þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Kannist þið ekki við þessa tilfinningu þegar maður má ekki hlægja en þarf þá einmitt mest að hlæja og flissar útaf öllu. Eða já þegar maður er ennþá eitthvað íðí síðan kvöldið áður og lætur allt flakka og skellihlær af sjálfum sér. Djókarnir hreinlega leka úr manni.

Já þá ætti maður kannski ekki að vera á e-u módern bókasafni í Malmö að reyna að vinna risa markaðsverkefni ha?

Já og hey, við gistum í einhverri hjólabrettahöll. Svona með römpum og svona. Í gær þegar það var búið að loka hækkuðum við músikina í botn fengum okkur bjór og renndum okkur á hjólabrettum og skautum. Eftir það bara bjór og vín og drykkjuleikir og ritskoðaðar umræður.

Núna er ég með bak og axlarverk (segir maður axlarverk?) eftir e-a uppblásna dýnu sem ég fékk úthlutaða með Martine og ef önnur okkar hreyfði sig þá fór allt á svambl (vissuð þið að svamp á sænsku þýðir sveppur á íslensku? hérna fyrir framan mig á bibliotek Malmö er sko "Norstedts Stora Svampbok) Svo er hann min venn Thomas dauður hérna fram á borðið. Hvað eigum við að gera við hann? ha?

Sko hann og Corinne fóru aðeins út eftir geimið í gær og fengu sér McDonalds og þá læstist hurðin óvart inná ganginn sem við sváfum í höllinni og þau voru ekki með síma. Þannig að þau þurftu bara að sofa á ganginum í kaffiteríunni. Fyrst stútuðu þau heilli gin flösku. Svo um 6 vaknaði Måns og fann þau sofandi við hurðina.

Þetta er ekki í lægi!!! ha! Og við í vinnuferð...

4 ummæli:

maria sagði...

þetta er allt innblástur!!!!

Eirikur Briem sagði...

Gaman að heyra að þér finnst gaman hér í Sverige :)
Mvh.
Eiríkur

benony sagði...

Svampe er líka danska og þýðir einmitt sveppur!!

Ýkt gaman að sjá að það sé stuð í útlandinu...ævintýri sé ég!! Hafðu það gaman!
kys og kram

Nafnlaus sagði...

Þetta mun vera formlegt komment frá mér. Gott plott að skrifa hlæja bæði með og án g-sins til að vera seif.
Það er gaman að tala við drukkna á msn. Hins vegar ekki mjög töff að hanga drukkin á msn.
Elsker dig og savner dig min skat!