þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Fór í brúðkaup um helgina. Brúðurin var eins og Liv Tyler í LOTR, nema Agnes er sko með ljóst hár. Og við dönsuðum "einn dans við mig mig mig mig" oft og líka við írska slagara. Mikið er annars gaman í brúðkaupum. Mér finnst að ég eigi að vera oftar boðin í slíkar veislur. Frítt áfengi og gleðin eiga vel við mig. Við Anna söfnuðum trúnóum og reyndum að k***a en gátum ekki læst. Svo var farið í bæinn og í partý og svo aftur í bæinn. Já mikið að gerast! Snilldarkvöld þrátt fyrir að ég þekki vanþroskaða aumingja og kaldrifjaða fávita sem settu smá svip á sólarhringinn. En þá koma líka traustir vinir sem geta gert kraftaverk og bjarga deginum með því að leigja 20 þætti af Sex and the City og drekka eplasafa í klaka með röri. Enda svo helgina í faðmi perla og mönsi hjá Strúnu í jólatréablokkinni.

í kvöld fór ég svo á deit með eina manninum sem fær mig til að brosa. Það var farið í dinner, súfistann og svo í bíó. Fullkomið kvöld. Enda er maðurinn pabbi minn:)

Á morgun ætla ég svo í Debenhams með ömmu að kaupa brjósthaldara. Þær þarna í Debenhams mæla mann sko... Ekki slæmt.

Nóg af öppdeiti í bili

Engin ummæli: