föstudagur, september 24, 2004

Ef eg ætti að gefa þessu kvöldi nafn þá myndi ég velja nafnið:

"samskiptakvöld" (langar að hafa þetta skáletrað en það er ekki hægt á mac)

Ég er búin að vera með munnræpu síðan ég sveif heim á bleiku skýi úr skólanum í dag. Suma daga þarf ég einfaldlega að tala meira en aðra. Á MSN talaði ég við Siggu (um kúk, bara), Guðnýu Jónu, Höllu(töluðum um kúk í gær), Önnu Siggu, Söru (töluðum við um kúk sara?) og úlfham eða Denna eiginmann. Í símann talaði ég fyrst við fyrrnefndan Ödda bróður minn, en ég held samt að honum þyki voða vænt um mig, svo kom pabbi í símann (við hann talaði ég eiginlega bara um kúk já og skólann minn). Þar á eftir var það la-hangt símtal við Hörpu (kúkur kom aðeins við sögu) og núna rétt undir það síðasta talaði ég við mömmu (enginn kúkur enda stutt símtal).

Ég veit ekki hvað er að gerast en það er aldeilis áberandi að það ríkir mikil kúkamenning hjá mér og mínum! Er þetta e-ð sem er athugarvert eða er það einfaldlegt skref framávið þegar fólk treystir sér til að ræða um þessar (nánast) daglegu venjur okkar í góðu tómi? Það er ekki hér með sagt að við séum að ræða um kúkinn sem slíkan. Bara okkar reynslur af kúkaferðum.
Ég er nefnilega í mikilli krísu þessa dagana, ég þarf oft að kúka í skólanum en þori ekki. Þið vitið öll afhverju...
Halla kom með ýmis ráð í gær. Td sturta niður áður en staðið er upp, þá nær lyktin ekki að dreifa sér. Já. Æ er hálfómöguleg yfir þessu.

Hérna áður fyrr fundum við Kolla það út að það væri tákn um betri vináttu þegar fólk geti þagað saman og því líður vel með það. Spurning um að bæta umræðum um kúk við (án þess að engin fari í kerfi) við þessa pælingu. Enda er hún ekki tæmandi þar sem allir eru misjafnir.
Langaði bara að varpa ljósi á þessar umræður sem hafa verið mjög ríkjandi undanfarna daga í mínu lífi. Ekki veit ég afhverju.

Engin ummæli: