þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Would you like to be a hairmodel? hubba hubba...


FYRIR


EFTIR

Var pikkuð upp af götunni um daginn og beðin um að vera módel. Hármódel. Og hér er afraksturinn. Bara nokkuð ánægð með þetta. ókeypis líka.
Í kvöld er ég að fara í sjónvarpsþátt sem er tekinn upp útí Berkley. Og í þessi vika er stútfull af áhugaverðu fólki (sem þekkir áhugavert fólk) sem við í Team 11 erum að fara að hitta. Networking elskan, networking!!
Annars er lífið bara ljúft hérna hjá mér. Gott að eiga heimili á ný. Elska meðleigendur mína. AsskotassWresgötEruEddah!

ég mæli með blogginu hans Måns mínum núna. Sérstaklega vidjóblogginu þar sem hann og fl bekkjarbræður mínir eru úti að spisa kínverskan mat...ásamt gubbandi konu á næsta borði! Tjékk it:) hahahhahah

sunnudagur, febrúar 26, 2006

More pix

Nokkrar myndir frá síðast liðnum dögum hérna



skrifa fleiri sögur á eftir. Er á leiðinni núna með landlordinum mínum, sem er ítölsk (rúmlega) hress týpa í ódýran stórvörumarkað sem kostar 45$ inní. En hún er með kort sko ;) fleiri sögur af henni síðar (enda nóg af þeim)

Hérna eru myndir af nýju íbúðinni minni

fimmtudagur, febrúar 23, 2006


Nýjar myndir hérna til hliðar
Alltaf nóg af sögum, ætla að reyna að hafa þetta stutt núna, kannski í svona listaformi. En síðan síðast er ég búin að:
-villast í svertingaGhettó EIN
-vera spurð hvort ég vilji vera hármódel, og verð það næsta mánudag
-svindlað mér inní snobb siglingarklúbb
-labbað meira en allt mitt líf, upp og niður, upp og niður
-borðað rækjur við höfnina, í sólinni.

á meðan ég skrifa þessi orð er e-r gaur (hérna á hostelinu) að reyna svo allsvakalega við mig. Ég heyri hann hugsa um pikköpplínurnar, æfa þær inní sér og svo gubbar hann þeim útúr sér. Greyið. Sú síðasta var..."ég var í Írak að berjast"

Já já gaman að þessu:)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

KaosPilots Go Banananas In SanFrancisco

Team 11 fór á sunnudaginn sl. að hitta bekk í námi svipuðu okkar. Skólinn þeirra er staðsettur í Fort Mason sem var setur hermanna áður en þeir voru sendir út í Spænska stríðið. Komu því ekki eins margir til baka og fóru. Í dag er búið að gera þessar byggingar upp og það er allskonar áhugaverð starfsemi í gangi þarna. Allskonar workshop rými, sýningarsalir, kaffihús og margt fleira. Þetta er e-ð sem aðrar borgir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Td. Reykjavík og nota gömlu skýlin út á Granda fyrir e-ð svona. Ofboðslega flott hús.

En hvað um það. Okkur í KaosPilots finnst voða gaman að haga okkur eins og við séum í e-u költi...eða erum við það? Hmmm spurning. Við veigrum okkur ekki við að taka energybooztið "Go bananas" til að koma okkur í stuð. Reyndar gerum við það bara í seinni tíð þegar það eru e-ir nýir með okkur. Og eins steikt og þetta atriði er...þá virðast allir kolfalla fyrir því og vilja bara gera þetta aftur og aftur. Hérna kemur þetta með nemendunum í "Sustainable Management" skólanum.



Metið okkar er samt 300 manns. Og var það í Litháen í Október sl. með arkitektunum í Arkitema.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

AlkAtRaz calling








Hér ligg ég uppí rúmi í Alkatrez herberginu á Hostelinu. Heyri mikið lyklaborðapikkhljóð. Eplin uppi í KaosPilot fangelsinu. Einstaka prump eða sog uppí nef. Já þetta eru "ma inmatez" Eins og þið sjáið á myndunum er þetta þröngt og ekkert svo lekkert. Ætla nú ekkert að fegra þetta líf mitt í SF neitt fyrir ykkur. En já hérna búum við núna. Og gerum það besta úr því;)


EN ég er þó með góðar fréttir!! Ég fann auglýsingu áðan um íbúð (eða ekki íbúð heldur svona LOFT, hátt til lofts, og film stúdíó) í ótrúlega skemmtilegu hverfi. Mission. Svona Latino meets Art skilst mér;) En já þótt klukkan væri orðið margt hringdi ég ótrúlega æst og markviss í hann Enrico (sem er kvikmyndagerðarmaður á leiðinni til Thailands í 2 mánuði). Hann hafði nú ekki mikinn áhuga á að tala við mig....þangað til ég sagði töfraorðið. ÍSLAND. Já þá vorum við Enrico sko að dansa. Og ég daðraði hann uppúr skónum og við gerðum date á morgun. Þeas svona "fáðu okkur sem leigendur"deit!

Ég er svo spennt...

ps. það fylgir "maid" og já ég held við megum nota klippigræjurnar hans. Vei! Of gott til að vera satt. Ég sem ætla einmitt að læra að klippa hérna. Ég vona að við fáum þetta!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

One of the four beasts saying come and see, and I saw



ég heiti diljáSan, ég er í SanFrancisco. Ekki leiðinlegt, ó nei ó nei hósé! Búin að fara 4 sinnum á starsbucks siðan ég kom, en ég drekk ekki kaffi. Samt er það mér mikið í megn að ná að vera ótrúlega markviss þegar ég panta mér drykk (td. green tea frappochino, soya milk and no cream...please!) Þetta segi ég mjög hratt og öruggt. En svo biðja þau um nafnið mitt og þá fer þetta smá í klessu. Næst ætla ég að segja bara DíJei. Eða er e-r með tillögur?

Ég hef annars frá svo mörgu að segja. Hvar á ég að byrja, hvar á ég að byrja?
Mér finnst gaman að segja frá því að ég eignast svona 5 nýja vini á dag. Fólk sækist ógurlega í mig og talar við mig eins og við höfum alltaf þekkst. Mér finnst þetta æðislegt, þarf aaaðeins að venjast þessu. En samt æðislegt. Svo hollt fyrir mann. Taka niður kúlið og bara vera.

Ég fór í hverfi sem heitir Haight í fyrradag. Það er svona hippahverfið. Getið rétt ímyndað ykkur hvernig stemmningin var þarna á sínum tíma. Í enda Haightgötunnar er svo GoldenGatePark. Þarna leið DiljáSan vel. ó já! Önnur hver búð er 2nd hand búð, sæt kaffihús, plötubúðir og aaaallskonar fólk. Svo útfrá þessari götu koma litlar götur með gullfallegum SanFrancisco húsum (með glugga út og í fallegum litum) Mikill gróður. Þarna vil eg búa næstu mánuði.

í gær fór ég svo a blint stefnumót með henni Rún. Hún verður svona íslenska vinkonan mín hérna:) Maður verður að hafa e-n.
Hún tók mig á æðislegan stað upp í NorthBeach og skáluðum í fallegum kokteilum fyrir sigri Silvíu Nótt. Svo hittum við fleiri vini hennar og drukkum martini, og það finnst mér ofsalega smart drykkur. Ætla demba mér í hann. Hér er líka mikil martini menning. E-ð bond meets sinatra svalt við martini.

komnar nokkrar myndir hérna í mynda linkinum til hliðar. Og svo koma líka vidjóblogg sem tröllríða bloggheiminum. Þið getið kíkt á nokkur slík hjá KaosVitringunum mínum, ég setti linka hjá 2 bekkjarbræðrum mínum, Calle og Jo. Og það munu e-r bætast við á næstunni..

Bæjó!
Diljá...in JetLag recovering.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Komin



Yours truly er stödd í uppáhaldsborginni sinni. Og er hún með svefngalsa.
Við lentum í dag kl.13 á staðartíma, en þá var hún um 22 á okkar tíma. Núna 8 tímum seinna sitjum við nokkur hérna alveg stjörf að reyna að halda okkur vakandi svo við getum stillt sólarhringinn rétt eins fljótt og auðið er.
Á þessum 8 tímum er ég búin að fara í bjórsötur í sólinni á Union Square, labba um Market District (þangað fer ég líkalegast ekki mikið meir) alltof dýrt og snobbað. Fór svo í strætó uppí Japan og fólk er svo vinalegt hérna að einn ungur herramaður gaf mér dollara þegar ég var að vesenast við að taka saman klink og stoppaði alla röðina inn. En já í Japan var að sjálfsögðu besti matur í heimi spisaður
Ég og Linn vinkona mín týndumst svo í Pacific Height hverfinu, en það var bara gaman því það er alveg ótrúlega fallegt hverfi með guðdómlegum húsum. Við hlógum og grétum samt til skiptis...hlógum niður brekkur...grétum upp. Orðnar svo þreyttar að götukortið náði að breytast í hvert skipti sem við litum á það, allt á ferðinni bara. En svo hentum við okkur bara uppí svona sígildan sporvagn og hengum á honum þangað til við könnuðumst við okkur.

Æ já þetta er yndisleg borg. Hrúturinn í mér er samt svo óþolinmóður að sjá allt og rata um allt.
Skrýtið að vera allt í einu bara komin. Ekki alveg byrjuð að trúa þvi.

Jæja ég ætla að fara að sofa.

Kveðjur frá SanFrancisco

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Til hamingju Ísland

með að ég kíkti við! Stutt stopp á Íslandi sem innihélt eitt stk Valentínusardag. Dag elskenda en líka afmæli. 9 ára þessi elska! Ég. Við.

Valentínusardagurinn 2006 var eitt stórt stefnumót við þá sem ég elska. Hér kemur hann í máli og myndum.


Vaknaði í nýja rúminu hennar Hörpu, ásamt Hörpu. Í gegnum tíðina hef ég oftast sofið við hlið þessarar fögru stúlku.

Fór svo í morgunkaffi til Ömmu og Afa. En ég gleymdi myndavélinni útí bíl og fangaði það boð því miður ekki á mynd.


í hádeginu fór ég með manninum í lífi mínu út að borða. Við töluðum um ástina, mig, hann, og allt hitt fólkið sem engin sér og verkefnin mögulegu.


Hér sjáið þið Höllu á leiðinni útúr Laugardalslauginni. Þar áttum við pottarstefnumót. Sem þýðir ekkert nema tilfinningarleg heilun á klukkutíma. Spottprís, aðeins 280kr. Hvar væri ég án Höllu? ó sei ó sei hósei!

Ég hljóp svo niður á uppáhalds kaffihúsið mitt sem heitir Súfistinn og þar átti ég rómantískt stefnumót við Loftkastalastelpurnar mínar. Tinna, Maj-Britt og Sara Bjarney voru knússaðaðaðar í kaf og rot. Við skiptumst á V-gjöfum og ég fékk augnajurtaslökunargrímu sem sló rúmlega í gegn. Fyrir flugið sko;) Mynd kemur seinna!

Eftir Súfistann lá leiðin á rómantískt stefnumót með mömmu minni, hinni einu og sönnu. Við spisuðum á Austur-IndíaFjélaginu, mmmm. Svo sýndi hún mer nýja staðinn sem hún og Sigga eru að fara opna með vorinu. Ótrúlega spennandi!!
Klukkan 9. fórum við svo 3 á Minningar Geisju sem er mjög góð. Hver náði samt að dotta? Bjór fyrir þann sem fattar...!

Dagurinn byrjaði með þeirri sem hann byrjaði með. Góður dagur. En núna er ég á leiðinni aftur út á völl. Við tekur uþb 2ja sólarhringa ferðalag. Hvorki meira né minna. En endastöð er SanFrancisco.

Ég kveð í bili.
bæjó

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

sma breyting

Líður ótrúlega furðulega núna.
Eftir akkúrat hálftíma fer lestin mín til Kaupmannahafnar og þá segi ég bless við Árósina þangað til í maí. Eftir að hafa miklað það mikið fyrir mér sl daga að byrja að pakka niður fyrir þessa mánuði tókst það mjög vel og gekk greiðlega fyrir sig. EN þá kom eldingin úr heiðskíra loftinu; Okkur stúlkunum hérna á Vesturgötunni var tilkynnt það að þessi íbúð ætti að standa tóm þann 1.apríl. Þann 1.apríl verð ég í SanFrancisco eins og alþjóð veit. Þannig að ég þurfti að ganga í málin STRAX. Henti nánast öllu og pakkaði e-u niður sem mun fylgja Kamillu minni. Þetta tókst okkur á aðeins 1,5 tíma.

Ég reyndi að velta ekki einum einasta hlut fyrir mér, henti bara. Minningarnar lifa í hausnum og hjartanu. En samt er það smá óþægilegt. En svo líka algjör hreinsun.

Sá WalkTheLine í gær. Mæli með henni.

Bless þið öll í Árósum, sjást í Maí skilurruh!



hérna erum við Kamilla að pakka öllu dótinu mínu...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Í höndunum

hef ég nú farmiða

16.feb
Köben-París
París-SanFrancisco
13.maí
SanFrancisco-París
París-Köben

já ég get ekki sagt annað en þetta er núna aaaaðeins raunverulegra.

Skrýtin tilfinning...góð tilfinning:)

mánudagur, febrúar 06, 2006

ég er að prufa að blogga á fireFox

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Miss Dilvia Nott goes USA

Í gær fékk ég eitt mjög sætt og eftirminnilegt hrós. Ég hef þekkt stúlkuna i svona 1,5 ár og henni hefur lengi langað til að segja mér. En hrósið var e-ð a þessa vegu:
"Ef ég væri lespía þá væri ég skotin í þér, ég bara veit það!"
Gaman að því

Svo er er markaðsetningin á Júróvisjonlaginu hennar Silvíu Night komin hingað til Árósa. Ég tok mig til og dansaði súludans í kveðjupartýinu hjá Team11, já og Til hamingju Ísland var spilað undir og ég mæmaði. Lýðurinn töööörrrryllltist! They all love it. Annars var þemað í partýinu USofA. Það var allt skreytt í fánalitunum, promstæl. Svo var walk of fame þar sem allir í bekknum fengu sínar stjörnur á gólfinu með nafninu sínu á. Mjög flott allt saman.

Það styttist óðum í ferðina miklu og spenningurinn er óbærilegur. Það má víst taka með sér 64kg til Bandaríkjanna. Smá munur á milla álfa semsagt. Eiginlega of mikill, getur maður ferðast með 64 kg? Já og svo minni ég fólk á að fara að bóka heimsóknartima hjá mér í Ammríku. OK?

í dag lánaði MæPartnörInKræm mér e-ð sem ég hef ekki séð í mörg ár; Ó JÁ, elsku Fóstbræður eru komnir í hús!!! VeiVeih!!

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

TIL HAMINGJU ÍSLAND MEÐ AÐ ÉG FÆDDIST HÉR!





töff töff töff




lang besta júróvísjónlagið er bara komið á netið og við skulum vona að það verði ekki bannað því þetta lag vil eg sko sja fara til Grikklands. Það væri tremma töff. OK??!