fimmtudagur, desember 30, 2004

Jólin 2004... í stafrófsröð

AÐFANGADAGUR: fyrsta og eina skiptið sem ég verð þunn á aðfangadag. Ömurlegt.
BJÓR: nóg af honum. Allt of mikið af honum eiginlega.
COOL-IÐ: Týndi því á laugaveginum, en fann það aftur á Vegamótum daginn eftir.
DILJÁ: Ámundadóttir er jólabarn og líður vel á jólunum, feit og pattaraleg.
EFTIRPARTÝ: Engin pizza samt. Bara Vodka.
FIMM FYLLERÍ: síðan ég komm til íslands þann 15 desember, plús eitt lítið.
GSM-SÍMAR: Hvenær kemur ástralska þjónustan til íslands. Þessi sem bíður uppá að loka fyrir númer eitt og eitt kvöld.
HJARTSLÁTTUR: Vaknaði við aukinn hjarslátt á Jólanótt, reykta kjötið alveg að pumpa í blóðinu.
ÍSLAND: er alveg magnað land! Vá hvað er alltaf gaman hérna.
JARÐSKJÁLFTINN: í Asíu. Hvað get ég gert? Æ Æ Æ, þetta er agalegt
KARÓKÍ: mig langar svooo í SingStar! Hver vill hafa SingStarPartý?
LESSA: eitt less á ári er fínt!
MATUR: ómægód hvað ég er búin að borða mikið; svínabóg, hangikjöt, kalkún, hamborgarahrygg, sósur, karteflur, grænar baunir, rauðkál og ís og MALT OG APPELSÍN.
NÓTT: það er nótt núna, ég er byrjuð að lifa á nóttunni og sef á daginn. Afhverju gerist þetta alltaf í jólafríum??
ÓFÆRT: rosa snjór og ég á nýja jeppanum hennar mömmu með fermingarhanskana.
PAKKAR: Fékk ó svo mikið. Harðan disk,tölvuhátalara, föt, bækur, baðslopp, náttbussur, leðurhanska, pjéning, eldhúsklukku, armband, engil, augnskugga, geisladisk....ofl.
RAVISONTRAVIS: veit ekkert hvað ég að skrifa hér...obb obb!
SMS&SÍMTÖL: stundum veit ég ekki hvenær ég á að stoppa!
TILHLÖKKUN: að fara í Brúðkaup á Nýársdag hjá ÖnnuSiggu og Sibba!
ÚTBELGD: af mat, en samt heldur maður áfram.
VEL KÆST SKATA: árleg skata með BáruJárnsMellunni og fjölsk. hennar.
X-HÖSL: ekki hitt neinn slíkan. Gott, mjög gott!
YNDISLEG: jól. Þetta voru yndisleg jól. Gott að slaka á með fjölskyldunni líka.
ZUKKJÓL: djamm annan hvern dag, samt engin almennileg helgi.
ÞORLÁKSMESSULEIKURINN: Svansa 18 stig, Ég 9 stig, María: RÚSTAÐI OKKUR!!!
ÆLA: ég gubbaði í nótt:(
ÖLSTOFAN: hvað ætli ég sé búin að eyða miklu þar?

2 ummæli:

maria sagði...

Greetings from Göteborg!
Stefán.

Maja pæja sagði...

Vá já, mar eins og feit gylta héddna megin... og svo er náttla að stuffa sig annað kvöld :-) Ég vil ekki hugsa um Ölstofuna og hvað ég eyddi miklu þar þarna um kvöldið.... ég loka bara augunum og þá hverfur allt ;-)