Núna er ég búin að vera dökkhærð í bráðum og næstum því 2 ár, byrjaði ljósbrún og núna er það svar-brún-rauð-fjólublátt. Og þannig er það búið að vera í rúmt ár. Þetta er litur númer 4.5 frá Lorial, askapleeaah góður, haaah!
Á sínum tíma var þetta mikil breyting, fyrir sjálfa mig (aðallega) og líka fólk í kringum mig. Því ég hafði jú alltaf, sko aaahalltaf, verið eins; ljóshærð með sítt hár.
Þó tæp 2 ár séu nú liðin frá þessum viðburði "Diljá goes brown" þá er eins og ég sé endalaust ljóshærð í hugum marga. Ekki svo að skilja að fólki finnist brúna ljótt, einmitt ekki, þetta fer mér betur. En enn í dag er fólk sem hefur séð mig ma-harg oft (fjölskyldan, vinnufélagar ofl flokkar í umhverfi mínu) svona brúnhærða (4.5 frá Lorial) að taka andköf þegar það sér mig "já þú ert orðin svona rosa dökkhærð" "vá varstu að dekkja meira?" "fer þér rosa vel þessi litur, nýtt?"
Já hvað segið þið annars?
Allir forsetaframbjóðendur bara með úklendskar thjjéelllingar, hah!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli