Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri einhver nefnd þarna úti sem finnur nöfn fyrir fellibyli. Eða hvaða system væri notað fyrir þetta fyrirbæri.
Af mér er ekki mikið meira að frétta en það að ég er mætt aftur í skólann og mikið er það gott. Fannst ég vera missa af svo miklu. Og það var satt. Allt búið að vera á fullu hér. Núna sit ég í skólastofunni okkar og hún er á HAUS. Flott músikk í botn og allir á iði, syngjandi dansandi og föndrandi. Hér er verið að vinna hópavinnu mikla; heimildamynd (minn hópur), ávaxtasala, kaffigjöf á lestastöðinni í morgunsárið í sérhönnuðum Kaospilotkaffimálum (fylgir fullt af föndri) ofl ofl. Allt gert í þeim tilgangi að kynnast skólanum, kynna skólann og gera eitthvað gott fyrir borgara Århus. Við byrjum að fókusa á Lókal....á 3 ári verðum við komin Global.
Hvar enda ég?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli