Hérna á borðinu fyrir framan mig stendur kassinn með háralitnum, Lorial 4,5, en ég er bara eins og hvalreki hérna í sófanum og horfi bara á hann. Næst þegar ég rúlla á klósettið á ég eftir að sjá martröðina: rótina sem vex um 0,5cm á dag! Það er svona eins og rótin gefi frá sér bjarma, því allavegana sé ég ekkert nema hana þegar ég lít í spegil.
Annars er ég bara í góðum fíling, komin í bæinn til að vera eftir frábæra útálandsferð. Var að fatta að ég fer brjáðum að fara að fara aftur héðan af þessari elskulegu eyju okkar. Mér líður smá eins og það sé að fara að byrja nýr kafli í mínu lífi (vona að ég verði búin að lita á mér hárið áður en ég kem til Aarhus btw) og ég hlakka svo til. Ég held að maður eigi sko að trúa svona innri tilfinningum, allavega segir Alkemistinn það!
Jæja, margt að gerast í lífi mínu sem er svo leiðinlegt að ég ætla ekki að setja hérna á prent. En vinnumál eru bara á uppleið held ég og svo er ég komin með Kollu í vinnu sem "drengja-á-bendara". Þó hún sé ekki í mínu liði þá er hún með ágætis skynjara fyrir mig. Ekki það að ég samþykki þá strax. Til dæmis ussaði ég og sveijaði einu sinni þegar hún benti mér á einn.... Áður en ég vissi af var ég búin að vera ástfangin af honum í hva....3, 4 ár!!!!! obb obb obb
Jæja þetta er orðið of djúpt...
Bless í bili
Þetta er Diljá sem talar frá Ljósvallagötunni og það er snóker í sjónvarpinu!
ps. Amma mín er 68 ára í dag! veihh!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli