Núna er 16.júlí og ef maður segir að sumarið byrji 1.júní og endi 31 ágúst, þá er sumarið víst meira en hálfnað!!! Smá sjokk, ég veit mínir kæru lesendur! En já, sólin skín allavega og segja fróðir menn að hún ætli bara að vera ríkjandi í veðraheimi næstu daga. Loksins fær fólkið sem skipuleggur allskonar svona í laugardagsmiðborg eitthvað fyrir sinn snúð, allavega munu við Aragötudrottningar gera okkur glaðan dag í miðbænum, æ þið vitið kolaportið og útsölur og vesturbæjarlaug og svona laugardags eitthvað. Svo höldum við í ratleik og húsvermi hjá Patrek nr.5!
Ég og María vinnum alltaf, er það ekki??
Jæja ég ætla að fara að lita á mér hárið. Svo í Byko kannski.
En svo á mánudag er ég komin með með vinnu sko. Hárið í Austurbæ er æst í Diljáina. Já fréttu víst að ég geti sungið svona vel eftir Rokklingareynsluna og dansað eftir jazzballett árin hjá Sóleyju og leikið eftir Grænjaxla ´97...
...og vildu þess vegna fá mig í miðasöluna hahahaahha. Og kannski eitthvað fleira stúss:) Gaman!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli