miðvikudagur, ágúst 11, 2004

E-a hluta vegna líður mér núna eins og ég sé sú eina sem siti inni í sólinni og sumarylnum. Sé sú eina sem þurfi bara vera inni að vinna... Finnst eins og allir séu á Austurvelli, kaffihúsum, Nauthólsvík eða heimagörðum. S.O.S kall til ykkar sem eruð í sömu sporum, við erum sálufjééélagaaar!!!!

En já mikið að gera framundan.
Núna eru einungis 2 vikur þangað til ég flýg suður yfir haf. Það er allt að smella saman hjá mér og þá getur maður farið að njóta þess að hlakka bara til! Svo þarf maður að taka gott kveðjuprógram. Hitta alla, borða, djamma, drekka kaffi, brúðkaup, menningast, leika mér, fara í sund, eða BINGÓ... þangað ætla ég í kvöld. Nánar tiltekið í Vinbæ. Ég er svo erlendis að ég gef bara skít í sólina og haga mér eins og hún sé alltaf! (eeeuhummm stemmir voða mikið við sos kallið hjérna að ofan, ja?)

Æ mér finnst ó svo gaman að vera til núna og er rosalega sátt við þetta sumar.

Sumarið 2004! Svona var það já! jú jú ó já já

Engin ummæli: