miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Dagurinn dag byrjaði með því að ég steig sveittan stríðsdans með nokkrum skólafélugum mínum, og var klukkan þá ekki slegin 10. Við vorum í svokölluðum "KroppensTime". Stundum finnst mér þessi skóli doldið fyndinn. Í síðustu viku vorum við að leira með bundið fyrir augun td. En já, allt hefur þetta sinn tilgang og ég læri og læri e-ð nýtt á hverjum degi.

Áðan labbaði ég heim í skammdegismyrkri og grenjandi rigningu með David Gray syngja "This years Loving" í eyrunum. Rigining svona eins og í videoinu. Allir skunduðu hratt fram hjá, en ég bara lallaði þetta í rólegheitum, fannst þetta e-ð svo yndælt.

Kom svo heim, tók allt til og klæddi mig í ný föt því hin voru blaut. Er núna klædd í voða fínt pils og bol og háhæluðum skóm. Það hljóma jólalög úr tölvunni minn og allt í kertum. Ég fór að ímynda mér áðan ef það væri aðfangadagskvöld og ég væri bara hérna ein. Guð hvað það væri skrýtið!

En þetta kvöld lofar góðu; Matta og Arndís eru að koma í mat og rautt. Svo ef við nennum förum við kannski á bíó seinna í kvöld. Á morgun byrjar svo brjáluð vinnutörn þangað til í byrjun des. En ég ætla samt að gefa mér tíma um helgina og skella mér til Kóngsins að hitta Bjarka la Paris og Kollu sem verða þar um helgina. Svo verða nú Héðinn, Matta og Arndís líka á staðnum. Ekki slæmt framundan semsagt:)

Eru ekki allir í stuði?

4 ummæli:

Matta sagði...

Júúúúú....

Dilja sagði...

takk fyrir komuna stuðboltar!!!!

ossa kósí kvöld, ó já!

Nafnlaus sagði...

sæl Dilli..

Hurru ef thu hefur tima tha mattu endilega kikja i mat til min i kveld med Møttu og Arndisi:)

Kv Matta(hildur)

Dilja sagði...

já takk, ég heyri í ykkur á eftir!