sunnudagur, desember 19, 2004

Er nuddabað með kertaljósum rómó eða væmið?

...við vinkonurnar erum búin að skeggræða þessa vangaveltu sem tröllreið okkur um helgina. Ásamt öðrum:
--Hvað er rómantík? Er hún tík?
--Er væmið slæmt eða bara sætt?
--Er ekki stórkostlegur munur á hösli og date-i?

Skýrsla:
Á föstudaginn tjékkuðu ég og harpa okkur inn á BegguHótel, með flugfreyjutöskur troðnar af djammgöllum og málningardóti. Markmið sett fyrir helgina. Hár lituð og rökuð. Brúnkukrem, ilmvatn. 4 ógeðslega sætar vinkonur í frían bjór í teiti hjá skóla sem kennir karlmönnum í meirihluta. Markmið slegin fyrir miðnætti. Leiðir skiljast. Og allir hafa gaman að. En þið sem hérna lesið fáið ekki að vita neitt.

Uppúr hádegi á laugardegi er rejúníon á Begguhóteli. Ilmur af smábökubakstri í lofti. Tommaborgari. Lúr og fullt af símtölum. Klukkan sex kemur sturtu og meiköb turn aftur. 2 vinkonur saman í sturtu, svo mikil er nándin. Jólaglögg í mömmu-vinnu. Rándýr kvöldverður á Galileó. Vegamót, Ölstofan, Celtic, Vegamót, Ölstofan og 22. Fullt af sms-um og símtölum. Enn meiri breezer og fisherman friend skot. Já maður er sko vinur fiskimannsins! Eða var það rafvirki? hmmm ekki viss. Ekki alveg viss.

Sunnudagurinn var þokukenndur. Já mikil var þreytan eftir stífa helgi. Egg og bacon og malt og appelsín hressti samt stúlkuna við.Tjékkað sig út á Begguhóteli. Jólatré keypt með mömmu. Við í eins peysum í blómaval. Tréið skreytt, þemað gull í ár. Endaði helgina í piparmyntu te-i hjá The Johnsons. Og já það bregst sko ALDREI!

Takk fyrir mig!

Engin ummæli: