þriðjudagur, október 12, 2004

Á Íslandi gerist allt hratt.
Á uþb 2 tímum í gær náði ég að: selja tölvuna mína, fara í bankann fá lán(og redda öllum möguleigum banka málum) og kaupa aðra!
Lánið bara lagt inn á mig og ég uppí Apple og fékk meira að segja iPod með í kaupbæti.
Kvöldið fór svo í að setja allt í gang og þar sem maccar eru svo MIKLU MIKLU betri og auðveldari þá var þetta eins og barnaleikur. Ég er komin inní þessa religion, apple trú. Skil ekki afhverju fólk er með þessa ljótu hlunka lengur.

En já lífið er grátt í reykjavík, við mamma sitjum hér með kerti og te. Hún að lesa blöðin, ég blogga. Ekta haustmorgunn.
Mamma ætlar að koma til mín útí byrjun deseber Kaupa jólagjafirnar saman og svo getur hún séð hinn magnaða KaosPilot skóla minn. Stúlkan er spennt, ég get ekki sagt annað.

Amen

2 ummæli:

Svetly sagði...

Velkomin heim litlan mín...

Dilja sagði...

takk urðsí smjúrðsí:)
vona að ég sjái þig fljótt á meðan ég er hérna