þriðjudagur, október 26, 2004

Komin aftur til Danmörku, það var ljúft að mæta litlu KaosPilotfjölskyldunni minni í morgun og vera knúsuð í klessu af meðlimum hennar. Einnig var það ánægjulegt að fá að vita að þessi vika yrði róleg og skemmtileg, enn betra var að fá að fara 2 tímum fyrr heim úr skólanum. Henti mér uppí rúm, þar er ég núna að horfa á hinn klassíska þátt BeverlyHills 90210.
Þýðir klassíkst ekki annars: "eitthvað sem eldist ekki illa"?? hmmm

Airwaves vikan á Íslandi var ó svo frábær. Mér líður soldið núna eins og ég hafi stigið inní annan heim í nokkra daga. Svona Airwavesheim. Vann frá morgni til kvölds 6 daga í röð. Svo er ég með "postdepression" núna, svona tómleika tilfinning. Þetta var líka agjör B-O-B-A! segi ég of skrifa... Aldrei hef ég verið eins stolt af því að taka þátt í þessari hátíð og akkúrat núna. Allt gekk svo vel og ég áttaði mig bara á hvað þetta er magnaður viðburður fyrir íslenska menningu. Já ég gæti lofsamað Iceland Airwaves út í eitt þessa stundina. Er e-ð hátt uppi með þetta núna. Kannski ekki eins hátt uppi og um kl.3 á aðfaranótt sunnudags þegar GuSgUs stigu á svið og tóku hálftíma langa útgáfu af flottasta laginu.

DadaarradaADDdardardarah Dararadadaraaa...

Meira seinna

ps.hvar er jesú? stimplar sig bara ekkert inn fyrsta daginn minn í skólanum.... obbobb

3 ummæli:

Dilja sagði...

fokkings kommentakerfi virkar bara stundum
en núna er það í lagi sé ég:)

benony sagði...

Velkomin "heim" esskan mín...

Dilja sagði...

já þetta er heim...
takk sara mín:)