mánudagur, september 13, 2004

Jæja það hlaut að koma að mér. Nú geng ég ekki heil til skógar. Bara lasin stúlka sem vaknaði í morgun. Kemur mér nú ekki mikið á óvart þar sem þetta er búið að vera að ganga í bekknum. Ég held að þetta sé e-ð sem fylgir þessu nýja álagi. Hver dagur er búin að taka svo á, vera svo mikil upplifun. Eða kannski varð mér bara svolítið kalt í gær í Tívolíinu í Köben. Það má kannski rétt svo taka fram að ég fór 7 sinnum í turninn. Hver þar kynlíf ef maður kemst í turninn? Maður spyr sig...

Jæja þrátt fyrir veikindi (og klassíkina Dynasty sem er á skjánum) ætla ég nú samt að reyna nota daginn til að læra meira og meira, meira í dag en í gær. Mér finnst ótrúlegt hvað ég náð að læra mikið á einungis einni viku. Hugarfar mitt og skoðanir breytast frá degi til dags. Ný orð hafa skotið sér rótum í orðaforða minn...og komast fá önnur að.

alltílæskíttíþigbleees

Engin ummæli: