laugardagur, nóvember 30, 2002

ég er í svo GÓÐU skapi að ég er að springa! þetta er búið að vera æðislegur dagur.
ég vaknaði heima hjá hörpu og við fórum á massatrúnó og svo fór ég heim og hún að læra. Fór í laaaanga sturtu. Það er ekkert betra en að gefa sér góðan tíma í e-ð svona yndilsegt á laugardegi. Svo fórum við Maj-Britt í Blómaval og Garðheima í syngjandi jólaskapi og eyddum fúúúlt af pening í allskonar jóla jóla jóla dót.
Komum svo heim blönduðum jólöl (mmmmm) og átum bröns. Síðan var allt sett í botn. Ég gerði minn fyrsta, já eða þ.e. jómfrúar eða maríu aðventukrans...e-ð solleis! Og mér finnst hann flottasti kransinn í bænum. Svo komu Kolla, Svansa og Oddlaug í svaka jólastuði og það var alveg yndislegt hjá okkur!

Núna er ég komin í vinnuna og það er frábær stemmning hér. Það er nefnilega síðasta sýningin af Kryddlegnum hjörtum og það er sko e-ð til að fagna. Enda mjög erfið sýning! Jáhhh ég skal sko segja ykkur það. Þetta er svona dagur sem ég vil muna eftir...ALVEG FRÁBÆR!!!!

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Hin elskulega Maj-Britt mín hefur ákveðið að gefa bloggheimum annan sjéns og er búin að opna síðu með urlinu: www.majas.blogspot.com.
Ég set að sjálfsögðu link á hana og bróður hennar Eirík sem tók stóra skrefið ekki alls fyrir löngu!!!
Velkomin bæði 2....
Ég var að koma af Laugaveginum með Kolls.Við vorum að browsa eftir jólagjöfum, hún á bara 4 eftir (af e-ð skriljón) en ég allar og að sjálfsögðu byrjaði ég þessu árstímatengdu stórkaup eins og alltaf....Kaupa e-ð handa mér!!! ahhahah Að þessu sinni gekk ég inní Landsímabúðina, sá síma og keypti hann. Og hann kostaði bara 1kr!!!! Svo 1500 á mánuði í ár hmmmm. Hann er mjög sætur og er tvíburabróðir Hörpusíma.

Já eins og áður hefur komið fram hér á dilja.blogspot.com er heimasætan sjálf komin í jólaskap, sit hér og hlusta á jóladiskinn minn. Hann er æði. Allar gömlu Hollywood stjörnurnar að syngja fallegustu lögin:) Ég ætla ekki að djamma um helgina. Ég ætla að halda "daginnfyrir1.íaðventuföndurdag". En þá eru allir velkomnir á Njallann í jólaöl, piparkökur og mandarínur frá 13-18. Jólastúss er frjálst. Sjálf ætla ég að búa til krans og hengja upp seríur. Sumir ætla að skrifa jólakort, aðrir prófa að gera músastiga..
Ég og Maj-Britt ætlum að fara í Blómaval og Ikea um morguninn og koma syngjandi sveittar í jólaskapi og gera þennan dag ógleymalegan....ok ég er aðeins að tapa mér í hátíðarstúð hahahhahahah! Vá hvað ég hlakka til!

En núna er ég að fara í 3falda bít tímann uppí gymmi, best að fara í djoggíngdressið og gera sig til í hopp og lyft:)

PS. Daníela kisa át kjúklingakraft og fékk ræpu....þið megið ákveða ilminn sem tók á móti mér!
ég var að renna bloggið mitt. Og ég fann mjög mikið af málfars, stafsetningar og innsláttarvillum. Ég vildi bara segja ykkur að ég er ekki alveg svona vitlaus. En þetta er bara svona þegar maður er að skrifa nákvæmlega það sem maður er að hugsa at the moment þá kemur þetta oft frekar brenglað út hjá mér.

Ég er sem sagt meðvituð um þetta, en ég vil ekki breyta þessu....svona blogga ég bara:) hehhh ok?
Ég var að komast að einu vandamáli sem ég stríði við. Stundum þegar ég fer á almennigsklósett sem er með svona vegg sem nær ekki upp né niður alla leið (hvað er það? spara þá eða?) þá get ekki pissað þótt ég sé í spreng. Þ.e.a.s. ef e-r er á næsta klósetti við mig sko. Ég veit ekki hvað þetta er en það er eins og pissið vilji ekki koma. It is like its a biologial problem hmmm!

Ég ætla ekki einu sinni út í kúkahegðun mína....nema jú ég kúka sko bara heima.

Samt er Arnhildur vinkona verri en ég með þetta. Þegar við vorum að fara með rútu í Þórsmörk hérna um árið í fyllerísferðir þá voru ansi mörg pissustopp á leiðinni. Allir hlupu útí móann og flettu niðrum sig og sprændu og fengu fúklnæjjíngu nánast. En Arnhildur....hún sat yfirleitt ein eftir, þegar allir voru komnir útí rútu, með buxurnar á hælunum að bíða eftir bununni....samt var hún alveg að deyja úr spreng sko!
...ég er ekki svo slæm...hehhh. Enda á maður alltaf að bera sig saman við þá sem verr eru haldnir....ef maður gerir það, líður manni alltaf vel múúhhhahahhahahah!!!
er það ekki?

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Mér finnst svo ógeðslegt þegar liðið í Ísland í bítið er að sulla í e-um kokteilum og rauðvíni klukkan hálf átta á morgnana. Æ ég veit ekki, ég hef ekki lyst á neinu á morgnana...halló hvað þá kokteil!!!!??

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

var að koma úr tíma uppí GYMMI, maður má ska fara í hvað sem er þegar maður er með kort í "kjólinnfyrirjólin" hjá Hreyfingu. Ég helt að það væri svona frekar rólegt þarna á kvöldmatartíma.... NEI NEI það var troðið! Ég bara trúi ekki hvað allir eru duglegir að gymmast. Eina leiðinlega við það er að mér finnst ég ekki eins dugleg þegar ég sé að hálfur bærinn er að hoppa og lytfta á öllum tímum dagsins.

Tíminn byrjaði og ég hélt að gellan væri að grínast. Tónlistin var á þreföldum hraða og ALLIR kunnu sporin nema ég. En þetta var samt mjög gaman og mikið stuð. Ég ákvað bara að sætta mig við að vera fíflið í hópnum og gera mitt besta. Þetta varð svo mjög skemmtilegur tími og ég vildi óska að það væri svona mikið stuð á morgnana í "mínum" tímum.

Ef ég væri kennari í svona gymmi myndi ég samt velja aðra músikk, hafa Nirvana og Rammstein og svona. Það er svaka power. Ég meika ekki þessa latino EFFEMM tónlist. En svona er þetta.....


þetta er hún magga mín úr kvennó, hún er að blogga á síðunni http://www.simnet.is/annalar/skrif31/index.html
go magga go magga...til hamingju með íbúðina þína skvís:)
Fór til Hörpu í mat í gær. Við sátum við eldhúsborðið í 2,5 tíma að tala um aðeins eitt: kynlíf! . Svo hlógum við eins og geðsjúklingar inná milli. Tíminn við þetta eldhúsborð líður e-ð hraðar en annarsstaðar. Einu sinni sátum við frá 23 eitt kvöldið til 8 einn morguninn að blaðra, sko morguninn eftir :). Mér fannst eins og við hefðum setið í svona 2 tíma.

Eftir slúðrið í gær fórum við svo á Skóm drekans, sem var að mínu mati massa góð heimildarmynd um þessa kepnni, eða um Hrönn í þessari keppni. Hún fær alveg nokkur rokkprik fyrir að ganga alla leið og leggja spilin á borðið. Eftir myndina tókum við nokkra "laugara" og ræddum um ímyndir og fegurð og ég sagði Hörpu betur frá Egó verkefninu sem ég er að taka þátt í.

mánudagur, nóvember 25, 2002

ég hata mánudaga og þessi var erfiður, hann var eiginlega erfiðari en sunnudagurinn í gær sem samanstóð af eðalþynnku aðallega! Sem betur fer þurfti ég bara að vinna til 4 í gærdag (það var engin kvöldsýning) og þar var þynnkuhúmor í hámarki og eiginlega bara sikk djók í gangi úff! Ég og Dóri erum búin að búa til leik sem er að slá í gegn uppí Borgó og hann gengur lengra og lengra. Um kvöldið var svo eðalsaumó hjá Höllu beib þar sem við slúðruðum og að sjálfsögðu átum og átum (íkjólinn fyrir jólin hvað???)

ps. ok, hvort myndir þú vilja fara í sleik við rauðhærða DV sölumanninn eða pabba þinn???
VAKNAÐ Í BRUSSEL!

jæja, bókin sem ég var búin að bíða eftir síðan í sumar stóðst væntingar mínar og akkúrat það. Hún var alveg eins og ég átti von á: skemmtilegar fylleríssögur af stelpu sem djammarinn Diljá getur auðveldlega sett sig í spor í! Sjálf á ég mjög erfitt með að skrifa fágaða íslensku og skrifa "gott" talmál. Þannig að bókin liggur vel við og er skreytt fyndnum týpum. Ef ég á að setja e-ð út hana þá fannst mér svolítið erfitt að að leggja alla þessa gæja sem "stúlkan" í bókinni höslar í miðborg Belgíu. Og svolítið mikið gert úr djömmunum, eins og það hafi verið það EINA sem átti sér stað. Eða kannski var það þannig...hmmmm:)

Mæli með henni og Beta fær sleik frá mér fyrir gott framtak....;)
mér finnst e-ð svo gaman að vera til þessa dagana, það er byrjað að glitta í jólaskapið í hjartanum mínu, samt er ég ekki búin að pæla neitt í neinu hvað varðar jólagjafir og þess háttar. Jú ég er búin að ákveða að hafa lítið og bollulegt jólatré í íbúðinni minni. Það er svo gott pláss þar sem ég kalla "miðstofuna"....sé þetta alveg fyrir mér. Svo ætla ég að spila endalaust mikið af jólalögum. Ég nefnilega fíla jólalög og mér er alveg sama þótt þau séu byrjuð í útvarpinu núna!

laugardagur, nóvember 23, 2002

já ég er búin með "vaknað í Brussel" og gagnrýni kemur fljótt! er nú að fara að byrja á "Hundabókinni" e. Þorstein Guðmundsson
Ein tónlistargetraun:
úr hvaða lagi er þetta...

" gorilla smile and a gorgeus strawberry kiss"

vinsamlegast svarið í komment eða gestabók!
....þú hringdir og héeeér kemur lagið! ...þú ert að hlusta á stjá-hána stúuuuð!!!

já ég er hér á laugardagsmorgni eða klukkan er að verða 12 og ég var að fara á fætur, langt síðan ég hef sofið svona vel og mikið er nú gott að sofa út! ég hef verið að komast að því sl. daga að ég eigi mér ansi fjölbreyttan aðdáandarhóp og með þeim upplýsingum varð mér ljóst að ég get ekki skrifað hvað sem er hér á síðuna. Pabbi kom nefnilega að honum Óskari 8ára bróður mínum skanna þessa síðu eitt kvöldið um daginn. Þegar pabbi spurði hann hvernig hann hefði farið þangað inn þá leit Óskar með hneykslunaraugum á hann og sagði: "pabbi þú átt bara að skrifa -dilja.blogspot.com-hérna í gluggan og þá kemur síðan hennar"
síðan veit ég að pabbi les mig stundum og hann vill helst ekki vita að ég djammi(finnst ég djamma "aaaðe-heins" og mikið) hvað þá stundi kynlíf (ekki það að ég sé með krassandi lýsingar hér) en bara orðið smokkur af mínum vörum lætur hann fara hjá sér...greyiðpabbisinn!;) svo eru fleiri töffarar sem ég veit um sem ég má ekki missa kúlið hjá....
...en þrátt fyrir þetta ætla ég bara að halda áfram að vera ég sjálf...því ég vil bara vera, vera ég sjáááááálf!!!!
vera Diljá sem kann ekki að halda leyndarmálunum sínum, blaðrar öllu í alla! ja sko mínum eigin leyndó´s, ekki vina minna! hehh


Sinfó og sálin voru æði, ég fékk gæsahúð og svo aftur gæsahúð já og enn einu sinni gæsahúð! Þetta voru flest allt ný lög sem voru mjög falleg. Ég er nú engin sálarfan en þetta var alveg að gera sig sko! Eitt sem ég var að spá í: Hvernig getur starf eins og konsertmeistari litið út fyrir að vera pís of keik en svo er það eitt flóknasta starf sem til er? En eitt er víst að ef ég væri í sinfoníuhljómsveit þá myndi ég pottþétt verða skotin í konsertmeistara. Mér finnst e-ð svo flott við þá þegar þeir eru að hreyfa líkamann á þennan hátt! er ég geðveik?

Ég er búin að vera hlusta á Cure alla vikuna, og í þar af leiðandi langar mig mjög mikið að fara að tjútta á 22 í kvöld. Er að fara í vinnupartý með sviðsmönnunum í Borgó. Ég vona að ég verði ekki eina stelpan....hver á þá að koma með mér á klósettið hmmm? En ég er allavega í stuði fyrir stuð 2næt, vona að ég hitti einn sætan. Ef ég þekkji mig rétt verð ég nú buin að senda eitt stykki sms á öðru glasi eða já jafnvel bara splæsa símtali á guttann! æ það er gaman að vera ungur og leika sér! "þetta er ungt og það leikur sér"...þessa setningu fæ ég að heyra oft, mjög oft!
kannski af því að ég er ung og kann að leika mér!

vá verð að hætta...ég er sko á leiðinni að þrífa íbúðina mína og þvo þvott og í bæjinn og á listasýningu...allt fyrir 6, því þá er vinna!


miðvikudagur, nóvember 20, 2002

ok ég er búin að komast að öllu um Sigurrósartónleika. Þeir verða haldnir 12. & 13. desember í Háskólabíó og miðasalan hefst á mánudaginn n.k! Það var verið að biðja mig um að vinna á tónleikunum sjálfum, ég er ekki búin að ákveða mig. Veit ekki hvort ég tými að missa af þeim. En ég vinn ef ég fæ tvo miða í góð sæti og ég má horfa á aðra þeirra.;) Mig langar ekkert á Nick Cave, er ekki ein af þeim. Finnst hann of depri e-ð! En ég fer á Coldplay, er að vinna á þeim. Ætli að ég fái að hitta Gwineth??? (hvernig er þetta skrifað 4 kræin át lad?)

Á morgun er ég að fara á Sinfó og Sálina með mömmu. Mamma vildi endilega bjóða mér. Ég held að þetta verði frábært. Sinfó á eftir að gera Sálarlögin mjög flott held ég.
Er byrjuð að lesa Beturokk-Vaknað í Brussel. Er búin með 2-3 kafla þetta lofar góðu. Ég fíl´ana! Gagnrýni síðar:)

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Er e-r þarna úti sem getur sagt mér hvenær Sigrrósartónleikar verða og hvenær miðasalan verður!!!!!!
Bókagagnrýni Rokklingsins

...já ég minntist á það hérna um daginn að gerast bókagagnrýnandi...svona af því að mín er orðin eymógella. Ég er búin að vera lesa bókina TAXI sem kemur núna út fyrir jólin s.l. daga svona áður en ég fer að sofa.
Þetta er 101 stuttsaga af ævintýrum íslenskra leigubílstjóra. Ég er nú bara hálfnuð og verð að viðurkenna að ég þarf ekkert að lesa meir. Þetta er svolítil endurtekning. En ég neita því ekki að þetta sé skemmtilegt...svona framan af. Það er ótrúlegt hvað þeir hafa lent í. Ég trúi þessu öllu, þetta eru ekkert lygilegar frásagnir. Það besta við bókina er að höfundurinn hefur greinilega tekið viðmælendur sína upp og síðan nánast alveg óritskoðað skráð frásögn þeirra. Þar af leiðandi sér maður alveg hinn ultratýpiska leigubílstjóra fyrir sér lenda í ævintýrinu. Enn og aftur segji ég úff hvað þeir hafa lent í miklu og ÚFF hvað ég hef líklega verið umræðuefni á stöðinni eftir vakt. Ég hef tekið heilu trúnóin með vinum eða vinkonum í leigubíl og svo hef ég líka bara steypt heilmikið í bílstjórunum sjálfum.....

jæja gangrýni nr.2 er komin á blað...veit ekki hvað ég les næst! Byrja strax í kvöld! Eru e-ar tillögur????
verðið að tjekka á eddupælingunni hennar Maríu vinkonu, algjör snilld.
nohhh, síðan mín er bara að slá í gegn, aldrei verið jafn margir í heimsókn hjá rokklingingum, ég er orðin fræg fyrir að vera með eyrnapinnafetish hehhh! gott mál enda stór hluti af mínu lífi!!

ég veit ekki um ykkur en mér finnst rigningin úti æðisleg...hún er æðisleg svo lengi sem hún er beint niður, eins og núna. Eins og í útlandinu:)

ég skrapp í 10-11 áðan og ég ma´til með að láta ykkur vita að þjónustan í austurstrætisútibúi 10-11 hefur tekið á sig nýja mynd og er nú til staðar. Brosandi starfsfólk og svona aðeins með á hreinu hvað sé að gerast. Strákurinn á kassanum er greinilega fyrrverandi fíkill og búin að fara í meðferð og bara búin að breyta lífstíl sínum, ég er ekki frá því að Jesú kristur sé komin inní hans hjarta og spili þar stóran sess, enda líður honum vel. Til hamingjum með það ánægði kassastarfsmaður í 10-11!!!

Þegar ég var að vinna í Loftkastalanum, bjó ég nánast þar og þess vegna þufti ég oft að versla í 10-11 Héðinshúsinu. Það var steikt útibú! Í fyrstalagi fauk maður nærri því aftur út þegar maður kom inn út af mikilli birtu. Svo var starfsfólkið hverju öðru skrýtnara. Ég svona var bæði hrædd við þau og vorkenndi þeim. Svo var eins og þau vissu ekki neitt og hefðu enga lágmarkskunáttu. Þá er ég að tala um + og -. Einu sinni vorum við 2 að versla fullt saman og báðum svo strákinn með húðvandamál mi-hikið (ég var hrædd við hann) að deila í tvennt. Eftir MIKIÐ basl á vasareikninum, þá er ég að tala um alveg 4-5 leiðir til að fá útkomuna horfði hann stíft á okkur í nokkrar sekundur (þess vegna var ég hrædd sko, hann gerði það alltaf) og tilkinnti okkur það að það væri ekki hægt að deila þessu í tvennt. "það er ekki hægt að gera ,5 (komma fimm) á posann nefnilega"
ÚFF!!! en ég ég gerðist svo djeneröss og splæsti bara krónu meira en Halli vinur minn!!! nohhh

mánudagur, nóvember 18, 2002

fokkings blogger drasl....ég var búin að blogga alla helgarsöguna en þetta kom aldrei inn!!!
Djö! Allavegana: þetta var frábær helgi-ég brosi hringinn af gleði. Skrifa meira seinna

föstudagur, nóvember 15, 2002

Ég fór í "kjólinnfyrirjólin" í morgun og það var svo svaka stúð í minni! Þetta lá bara svo vel við e-ð í dag, ég náði alveg öllum sporum strax og fannst ég (svona ykkur að segja) eiginlega best...eða allavegana þangað til að ég uppgvötaði að ég væri best...eftir það fór ég að ruglast og missa jafnvægið. Ég er nefnilega með skert jafnvægisskyn sko...það er mér sjálfri að kenna að vísu.

En málið er að ég er fíkill, meira að segja greindur fíkill! Ég er fíkill í eyrnapinna. Eyrnapinnanudd veitir mér fullnægingu. Og fyrir þá sem ekki vita liggja stöðvar jafnvægis í eyrunum. Ég titraði stundum þegar mig vantaði eyrnapinna og kom stundum hlaupandi heim eftir skóla og bara aaahhhh.... :) Gerði þetta hátt uppí kannski 10 sinnum á dag. En svo fór ég að hafa áhyggjur (og vinir og vandamenn líka) þar sem að ég var greinilega farin að missa jafnvægi (dettandi af stólum uppúr þurru og labba skakkt og í veg fyrir annað fólk) Þannig að ég fór til læknis og fékk þar að vita að ég mætti ALDREI fara aftur með eyrnapinna inn nema bara rétt fremst til að taka merginn. Mér fannst það hræðilegt. Svo fékk ég e-a dropa til að míkja eyrun aftur upp og þá myndi kláðinn hætta.
Þetta var hræðilega erfiður tími. Hún Jóhanna vinkona mín úr Kvennó var líka búin að greinast með þessa fíkn en var fallin um það leiti sem ég var að hætta. Svo einu sinni vorum við í partýi og fórum saman á klósettið og þá kom hún með eyrnapinna og veifaði honum framan í mig og byrjaði svo að nudda eyrun sín. Sko að mínu mati er þetta mikil óvirðing! Ég myndi aldrei veifa bjór framan í vinkonu mína sem væri nýkomin úr meðferð.

En svo þegar á leið féll ég. Hægt og rólega. Fyrst var það bara á laugardögum sem ég leyfði mér...bara einu sinni yfir daginn. Svo var það stuttu seinna komið á annan hvern dag, svo bara alltaf rétt eftir sturtu, sem sagt einu sinni á dag. 'Eg sko miðaði alltaf við hvernig ég var áður en ég fór til læknisins. Fannst ég bara í góðum fíling. Svo einu sinni var ég hjá mömmu og var alveg á fullu að nudda pinnanum í eyranu og hún kom að mér. Hún skammaði mig. Og reyndi að tala mig til. Ég var bara í geðveiku rugli. Svo byrjuðu sumar vinkonur mínar að fylgjast með mér, passa að ég væri ekki að gera þetta.Eltandi mig inná klósett og svona. Þetta var orðið absúrt...!
En svo frétti ég af stelpu sem missti heyrnina útaf sama vandamáli og í dag geri ég þetta öööörsjaldan, en alltaf e-ð smá:)

Já þetta var sagan af fíklinum Diljá...hún er sönn ég sver það! Fólki finnst hún mjög skemmtileg, mér finnst hún háalvarleg!

En það sem ég var byrjuð að segja ykkur var það; að í morgun fór ég á vigtina í gymminu og var ekki búin að léttast um 1kg eins og síðast:( ég var frekar svekkt. Var bara búin að léttast um e-ð 300-400grömm. En ég ku ætla að nýta mér það og stefna á massabrennslu viku í næstu viku. Go Diljá Go Diljá Go Diljá!!!!!!!!!!!
Mig langar að bjóða hana ÆSU megababe velkomna í bloggheima, er nú reyndar búin að gera það svona feis 2 feis með faðmlögum og tárum og öllu tilheyrandi en ég vil líka koma því að hér. Er nú reyndar að gera ykkur greiða því mig grunar að hún Æsa (sem gerir mig æsta..hehhhh.) verði ein af mínum uppáhalds....sorry skvís vona að þetta sé engin pressa á þig!
Hún er sko eymógella og er að fara að koma í vinnunna á eftir og þá ætlum við að setja hitt og þetta inná síðuna hennar (gestabók, kommentakerfi og teljara) way to go tölvunördar!!!

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Það var verið að kvarta í mér að ég bloggaði ekki nógu oft...mér finnst ég svo dugleg! Það er stundum bara ekkert spennó að segja frá.
Núna er fimmtudagur og ég er uppí Borgó að vinna. Er í heitum samræðum við Tinnu vinkonu á Barcelona. Hún er að fara á MTV awards á morgun, eðalskvís!
Eymó er BARA að gera sig, vinnudagurinn líður eins og klukkutími og ég er að brillera í að þykjast kunna allt og vera með á nótunum. Hérna í Borgó eru allavega 10 manns búnir að nefna það við mig að ég sé mikið í tölvunni...á MSN. En þetta MSN er að sjálfsögðu bara snilld. Þegar ég bjó í Hollandi fékk kannski eitt bréf í viku að heiman. Núna get ég spjallað við vinkonur mínar í útlöndum á hverjum degi og þær eru inní öllu sem gerist. Svo getur maður sent myndir eins og skot. T.d. þegar ég litaði á mér hárið þá vildi Tinna sjá mig og bara "babb" það var komið til hennar í gegnum MSN á einu augnabragði.

Talandi um hárið á mér: Arnhildur setti massaskol í það á föstudaginn s.l. og það var geðveikt flott; svona dökkbrúnt með rauðum blæ. NÚNA er það dökkbrúnt með rauðum blæ að ofan við rótina og svo er neðri hlutinn ljós brúnn....þetta er ekki flott!!! hahahaha. En ég ku kippa þessu í liðinn á laugardaginn.

Talandi um laugardaginn þá er svaka plan frá morgni til kvölds í tilefni þess að hún Maj-Britt vinkona mín verður ári eldri er klukkan slær 12 á miðnætti. En ég get víst ekki sagt ykkur hvað við erum að fara að gera því hún má ekki vita og ég veit að þú ert að lesa þetta Maj-Britt mín;) Laugardagskvöld síðasta var ekki svalt, vil ekki fara útí neina smáatriði en segjum sem svo að ég var komin heim kl.3 eftir ekkimjögsvoskemmtilegtkvöld. En þá er bara um að gera að líta á það sem góðan hlut fyrir næstu helgi....því núna get ég farið AFTUR í nýja dressið sem ég keypti mér á laugardaginn s.l og verið AFTUR með sömu ofursvölu greiðsluna sem ég var með á laugardaginn s.l:) hehhh

Talandi um laugardaginn s.l. þá eyddi ég 30.000 þúsund í Kringlunni á svona klukkutíma...eða var það svo mikið? Allavega það leið mesta lægi klukkutími og ég var búin að kaupa mér hitt og þetta. En svo þegar ég var að kaupa mér nýju fínu DKNY skóna mína þá var ég fokking rænd á meðan ég var að máta og borga. Eða sko símanum mínum var bara rænt! Hvað er það? Mér er spurn? Hver gerir svona edrú í galvöskum fíling í Kringlunni á laugardegi? Skil ekki svona lið.... Sakna allra númeranna minna!

En jæja...er þetta nóg? Ok Brynhildur ég var ekki með neina "KJÓLINNFYRIRJÓLIN"sögu sorry, það var bara svo massa leiðinlegt síðast. Það var spinning og ég fíla ekki spinning! Búið að líða síðan eins og það hafi verið hömbast á mér í 2 daga streit. Hvað er með sætin á hjólunum? Mér er enn og aftur spurn!!! Hvað er að gerast í þessum heimi....Ó MÆ´GOD!!!!

En þrátt fyrir þessa mótvinda í mínu lífi, er ég í svaka fíling þessa dagana. Við Harpa vinkona erum í TÓMU rugli að bralla ýmislegt sem ekki fer hér á síðuna (mður verður nú að eiga smá fútt útaf fyrir sig er það ekki?)

PS. ÉG las Plebbabókina eftir hann Jón Gnarr í dag (Diljá orðin svaka bókabúðaskvís sko), hún er frábær!!! Þetta er sönn saga um íslendinga af guðs náð, hann segjir allt sem ég hef reynt að koma orðum að í áraraðir! Hey, ef ég verð svona dugleg að lesa á ég þá að vera með svona bókagagnrýni hér á síðunni????

Já GAMAN GAMAN!!!

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Mig langar að koma því á framfæri hversu æðisleg Sigrún svarta vinkona mín er. Ég ekki til orð sem lýsa hennar litríka persónuleika! Hennar besti kostur er hversu hreinskilin hún er og maður veit alltaf hvar maður hefur hana! Að mínu mati er þetta frekar sjalgæfur eiginleiki og þar af leiðandi á hún alveg hellings rokkprik skilið frá mér. Mér finnst svo leiðinlegt hversu sjaldan ég sé hana, og ég hlakka mikið til að hitta hana næst og segja henni hvað mína daga hefur drifið og heyra hvernig henni gengur og líður á Bifröst.
Það besta við að skrifa þessi örfáu orð um hana Sigrúnu mína er að vita hversu glöð hún verður því engan er jafn auðvelt og skemmtilegt að gleðja eins og þig elsku Sigrún mín.....
....vona að þú hættir ekki að lesa bloggið mitt núna eftir þetta!
jæja, þá er komin þriðjudagur, helgin liðin og næsta plönuð.....
allt gott að frétta, er galvösk og í tómu rugli! ...en ég er ung og falleg kona og ætla mér að hafa þessi frjálsu ár eins skemmtileg og ég get, til þess að gera það verður maður að taka áhættur, eina slíka tók ég í gær og allt er á uppleið. gamanaðessuuhhh!
Annars er ein döpur frétt, hún Daníela heimasæta (kisamín) er fótbrotin. Hún kom heim á sunnudagskvöldið og gat þá ekki stigið í eina löppina. Ég skellti mér í gær til Dagfinns dýralækni og hún varð að vera eftir. Eftir eina nótt á dýraspítalanum náði ég hana áðan og þá var hún komin í júmbó spelkur og innvafin. Mér brá svo mikið að ég fór bara að hlægja, en æ ég vorkenni henni svo mikið. Hún mjálmar stanslaust, er alveg hás. Pirraður köttur er ekkert spes meðleigjandi....úff vona að nóttin verði í lagi:S

Ég er byrjuð í nýrri vinnu---EYMUNDSSON! Ég byrjaði í gær og er ekkert smá ánægð. Það var hún Kolla sem réð mig, algjör engill. Ég held að þetta verði frábær vetur, allt starfsfólkið í góðum fíling og svo eru bækur svo uppörvandi umhverfi. Í alvöru það er svo mikið til af frábærum bókum...ég er strax komin með 2 heim og keppist við að lesa til að getað klárað sem mest:)
Svo var ég að fá að heyra að ég fái mjög interesting verkefni eftir jól, sem er alveg frábær undirbúningur fyrir skólann minn. En þar sem að þetta er ekki alveg komið í ljós ætla ég að bíða með að segja frá því.

Kvöldið í kvöld verður bara rólegt, video eða lestur. Langaði soldið á tónleikana í Þjóðleikhúsinu, NýDönsk. En það datt e-ð uppfyrir. Stefni á að sjá Sigurrós í desember....getur e-r sagt mér hvenær þeir verða og hvenær miðasalan byrjar???

föstudagur, nóvember 08, 2002

jæja akkúrat 1kg farið af á einni viku í "kjólinnfyrirjólin"...sem er bara æðislegt og heilbrigt!
.....ég er samt ekki að fíla eitt:
ég var sko í jazzballett í 7ár og var frekar góð þó ég segji sjálf frá og þar af leiðandi hélt ég að ég myndi vera góð í gymminu núna líka, sko að því leiti að ég myndi ná sporunum eins og skot og vera soldið cool. En NEI NEI, ég er bara ekkert að ná þessu strax, er eiginlega yfirleitt síðust að komast inní rútínuna og barasta ekkert cool í speglinum. Ég bara skil ekkert í þessu. Kannski er þetta af því að ég er bara búin að vera dansa SÖMU rútínuna s.l. 2 ár....haa Sara! Ekkert verið að þjálfa þennan hæfileika.....já það er örugglega útaf því!

En annars leggst helgin geeeeðveikt vel í mig: á morgun verður eðal Loftkastlalapartý á Njallanum öllum til mikillar gleði (nema kannski frú neðrihæð....) Að vísu eru nokkrir úr hópnum fluttir út til úklanda sem er ekki eins mikil gleði, en við ætlum að vera ONLÆN í msn teiti með þeim...allavega Söru og Tinnu:)

Fyrir utan teitið ætla ég bara að vinna og chilla, var boðið að koma á Edduna á sunnudaginn en afþakkaði pent.....hmm skrýtið? Hver vill ekki mæta þunnur í galadressi með greiðslu til að sjá e-ð sem er sýnt beint í sjónvarpinu? eeeeuuuhhummm!

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

hún janneke hollenska vinkonan mín var að kvarta yfir því að hún og aðrir félagar frá hollandi gætu ekkert lesið síðuna mína, þannig að ég ákvað að skrifa nokkur orð á hollensku fyrir hana;

Lieve Janneke (en andrere vrienden in Nederland)
ik kan niet wacten tot dat ik naar NL verhuis, ik kom zeker. Ik vind HKU een heel spannend school en ik lees de webside vaak. Het wordt wel raar om ineens weer (na 7 jaar) treug te komen:) Maar ik vind het gezeelig omdat ik weet dat ik jou (jullie) heb. Mijn nederlands moet wel treugkomen, ik probeer nu vaker met s´mam in nederlands te praten en Helga ook (aan msn). Ik ben zo blij dat de studie die precies voor mij is al gevonden....
Nou ik hoop dat dit foutenloos is...(jeee right!!)
Schrijf a.u.b. in mijn "gestabók"........jæja reynið nú að skilja þetta:)

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

LYFTUR

...mér finnst soldið fyndin stemmning oft í lyftum, sérstaklega þar sem saman er komið nokkrir einstaklingar sem þekkjast lítið sem ekki neitt. Hérna í Sjónvarpshúsinu notum við lyftur mikið, mötuneytið er sko uppá 5.hæð.
Það eru teknir tveir pólar í hæðina:
-stundum standa allir og bara stara uppí loft, niður í gólf eða mjög vinsælt; fylgjast með á númer hvaða hæð við erum stödd, allavega allt gert til að horfa ekki á næsta mann.
-eða kreistar fram einhverjar pínlegar samræður sem eru bara til þess gerðar að það skapist ekki pínleg þögn.

Stundum nenni ég ekki að borða uppi og stekk bara til að kaupa mér og borða það svo niðri á deild. Í þau skipti sem ég geri það hafa samtöl á ferðinni niður snúist um matinn sem ég held á...eða allavegana í svona 90% tilvika. Ég er alveg orðin spennt þegar ég er að fara inn....."jæja hvað verður minnst á núna":)

Annars er mín alltaf að plana að fara stigann....jú nó ðe exersæs! Byrja á morgun! ok....)

mánudagur, nóvember 04, 2002

ðe först víkend in nóvembör.....

var æði pæði... Jáhh það var mjög gaman, en núna er ég líka alveg obbeðslea þreytttur.

Eftir vinnu á föstudaginn fór ég að hitta Gauta vin minn á Sirkus. Við höfðum mælt okkur mót til að fá okkur bjór og fara á trúnó. Það var mjög kósí hjá okkurm en eins og gengur og gerist endaði þetta í djammi. Kata Erlings kom að hitta okkur og við fórum á Kaffibarinn og svo á Vegamót og ég komin heim klukkan 4 í góðum málum...hmmm!

Vaknaði á laugardeginum svona semi þunn og kreiving í e-ð gómsætt (þeas fitandi hmmm) þannig að ég Harps og Svansa og Oddlaug fórum í löns á Vegamót. Þar var athafnamaðurinn Ingvar Þórðar ásamt vinalegum flugmanni sem augljóslega hefur lent í slæmum félagsskap með Ingvari því þeir voru dottnir í það og bara í stuði. Settust hjá okkur og eins og fyrri daginn var ekki að hægt að halda uppi eðlilegum samræðum við Ingvar en þetta var gaman. Ef ég hefði ekki þurft að fara vinna klukkan 6 hefðum við bara slegið þessu uppí kæruleysi og þegið drykk og haldið partý í Gullskipinu hans Ingvars, enda alþjóðlegi FOKK iTT dagurinn haldin hátíðlegur í annað sinn þennan dag. En við vorum skynsamar....

Um kvöldið var svo stelpupartý þar sem Harpa hristi hvern Kosmópóltan-inn á eftir öðrum og við við urðum hressari hressari. Ekkert smá hvað þessar stelpur sem við vorum að djamma með er skemmtilegar, alltaf gaman að kynnast nýju fólki!
Niðrí bæ týndi ég símanum mínum, en fann hann aftur etir 2 tíma og í gleði minni yfir því að hafa fundið hann aftur, týndi ég honum samstundis aftur! En ég fann hann svo undir e-um sófa á Hverfis. Ég for víða þetta kvöldið og þó tíminn hafi verið fljótur að líða tókst mér að fara á e-ð um 6 staði og fara á 3 stk. trúnó.
Svo um 6 leitið var komið e-ð undarlegt samansafn af fólki úr öllum áttum (sem samt á ótrúlegan hátt tengdist e-n veginn) og ákveðið var að kíkja á Sögu í morgunverð, en við Harpa erum búnar að vera lengi á leiðinni í slíkt rugl.

Þetta var hinn dýrindis morgunverður og við kynnntumst skemmtilegum hjónum frá Þorlákshöfn. Frúin var nú samt orðin soldið pirr á mér þar sem ég náði ekki hvaða nafn hún bar og kallaði hana: Valborg, Valdís, Vigdís, Vilborg á víxl. En við vorum öll búin að lofa að mæta í heimsókn á Þorlákshöfn þegar við kvöddum þau... Svo lá auðvitað beinast við að splæsa á okkur herbergi en lobbyliðið sýndi því ekki mikinn áhuga og lugu að okkur að það væri uppselt á hótelinu. Þannig að við héldum heim og ég ætlaði að halda náttfatapartý en þar sem ég var læst úti varð ekkert úr því og allir fóru heim til sín og ég fékk nætursamastað hjá góðum vini --höbba höbba.....;)

Dagurinn í gær var mjög erfiður þar sem ég mætti lítið sofin á 12 tíma vakt í Borgó og átti það til að detta út og blunda smá hér og þar um húsið. Enginn vorkenndi mér og sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt...ok! En það var svo gaman að mér var slétt sama.

Núna hlakka ég bara til að halda partý næstu helgi...Lofkastalapartý klikka aldrei!

föstudagur, nóvember 01, 2002

heilshorn Diljár (já svona fallbeygist nefnilega Diljá).....

jæja, ég er búin að mæta tvisvar í "íkjólinnfyrirjólin-átakið mitt" og það er sko saga að segja frá því:
Í fyrsta lagi fannst mér og og mamma vera einar í heiminum þegar við vorumm að keyra klukkan rúmlega 6 EIENMM í svartamyrkri, en NEI NEI þegar ég kom inn á stöðina var bara fullt hús, ekki einu sinni stæði fyrir framan. Djö er fólk duglegt í svona í general...gamanaðessuhh!!!

En ok, tíminn var krepp og ég var brjáluð, nenni ekki að fara með pirringsræðuna en ég ég ákvað bara að vera "þjóðarsal" og skrifa kvörtunarbréf! Nennti ekki að vera í e-u rándýri átaki í 2 mánuði og vera óánægð og pirruð. Svo fékk ég svar og allt er núna í góðu lagi, kennarinn fékk tiltal og núna er allt á réttri braut. (ég skal bara linka á bréfið e-n tíma þegar ég er í PC, maður getur ekki linkað í makka nefnilega)

En núna á ég að skrifa matardagbók í 4 daga...ohhh akkúrat djamm helgi framundan hjá mér. Verð ég þá að skrifa niður alla bjórana? Eða á ég ekki bara að reyna að vera í hvítvíninu? Svo er ég nú líka að fara í Cosmopolitan með alþjóðlega fokk itt crew-inu mínu annað kvöld, það hlýtur að vera kaloríuminna en bjór, ég meina Carrie og co drekka það alltaf í Sex and the city.

En allavega hið alþjóðlega fokk itt crew varð til á föstudeginum í verslunarmannahelgi árið 2001! Það var eitt flottasta djamm sem ég var hef farið á. Við vorum nokkur sem hittumst í lunch á föstudeginum svona semi þunn eftir e-ð fimmtudagsdjamm. Flestir sem ætluðu á e-ð verslunnarmannadót ætlauðu ekki að fara fyrr en á laugardeginum, þannig það átti að sko að nýta þennan dag í hitt og þetta stúss (svona mánaðarmótardót sko) flestir með DO-lista dauðans og svona.
Allavega sólin skein skært og við sátum úti, þetta var svona samansafn af allskonar liði úr öllum áttum. Við ákvaðum að fá okkur einn bjór, það er nú ekki oft sól á íslandi hmmmm. Ég veit ekki hvað gerðist en allt í einu voru allir orðnir tipsy og pantandi annan, og við hvern bjór var strikað út eitt atriði af listanum og því frestað....."æ fokk itt"....Harpa fór að vísu vel í því á fund til bankastóra Landsbankans...en FOKK ITT!!! Við ákváðum að stofna fokk itt félagið. Þetta var einn besti dagur sem ég hef upp lifað, enduðum í gítarpartý á austurvellinum, komum í fréttunum syngjandi "núna ertu hjá mér NÍNA" á repeat!
Eða ég og Harpa enduðum að vísu blindfullar á eldhúsgólfinu heima hjá henni í náttbuxum og kabbojjasígvélum borðandi pizzu með cheddar á miðnætti...svo drápumst við. Vöknuðum svo klukkan 7 daginn eftir alveg ferskar og skelltum okkur á Eldborg.

Og til gangur þessara sögu er 3 þættur:
1. alltaf best að djamma óvæn ogt þegar maður má það helst ekki og á að vera gera annað!
2. best að byrja á hádegi og vera komin heim fyrir miðnætti, þá er dagurinn daginn eftir alveg að gera sig!
3. er að fara að djamma með þessu fólki og fleirum sem hafa áhuga á svona fokk itt stemmingu annað kvöld!...og hlakka til!

ps. ekki segja neinum að ég var á eldborg, uss það er leyndó! skammast mín að hafa verið þar á þessari hátíð þar sem mannakúkur var út um ALLT....

Góða helgi, vona að þið hafið nennt að lesa þetta langablogg mitt....