fimmtudagur, janúar 30, 2003

Mamma var að sortera bréf og einkunnir og annað eins inní skáp hjá sér um daginn. Þar fann hún e-sskonar dagbók sem ég skrifaði sumarið 1993. En fyrir þá sem ekki vita var það ansi örlagaríkt sumar í mínu lífi! Sumarið ´93 er sumarið sem ég byrjaði að drekka, djamma og hössla. Enn í dag man ég eftir hverri einustu helgi, upplifunin var svo mikil. Mér fannst nú heldur súrt að mamma skuli hafi lesið þetta: Þetta var á tímum sem mér fannst klassi yfir Tindavodka í sprite og uppleystum perubrjóstsykur, bjór var eins og gull (alltof dýrt að kaupa bara 5% alkóhólmagn) og maður toppaði skemmtunina með því að hafa "slummað" einhvern sætan. Sumar misstu jómfrúarstimpilinn það sumarið, þó ekki ég. Það kom seinna:)

Þó að ég muni þetta eins og þetta hafi gerst í sumar, var þetta frábær lesning. Ég var að lesa hugsanir og gjörðir mínar sem áttu sér stað fyrir tæpum áratug síðan (að hugsa sér!!!!)

Ég var gelgja með öllu! Allur pakkinn; flissið, töffarattetude, hópsál, óöryggið, skapofsi, málaði mig skelfilega illa, baktalið, fílapenslar, lygarnar og hraðinn í fullorðinsárin. Í einu orði sagt: FRÁBÆR!!

Sumarið 1993 og árin sem komu þar á eftir er efni í skemmtilega unglinga sögu...að mínu og minna vinkvennamati...að vísu ekki bókaútgefada held ég,
Það er e-r önnur Diljá sem er að feta í fótspor mín, þeas; stofna blogg og segja alheiminum sögu sína,( tékkið á fyrstu færslunni hennar, hmmm) Svo er hún líka í Kvennó, eins og ég var. En þessi Diljá kallaði mig tussu á sínu bloggi, en það skemmtilega vill til að ég skil hana alveg 100%. Mér finnst líka allar aðrar Diljár tussur. ÉG ER EINA DILJÁ!!! Sorry solleiðs er þetta bara. hehhh.

En það var frábært hvað könnunninn mín virkaði vel hér að neðan, Sigrún sleppti því að læra undir lögræðipróf í gærkveldi svo að hún gæti talið upp öll uppáhaldlögin sín...og svo á hún alveg 100 eftir. Þeir sem þekkja hana vita að þessi lög fara kannski ekki öll á playlistann hjá DJ ELD og DJ HRESSAR...þarf ekkert að útskýra þetta nánar sko. En ég kvet ykkur til að bæta endalaust við á lagalistann. Takk samt sem áður fyrir brill hugmyndos.

Ég fór áðan að ná í visakortið, og eins og á ÖLL hin kortin tókst mer að skrifa nafnið mitt aftan á kortið eins og 9 ára barn hefði gert það. Hvað er það? Afhverju getur ekki manneskja með alveg ágætisskrift skrifað nafnið sitt á kort sem hún þarf að nota....tjaa já ok, kannski 2 mánuði....MAX!!! ahhahahah

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Hvaða lag fengi þig á eldheitu djammi til þess að neita fríum drykk á barnum, því að þú vildir ekkert heitar en að dansa við það????

Það er mjög mikilvægt að þú lesandi góður látir mig vita....ástæðan kemur í ljós síðar!!!!!!

Allir saman nú, skrá í komment eða gestabók eða sendu mér mail á diljaa@hotmail.com. Þetta er eeeeeldheit könnunn!!!

Fyrir þá sem geta ekki munað neitt svona í morgunsárið þá erum við með nokkur dæmi hér fyrir ykkur!!!!!

mánudagur, janúar 27, 2003

Fór í bankann áðan til að endurnýja visakortið mitt, en það týndist á 22 um daginn. Þegar stúlkan í afgreiðislunni spurði með ásakandi augum hvort það væri týnt þá svaraði ég án þess að hugsa mig um: "nei nei ég veit sko alveg hvar það er, en það festist á milli í eldhúsinnréttingunni"...hahahah hvað var það??? Svo var ég e-ð að braska meira þarna hjá henni, borga e-n reikning. Og spurði hvort ég þyrfti ekki að skrifa undir eða gefa upp leyninúmer. "Nei nei ég man alveg eftir þér, þú ert búin að týna flestum kortum hjá okkur og kemur svo oft.....":)

eeeehuuuummm!

föstudagur, janúar 24, 2003

Auglýsingin með honum feitaGunna úr Fóstbræðrum er án efa lang besta augýsingin í dag... Ég hlæ alltaf jafn mikið!

En útí aðra sálma: Það lítur allt út fyrir það að ég fari ekki til Barcelona. Hún Tinna mín er að koma heim vegna óviðráðanlegra orsaka peninga-og vinnuleysis. Uuummmffflllhh!!! Leiðinlegt, ég var byrjuð að hlakka mikið til nebbla! En vá hvað það verður samt gaman að fá Tinnsluna aftur heim, íhaaaaa!!! Jóla jólahhhh!!!
Við Maj-Britt eðalbeib ætlum þá bara að skella okkur e-ð bráðum í helgarferð. Bara vitum ekki hvert.... Við þyggjum ábendingar um áhugaverðarborgir takk!!!

ps. Ég er með bólu á tungunni. Það er eins og ég sé með Down heilkenni, er alltaf að strjúka tungunni við varirnar...hmmmm!
Var búin með hálfa rauðvín um átta leitið í kvöld, horfði á leikinn og er byrjuð í boltanum....elskastrákanaokkar!!!! Er núna orðin þunn, allavegana með hausverk. Íslensku tónlistarverðlaunin voru nokkuð góð, var nú samt að bíða eftir því að ég yrði nefnd í þakkaræðum e-sstaðar...en nei nei. Nafn mitt bar ekki á góma! En ég var stoltust þegar Sigurrós vann því þeir uppáhalds mitt:)

En í tilefni þess að föstudagurinn 24.janúar er gengin í garð ætla ég að slá upp einni tónlistargetraun:

í hvaða lagi var þessi lína kveðin:

"....brotin glös, sögð og ósögð orð..."

ég vil fá details takk fyrir!!!!

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Ég er að fara til Bad í kvöld og horfa á leikinn. Ef þú lesandi góður þekkjir mig þá veistu það að ég re með mínus í áhuga á íþróttum. Þess vegna vona ég að ég og Bad verðum bara í sleik eða e-ð:)
Í hverju á ég að fara by the way?
Mér er búið að vera kalt síðan frostið kom. Stanslaust. Alltaf. Ætti ég að fara til læknis? Eða ætti ég kannski bara að láta að renna í fótabað og fylla hjartahitapokann sem ég fékk í jólagjöf. Draumaíbúðin a.k.a Njallinn er nefniliega í bárujárnhúsi byggt 1904 með einföldum rúðum í gluggum....það er vindur hérna inni aswespeak:(
Mmmmmm já, ég er komin með chickfilm í tækið, er ekki best að fullkomna þennan tilbreytingalausa dag með fótabaði og hitapoka svona rétt fyrir svefninn.....íhaaaa!!!
Uppáhaldsbloggerarnir mínir þessa dagana eru Maggabest og Bad-Mean-Ton. Þess vegna ætla ég að setja þá í "dagleg lesning" dálkinn minn. Mér fannst soldið fyndið um daginn var ég að lesa allt bloggið hennar möggu upp til agna og svo fór ég útá videoleigu og sá hana þar. Mig langaði mest að fara bara að tjatta við hana, vissi hvort sem er hvað hausinn hennar var að spá. En ok ég gerði það ekki...hahahha
Svo er ég smá skotin í Bad, hann gaf mér nýarsgjöf á gamlárs. Auðvitað var það svitaarmband að hætti ekta sveitts badminton spilara. en svo þurfti ég að skila armbandinu.....ég held að það sé útaf því að hann er skotin í möggu best. Fokk itt!!!
Ég elska daður. Ég er búin að vera hugsa um þetta soldið undanfarið og er búin að sjá það að ég daðra OFT á dag. Daður er svona moment sem tveir einstaklingar eiga saman og lætur þeim líða vel. Augnakontakt, snerting, fliss, komment.....ofl.
Daður þarf ekkert að vera kynferðislegt. Ég meina; ég daðra líka við stelpur. Enda er ég líka 70% samkynhneigð samkvæmt netprófinu sem ég tók í sumar.... hmmmmm:)

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Dagarnir mínir líða áfram tilbreytingalausir. Ég held að ég hafi sjaldan farið á janfmikinn jánúarblús. Nenni ekki neinu en er samt svo eirðarlaus. Orkan er af bágum skammti skorin og á hef aldrei átt jafn erfitt með að vakna á morgnana. Ég hugsa með söknuði til nóvember og desember þegar Diljá vakanði klukkan 6 2-3var í viku og skoppaði um í "kjólinnfyrirjólin". Á kvöldin hafði ég nóg fyrir stafni og var til í allt. Hvar er hún? :(

Ég er samt meðvitað búin að ákveða að fresta skoppinu og matardagbókinni um tíma. Ég þekkji mig einfaldlega of vel sjáiði til. Ég VEIT að ég mæti ekki. Þannig að ég sé ekki tilganginn í því að kaupa mér samviskubit. Alltof dýrt...

sunnudagur, janúar 19, 2003

Jæja þá er kominn sunnudagur og ég er í vinnunni. Mér finnst ágætt að vinna á sunnudögum. Ef ég mætti ráða, þá myndi ég alveg nenna vinna á sunnudögum og svo eiga ´frí á mánudögum. Þannig var þetta síðasta vetur. Mánudagar voru þá uppáhalds dagarnir mínir. Þá svaf ég út, fór að missa kíló í ræktinni og svo á Súfistann. mmm þetta var alltaf jafn ljúft.

Á föstudaginn var gaman. Kollan mín varð árinu eldri og blindfull. Hún var með gett2geðer á Ölstofunni. Ég drakk mig tipsy þar og söng "mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár" á repeat. En fyrir þá sem vita var þetta bara kaldhæðni, því hún Kolla er rauðhærð. Stórgölluð greyið, OG ekki bara rauðhærð heldur líka samkynhneigð. Stundum bara skil ég ekki hvernig ég get verið vinkona hennar. ;)
Svo tók við eðaldjamm, en samt sem áður mjög venjulegt í alla staði og ekkert kom mér á óvart. Jú kannski eitt eða tvennt. Ég heyrði kjaftasögu um sjálfa mig. Fannst það soldið spaugað.

Í gær var þynnkiudagur sem ég kýs að gefa einkunina 10 sléttar. Hann var fullkomin:
Vakna og finna að þynnkuhúmor er til staðar, borða steiksamloku á vegamótum, heim að horfa á simpsons, sofna út frá simpsons, verða sótt og skutlað í þynnkupartý, allir í náttföt og uppí rúm, spjallað á nokkuð spes plani...enda þunnar, stofan breyttist í útilegu; dýnur, púðar, teppi, sængur útúm allt, videomarathon, gos, snakk og svo toppurinn á öllu: Diljá Ámundadóttir sofnaði ekki yfir myndinni, eftir videoglápið var spjallað og hlustað á Bowie. Mig langar að heita Diljá Bowie. Er að spá í að breyta nafninu mínu á MSN í Diljá Bowie.

Ég er farin í bili, tjékka á stöðunni hérna í vinnunni.
P.s. Ég er í klúbb hérna í Borgó,ég á að mæta með bláa sögu á næstu sýningu á HONK, umræðuefnið er frjálst en e-sstaðar á að koma fram karamellur og gönguskór. Ég er engin sérfræðingur í bláum sögum þannig að aðstoð er vel þegin:)

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Ég held að þetta sé í fjórða skiptið sem ég reyni að koma e-u bloggi hérna "á blað" í vikunni. Í fyrsta skipið eyddist óvart allt. En það er allt í lagi þar sem að það var bara e-ð væl þegar ég var lasin síðustu helgi og var e-ð lítil í mér. Í hin skiptin hætti ég við, mér fannst þetta einfaldlega of döll. En svo fór ég að spá; Afhverju blogga ég og hvernig bloggari er ég? Að mínu mati er ég nokkuð "sigtandi bloggari", þ.e.a.s ég reyni að sigta út það skemmtilegasta og áhugaverðasta sem gerist í mínu lífi. T.d ef ég lít á listann sem er hér að neðan um árið 2002 þá er mikið djamm og svona inní þessu. En auðvitað er þetta ekki líf mitt í hnotskurn. Það var ýmislegt sem gekk á hjá mér sem stendur uppúr. En ég þorði ekki að segja frá því. Veit ekki afhverju... Kannski hef ég einfaldlega ekki vanið mig á það. Ég veit ekki....

Sumum finnst ég blogga voða persónulegt og fá alveg í magann þegar þeir lesa bloggið mitt. Sumum finnst ég bara skrifa um djamm og sleik:) En samt sem áður er ég ég sjálf hérna. Ég sem bloggari réttara sagt. Sú mynd sem ég vil birta af mér hér. Hvað finnst ykkur, er þetta ég?

En undanfarnir dagar hafa ekki verið neitt spes. Engin drama, ég held bara dæmigerðir janúardagar. Lítið að gerast og fátt sem ég hlakka til að gera. Samt sem áður er ég að vinna í áramótaheitunum. Er byrjuð á nokkrum:
-Ég er byrjuð að vinna í skólaumsókninni minni. Hugurinn er komin hálfa leið til Hollands:) Ég er eiginlega komin með leið á þessu lífi mínu, í þeirri mynd sem það er í eins og er. Ég vinn mikið og svo djamma ég til að lifta mér upp. Ekkert nýtt að gerast. Bullið sem ég var í í lok nýliðins árs er búið. Sem betur fer?--Það veit ég ekki? En það er samt best fyrir mig. Gaman þegar það stóð sem hæðst, en mátti ekki ganga neitt lengra....allt er gott í hófi:)

-Ég er að fá tryggingamann til mín á mánudaginn, þá skrifa ég undir allsherjartryggingu. Það er nú save tilfinning.

-Ég er að fara í heimsókn til ömmu og afa á morgun. Amma er í skýunum, hún hlakkar svo til. Æ amma er æði....

Þetta er nú gott. Það er alltaf góð tilfinnig að slá markmið.

Jæja ég er að krókna úr kulda, verð bara að fá mér grifflur til að geta verið í tölvunni, hehhhh.

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Jæja!!!
Mér er búið að finnast svo gaman að lesa svona 2002 TOPP 10 LISTA hjá góðu fólki eins og Maj-Britt og Jóa, þannig að ég ákvað að gera einn slíkan sjálf...
Árið 2002 var greinilega svo frábært að 12 urðu atriðin og erfitt að var að setja þau í röð eftir skemmtana og minningagildi. En einhvern veginn tókst mér að fá e-a mynd á þetta...GJÖRIÐISSSOVEL!

12. Coldplay og Airwaves
Tvö ólík verkefni í grúppíugeiranum en samt eftirminnileg á sinn hátt. Airwaves var mjög viðamikið og tók ég eiginlega of mikið af verkefnum að mér og varð ringluð af stressi undir lokin...en það er bara sætt hehhh:) Svo var Coldplay bara eintóm gleði og hamingja með Harpítu. Eftirminnilegast er þegar við vorum með nýja diskinn í botni í bílnum svo ég gæti lært textana fyrir tónleikana .....and the truth is...I miss you!!!

11. Skógar
Þar var haldin háskólaútilega fyrstu helgina í júlí. Svona 75% vina minna voru þar þannig að þetta gat ekki varið úrskeiðis. Eftir marathon gítarpartý og karlmann við arminn hélt ég í rómantíkina bak við skógarfoss og hélt að ég væri að upplifa ást við fyrstu sín....eeehhhummm! Já svona er maður oft vitlaus undir áhrifum. Því á sunnudeginum komst ég að því að gæjinn hafði fetish fyrir húfum og rænt minni og fleiri húfum.

10. Hótel Saga
Langþráður draumur varð að veruleika... ég og harpa enduðum djammið á Hótel Sögu í brekkfast. Hóuðum ótrúlegasta liði saman til að mæta á staðinn með okkur og kynntumst eðalhjónum frá Þorlákshöfn. Fengum samt ekki að leigja okkur herbergi...það var skyndilega "UPPSELT" hjá þeim í móttökunni, hmmm.

9.Sirkus
Hélt að ég myndi aldrei fara að vinna á bar. Blankheitin í upphafi sumars létu mig tjékka á málunum. Ég entist í 2 mánuði og skemmti mér konuglega á meðan. Maður fékk sér bara nokkur skot við og við og sötraði bjór á milli þess að vera afgreiða. Um 4 var ég komin í Coyote Ugly feeling og rokkaði bakvið barborðið....íhaaaa!!

8. Grill og þynnka á þriðjudegi
Harpa átti afmæli á mánudegi (9.júlí) og við kíktum hópurinn á kaffihús í tilefni þess. Ég veit ekki hvað gerðist en allt í einu vorum við orðin blindfull á leiðinni í eftirpatrtý til mín. Þar voru pantaðar flöskur hjá "betri taxa". Heimasætan(ég sko) dugði nú ekki lengi og rankaði við sér um 9 þegar hörðustu djammaranir voru enn að og fólk var að hringja sig veikt inní vinnurnar sínar:) Gerði hún það einnig.
Sólin var á lofti og hópurinn skellti upp allherjar grillveislu útí garði. Mmmmm þetta var æðislegt! Svo flatmöguðum við þar allan daginn með teppi og músík í grasinu og bjuggum til blómakransa í hárið. Þega sólin settist heldum við á Ítalíu og fengum okkur pizzu. Þar voru ítalskir tónlistarmenn sem settu stemmninguna í hámark. Fólk byrjaði að dansa og syngja og klappa og allir í salnum voru vinir.....

7. Sigurrós
Ég get ekki líst þessu kvöldi. Kem þessu bara ekki í orð....sorry!

6. Menningarnótt
Allt kvöldið frá upphafi til enda var fullkomið...allt sem ég gerði, allir sem ég hitti, allt sem ég sá...þetta var allt svo gaman. Plús það að veðrið var frábært. Um nóttina dansaði ég í 6 tíma uppá stól á Vídalín, enda voru Gullfoss og Geysir að þeyta skífum.

5. Kolla
Það var kannski ekki allt gleði gleði árið 2002. Spítalaferðinrnar hennar Kollu létu mig fá illt í hjartað mitt og ætli að ég hafi haft mestu áhyggjurnar af öllum. Sem betur fer er Kolla spræk í dag og þetta verður allt í lagi allt saman. Svo getum við nú líka rifjað upp fyndnar sögur af heimsóknum mínum á las hospitalos. Mér varð svo á að sjá vinkonu mína svona umvafða í snúrur og og umbúðir að ég fór og gubbaði á klósettinu...já smekkleg og uppörvandi vinkona þar á ferð verð ég að segja...hmmm!

4. Riverrafting
HÁS-klúbburinn smyglaði sér með í kynningarferð fyrir ferðaskrifstofurnar og hótel starfsmenn í riverrafting niður Hvítá. Ég lét eins og 8 ára strákur og fór í bardagaleiki og enginn lennti eins oft í ánni og ég. Þetta var æði!!! Næst ætla ég í straumharðari á, fyrir norðan.

3. Náttfatapartýin
Ég og Sigrún héldum snilldar náttfatapartý, helgi eftir helgi s.l vor. Þetta var aldrei fyrirfram ákveðið en við enduðum alltaf með 2 gæja heima sem fóru í náttföt (auðvitað) og gistu. Daginn eftir fórum við alltaf á Vitabar í þynnkybörger. Starfsfólkið var byrjað að glotta talsvert þegar það sá okkur með nýtt hyski...öll meygluð og að sjálfsögðu í náttfötunum ennþá:)

2. Köben
Ég ákvað að sleppa íslenskri verslunnarmannahelgi og hendast frekar til Petru í Köben. Var hjá henni í viku og þessi vika var yndisleg í alla staði. Alveg eins og ég sá hana fyrir mér. Við vorum bara að hanga í bænum á kaffihúsum, búðum og Kristjaniu. Duttum aðeins í það að sjálfsögðu. Það besta var eiginlega að við vorum á trúnó allan tímann og hreinsuðum svo mikið. Ég kom heim í svo miklu jafnvægi eftir að hafa losað mikið um e-ð sem lengi hafði legið bælt undir niðri. mmmm

1. Íbúðin:)
Ég held að momentið þegar ég fékk tilboðið samþykkt vermi efsta sætið. Ég var heima hjá Söru þegar fasteignasalinn hringdi í mig og hálfsönglaði í símann: "Þú átt íbúð"!!! Vá ég grét af gleði. Ég og Sara tókum stríðsdans af ánægju, og öskruðum og föðmuðumst. Svo hringdi ég vælandi í mömmu og pabba sem klökknuðu líka fyrir mína hönd. Draumaíbúðin mín var orðin mín og flutti ég inn 1,5 mánuði seinna. Mmmm þetta var æðislegt, allir hjálpuðu mér og það voru gerð skemmtileg málningarkvöld og innfluttnginskvöld.
Hér sit ég nú og verð bara ánægðari og ánægðari....
Velkomin í heim blogg og bloggleysu elsku Sigga mín... ég veit að þú átt eftir að skemmta þér vel....Nú er bara að fá Tinnu til að segja okkur frá ævintýrum sínum í Barelsóna!!! Tinna...þetta er áskorun lúðinn þinn!!!!
Vá hvað ég er að fara að heimsækja Petru og Söru í vor TJÉKK ÐIS ÁT!!!
Loksins loksins ertu komið mitt ástkæra flugfélag...vonandi til að vera. Loksins loksins getur maður hent sér í spontant helgarferð og tímt því:)

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Vinnurnar mínar

Eymó:
Það er svona 9-5 vinnan mín (er reyndar orðin 10-6, ekki slæmt). Þar vinna bara stelpur og það er ekki þessi tussumórall sem skapast oft þegar bara kvenmenn eru að vinna saman (eins og í Listahátið...úff) Heldur eru við allar góðar vinkonur og tekið er vel á móti nýjum starfskröftum. Þetta finnst mér mjög merkilegt nokk! En ég held að meginástæðan fyrir því sé frábær yfirmaður. Hún heitir Gunnur og er alveg með sitt á hreinu. Hún Gunnur er nefnilega búin að finna þessa fínu línu sem mér finnst að allir yfirmenn ættu að finna. Hún er í senn vinkona okkar og yfirmaður sem maður ber virðingu fyrir og vill vinna vel fyrir. Hún vill að öllum líði vel í vinnunni sem gerir það að verkum að við Eymundssondætur viljum gera okka besta...þrátt fyrir bág laun :)
Svo hafa líka bækur góð áhrif á fólk og viðskiptavinirnir hér eru eðal.

Borgarleikhúsið:
Fór úr litla Loftkastalanum sem ég var að vinna í í 5 ár og á MJÖG góðar minningar um. Kom svo í fullkomnasta leikhús landsins og missti áhuga á leikhúsum. Stóra sviðið í Borgó er verksmiðja sem framleiðir tilgerðarleg leikverk. Þess vegna mæli ég eindregið með litlu sviðunum í leikhúsunum og svo litlu leikhúsunum. Þar er neistinn, þar hefur fólkið sannan áhuga á vinnunni sinni og vinnur saman.
En þrátt fyrir þessa uppgvötun mína á stóra sviðinu (þar sem ég vinn einungis) finnst mér samt mjög gaman að vinna þarna. Ég er propsari og er eina stelpan í fögrum sviðsmannastrákahóp. Stundum elska ég að komast úr gelluvinkonuhópnum mínum, þar sem allt er analizerað og velt sér uppúr öllu, yfir í tjillað umhverfi piltana (ÞRÖStUR NÚNA ER ÉG AÐ MINNAST Á ÞIG!!!) og láta eins og fífl. Stundum sit ég með þeim heilt kvöld og grenja úr hlátri. Svo er ég byrjuð að vera svo mikill gaur. Ef ekki væri til kynlíf, þá væri oft þögn uppí reyk í borgarleikhúsinu. Ég er ekkert nema kjafturinn þegar ég er með þeim og læt þá ekkert ganga fram af mér þegar að þessu umræðuefni kemur!
Leikararnir eru mis skemmtilegir...en flestir eru nú bestu skinn.

Sjónvarpið
Já Kastljósið. Ég fundið fyrir því að fólki finnst e-ð flott við að vinna hjá Sjónvarpinu. Vinum mínum og vandamönnum finnst gaman að sjá þegar nafnið mitt kemur í kreditlistanum. Æ ég skil þau svo sem, ég man þegar Kolla vinkona vann þar og þá beið ég alltaf eftir nafninu. En núna finnst mér þetta ekkert merkilegt... En mér finnst fínt að vinna þarna. Þetta er fjölmiðill sem snýst um vönduð vinnubrögð og það er þykkur rammi utan um allt sem fer frá þeim. Fínt að læra vinnubrögðin undir slíkum aga. Gaman að keyra beina útsendingu á hverju kvöldi. Svo er ég að vinna með mjög góðu fólki...í RÚV eru líka laaaaaang bestu partýin. Þar kann fólk að rokka...íhaaaa!!!!


Tónleikar
Þetta er án efa uppáhaldsvinnan mín. Í henni sameinast flest það sem ég fíla að vinna með og undir. Skipuleggja, stússast, mannleg samskipti og góður yfirmaður/menn!!! Í kringum tónleika sem ég hef unnið á hefur skapast frábær stemming og það er alltaf sama fólkið sem kemur að þessu. Orðin eins og ein stór fjölskylda. Ég og Harpíta erum einu stelpurnar og kunnum að njóta þess í BOTN skal ég segja ykkur. Er það ekki Harpa?

laugardagur, janúar 04, 2003

ég er búin að vera ógeðslega dugleg í dag. Tók Njallan minn alveg barasta í gegn (samt ekki 3.stigs þrif, tók ekki skápana) Amma og afi gáfu mér ryksugu í jólagjöf og ég er að segja ykkur að hún Melissa (ryksugan) fór hamförum. Mottan sem er undir stofuborðinu var svo skítug að þegar Melissa saug þá kom svona hvítt far eins og þetta væri auglýsing í sjónvarpsmarkaðinum (hvað varð um hann btw?) Núna er allt spitt en span og hér sit ég ein og sauma..eða svona meira horfi á táknmálsfréttir. Ég bara kann ekki að vera svona í fríi um helgar. Og hvað þá svona óþunn og full af orku. Var að spá í að bjóða e-um í mat en ég held að ég sé núna á leiðinni út að borða með Harps.

Núna er hún Sara farin aftur heim til odense-innar sinnar, snökt. Það var ekkert smá gaman að fá hana hérna á klakann yfir hátíðarnar, við náðum samt ekki að gera uppáhaldsiðjuna okkar eins mikið og við vildum...en c´est la vie! Við fórum samt á mánudaginn á Rómeo og Júlíu uppí Borgó. Ég held bara að ég gefi þessari sýningu fullt hús af stjörnum og rokkprikum og legg til að þú lesandi góður takir upp símann og pantir þér miða NÚNA!!! Allavega ætla ég að fara sem allra fyrst aftur!
Eftir la theatertripp biðu okkar miðar á miðnætursýningu á Ðe lord of ðe ríngs. Og já þeir sem þekkja mig vita hvernig fór nú í þeirri ferð; jú eða ég svaf þessa miklu mynd nánast alla af mér. Eeehhhuummm! Svo skildi ég hvort sem er ekki neitt, vissi ekki hvort var verið að tala um her, landsvæði, kóng eða hobbittatýpu þegar hugtakið sumarí (bleehhh) bar á góma. Og eftir að hafa spurt Dóra vin minn í byrjun hver Gollum væri og mætt augum manns sem hugsuðu "ok we lost her" hætti ég við að spyrja næst.....

En núna er klukkan 6 á laugardagskvöldi, best að fara að koma sér í slíkan gír. Ætla samt ekki að djamma í nótt. Er komin í djamm og strákapásu....
....sjáum nú til hvað þetta endist lengi.
Ég þarf alla vega að hreinsa aðeins til í kollinum mínum varðandi hitt kynið....og ég held að það gangi betur án áfengis....eða bara án gsm síma, hann er alfarið sökudólgur bullsins míns hehhhhh! Já er það ekki? Alltaf best að kenna öðrum um! Alla vega hef ég þá dauða hluti sem ég kenni um...;)

föstudagur, janúar 03, 2003

Gleymdi að segja ykkur frá gamlárs....

ég gerði engar væntingar og var til í hvað sem er....þetta er bara ein allra besta uppskrift að kvöldi sem mér hefur borist. Byrjaði á að borða rjúpur með fjölskyldunni, þetta var eiginlega í fyrsta skiptið sem mér finnst þær vera æðislegar. Eftir mat sofnaði ég í gellufötunum með star-trek greiðsluna upp í sófa (hmmm góð byrjun á mestu gleðinótt ársins) Svo fór ég í boð til svönsufjölskyldu. Mér til mikillar gleði skildi ég ALLT skaupið og var það í fyrsta skiptið sem ég gerði það. Skrifa ég það á starf mitt í Kastljósinu, þar kemst maður nú ekki hjá því að vera með slíka hluti á hreinu. Svo kom uppáhaldið mitt: skála í kampavíni uppá Hallgrímskirkjutúni undir flugeldaveislu nágrannans sem eyðir tugum þúsunda í að kveðja gamla árið..takk fyrir mig.

Mér og Svanhvíti var ekki boðið í neitt partý (já ég veit...sorglegar, en okkur var slétt sama) þannig að við ákváðum að kíkja bara e-ð niðrí bæ. Fyrsta stopp var eðalbúllan Kaffi Viktor. Það var eins og að koma inní ZONE. Ég var með galopinn munninn allan tímann, jesúss minn; hvaðan kemur þetta fólk???
Síðan héldum við á vegamót þar sem uppáhálds DJarnir mínir voru að rokka; gullfoss og geysir sko:) Þar tjuttaði ég með fólki héðan og þaðan fram á morgun. Um 7 leitið dröslaðist út og gekk þá í fangið á engum öðrum en manni kvöldsins: Skara skrípó! Við ákváðum að fara uppí grafarvog í taxarúnt...ferðin uppí grafarvog og til baka kostaði ekki nema 5000kall...hmmm ekki nema: Gjöf en ekki sala!
En svona á þetta að vera á gamlárs...FOKK ITT. Bara ruglum bull. Er það ekki...?

Nýársdagur var bara knús og leti með manneskju sem segjir sex..einmitt eins og ég vildi hafa það:)

ðats itt folks!
jæja þá er þessi hátíð offísíöllí gengin yfir. Líkaminn er ennþá að jafna sig eftir MIKINN mat og vín, LÍTINN svefn og SVAKA stuð!! Mér líst vel á þetta nýja ár. Áramótaheitin eru eftir farandi:

-afþýða ískápinn (traustir lesendur muna kannski eftir því að rokklingurinn röflaði um að fara drífa í þessu í ÁGÚST!!!) en nú verður drifið í þessu...

-tryggja mig og íbúðina mína....er búin að vera á leiðinni að þessu alt of lengi. Fyrst hélt ég að þetta væri svo dýrt, en svo komst ég að því að þetta er slikk...GJÖF EN EKKI SALA!

-sækja um skóla í Hollandi...það er ferli úff!!!

-láta laga hitaveitukerfið í íbúðinni minni....þá kannski hætti ég að fá 10.000kr. reikninga á mánuði. Ef ekki laga hitann þá vil ég finna sundlaugina sem ég kyndi dagsdaglega!

-raða 30 filmunum sem ég hef tekið síðan ´99 í albúm...OG skrifa við hverja og eina þeirra.

-vera meira með ömmunum mínum og öfum...segjir sig sjálft:)

-svo eru það auðvitað kílóin..ég stefni á 10! hmmm

-svo er eitt sem er leyndó...langar ekki að vera væmin núna á síðunni minni:)