mánudagur, júlí 26, 2004

mér leiðist mánudagar, finnst stundum eins og að það gerist bara eitthvað merkilegt um helgar og á mánudögum er lengst í helgarnar. Annars er líkami minn akkúrat öfugt við ofvirkt núna þessa dagana, þannig að hvíldin er best. Sama hvaða dag hún er!
Þessi helgi sem var að klárast varð betri en ég hélt áður en hún byrjaði. Hitti svo sætan strák sem lætur mig brosa smá núna. Ekkert í gangi samt. Bara gaman að eiga góðan vin. Er það ekki?
Annars á ég ekkert smá mikið af góðum vinum. Ég held að ég eigi svona 20 og eitthvað GÓÐA vini. Stundum horfi ég á þá eða hlusta á þá og hugsa með mér hvort ég hafi hannað viðkomandi eða samið eitthvað handrit um hvað kemur út úr þeim. Öll viðbrögð finnst mér best, allar sögur finnst mér fyndnar eða góðar. Ég hef greinilega lifað í lukku en ekki í krukku hvað vini varðar skoh! Ja?
 
Um helgina talaði ég mjög mikla dönsku. Snakke du dansk? Ja... Eller hvad?
Núna er ég ein í Austurbæ, Hárið er í fríi en ég er samt látin vera hérna og sjá um dæmið.
 
Jæja ég er hætt núna
 
ps. veit einhver hverig er best að þýða orðið "nenna" á ensku? Fyrir utan "I don´t bother to..."

Engin ummæli: