LaugArDagskvÖld og
ég komin uppí rúm kl 23. Er búin að vera þar samt meira og minna í dag og borga til baka með höfuðverk og leti allt það sem ég drakk í gærkveldi. EN það var svo gott, bara liggja og dotta og lesa og vera í tölvunni...Bara slappa af. Það er stundum svo gott. Fór svo með Martine og Rolf Arne út að borða á veitingastað sem önnur bekkjarsystir okkar vinnur á. Sátum úti við hitara og töluðum bara um það sem við ætluðum ekki að tala um.....
...skólann. En það er bara svo mikið að gerast í hausnum á manni eftir þessa viku að við komust ekki hjá því að þurfa að analysera það.
En svo var ákveðið að fara bara snemma í háttinn og taka daginn snemma á morgun. Fá okkur morgunmat og keyra til Kaupmannahafnar og eyða deginum í Tívolí tívolí lí lí lí. Hreinsa hugann með öskrum og hlátri í rússíbönum og þess háttar. Ég hlakka ó svo mikið til.
Góða nótt börn og aðrir minna þroskaðir menn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli