mánudagur, september 30, 2002






Take this Quiz
...eitt sem ég gleymdi að segja ykkur!!! Ég var að djamma með engri annari en henni Önnu Siggu á laugardaginn s.l.
Það var bara snilld að hitta hana, við höfum ekki djammað saman síðan á Eurovision 2001....jábbz!
Við fórum að sjálfsögðu inná klósett á heví trúnó.... Hérna í denn gerðum við það mjög oft, fórum bara tvær að djamma og vorum á marathontrúnó allt kvöldið.
Anna Sigga er alveg eðal! Óg ef þú lest þetta Anna....ég sakna þín líka mjónan þín!!!
Gestapenninn minn "hún" Skvetts skvís verður hér í heimsókn á þriðjudögum í vetur...sem sagt á morgun er næsta póst/blogg hjá henni. Ég bíð spennt eftir því að heyra hvernig gengur með gæjann...eða kannski er hann bara gleymdur og það er e-ð allt annað sem "henni" finnst fréttnæmt.

Ég er búin að vera að reyna að læra dansinn sem samkynhneigði spiderman dansar hér aðeins neðar á síðunni....það gengur ekkert ummmhhffllhh:(
Uppáhalds æfingin mín í jóga er þegar við förum í svona fóstursstellingu. Það er oftast gert í seinnihluta tímans og mér líður þá alltaf geðveikt vel.
Við Íslendingar erum skrýtið fólk!

Eitt gott dæmi:
Ég hitti stelpu um helgina á Kaffibarnum sem ég kannast lítillega við og við knúsuðumst og kysstumst "hvað segjiru gott ástin mín..." og bla bla svo daginn eftir mætti ég henni hér á Njálsgötunni og þá bara rétt kinkuðum við kolli.....hahahhah Hvað er málið?
Svo sama kvöld hitti ég einn strák sem ég er að vinna með í RÚV, hann er líka vinur vinkonu minnar. Við föðmuðumst innilega og bara gleði gleði. Ég sé það ekki fyrir mér gerast í hvert sinn sem ég hitti hann uppí RÚV!
Hvað er málið?
Afhverju erum við svona súper ánægð að hitta e-n þegar við erum búin að fá okkur í glas?

laugardagur, september 28, 2002

...gærkvöldið var brilliant! Ég og Svanhvít vorum komnar í pizzu og video heima, en allt í einu kom skyndipúki uppí okkur og við ákváðum að gera e-ð skemmtilegt (ekta ég og Svansa). Við pöntuðum okkur miða á "Beyglur með öllu" með hálftíma fyrirvara og hentumst niðreftir á notime. Sýningin var fín, en því miður hafði ég gert mér ALLT og miklar vonir og hún stóðst þær ekki :S En auðvitað var gaman að sjá þetta og við komum út í stelpuskapi dauðans og ákváðum að gera þetta að FOKITT djammi. Þræddum staðina og tókum skot á hverjum bar. Enduðum á Næsta bar í baráttu á milli sviðsfólks Borgaleikhússins og Þjóðleikhúsins og var mikið drukkið og gaman gaman. Næst var það Kaffibarinn þar sem ég tók erótískan dans með Ödda litla bróður(17), ooh hann er svooo sætur!! og svo var haldið á 22. Fullt af skemmtilegu liði á djamminu og við dönsuðum okkur sveitt. Hápunktur kvöldsins var þegar Dóri var komin í vangadans við einn beran á ofan homma hehhhh! Maður veit aldrei með þessa drengi er bakkus ræður ríkjum. Við enduðum heima á alltof crowded náttfátapartýi...en þröngt mega sáttir sofa...og vakna með 3 ára Oddlaugu í svaka stemmningu. En núna er ég að vinna og svo liggur leiðin út á lífið á ný....Diljá í svaka stuði....enda veit hún að horfna ástin hennar úr æsku verður á galeiðunni...jeeeebz!

föstudagur, september 27, 2002

Eru allar mömmur eins?

Hver kannast ekki við lausnir við vandamálum svo sem.....??

"mamma mér leiðist" ....."farðu í göngutúr Diljá mín"!!! eeeehhh NEI!!!!!
"mamma mig langar svo í e-ð gott" ......"viltu ávöxt"!!! var að tala um NAMMI og þú veist það!!!!
"mamma mér svo illt í maganum" ......"ertu búin að reyna að kúka" vildi vorkunn sko!!!

þriðjudagur, september 24, 2002

HÆ , hæ þessi þriðjudagur er búinn að vera gjörsamlega Æ-Ð-I. ég sá ýktað sætan gaur hangandi fyrir utan úngfrú rvk. Gaur var algjört Æ-Ð-I 9,5 - 10 , ég var bara eitthvað ,,vat öpp" og hann var eitthvað ,,úje babiola". Hann bauð mér upp á pulsu og kók 195, ýktur prís.

-Þetta var smá gestablogg frá Skvettu Skvís, bæ ðe way, ég verð með ykkur hérna á dilja.blogsppot.com vikulega í allan vetur

í tilefni af því að það er þriðjudagur þá bara varð ég setja samkynhneigða spiderman hér inn, hann er tileinkaður honum ragnari mínum sem er að fara skilja við mig:(
ekkert smá flott og útpæld múv!!!
jæja núna á ég víst íbúðina mína alveg ALVEG!!! Njallinn er offíssíalli orðinn minn, ég fór áðan að skrifa undir e-ð afsal sem er svona lokahnikkur í íbúðarkaupum. Mér finnst þetta samt ekkert eins gaman og mér á að finnast þetta: fyrir mér varð íbúðin MÍN þegar hann sæti Svanur (gaurinn sem ég keypti af) samþykkti tilboðið mitt! Það var ein besta stund sem ég hef upplifað, ég var hjá Söru þegar fasteignasalinn hringdi og sönglaði svona: "þú átt íbúð".....ég öskraði og æpti og dansaði gleðidansinn og hoppaði og grét úr gleði....
En núna á ég hana víst, ekki fyrr en áðan!
Draumaíbúðin!!!

mánudagur, september 23, 2002

jæja þá er bara komin mánudagur!!! voðalega er ég eitthvað glötuð í þessu bloggi núna, reyni að taka mig á :)

Helgin var æði:...eftir vinnu á föstudaginn kom ég heim í kertaljós og það beið voða góður matur handa mér. Kvöldið var rólegra en allt róelgt, við Ragnar vorum að passa Oddlaugu og vorum bara að hanga í tölvunni og hlustuðum á góða músik.
Á laugardaginn var svo frumsýningin á HONK! Það gekk vel, ég var kannski aðeins of afslöppuð, var bara klikka á stórum atriðum hægri vinstri, en e-n veginn reddaðist allt....
Um kvöldið kíkti ég svo á Tapas í smá frumsýningar get2geðer, svo fór ég í Perlupartý hjá Katrínu og þar var étið yfir sig af ostum og brauðréttum og því svalað niður með ísköldu hvítvíni jummí. Eins og okkur perlunum sæmir var ALLT á milli himins og jarðar rætt og ég hló svo mikið að ég var byrjuð að engjast í maganum....svona á þetta að vera!!!

Svo fékk ég sms frá Hörpu: ÉG ER MEÐ SURPRICE FYRIR ÞIG, Á EKKI AÐ KÍKKA? Harpa var sko með partý. Ok ég var alveg viss um að Óli (mæ först lov) væri mættur á staðinn og varð geðveikt spennt. Hringdi í Harps en því miður var þetta bara ranghugmynd í mér ummmffhhhll :/ En það var e-ð sem beið mín, þannig að við brunuðum niður eftir. Það var fín stemmning hjá henni en samt frekar rólegt ennþá, en svo fékk ég surpræsið:
Harpa var búin að redda "tilbrigði við fegurð" eða fegurðarsamkeppnalaginu eins og það heitir á frummálinu, og það á lag á mjööög skemmtilega sögu hjá mér og hörpu (dönsuðum mjög eftirminnilegan dans við það í eftirpartýi SEM hann óli minn var einmitt í...þannig að sörpræsið tengdist honum nú samt hahahahahha) En allavega: Ég Harpa og Svansa vorum einar inní stofu og þær byrjuðu að krýna mig (sem miss) og svo kom aðalparturinn í laginu og þá kollféll ég inní hlutverkið og byrjaði að gera titrandi hendi fyrir munnum og og laga kórónuna, ég var með kertavasa sem sprota og e-a styttu sem óskarsstyttu (mín vann sko líka óskarinn) og þá gékk ég inní eldhús sem allir voru og lagið í botni....allir stóðu upp og byrjuðu að klappa og hrópa og ég bara brosti í gengum tárin og var svo ánægð! Svo hélt ég þakkarræðu (af því að mín var líka að vinna óskarinn í þykjusstunni)

Þetta var snilld! Miklu betra en ÓLi....allavega fyrir svona athyglissjúka manneskju eins og mig...hmmm!

Já svo bara kom harkan í teitið og það var dansað til 3 (múskikskalinn var ALGJÖR....allt frá Villa Vill til Rammstein)
Það var kíkt á Kaffibarinn þar sem Kata var ein uppá stól að dansa (e-ð að ruglast á kvöldi) hún var svona einu sinni fyllri en ég sem var skemmtileg tilbreyting. Ég hékk með Loftkastalastrákunum mínum og eftir lokum var að sjálfsögðu farið á 22 að dansa. Þar hitti ég svo hörpupartý aftur og það var sveitt stuð í gangi...um 6 kölluðu aðrar skyldur og ég varð að fara á leynistað. Ætlaði að reyna að stinga af...en það mistókst, hitti ALLA á leiðinni út. ahhahahahahha.....æ fokk itt!

Sunnudagurinn var æði spæði, bara chill frá upphhafi til enda með öllu tilheyrandi:)

HÆ ANNA BJÖRG!!!!!!! ég stendi við orð mín...ætlar þú að standa við þín????

miðvikudagur, september 18, 2002

...núna er ég að fá pínu leið á að vera í fríi um dag á virkum degi. Eða sko í dag hef ég eiginlega ekkert að gera, Ragnar farin að vinna...og allir að vinna eða í skólanum. En á morgun verður gaman. Ég og mamma ætlum í tilefni þess að það er komið nýtt kortatímabil að fara að kaupa okkur föt, fara í Zöru og e-ð. Vhíííííí!!! Það er sko lang best að fara með "mammasín" að kaupa föt, hún veit nákvæmlega hvað ég vill og segjir ekki bara: "já vá fínt" við öllu, eða segjir ekki "OJJJ" og setur upp grettu ef henni finnst e-ð ljótt, nei mamma er lang best og ég er ofast mjög ánægð með það sem ég enda með eftir shoppin´ with mama! óóóójeeee!!

..en það er gaman að fá góðar fréttir og mér voru að berast einar slíkar. Eða sko staðfesting á skyggnhæfileikum mínum var að berast...en það er ein falleg hnáta sem ætlar að fara fjölga mannkyninu...okkur til mikillar ánægju. Ég vil ekki vera fyrst með fréttirnar í þessu tilviki, þannig að elsku dúllan mín: TIL HAMINGJU! Ég hlakka til að knúsa þig *tilhamingjuknúsið*!

Nú fer að styttast í frumsýningu á leikritinu sem ég er að vinna í. Guð minn góður hvað þetta er ekki tilbúið og guð minn góður hvað það er mikið stress í gangi þarna! En ég tek ekki þátt í slíku....*blikk*

Konan sem er að aðstoða tannlækninn minn hringdi áðan (sem er pottþett viðhaldið hans...geðveikir straumar á milli þeirra og bara daður beint yfir andilitinu mínu) allavega ég er að fara í tjékk í næstu viku. Það kostar "ekki nema" 4800 krónur og 6800 ef hann tekur myndir....gjöf en ekki sala. Ha gaman að essu! En ég vil frekar borga 4800 fyrir tjékk og þá kannski kemur hann í veg fyrir skemmd sem kostar 15000! Æ ég bara er svoooo hagkvæm, er sko með bein í nefinu þessi (ég) elska.

Soldið leiðinlegt að vera á makka, þá getur maður ekkert linkað:(

Jæja núna er ég búin að segja allt sem ég nennti að tala um...bæ!

laugardagur, september 14, 2002

ég sit hérna heima núna í smá pásu og er að hlusta á fallegasta diskinn minn-NINA SIMONE RELEASED-vá hvað hann er æðislegur! mmmm mæli með honum...

en núna var hallgrímskirkja að dingla: það var brúðkaupslagið. Mér fannst allt í einu svo merkilegt að þarna væri par að upplifa e-ð svo æðislegt. E-r kona og e-r maður að gifta sig. Þau eru að gera e-ð sem þau munu aldrei gleyma....vonum bara að þau verði túgeðer forever. Ég er ein af þessum stelpum sem er búin að plana minn brúðkaupsdag:) Ég ætla að gifta mig á Búðum hjá Snæfellsjökli. Ég hef nokkrum sinnum komið þangað og alltaf þegar ég er að koma að þessum stað fæ ég svona vellíðunarfiðring í magann. Það er svo góður andi þarna. Það er mjög langt síðan ég ákvað að gifta mig þarna, áður en að hótelið gamla brann, núna er bara að vona að þetta nýja sé jafn yndislegt.
Vá ég hlakka svo til...ég veit að þetta verður frábært!
Ef ekki Búðir...þá Las Vegas drive by wedding og Elvis look-a-like sem prestur...ok?

föstudagur, september 13, 2002

þá er þessi vika senn á enda, búið að vera frábær vika. Búin að vera að dúlla mér á daginn og svo á æfingar í Borgó á kvöldin, sem enda oftast í svefngalsa dauðans. Ætla nú ekkert að fara út í smáatriði neitt en í gær var ég komin í gamaldags hjólaskauta á hliðarsviðinu með græn sundgleraugu og ég og Sólveig sýningastjóri hlógum svo mikið að fólk hélt að við höfðum verið að fá okkur í haus. Já það er gaman þegar það er gaman í vinnunni, bætir upp hin lélegu laun sem ég er á.

Helgin er nokkuð plönuð héld ég barasta: er núna á leiðinni á æfingu eftir klukkutíma og stendur hún til 12 svo á morgun er æfing í fyrramálið og sýning annað kvöld, eftir sýningu ætla ég svo aðð mæta galvösk í teiti til hans Unnars Geirs sem á ný er fluttur á 101 og ku fagna því á þennan skemmtilega máta. Sigrún ætlar að taka sér frí frá viðskiptalögfræðinni á Bifröst og djamma með mér og Ragnari (en hann á sko toll jibbí) Við Sigrún héldum nokkuð fræg náttfatapartý hér í vor sem slógu svona rækilega í gegn...við erum komnar í náttfatagírinn á ný og stefnum á eitt slíkt í lok djammsins. Það verður spennandi að sjá hverjir verða þeir heppnu til að fá að fara í náttföt og svo í þynnkulöns á sunnudaginn hmmm:)

jæja, ég hef ekki mikið meira að segja í bili....lífið er yndilslegt...nema kannski ég er á "ljótudögum", kannast ekki allar stelpur við slíka daga? er ekki að fíla það:(

Er að spá í að gera svona skilaboðaskjóðu í boði Kollu (if you mind honnípæ) ég ætla að gera til þeirra sem ég veit að lesa bloggið mitt reglulega....ef nafnið þitt er ekki hérna fyrir neðan þá veit ekki af þér hér á síðunni láttu mig þá vita í gestabókinni eða í kommentakerfinu og þá veit ég af þér næst elsku sveskjan mín:) (smá plott til að vita hverjir eru að koma til mín í heimsókn reglulega heehhhhh)

Kolla: góða skemmtun í leyniferðinni, væri alveg til í að vera að fara að gera það sama um helgina:)
Brynhildur: afhverju stofnar þú ekki blogg?
Sigrún: Hvern langar þig mest að sjá í náttfötum?
Anna: Verðum að fara að hittast? Ertu að vinna alla daga, fullan vinnudag?
Tinna: Sakna þín senjoríta, hafðu það gott í Barlesónunni:)
Sara: Ertu að skoða síðuna mína, það er allavega e-r sem kemur reglulega inná hana í Danmörku veit ég...
Ragnar: Núna vil ég sjá þig djamma eins og það sé það síðasta....2 morró beibí 2 morró
Harpa: Ertu hætt á næturvöktum? Ertu þá hætt að tjékka á mér?:) Góða skemmtun í kvöld, bið að heilsa þrútna:)
Döggin: Til hamingju með nýja sófann stelpa...
Erlan: Núna er ég alltaf á makka og get ekki séð síðuna þína, hún er öll í rugli:(
Arneheiður og Júlli: Góða skemmtun í kvöld *heeaaaauuuööööhhhh*....á Astró. Bið að heilsa sumardjammsliðinu!
Urður: Er næstum því búin að gleyma hvernig þú lítur út, hef ekki séð þig svo lengi:) Bið að heilsa Tótu líka.
Pabbi : Er nokkuð erfitt að lesa síðuna mína? En ef ég segji "smokkur"?? Þú átt sko að skrifa líka í gestabókina líka þegar þú kemur í heimsókn....
Dagný: Viltu líka hjálpa mér með kommentakerfið? Það sést sko bara á PC tölvum nebbla:(
Jói: Ertu hættur að blogga?
Harpa Rut: Takk fyrir síðustu viku:) Hlakka til í okt....

Man ekki eftir neinum fleiri í augnablikinu.....En ef ÞIG vantar hér á listann *æ rípít´* láttu mig þá vita á áðurnefndan hátt!
Mig langar að vita hverjir eru að koma hingað nebbla, ekki vera feimin(n)....ég er svoooo forvitin!

Jæja er rokin í vinnunna....góða helgin evríboddí in da hás!

fimmtudagur, september 12, 2002

afhverju notar enginn kommentakerfið mitt??? mér finnst alltaf svo gaman þegar e-r setur komment:)

þriðjudagur, september 10, 2002

kiss ass



Your Ass Should Be Kissed!


While you won't let anyone stick it,

You expect *SARA* to lick it.
innskot: sara: hahahahahaah!!!!
Whenever you want someone to go to town,

You just bend over and pull your pants down.



What Ass Do *You* Have??

incredible



Your Sex Life's Incredible!


You have sex more than Madonna,

And you always come!

Find the nearest warm body,

And fuck until you're numb!



How Does *Your* Sex Life Compare? Click Here to Find Out!


gamanaðððesssshhuuuu!!!!
þetta er toppurinn á tilverunni.....
það er þriðjudagur, það er rigning, ég er búin að eiga frí í dag, vaknaði samt klukkan 7 og búin að njóta dagsins vel. Var komin í bæjinn um 11.30 eftir að hafa farið heim eftir jóga í sturtu og skrifað söru bréf(ég fékk btw bréf frá henni í gær---sko sendibréf...innum lúguna:). Labbaði vel klædd í rigningunni og settist svo á Súfistann með bunka af bókum og blöðum og fékk mér það sem ég fæ mér alltaf (grænmetisböku) og sat þar í 2-3 tíma. Fór svo heim að horfa á Monsters Inc.Gaman að horfa á video klukkan 15.00 á þriðjudegi! Núna er ég komin aftur á netið....Diljá alltaf á netinu:) En á maður ekki að gera það sem manni finnst gaman?

Mér líður svo vel:)
Jæja! Var að koma úr fyrsta jógatímanum mínum...við erum að tala um að kennarinn komst ekki! hahahahha En það var e-r vön gella úr hópnum sem leiddi okkur í gegnum þetta. Ég var frekar "nýbyrjuð" að sjá og var bara svona að herma eftir hinum...en mér fannst þetta æðislegt og ég hlakka til að fara næst:)

Núna er ég í fríi til 18.00 og mér finnst æði að eiga frí á virkum dögum! Ég ætla a dúlla mér í allan dag, bara spóka mig um í bænum...kannski kaupa mér e-ð og setjast á súfistann. Svo er Kolla líka í fríi. mmmmmm þetta verður æðisleg vika:) Er bara á kvöldæfingum uppí Borgó...og fríi á daginn! vheepaaa!

sunnudagur, september 08, 2002

....hér er ég, hér er ég, góðan daginn daginn daginn!!!!

afsakið hlé-ið. bara búið að vera mikið að gera. Ég er semsagt ekki að vinna við tölvu allan daginn lengur og er búin að vera í tökum í 7 daga samfleytt frá morgni til kvölds. Búið að vera frekar strembið, en alveg rosalega gaman!

Gaman að vita að það að það eru e-ir sem söknuðu mín. Brynhildur mín...ekkert smá gaman að fá myndirnar frá þér. Og Helga....ég vissi ekki að þú værir gestur hérna hjá mér á milli bóklestrartarna..endilega láta mann vita af svona með því að skrifa í gestabókina:)

Já hvað get ég sagt ykkur meira.
....ég er búin að skrá mig í yoga í Kramhúsinu; byrja á þriðjudaginn. Maður má víst líka fara í músikleikfimi frítt þegar maður vill. Harpa fór í músikleikfimi í Kramhúsinu þegar hún var 15 með Arnheiði og þær fengju sjokk því það voru bara hippakonur milli 40-50tugs með ennisband að fíla sig hevível! Hahhahahah ég hlakka ekkert smá mikið til að tjékka á þeim. Ég held að þetta sé bara yndilseg stemmning þarna í Kramhúsinu:)

Ég var bara róleg um helgina..jább nú er diljá byrjuð að róast. Bara vinna mikið og stunda yoga:) Já og svo ætla ég að prófa að verða grænmetisæta í mánuð (eða sko það er reynslutíminn) svo kemur það í ljós hvert framhaldið verður.
hahahahah er ekki haustið tíminn til að taka sig á og gera plön sem er í takt við mín?? æ jú..... Öll árin í Kvennó byrjuðu eins hjá mér: ég hélt því statt og stöðugt fram að ég myndi fara beint heim eftir skóla og læra í svona 2 tíma...já já voða fínt lesa jafnt og þétt yfir veturinn. ALDREI!!!! aldrei gerði ég þetta hahahahhah, en samt byrjaði árið alltaf eins! ég trúði þessu....æ ég er svo mikið krútt! (innskot: KOLLA hahahahhahah)

jæja elskurnar mínar, ég er að hugsa um að leyfa hárgreiðslunemanum(Svönsu) að gera mig sæta. Hún ætlar að styrkja brúna litinn og klippa mig e-ð pæjó:) Já btw: fólk er ekkert að þekkja mig með þetta brúna hár...ég er búin að lenda svona 10 sinnum í því undanfarið að brosa til kunningja (sem eru svona á "HÆ" basis) og það er bara horft í gengum mig. Orðið frekar hallærislegt....en ég "brosi nú bara útí annað" og gaman af!