sunnudagur, nóvember 21, 2004

Helgin 19-21. Nóvember 2004 geymir allskonar skemmtileg og ljúf atvik:

-ég fór og keypti mér kort í ræktina sem er hérna á næsta horni
-fór í ræktina
-eldaði og borðaði og drakk hvítvín með Möttu
-fór með Mattheu og Matthildi í KP-partý á RarBar
-Uffe skólastjóri kom í partýið og tilkynnti í ræðu sinni að KP hafi fengið fjárveitingu til að halda skólastarfinu áfram í árósum. Útlitið hefur verið svart undanfarið...
-þannig að fréttin fékk okkur KaosPilotana til að springa úr gleði: öskur, hopp og faðmlög!
-svo var haldið í eftirpartý til Emils í Team10 í rosa flottri íbúð, þar sem sumir dönsuðu, aðrir spiluðu á bongótrommur, hinir í fúússboll, einhverjir söfnuðu í bjórsjóð og keyptu 5 kassa af bjór og allir döðruðu.
-á næsta horni var PAN, gaybar of Århus..við þangað
-þar ætlaði að spyrja ákveðinn vin minn að gefnu tilefni að þeirri brennandi örlagaspurningu: "Ertu Hommi?". Eftir að hafa manað mig uppí það, gekk ég til hans...og fann hann ælandi við barinn. Spurningunni er að gefnu tilefni enn ósvarað.
-laugardagurinn þunni: horfði á Edduna sem mamma mín besta og yndislega hafði sent mér ásamt Idol og kastljós extra.
-gubbaði ég í glas afþví að meðleigandi minn var að stússast á baðinu og ég þorði ekki að sýna henni að ég væri að gubba
-Mattan mín kom svo færandi hendi fyrir þynnkustúlkuna og við borðuðum og kúrðum okkur
-svo kom Martine og sagði okkur KP slúður. Afhverju fer allt svona fram hjá mér???
-svo héldum við 3 í kuldanum í bíó og sáum guðdómlegu Bridget Jones. Ég elskana.
-sofnað yfir Love Actually. Ég elskana.

Núna:
er sunnudagsmorgun og engin vakandi nema þú og ég, sólin skín, en það er ó svo kalt. Ég ætla að vaska upp og fara svo í skólann að vinna. Enn einn brainstroming-urinn kannski? hehe

Í kvöld:
íslenskt Idols með M & M.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til göngu og Idols í kvöld
Matta

Dilja sagði...

ú jee, ég líka:)
gangi þér vel að vinna í dag elskan mín

Nafnlaus sagði...

yea baby yea... IDOLS..

hlakka til ad sjá ykkur;)

Matthildur

Maja pæja sagði...

Hey við gerðum næstum alveg eins færslu... ohooo við erum svo andlega tengdar að það er svaðalegt!!!! he he he :-)

maria sagði...

ég elska þig!!!