fimmtudagur, nóvember 18, 2004

já er komin aftur heim í árósina mína og það er runnið af mér, að vísu bara svona um 12 í dag. þá var ég orðin þunn og sofnuð í lestinni á leiðinni heim og þá kom e-r kona sem sagðist hafa pantað sætið og ég þurfti að flytja mig og allt mitt hafurtask eitthvert annað. Svo kunni kellingin ,sem selur rándýrar og vondar samlokur á vagni, ekki ensku þegar ég var að versla af henni.
Þá fannst mér ekkert fyndið lengur.

En hins vegar ef ég hugsa um dagana í Malmö þá brosi ég blítt og skell eftil vill örlítið uppúr. Jú mikið óskaplega var nú gaman hjá okkur, en eitthvað minna unnið en áætlað var samt. Á 4 dögum unnum við af viti í svona 5 tíma. Samt er ég nú komin með rosalegt handrit af sjónvarpsauglýsingu. En við eigum eftir að taka hana upp, finna fólk til að leika í og klippa. Allt fyrir föstudaginn í næstu viku. Já sem KaosPilot stúlka ætla ég bara að vera bjartsýn, enda veit ég að allt er hægt og best er bara að skella sér í dæmið. újee...

Jæja núna er það MTV awards @ Matthilda´s place! Hún er ekki búin í arabísku fyrr en 20.50 en útsendingin byrjar 20.00. Þannig að ég verð bara ein þangað til hahahha. Alveg addicted...

4 ummæli:

Maja pæja sagði...

Ég er rosalega góð leikkona og myndi taka þessa auglýsingu í nefið, svo er ég líka góð að klippa (samt aðallega neglurnar mínar) en allaveganna þá er það draumurinn minn að leika í auglýsingu, mannstu :-)

Dilja sagði...

já vá það er einmitt eitt skotið í auglýsingunni fyrir eina stúlku en og þig! get over here girl, hlakka til að sjá þig sjónvarpsstjarnan mín!

Nafnlaus sagði...

hæææ sæææta..

Takk fyrir frábært kvøld i gær.

Rooosalega skemmtilegt fólk sem er med thér i skolanum. Heppin:)

Hurru ættladi bara ad láta thig vita ad ég er bú ad laga nafnavitleysuna sem stod undir myndina fra matarbodinu.. ahahaha átti nu ad standa Diljá og ekki Svala.. var bara ad sjá idda núna.

Sorry girl..

Kv matthildur

Dilja sagði...

já vá hvað það var gaman, og mér sýndist á öllu að það verði skilda að taka þig með í öll næstu partý

ps. tók ekki eftir því að ég væri kölluð Svala...hahahahhah