þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Þegar við mamma bjuggum í Hollandi hérna um árið voru bréfaskriftir okkar helsta samskiptaleið við ísland. Meira að segja vorum við ekki með síma fyrstu tvö árin mín þarna (ég var 4 og hún var 8 ár). Í dag er ég í námi hérna í Danmörku (eins og alþjóð veit nú) og nú dag er ég með:

-síma og fæ 3-5 símtöl frá íslandi á viku, þar er fólk að nota heimsfrelsi og geta því samtölin varað frá 2 mín og 2 tíma
-gsm síma og fæ reglulega sms skilaboð
-e-mail og þá getur maður auðveldlega sent línu(r) og tjáð sig um hitt og þetta. ég stjórna einnig þjónustufulltrúa mínum í KB banka vikulega með allskonar skipunum í gengum email
-msn og er það örugglega það sem ég nota mest, ég heyri á hverjum degi í hópi vinkvenna minna og fæ nýjustu fréttir beint í æð
-blogg og uppfæri velvaldar fréttir af sjálfri mér fyrir vini, vandamann og bara gamla rokklingaaðdáendur, einnig les ég síður hjá vinum og fleirum og held mér við efnið í lífi þeirra
-myndasíðu og digitalvél og set ég svona aðrahverja viku myndir inn af lífi mínu, þess vegna er hægt að taka mynd af sér (ef maður er rosa sætuogsessý) og senda e-um um leið
-windows media player og quick player og get ég því horft á fréttir í beinni útsendingu og hlustað íslenskt útvarp (jafnast ekkert á við Gerði B Bjarklind á morgnana) núna er ég að horfa á 70 mínutur líka td.
-iTunes og niðurhalforrit og ef mig langar að heyra e-t tiltekið lag, þá bara finn ég það og bíð í örfáar mínutur og þá er það komið inní tölvuna mína
-netbanka og þar borga ég reikninga og millifæri ofl
-skype og þar tala ég ókeypis í gegnum netið við þá sem skráðir eru á skype á sama tíma (fljótlega fæ ég mér kannski webcam)


Allir saman nú: tíminn líður hratt á gervihnattaöld!

5 ummæli:

herborg sagði...

En mikið rosalega var alltaf gaman að fá bréf:)

Nafnlaus sagði...

aha. isnt it fantabulous. og þegar þú færð webcam sem kostar slikk þá geturu eignast kærasta hvar sem er í heiminum. jei. beta.

Dilja sagði...

herborg: já það var ó svo gaman, líka svona þegar góður húmor (þó ég segi sjálf frá) er með í för;)

beta: já mælir þú ekki með þessu??:)

Svetly sagði...

..er þetta svona *hinthint* um að þig langi í webcam í jólagjöf ??

Nafnlaus sagði...

ójú. uppáhalds sá dreka læf og fríkaði út af hrifningu. mæli svo sterklega með þessu að ég þarf lyftingagrifflur!!! bets.