Ég sá á síðunni minn áðan að ég er búin að blogga 626 sinnum síðan ég byrjaði að blogga, semsagt 627 með þessu bloggi! Vá það er soldið fyndið að hugsa til þess að ég sé búin að setjast 627 sinnum fyrir framan tölvuna til þess að segja heiminum í óspurðum fréttum frá því hvað ég er að gera eða hugsa. Alla vega svona það sem mér finnst koma best út fyrir mig. Maður skrifar nefnilega ekki það sem er of persónulegt eða hallærislegt. Það skaðar ímyndina... Eða hvað?
Annars held ég að ég sé leiðinlegri en fyrir svona 1,5 ári. Þá voru heimsóknir hingað á síðuna mína 100 fleiri en núna. Heimsóknum hefur sem sagt fækkað um 100 á dag! Hvað er það?
Hverjir eru hérna ennþá? (endilega látið mig vita hérna í kommentakerfið) Hverir gáfust upp á mér???
Æ mér er alveg sama
ps. annars segi ég allt gott í fréttum og fékk bréf frá skólanum mínum í dag. Æ ég hlakka svo til. Þetta verður rosa gaman...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli