Eftir 48 klukkutíma verð ég í Danmörku. Í Aarhus. Mér finnst það allt í einu svo skrýtið. Og eftir viku verður bara skólinn byrjaður sem ég er búin að dreyma um síðan í janúar. Mér finnst það allt í einu svo skrýtið. Það væri nú gaman ef allir draumar manns myndu rætast. En þá þyrfti maður líka að þurfa að óska sér alveg eins heitt og ég gerði með þennan skóla.
Oh veit sko alveg hvað ég myndi óska mér ef ég ætti eina ósk.... Ef hún myndi rætast yrði ég hamingjusamasta stúlka í öllum heiminum.
Kemur í ljós
Engin ummæli:
Skrifa ummæli