Eins og flestir vita þá finnst mér jólin æðisleg og allt sem þeim fylgja. Mér er alveg sama þótt ég sé að deyja úr neytenda-ism og þetta sé komið útí öfgar að byrja í nóvember jafnvel október. Mér finnst jólalög skemmtileg og þau láta mér líða vel. Í ár verður líklegast eitt sem verður ögn meira spilað en í fyrra... það er sko með KOMBAKK!
Baind Aid 2004, kemur tröllríðandi inní jólasenuna þessa dagana og er að gera allt vitlaust, allavega hjá DJ X-mas at the KaosPilots...sem ku vera ég.
En halló! Hver samdi þennan texta???
there wont be any snow in africa this christmas time.... nei!! ég trúi þér ekki!!! úff
do they know its christmastime at all?.... nei og þeim er svo andskotans sama!
thank god it´s THEM instead of you!.... já that´s the spirit.
mér finnst að ég eigi frekar að hlæja Jingle Bells og þannig söfnum við pjéning. Hlátur er bara hlátur og alltaf jákvæður. EKki svona vonlaus texti eins og í Band Aid.
á morgun er það svo stóra kynningin og svo eru það prakteúllí bara julen, allavega verður e-ð ósköp ljúft prógram hérna í skólanum þangað til að fríið byrjar.
Sem minnir mig á það:
Á JuleFrukost er þemað "eyes wide shut"..... Halló í hverju á ég að vera????
Hugmyndir hér að neðan!
8 ummæli:
Sjóliðabúning... pottþétt....!!!!
var e-r í sjóliðabúning í þeirri mynd?? hmm
við ætlum að leigja hana í næstu viku og fá smá inspireisjón
Hugmyndir: Ber að neðan
jólaátfitt eins og hljómsveitin hjá burn-outinu í lova actually. þá nærðu jóladrusluandanum almennilega!
eruð þið tvær fituhlussur ekki að taka titilinn soldið alvarlega???
eiga allir bara að loka augunum vítt og breitt?? ég er ekki smart ber að neðan né með jóla misseltó yfir músinni!!!
þetta er bíómynd þar sem fólk fór í klúbb, voru með grímur og í skikkjum!!! hmmm
við erum að gera grín að því að fólk heldur að við séum sekte ahahahha
Jú sjóliðabúning!!! það er eitt atriði í þessari mynd þar sem að náungi í sjóliðabúning er í brjáluðum ástaratlotum við Nicole Kidman.... svo geturðu líka verið pimp :-) það verða ábyggilega allir með skykkjur og grímu, eða berir að ofan...
þú virðist frekar negatíf í hugsun.
e-r frustrasjón í gangi kannski?
ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.
það fer nú samt eftir því hvernig maður les þetta,
þú heyrir ekki röddinamína marí-a maría, ó maría!
Skrifa ummæli