laugardagur, október 02, 2004

Í kvöld er partý, KaosPilot partý. Núna var það komið að okkur, TEAM 11, að halda fyrir hina. Við viljum að sjálfsögðu sýna hvað við erum þakklát fyrir móttökurnar í september og líka hvað í okkur býr. Þannig allt verður að reyna að toppa ha? Er það ekki?

ARE YOU READY TO RUMBLE?? er þemað og það verður restling hringur í miðjunni. En restin af skólanum veit það ekki, ekki ENN! Allt er surprice. Við erum með 2 RISASTÓRA sumóglímukappabúninga, þar er maður svo feitur að maður getur ekki staðið upp sjálfur ef maður dettur. Ég var að prófa þetta í dag og strákarnir hentu mér alltaf aftur og aftur í gólfið.
Við verðum með dómara og stigavörð og svo KLAPPSTÝRUR, en þar verð eg fremst í faraflokki. Svona whitetrash klappstýrur. Yeah! Svo verður keppni á milli liða (team=bekkja=árganga).

Eftir þetta verður bara sveitt sveitt partý og karaíókí á efri hæðinni. Stúlkan er að sjálfsögðu búin að athuga hvort karíókí græurnar virki ekki... Tók nokkra smelli fyrir krakkana á meðan við vorum að gera allt klárt niðurfrá.

Nú sit ég með háralitinn í hárinu, með tárin í augunum út af ammoníakinu. Svo er ég með þetta í fögru lokkunum...?
Martine býr hjá mér þessa dagana og við erum spenntar fyrir kvöldinu, hún trúði mér fyrir því í nótt að "orðið á götunni" væri "diljá + jesús"
Maður spyr sig? Hvað með prinsippin? þEtta er bara spurning um prinsipp!!!

4 ummæli:

Dilja sagði...

bla bla bla, commentaðkerfið virkar!

benony sagði...

Jesús sjálfur....gerist ekki betra ;)

Dilja sagði...

já hann situr einmitt hérna mér við hlið þessi elska að teikna, svo dullegur:)
svo erum við að fara út að taka myndir...

já Líf með Jesú er gott;)

Dilja sagði...

hver ert þú?

og nei jesú er bara sænskur piltur ehehheh