Ég veit ekkert sætara en að fylgjast með börnum leika sér og sérstaklega þegar þau eru búin að gleyma stað og stund. Hún Oddlaug vinkona mín er einmitt hérna fyrir framan mig í svona trans. Talar við sjálfa sig og talar fyrir dúkkurnar sínar. Voða kurteis og háfleyg. Mikið að gera hjá henni. Við og við speglar hún sig líka. Setur upp svipi og jafnvel dansar smá ef það er skemmtilegt lag sem ómar hérna hjá okkur. Vildi að þið sæuð það sem ég sé núna.
Hún Oddlaug er einmitt að verða 5 ára eftir 3 daga. Ég trúi því varla. Mér finnst svo stutt síðan ég fékk smsið um að móðir hennar væri búin að missa vatnið. Svo stutt síðan hún var splunkuný í fanginu mínu. Alveg eins og geimvera.
En já svona er ísland í dag.
ps. ég bætti við tenglum í gær
pps. ég er að halda partý í kvöld ásamt þokkagyðjunni Maríu á Aragötu. Vona að þetta verði GOTT djamm, damn gott djamm!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli