sunnudagur, ágúst 29, 2004

Komin sunnudagur...

...ég sit í herberginu mínu fína, reyndar ekki ennþá búin að taka uppúr töskunni en það tekur svo stutta stund að því er vert að fresta smá lengur! Helgin var bara notaleg og róleg. Get ekki hugsað mér að vera í 2nd í þynnku þegar ég fer í þetta ferðalag með skólanum á morgun. Þetta verða 4 dagar og æ fleiri segja mér að búa mig undir mi-hikla vinnu þarna. Erum við að tala um Auswitch hérna eller hvad? Ji, en svo er nú svaka partý á föstudaginn. Ég lifi bara á því á meðan.

Í gær fór ég að hitta hana Petru mínu (sem er búin að vera hérna í DK í mörg ár, en svo þegar ég flyt þá er hún bara búin að ákveða að fara heim á klakann á ný) En já best að nýta tímann sem hún er hér og hitta sem mest. Við ætluðum í gær að taka H&M á hærra plan og strauja vel og vandlega kortin okkar. En nei, þegar við komum var bara verið að loka. Kl.14 á laugardögum hérna... Já já. En við fundum Fötex sem var opin og ég keypti þennan glæsilega laptop bakpoka, "sva gasalega fænt í skólenn..." Kvöldið fór svo bara í MTV og nammiát (já sko megrunin miðast við 1.sept) með Petru, gasalega kósí!

Í dag er ég svo búin að vera að taka hverja beautytreatmentina á eftir annari; háreyðingarkem, rakstur, maski, brúnkukrem og svo á ég eftir að skella kannski smá lit á augnabrúnirnar og hárin. Fyrst ég er orðin miss feitabolla er í lagi að hafa smáatriðin á hreinu!

En já nú er ég hætt, hver nennir að lesa svona langt blogg???

ps. gleymdi að segja ykkur að það er eplatré í garðinum mínum...

föstudagur, ágúst 27, 2004

Vá þá er ég bara komin til Árósaborgar!!

Eftir langa en mjög skemmtilega ferð (þökk sé Valdísu Odenselæknanema) kom ég hingað inná herbergið mitt um klukkan 1 í nótt. Þá var ég búin að rúnta með vafasömum leigubílstjóra um miðbæinn, fyrst til að ná í lyklana mína og svo held ég nú að hann hafi verið að fara extra langa hringi til að fá meira borgað. Ég þurfti að drösla öllum töskunum uppá efstu hæð og herbergið mitt gæti ekki verið lengra inní húsið. En svo þegar ég opnaði hríslaðist ánægjan um mig!!! Þetta er meiriháttar herbergi, alveg að mínu skapi. Stúlkan sem framleigir mér virðist vita hvað hentar mér:) Hér er nóg af lömpum og seríum og smá undir súð og allt bara sætt og stílhreint....OG HREINT! Í hollandi bjó ég í indverskum kofa miðað við þetta! Hreint út sagt vá vá vá!!! og vei vei vei!

Svo í morgun fór ég út að stússast og mér til mikillar gleði var það sem ég leitaði að bara beint fyrir framan nefið á mér þegar ég kom út. Innan 50m radíus er líka: sushibar, yogacentrum, fitness og jazzballetskóli, tungumálaskólinn minn og fullt af sætum orientalbúðum og sætustu kaffihúsunum.

Skólinn er 5mín í göngu héðan og akkúrat í gengum sæta gamla miðbæinn. Þangað fór ég áðan og móttökurnar voru faðmlög og kossar. Ekkert smá huggulegt lið. Og allir virðast þekkja mann, hvort sem það er starfsfólk eða nemendur. Ég komst svo að því afhverju það var. Uppá vegg í móttökunni hangir risa stórt plakat með polaroid myndum af mér og mínum bekk.

Jæja ég er að hugsa um að fara í H&M núna, Matas og Fötex og kaupa hitt og þetta inn. Vantar ýmislegt. Svo er Arhus Festuge að byrja og ég á leið á tónleika niðrí bæ með "skólasystkinum". Mjög sátt við þetta allt saman

Meira seinna frá La KaosPilot madchen

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Eftir 48 klukkutíma verð ég í Danmörku. Í Aarhus. Mér finnst það allt í einu svo skrýtið. Og eftir viku verður bara skólinn byrjaður sem ég er búin að dreyma um síðan í janúar. Mér finnst það allt í einu svo skrýtið. Það væri nú gaman ef allir draumar manns myndu rætast. En þá þyrfti maður líka að þurfa að óska sér alveg eins heitt og ég gerði með þennan skóla.

Oh veit sko alveg hvað ég myndi óska mér ef ég ætti eina ósk.... Ef hún myndi rætast yrði ég hamingjusamasta stúlka í öllum heiminum.

Kemur í ljós

mánudagur, ágúst 23, 2004

Babbarrraíí

Hér er ég mætt á ný, blogger alltaf kósý. Já og nú er ég ögn frægari en þegar ég skrfaði síðast. Jú stúlkan var bara alvega að flippa á menningarnótt að taka gjörning á hverju götuhorni klædd í appelsínugult átfitt. Gekk eins í sögu og mér heilsast vel þrátt fyrir harðsperrur en það er bara alveg í lagi. Nú veit ég að ég var sko að hreyfa mig:)

Er orðin algjör fitubolla eftir sumarið en gæti ekki verið meira sama þar sem að fyrsti dagur septembermánaðar markar stór og merkileg skil hvað át og hreyfingu varðar. Nú eiga þau að fjúka og þeirra verður sko ekkert saknað.

Talandi um söknuð. Já nú fer að líða að því að fara að sakna minna heittelskuðu á ný. Jú eftir 3 sólarhringa verð ég komin til Danaveldis. Já sumarið er að enda og nú fer ég að byrja í hinum margumtalaða KAOS PILOTS skóla í Aarhus. Spennan magnast, spenna í formi tilhlökkunar og kvíða. Því auðvitað fylgir alltaf smá kvíði svona nýju skrefi...Er það ekki? jee

Núna er kveðjuprógramið í hámarki, plön frá morgni til kvölds. Rosa ljúft.

Jæja pennahliðin á mér er í verkfalli a t m. Ég er að hugsa um að láta þetta duga í bili...

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Fór í brúðkaup um helgina. Brúðurin var eins og Liv Tyler í LOTR, nema Agnes er sko með ljóst hár. Og við dönsuðum "einn dans við mig mig mig mig" oft og líka við írska slagara. Mikið er annars gaman í brúðkaupum. Mér finnst að ég eigi að vera oftar boðin í slíkar veislur. Frítt áfengi og gleðin eiga vel við mig. Við Anna söfnuðum trúnóum og reyndum að k***a en gátum ekki læst. Svo var farið í bæinn og í partý og svo aftur í bæinn. Já mikið að gerast! Snilldarkvöld þrátt fyrir að ég þekki vanþroskaða aumingja og kaldrifjaða fávita sem settu smá svip á sólarhringinn. En þá koma líka traustir vinir sem geta gert kraftaverk og bjarga deginum með því að leigja 20 þætti af Sex and the City og drekka eplasafa í klaka með röri. Enda svo helgina í faðmi perla og mönsi hjá Strúnu í jólatréablokkinni.

í kvöld fór ég svo á deit með eina manninum sem fær mig til að brosa. Það var farið í dinner, súfistann og svo í bíó. Fullkomið kvöld. Enda er maðurinn pabbi minn:)

Á morgun ætla ég svo í Debenhams með ömmu að kaupa brjósthaldara. Þær þarna í Debenhams mæla mann sko... Ekki slæmt.

Nóg af öppdeiti í bili

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

E-a hluta vegna líður mér núna eins og ég sé sú eina sem siti inni í sólinni og sumarylnum. Sé sú eina sem þurfi bara vera inni að vinna... Finnst eins og allir séu á Austurvelli, kaffihúsum, Nauthólsvík eða heimagörðum. S.O.S kall til ykkar sem eruð í sömu sporum, við erum sálufjééélagaaar!!!!

En já mikið að gera framundan.
Núna eru einungis 2 vikur þangað til ég flýg suður yfir haf. Það er allt að smella saman hjá mér og þá getur maður farið að njóta þess að hlakka bara til! Svo þarf maður að taka gott kveðjuprógram. Hitta alla, borða, djamma, drekka kaffi, brúðkaup, menningast, leika mér, fara í sund, eða BINGÓ... þangað ætla ég í kvöld. Nánar tiltekið í Vinbæ. Ég er svo erlendis að ég gef bara skít í sólina og haga mér eins og hún sé alltaf! (eeeuhummm stemmir voða mikið við sos kallið hjérna að ofan, ja?)

Æ mér finnst ó svo gaman að vera til núna og er rosalega sátt við þetta sumar.

Sumarið 2004! Svona var það já! jú jú ó já já

mánudagur, ágúst 09, 2004

Víðsvegar í Asíu hópast ungir sem aldnir í Karíókíí hvaða tíma dags og hvaða daga vikunnar.
Við hérna á Íslandinu gerum okkur sko ekki að svona miklu fífli hahh!!! Við leigjum ekkert e-ð herbergi og fáum okkur te og syngjum.....ALVEG EDRÚ!! Við Íslendingar gerum sko bara svona þegar við erum tipsy og erum að flippa soldið með da homiez.

En við stelpurnar í HÁS vinahópnum víkkuðum nú samt út sjóndeildarhringinn um helgina og urðum víðsýnni kva áhugamál annara menningarheima varðar. Við vorum sko heima í SingStar í marga klukkutíma, alveg edrú. Bara svona á sunnudagskvöldi. Lifðum okkur mikið inní þetta og gáfum allt í þetta. Einstöku sinnum brosti kumpánlega ég útí annað og hugsaði með mér "Hversu oft hef ég hlegið og hneykslast á liðinu í Asíu sem gerir þetta bara eftir skóla eða vinnu...."

Nú langar mig bara heim í SingStar!


fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Smá vangavelta frá miðasölustúlkunni

Er mögulegt að verða skotin í strák sem maður hefur aldrei séð og hefur talað við í símann í 5 mín????
Mín bara roðnaði og daðraði...

Hlakka svo til að sjá hann þegar hann kemur að ná í miðana sína.
Hann sagði alveg "Við sjáumst þá"....

Er ég geðveik???
Örfréttir af mér, Diljá Ámundadóttur!

-Diljá Ámundadóttir fór bókstaflega að væla fyrir framan mann og annan niðrí Tollhúsi/Skatt í gær. En til að gera langa sögu stutta endaði þetta í Happy End (alveg eins og sumaróperan)

-Diljá Ámundadóttir naut þess að vera heima í bænum um Verlsunarmannahelgina og skemmti sér vel á djamminu sem og að leika sér í Grasagarðinum sem og að slappa af með mömmu og símanum sínum og fleiri

-Diljá Ámundadóttir er þessa dagana að lesa ævisögu Lindu Pé....Say no more!

-Diljá Ámundadóttir er að fara til Danaveldis eftir uþb 3 vikur

-Diljá Ámundadóttir er að fara að taka þátt í Menningarnótt og hlakkar til

-Diljá Ámundadóttir ætlar að fara í stelpumatarboð hjá Maj-Britt sinni á föstudagskvöld

-Diljá Ámundadóttir ætlar að koma út úr skápnum nk laugardag

-Diljá Ámundadóttir er á leiðinni í sturtu núna á meðan hún hitar te. Makes sence

Er komið haust??