fimmtudagur, september 23, 2004
Núna er ég loksins skráð sem íbúi í Danmörku. Komin með lækni, hann valdi eg af löngum lista. Hún heitir Helle og er fædd 1955. Og er hérna í næstu götu. Hlakka til að hitta hana. Ég hef ekki átt heimilslækni í 10 ár. Vona að hún tali ensku líka. Í næstu viku fæ ég svo dönsku kennitöluna mína og þá opnast landið fyrir mér. Með CPR númerinu get ég opnað bankareikning, farið á tungumálanámskeið, leigt vidjóspólur og keypt afsláttarkort í lestarnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli