þriðjudagur, desember 21, 2004

Fyrir 20 árum leiddi pabbi mig upp túnið hjá Landsspítalanum Hringbraut. Ég var mjög spennt því ég var að fara að sjá mitt fyrsta systkyni, bróðir þeas. Spurði og spurði. En þar sem ég er yfirleitt mjög upptekin af sjálfri mér spurði ég auðvitað líka hvort hann nýfæddi bróðir minn hafi ekki örugglega keypt handa mér jólagjöf. "Jú jú", svaraði pabbi, hann sagði að það fyrsta sem bróðir minn hefði kjökrað væri "Ken, Ken" Ég alveg hoppaði hæð mína því Ken hennar Barbie var einmitt efstur á óskalistanum þessi jólin. Ég man hvað ég var djöfull ánægð með þennan bróðir minn. Trúði þessu líka í nokkur ár að hann hefði sagt pabba að hann vildi gefa mér Ken.

Enn í dag er ég svona djöfull ánægð með þennan litla bróður minn sem í dag gekk inní glaðan flokk fólks sem má fara sjálft í Ríkið.

Til hamingju Öddi minn aka "Gaurinn sem hangir alltaf með fjölskyldu minni". Ég er ánægð með að við, ásamt hinum Ámundsbörnum, höfum deilt uppeldi sem einkennist af svörtum húmor, stríðni og lygum (sbr. að nýfædd börn kunni að tala).

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahhhh....sæt saga!
En já...takk fyrir innlitið á sunnudaginn...alltaf jafn gaman að fá Diljá sína "heim" og ræða allt milli himins og jarðar:)
hlakka til að hitta þig og pakkast soldið á aðfangadag...mmmm...gaman gaman
lovjú, Brynka beib

Dilja sagði...

DJÖFULL ERUÐ ÞIÐ ÓGEÐSLEGA SKEMMTILEG HA?
takk fyrir magnað jólakort miss, er ekki frá því að börnin þín séu bara nokk falleg ha! já svei mér þá...

hlakka til að skiptast á gjöfum og fara í jólasleik... ó þó. Gleiljol!

Nafnlaus sagði...

HÆ sæta og gleðileg jól

Vildi bara nota tækifærið og þakka fyrir frábærar stundir á árinu sem er að líða. Vona að samstarfinu sé ekki lokið þó ég sé komin í pakkann og þú til útlanda. Er komin einn dag framyfir meðgöngu í dag og ekkert virðist vera að fara að gerast.

heyrumst vonandi fljótlega
harpa rut og aukakílóin