miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Markaðsverkefnið heldur áfram og það styttist í að þessu ljúki. Fyrir þá sem ekki vita er ég (og minn elskulegi hópur) að sjá um að gera markaðsáætlun og hressandi hugmyndir fyrir stuðningshóp fótboltafélags Árósa. Þetta er bara rétt í startholum hjá umsjónarmönnum og þess vegna vorum við hjá KaosPilot látin sjá til þess að hvern og einn íbúi árósaborgar viti að þetta sé að byrja. Hópurinn heitir 12.maðurinn eins og í svo mörgum löndum (það eru 11 leikmenn í fótboltaliði og góður stuðningshópur er á við einn leikmann).

Hingað til hef ég farið mér til fræðsluauknings og ánægju á 1 fótboltaleik og 1 handboltaleik. Á morgun fer ég svo á körfuboltaleik. Á morgun ætlum við líka að taka upp 1stk auglýsingu og líka vera tilbúin með allt "written material" (hvað hef ég heyrt þetta oft í dag??? úff) En það er gaman og okkur gengur vel. Misvel samt. Suma daga er allt að springa úr orku aðra horfum við bara útí loftið og þykjumst vera bíssí í tölvunum okkar, en vitum að allir eru bara að hanga á netinu. Soldið sætur sá þögli samningur...

En núna á að keyra þetta á fullt. Við Martine ákváðum að fara heim til mín að vinna þar sem hún er veik og nú síður súpa stútfull af grænmeti frammí eldhúsi. ummmmm
Best að halda áfram að gera eitthvað, hvort það sem er að elda eða vinna.

Hlakka til í næstu viku þegar þetta er búið. Er alveg að fá nóg..,.
Svo er líka svo stutt í jólin og það er ekki slæmt!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hola chicca..langar að vita meira..taka pott á lífið þitt/undir blogg lífið u c...hlakka til að hitta þig,catmaster