fimmtudagur, desember 30, 2004

Jólin 2004... í stafrófsröð

AÐFANGADAGUR: fyrsta og eina skiptið sem ég verð þunn á aðfangadag. Ömurlegt.
BJÓR: nóg af honum. Allt of mikið af honum eiginlega.
COOL-IÐ: Týndi því á laugaveginum, en fann það aftur á Vegamótum daginn eftir.
DILJÁ: Ámundadóttir er jólabarn og líður vel á jólunum, feit og pattaraleg.
EFTIRPARTÝ: Engin pizza samt. Bara Vodka.
FIMM FYLLERÍ: síðan ég komm til íslands þann 15 desember, plús eitt lítið.
GSM-SÍMAR: Hvenær kemur ástralska þjónustan til íslands. Þessi sem bíður uppá að loka fyrir númer eitt og eitt kvöld.
HJARTSLÁTTUR: Vaknaði við aukinn hjarslátt á Jólanótt, reykta kjötið alveg að pumpa í blóðinu.
ÍSLAND: er alveg magnað land! Vá hvað er alltaf gaman hérna.
JARÐSKJÁLFTINN: í Asíu. Hvað get ég gert? Æ Æ Æ, þetta er agalegt
KARÓKÍ: mig langar svooo í SingStar! Hver vill hafa SingStarPartý?
LESSA: eitt less á ári er fínt!
MATUR: ómægód hvað ég er búin að borða mikið; svínabóg, hangikjöt, kalkún, hamborgarahrygg, sósur, karteflur, grænar baunir, rauðkál og ís og MALT OG APPELSÍN.
NÓTT: það er nótt núna, ég er byrjuð að lifa á nóttunni og sef á daginn. Afhverju gerist þetta alltaf í jólafríum??
ÓFÆRT: rosa snjór og ég á nýja jeppanum hennar mömmu með fermingarhanskana.
PAKKAR: Fékk ó svo mikið. Harðan disk,tölvuhátalara, föt, bækur, baðslopp, náttbussur, leðurhanska, pjéning, eldhúsklukku, armband, engil, augnskugga, geisladisk....ofl.
RAVISONTRAVIS: veit ekkert hvað ég að skrifa hér...obb obb!
SMS&SÍMTÖL: stundum veit ég ekki hvenær ég á að stoppa!
TILHLÖKKUN: að fara í Brúðkaup á Nýársdag hjá ÖnnuSiggu og Sibba!
ÚTBELGD: af mat, en samt heldur maður áfram.
VEL KÆST SKATA: árleg skata með BáruJárnsMellunni og fjölsk. hennar.
X-HÖSL: ekki hitt neinn slíkan. Gott, mjög gott!
YNDISLEG: jól. Þetta voru yndisleg jól. Gott að slaka á með fjölskyldunni líka.
ZUKKJÓL: djamm annan hvern dag, samt engin almennileg helgi.
ÞORLÁKSMESSULEIKURINN: Svansa 18 stig, Ég 9 stig, María: RÚSTAÐI OKKUR!!!
ÆLA: ég gubbaði í nótt:(
ÖLSTOFAN: hvað ætli ég sé búin að eyða miklu þar?

þriðjudagur, desember 21, 2004

Fyrir 20 árum leiddi pabbi mig upp túnið hjá Landsspítalanum Hringbraut. Ég var mjög spennt því ég var að fara að sjá mitt fyrsta systkyni, bróðir þeas. Spurði og spurði. En þar sem ég er yfirleitt mjög upptekin af sjálfri mér spurði ég auðvitað líka hvort hann nýfæddi bróðir minn hafi ekki örugglega keypt handa mér jólagjöf. "Jú jú", svaraði pabbi, hann sagði að það fyrsta sem bróðir minn hefði kjökrað væri "Ken, Ken" Ég alveg hoppaði hæð mína því Ken hennar Barbie var einmitt efstur á óskalistanum þessi jólin. Ég man hvað ég var djöfull ánægð með þennan bróðir minn. Trúði þessu líka í nokkur ár að hann hefði sagt pabba að hann vildi gefa mér Ken.

Enn í dag er ég svona djöfull ánægð með þennan litla bróður minn sem í dag gekk inní glaðan flokk fólks sem má fara sjálft í Ríkið.

Til hamingju Öddi minn aka "Gaurinn sem hangir alltaf með fjölskyldu minni". Ég er ánægð með að við, ásamt hinum Ámundsbörnum, höfum deilt uppeldi sem einkennist af svörtum húmor, stríðni og lygum (sbr. að nýfædd börn kunni að tala).

sunnudagur, desember 19, 2004

Er nuddabað með kertaljósum rómó eða væmið?

...við vinkonurnar erum búin að skeggræða þessa vangaveltu sem tröllreið okkur um helgina. Ásamt öðrum:
--Hvað er rómantík? Er hún tík?
--Er væmið slæmt eða bara sætt?
--Er ekki stórkostlegur munur á hösli og date-i?

Skýrsla:
Á föstudaginn tjékkuðu ég og harpa okkur inn á BegguHótel, með flugfreyjutöskur troðnar af djammgöllum og málningardóti. Markmið sett fyrir helgina. Hár lituð og rökuð. Brúnkukrem, ilmvatn. 4 ógeðslega sætar vinkonur í frían bjór í teiti hjá skóla sem kennir karlmönnum í meirihluta. Markmið slegin fyrir miðnætti. Leiðir skiljast. Og allir hafa gaman að. En þið sem hérna lesið fáið ekki að vita neitt.

Uppúr hádegi á laugardegi er rejúníon á Begguhóteli. Ilmur af smábökubakstri í lofti. Tommaborgari. Lúr og fullt af símtölum. Klukkan sex kemur sturtu og meiköb turn aftur. 2 vinkonur saman í sturtu, svo mikil er nándin. Jólaglögg í mömmu-vinnu. Rándýr kvöldverður á Galileó. Vegamót, Ölstofan, Celtic, Vegamót, Ölstofan og 22. Fullt af sms-um og símtölum. Enn meiri breezer og fisherman friend skot. Já maður er sko vinur fiskimannsins! Eða var það rafvirki? hmmm ekki viss. Ekki alveg viss.

Sunnudagurinn var þokukenndur. Já mikil var þreytan eftir stífa helgi. Egg og bacon og malt og appelsín hressti samt stúlkuna við.Tjékkað sig út á Begguhóteli. Jólatré keypt með mömmu. Við í eins peysum í blómaval. Tréið skreytt, þemað gull í ár. Endaði helgina í piparmyntu te-i hjá The Johnsons. Og já það bregst sko ALDREI!

Takk fyrir mig!

fimmtudagur, desember 16, 2004

Komin heim í heiðardalinn:)
Allfaf jafn gott að koma heim. Ó svo kalt hérna í Reykjavík í dag. En þá er bara um að gera að klæða sig vel!
Ég er á leiðinni í sund.

Meira seinna

mánudagur, desember 13, 2004

Þá er mamma farinn til höfuðborgarinnar. Við áttum frábæra helgi saman, verlsuðum, átum og kíktum á Ólaf Elíasson. Svo sá hún auðvitað skólann. Var alveg með í heitum umræðum í nokkra tíma. Fékk þetta beint í æð bara.

Júlefrúkostinn var alveg frábær. Best fannst mér þó þegar allur skólinn stóð fyrir utan húsið sem partýið var haldið í og ég kom út í kyrtli, með kyndil og grímu og var í þann mund að fara halda ræðu uppá smá palli fyrir þau. Þá fór brunabjallan í gang og allt blikkaði í bláum ljósum slökkviliðsbílana. Út komu sterkir menn með yfirvaraskegg og uniform og skömmuðu okkur fyrir að hafa eld út um allt, bæði úti og inni. Huggulegt.
En bráðum linka ég á vidjóið sem við tókum upp. Þetta var magnað!

Núna er 1,5 skóladagur eftir. Eftir tvo sólarhringa sit ég um borð í vél til Íslands. Ekki slæmt! Ekki slæmt!

Ég er að leita að íbúð/herbergi frá og með 1.feb. Og skrifaði á alla í skólanum. Meilin renna inn og hvert öðru flottara. Sko húsnæðin. Samt smá dýrt. En alltaf á maður að muna eftir því að ÞETTA REDDAST!!! Trust the FUCKING PROCES!

sunnudagur, desember 12, 2004

Góðan daginn Ásdís og gleðilegan þriðja í aðventu.

föstudagur, desember 10, 2004

út í hvaða rugl er ég komin þegar strákurinn sem ég var skotin í fyrir nokkru síðan tilkynnir mér að mamma mín sé heit? eða hot? hrós eða bara kentucky fried siitjúesjón?

en nú er föstudagur og jólaandinn svífur yfir okkur KaosPilotunum, við erum að syngja Last Christmas hérna í kór á meðan við erum að undirbúa Julefrukost. Ég þarf að semja velkomsræðuna sem ég held á palli með kyndil í skykkju. Spurning um að bæta bara latínu inní þetta.

Gáti amús igítúr, júvenes sum skúlus! eða bara hlæja Jingle Bells? hahhah

Mamma er að fila Árósina, og við ætlum að versla jólagjafir um helgina. Versta er bara að ég veit ekki hvað ég á að gefa neinum og er bara búin að kaupa fullt handa mér sl daga. Og peningurinn er að verða búin....obb obb!

Útí hvaða rugl er ég komin þegar strákurinn sem ég var skotin í fyrir nokkru síðan las það sem ég skrifaði hér að ofan???

Munið bara að thank god it´s them instead of you!!

miðvikudagur, desember 08, 2004

þá er mamma komin í árósina. ó hvað það er ljúft, nema að hún var svo þreytt eftir flugið og lestina að hún er bara sofnuð kellingin (eftir að hafa sagt mér að hún væri búin að sauma út og prjóna undanfarið, já svona laumast aldurinn bara aftan að manni hahah) og klukkan er 21.00

við röltum um hverfið mitt í kvöld, þeas miðbæinn. svo keyptum við ullarsokka með glimmeri í, fórum á indónesískan stað og átum á okkur gat og fórum svo heim í kertaljós og ullarsokka.

Í skólanum heldur maður alltaf að það sé e-r lægð fyrir handan hornið, en svo virðist víst ekki vera. Eftir að hafa skilað markaðsverkefninu sl föstudag héldum við flest að nú væri bara trúnó og eveluationspjall þangað til að jólafríið byrjaði. eee NEI, því nú er júlefrúkóst á föstudaginn og í KaosPilot eru ekki haldin eðlileg partý. Nú er okkur skipað í nefndir, allir samt í fleiri en einni nefnd, eða einni nefnd og einu clani/sekte. Þemað er semsagt svona clan eða sekte, því við erum smá þannig hérna í KP.

Andrúmsloftið verður í svona Eyes Wide Shut, Harry Potter, drauga, trúarbragða, kastala-gír. VEi! Haldið í hálfgerðum kastala í þokkabót. Súlur og hátt til lofts og svo verða kerti útum allt.

Ég er í entertainment nefndinni og það var víst ekki valið randomlí. Hrós? Já, þar sem ég ætla að hlæja JingleBells fyrir framan allan skólann. En það er bara uppfylling! Og ógeðslega fyndið!
Svo ætlum við að hafa svona humanhljóð, kannski vælandi börn, á klósettinu. Fórna fólki uppá sviði á krossinum. Allir verða í skykkjum og með hvítar grímur. Refsingar í formi rasskells frá skólastjóranum í spot on "refsingarhorninu". Hafa celló leikara og kyndla þegar fólk gengur inn á rauðum dregli. Og margt fleira. Við höfum 1,5 dag til að skipuleggja og framkvæma þetta.
Restin af skólanum veit ekkert ennþá þannig að uuuussshhh!

Ég ætti allavega að kunna að halda partý eftir þetta nám mitt.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Mikið óskaplega er nú gott að vera stundum svona væmin og meyr eins og í gær.
Eitthvað er stúlkan lengra frá þessu skapi í dag enda lifir hún svo fjölbreyttu lífi að skapið prófar líka allt. Ekki það að ég sé e-ð pirruð. Bara ekki væmin. Meira svona töff! Hipp!

Á morgun kemur mamma til danaveldisins og ég hlakka rúmlega mikið til. Nú er ég búin að kaupa svo mikið handa sjálfri mér að ég get loksins byrjað á jólagjöfunum. Það er árleg regla. Góð regla? Já..

Hef gert samning við Maj-Britti, Tinnu og Hörpu. En hér verður ekki birt hvernig samningur það er...

er farin í ræktina með Mathilde minni. Svo SATC kvöld með Martine og Kristínu. Hvenær á ég að skrifa jólakortin? Eiga ekki e-ir eftir að melda sig?? Þú kommentar adressu og ástæðu fyrir kortasendingu til þín... þá færðu kort fyrir jól!

mánudagur, desember 06, 2004

..og nú varð hún væmin

Síðast liðnu daga hef ég aftur og aftur verið minnt á það hversu rétt það var að skipta um land og skóla. Fyrir ári síðan var ég í Hollandi og vissi að þetta var ekkert fyrir mig. Ég reyndi að líta á björtum augum á það sem ég hafði en innst inni vissi ég að ég var ekki á réttum stað. Það var svo margt sem ég óskaði mér, svo margt sem ég vildi að væri öðruvísi en það var á þessum tímapunkti.

Núna 365 dögum síðar hef ég fengið þessar óskir uppfylltar og ég þakka fyrir það á hverjum degi. Þessi magnaði skóli í bakgarðinum á Mejlgötunni í Árósum hefur bæði gefið mér svo margt og kennt mér svo mikið. Bæði um heiminn þarna úti og um sjálfa mig. Hann hefur gefið mér 34 nýja vini sem ég hef lært svo mikið af. Þeir taka mér eins og ég er og virða mig mig fyrir hvað ég get og geri.

Í dag tók ég niður grímu sem ég hef haft það svo gott bakvið (eða þannig) og er óhrædd að sýna hver ég virkilega er...án þess að hafa áhyggjur að e-r líti niður á mig eða taki mér öðruvísi en ég vil láta taka mér. Ég get verið ég sjálf og sýnt hvað í mér býr og verið stolt af því sem ég hef að gefa, vegna þess ég geri það vel. Svo er líka svo gaman að koma með vini sína í hópinn því öllum er tekið vel, og rúmlega það.

Síðan á fimmtudaginn höfum við öll sem eitt sýnt hvað í okkur býr og hvað við getum mikið. Það er magnað. Og þetta heldur bara áfram. Svo var ó svo gaman að fá Kötu hingað um helgina. Við skemmtum okkur svo vel bæði tvær einar þunnar í búðunum og svo fullar í hópi krakkanna í skólanum.

Ég vissi að þetta yrði frábært hérna í Árósum. En aldrei svona...svona MAGNAÐ!!!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Eins og flestir vita þá finnst mér jólin æðisleg og allt sem þeim fylgja. Mér er alveg sama þótt ég sé að deyja úr neytenda-ism og þetta sé komið útí öfgar að byrja í nóvember jafnvel október. Mér finnst jólalög skemmtileg og þau láta mér líða vel. Í ár verður líklegast eitt sem verður ögn meira spilað en í fyrra... það er sko með KOMBAKK!

Baind Aid 2004, kemur tröllríðandi inní jólasenuna þessa dagana og er að gera allt vitlaust, allavega hjá DJ X-mas at the KaosPilots...sem ku vera ég.

En halló! Hver samdi þennan texta???
there wont be any snow in africa this christmas time.... nei!! ég trúi þér ekki!!! úff
do they know its christmastime at all?.... nei og þeim er svo andskotans sama!
thank god it´s THEM instead of you!.... já that´s the spirit.

mér finnst að ég eigi frekar að hlæja Jingle Bells og þannig söfnum við pjéning. Hlátur er bara hlátur og alltaf jákvæður. EKki svona vonlaus texti eins og í Band Aid.

á morgun er það svo stóra kynningin og svo eru það prakteúllí bara julen, allavega verður e-ð ósköp ljúft prógram hérna í skólanum þangað til að fríið byrjar.

Sem minnir mig á það:
Á JuleFrukost er þemað "eyes wide shut"..... Halló í hverju á ég að vera????
Hugmyndir hér að neðan!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Bjarki Snædal er staddur í París í Dísænskól, ekóle de design kannski? Og hann ákvað að taka eina yndislega vinkonu sína til fyrirmyndar og byrja að hripa niður gjörðir sínar og hugsanir á svokallaða vefsíðu.....
Langar að benda á ritstuldinn hjá henni Hallsteini Patreki (Hetjan hún Halla í linkunum) kærastanum mínum. Þar er margt sexy um að vera! Eiginlega æsist ég mest upp við tilhugsununa að láta Giljagaur nöðga mér á meðan hann slefar á mig rjómaís. En svona er ég nú klikkuð, enda er hún HAlla það líka. Eða allavega segir hann Teddi pal það! Halla á meira við svona geðræn vandamál að stríða. Kannski er ég bara komin með svona mikla vöðvabólgu að það leiðir uppí haus og gerir mig KenTUCkyFried!

ps. í febrúar 2006 flyt ég til Kúbu í 3-4 mánuði með skólanum. Verð að vera búin að læra spænsku, ha? si si
1.desember og Aidsdagurinn í dag!
Ég borga sjálfri mér svo út af námslánunum, síðustu krónurnar. Eftir að hafa greitt allt þá á ég 5000kr til að lifa út dýrasta mánuð ársins. Þetta finnst mér spennandi:)

Núna er miðvikudagur og á föstudaginn kynnum við verkefnið okkar fyrir kúnnunum okkar. Og skila þeim hugmyndaskýrslunni okkar, sem er orðin rosalega flott. Svo voru gerða tvær sjónvarpsauglýsingar og lógó. Allt rosa flott og stemmningin er rosaleg!

Kata súkkulaði kemur seinnipartinn í dag og verður hjá mér í tæpa viku. Hún lendir á góðri KaosPilot djammhelgi. Það verður djammað tvöfalt eftir þessa törn. Svo er jólaÅrhus í góðum fíling og við tæklum líklegast Strikið. Þegar Kata fer kemur mamma skvísa og þá verður gaman og huggulegt. Svo eftir 2 vikur verð ég á Kastrup á leið heim, heim í heiðardalinn!