Þökk sé henni frábæru Herborgu er ég komin með ris-herbergi á kollegie i hjarta miðborgar Aarhus! Það er svo mikill léttir að vera komin með húsnæði. Var nefnilega búin að heyra sögur um að fólk hafi lent í tjaldi fyrstu dagana sína í þessari dásamlegu háskólaborg, svo mikil er biðin eftir húsnæði. En já! Núna þarf ég að fara að redda pjéééning til að borga blessuð skólagjöldin og fá námslánin mín. Nóg sem bíður mín.... Og svo ég gleymi nú ekki að minnast á elsku íbúðina mína (með ekka) og öll hennar húsdýr. Mikil og stór ákvörðun sem bíður mín varðandi hana. úff nóg að gera þangað til ég fer út.
Skólasystir mín tilvonandi var einmitt að bjóða mér að vera með í uppákomu á sjálfri menningarnótt. Að sjálfsögðu sló ég til og hlakka til að heyra hvað kemur út úr því:)
Svo lítur allt út fyrir að ég ætli að skella mér á hann LOU REED fyrst að ég er ennþá hérna á íslandinu mínu þessa helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli