandi lendir á san francisco airport.

Meira seinna
bæjó

föstudagur, mars 24, 2006

Er ég fimmtug?

Nokkrar ástæður fyrir því að ég se 50 ára

-ég fór a Ertha Kitt tónleika á laugardagskvöldið, fór heim að sofa eftir þá. Vaknaði klukkan 8 á Sunnudagsmorgunn, en þá voru elsku meðleigendur mínir að koma heim af galeiðunni.Og ég fór í messu. Meira um það seinna (besta upplifunin af öllum)
---
-ég kom heim í dag, setti sítrónukjúkling ofninn, setti FrankSinatra á fékk mér rauðvín. Klukkustund seinna var ég tipsy, kjúklingurinn tilbúinn. Elsku strákarnir mínir komu heim;
Ég; "hi darlings, i am cooking dinner. I hope you are not leaving right away"
Haakon; " Well, I hope we are!"
ég (smá bitur (enda 5tug);" thank you haakon..."
Thomas; "dilja we are going to Arizona for spring break, it takes 10 hours to drive and this is supposed to be the best spring break attraction in US of fucking A!" "please can we go?"
Ég; "what about the dinner?"

...."what about the dinner?"

einmitt.

Ég fer í kirkju eða ég elda á meðan elsku drengirnir mínir djamma til 8 eða fara í ródtrip.

Ykkar einleig
Bree VanDerKamp

ps. Fór í GlideChurch á Sunnudaginn. Og frelsaðist. I glideChurch eru allir velkomnir. Ég þú hann og þau, svartir, búddah, hvítir, pæjur, gæjar, hommar, muslimar, síðhærðir, dvergar, hamingjusamir, óhamingjusamir, grænir...ALLIR. Live músik.
Og við öll saman vorum að dansa, syngja, klappa, tárast og fyrst og fremst bara vera hamingjusöm. Mikið vildi eg óska að messur væru svona á Íslandi. Þetta er svo gefandi! Allir vinir. Enginn útilokaður. ooooog stuuuuð!!!

Eftir Glide Church fór ég og hitti Rún á (s)NobHillCafé í bröns. Omiletta með tígrarækjum og avókadó. 2 hvítvínsglös. Svo fórum við á einn flottasta 2nd handMarkað sem ég hef séð. Ég gekk út sáttur og sæll neytandi:)

Alltaf svo fine og dandy! Fimmtug...

Eftir 4 daga kemur elsku bestasta vinkonan mín í öllum heiminum! ásamt Ríkisbubba nr.1 og GElvu sem hefur komið í séð og heyrt! ...og þá fæ ég að sjá myndir af Emil...sætasta stráknum í bænum!

miðvikudagur, mars 22, 2006

Núna er klukkan...

eitt um nótt og ég er að stelast til að sofa í annari íbúð en ég a heima í. Siðustu dagar hafa verið afskaplega skrýtnir. En þeir hafa allir sína hápunkta og líka alla sína lágpunkta.
Ég skal skrifa meira á þessa síðu þegar ég er búin að átta mig á þessu öllu saman, veih veih...



Fór á ströndina um daginn. Set inn myndir bráðum. Hér að ofan eru ég og Maria

laugardagur, mars 18, 2006

Var að taka til í tölvunni minni og komst þá að því að því að ég átti heila möppu af allskonar myndum af hinu og þessu. Aðallega hef ég vistað myndir eða skjöl þegar vinir hafa sent mér. Fannst svo gaman að fletta í gegnum þetta að ég ákvað að setja þessa möppu á myndasíðuna. Það er að segja allt nema myndir af strákum sem vinkonur hafa verið að senda mér til að halda mér upplýstri um einkalíf sitt. Hafði það ekki í mér:)

sent og seifað



Annars allt gott að frétta héðan úr Californiu.
Geri samt lítið annað en að lesa komment sem fólk er að skilja eftir sig hérna á blogginu. Úff allt of mikið!! Gjörið svo vel að slaka á krakkar, ha?......

Er á leiðinni í matarboð í kvöld, tapas og stelpur og hvítvín á tilboði. Svo á írskan pöbb að halda uppá dag (heilags) Patriks.
Og ég sem glími enn við hausverkinn sem er afleiðing gærkvöldsins. Á morgun fer ég á jazztónleika, því það er Jazzfestival i SF. Svo í 3falt afmæli, sem gera 3 þemu skilst mér. Á sunnudag er ég að fara á date með mÅns(ter) mínum, og það verður á tónleikum Jose Gonsalez.

Góða helgi
Bæjó

föstudagur, mars 17, 2006

HELLO

is it me you're looking for. I can see it in your eyes...


hvað er að þessu bloggi annars???

fimmtudagur, mars 16, 2006

nokkrar myndir og örstutt um hversdagslifið



Nokkrar myndir sem sýna hápunkta sl. vikur, því myndir segja

....meira en 1000 orð



Annars er lífið ljúft. Komin skemmtileg rútína á heimilið. Á meðan Hanne fer í Jóga á kvöldin, horfum ég og strákarnir á ANTM. Þeir viðurkenndu loks fyrir mér að finnast þetta æðislegir þættir og við sitjum hérna spennt yfir nýju seríunni....sem er á hverju kvöldi! Við eigum okkur stelpur og tölum um þær sem "mín og þín"
Talandi um rútínu, þá borða strákarnir alltaf dessert á undan aðalrétt í kvölmat. Alltaf að grína...
Svo vaknar frúin fyrir allar aldir á morgnana og fer í sNobHill clubOne fitness. Staðsett í hóteli finafólksins. Og þar er allt til alls og smá spa filingur. Ó svo hvetjandi til mætingar:)
Hverfisverslunin á næsta horni er besta matvörubúð í heimi. Yndislegt starfsfólk, ótrúlega gott (HOLLT) úrval, listaverk á veggjunum, frekar hátt stillt tónlist og bara afslappaðir sætir san francisco búar að versla. Ég get alveg gleymt mér þarna.
BarbaraLandlord maetir hress a hverju kvoldi og kennir okkur ad flokka ruslið. Við höfum nú lokið 5.stigi af 4 held ég.

Já við höfum það fínt hérna í NobHill.

sunnudagur, mars 12, 2006

Presidio






2-3 í viku fórum við útí Presido, en það er risastórt svæði sem hefur að geyma ótrúlega spennandi fyrirtæki og skóla og örugglega allar tegundir af trjám. Ótrúlega fallegt.
Á myndunum hérna að ofan er bekkurinn í kennslu hjá John Kao og aðstoðarfólki hans. En hann er svona okkar maður hérna í SF. Hann er ótrúlega klár og ef ég hef tekið rétt eftir þá var hann með þeim fyrstu til að nota orðið "innovation" eða nýsköpun. Hann er með svokölluð "verkfæri" að að leiða inn nýsköpun og svo fræðir hann okkur um mikilvægi hennar. Einnig er Kao með eitt það stærsta tengslanet, og er hann mjög duglegur að kynna okkur fyrir merkilegu fólki sem gæti hugsanlega gefið okkur innblástur eða bara "hook up" í réttu verkefnin.

Ykkur til ómældrar ánægju hef ég svo sett nokkrar myndir inná myndasíðuna mína. VeiVeih

föstudagur, mars 10, 2006

Hápunktur dagsins...

var án efa albinóinn sem var líka transvestæt og stóð fyrir framan mig í strætó.

Afhverju var hann ekki líka dvergur?

Ó fagra veröld! Full af allskonar fólki.

sunnudagur, mars 05, 2006

Hvað jafnast á við að keyra á 150km hraða yfir GoldenGate Bridge í blæjubíl með Elvis í botni? Mið nótt og sjá ljósin í skýjagljúfrunum. Standa uppréttur og setja hendur uppí loft og öskra og syngja með.

ég var að því....

ég er ástfangin af þessari borg. Þar hafið þið það.

laugardagur, mars 04, 2006

Þorrablot

Já hún er vöknuð til lífsins.Hryllilega hress! Sonur Guðs aka. Jesú kom og veitti henni healing hand í nótt. Þessi elska! Og ekki spillti 3ja tíma símtalið við Hörpu mína heldur fyrir. Takið Hörpu til fyrirmyndar!

Búin að þrífa og borða morgunmat. Meðleigendur mínir liggja hér rauðeygðir og andfúlir going down memory lane og horfa á teiknimyndir 9. áratugsins.
Held ég yfirgefi þá samkomu og fari útí ChinaTown og fórni mér fyrir neyzluGuðinn.
Í kvöld er það svo Þorrablót íslendinga í BayArea. Þorrablót já... Forvitnilegt!

Annað kvöld er svo Óskarinn og ég held að það komist nánast ekkert annað að hérna á þessum 80 sjónvarpsstöðvum. Planið er því að horfa á BroakbackMountain og Capote á morgun. Og svo verður haldið Óskarsteiti. Það verður þá kannski í fyrsta skipti sem ég sofna ekki í rauðadregilsgeðveikinni.

Drullist svo til að fokkings kommenta þið þarna sem eruð að lesa!!

föstudagur, mars 03, 2006

aaa the snowball effect....!!

Nú í dag legg ég aðra merkingu í orðið; Snjóboltaáhrif.
Ég er nefnilega í snjóboltaáhrifi sko. Mér líður annað hvort eins og ég sé inní boltanum og hafi svona þó nokkuð góða stjórn á honum. Eða trúðast svona ofan á honum og er alltaf aaaalveg að fara að detta af. En þá bara stækkar hann og ég held áfram niður brekkuna. SanFrancisco brekkuna....

Verkefnið okkar gengur svo vel, að við í hópnum mínum (5 stelpur) erum næstum því hræddar. Ég veit ekki hvort það er okkar skandinavíski þokki sem gerir það að verkum að allstaðar sem við komum eru opnar dyr og um leið og við opnum munninn opnast fleiri. Allir eru óðir í að kynna okkur fyrir hinum og þessum og hinn og þessi eru tilbúnir að gera allt fyrir okkur. En ég trúi því að ef maður trúir á sig og sitt verkefni að þá getur maður "selt" hverjum sem er það og allar nauðsynlegustu leiðir opnast. Hingað til erum við búnar að koma í sjónvarpinu (eða já þetta veðrur sýnt 7 apríl) og svo erum við að fara í útvarpsviðtal bráðlega líka. AlmostFamous! KombakkRokklingsins í Ammeríku!

Ég er nú ekki mikill Rokklingur núna. Ekki nema það að ég rokka í rúminu núna. Sem flensufórnarlamb. Ég sem hélt að maður yrði ekki þunnur né veikur erlendis. "Á ferðum mínum um heiminn hef ég ekki orðið vör við...." DiljáGlóbalVeikaLasin fór nú samt til kaupmannsins á horninu, sem að sjálfsögðu seldi heil ósköp af aaaallskonar meðölum. Ótrúlegt magn og úrval til í þessu landi og fæst allsstaðar. Eftir mikinn valkvíða og svita keypti ég

Og er nú búin að taka 2 hlunka-eldrauðar-geltöflur. Og líður bara soldið undarlega verð ég að viðurkenna. Eins gott að Barbara Landlord sé til taks;)

Ætla að vera orðin hress á morgun. Því við erum að fara að hitta svo merkilegt fólk út í Berkely. Má ekki missa af því.
Vona að vicks-non drowsy-day-quil-liqui-caps-multi-symotom-col-flu-relief-meðalið virki.

God bless America!

miðvikudagur, mars 01, 2006

V-dagurinn



Hefur þér verið nauðgað?
Hefur vinkonu þinni verið nauðgað?
Hefur vinur þinn nauðgað?
Veist þú hvað það eru margar nauðganir á Íslandi á ári? Í hverri viku?

Í dag er V dagurinn, veltum þessum spurningum aðeins fyrir okkur og berum ábyrgð. Þetta er stórt vandamál, ógeðslegt vandamál. Hættum að fela það undir kodda út í horni! Við eigum langt í land.

Hvað er hægt að gera?